Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 47

Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 47 JÓHANNA MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR + Jóhanna Margrét Stéfánsdóttir fæddist á Fossi í Grímsnesi 24. nó- vember 1908. Hún Iést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 12. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Stefán Þor- steinsson bóndi, f. 25.11. 1864, d. 1920, og Sigríður Guð- mundsdóttir hús- freyja, f. 5.9. 1874, d. 1963. Systkini Jó- hönnu voru: Guð- mundur, f. 15.7. 1898, d. 12.5. 1990; Þorsteinn, f. 23.9. 1899, d. 9.6. 1986; Stefán, f. 24.1. 1902, d. 1.12. 1999; Guðrún, f. 28.5. 1903, d. 27.6. 1982; Sigrún, f. 23.12. 1904, d. 14.1. 1998; Sigurður, f. 28.8. 1906, d. 1996; Karl Óskar, f. 14.8. 1907, d. 11.10. 1932; Val- gerður, f. 19.11. 1910, d. 20.3. 1989; Garðar, f. 1.1. 1912, d. 1.6. 1912; og Þórunn, f. 9.2. 1915, d. 26.10.1997. Fyrri maður Jóhönnu var Odd- geir Erlendur Jónsson og eignuð- ust þau einn son, Karl Róbert, f. 7.8. 1932, d.10.6. 1962. Hann var kvæntur Elfnu Þórðardóttur, f. 4.7. 1933 og eignuðust þau fjögur Nú er ljós við bjarta beðinn þinn, birta himins lýsir til þín inn. Allar þrautir eru liðnar hjá. Engill lyftir skuggatjaldi frá. Man ég tíð með blóm og grös á grund, glöð við systkin lékum marga stund. Oft á kvöldin sungum saman þá, sorgum fjær með æskulétta brá. Nú er höndin þín til hvílu lögð, hógvær kona af mörgum verður sögð. Kærleiksfræið, sem þú sáðir hér sífellt vex og góðan ávöxt ber. (Þ.S) Guð geymi þig, elsku mamma, með þökk fyrir allt og allt. Katrín Björk, Sigríður og Smári. Elsku amma mín. Mikið var ég lánsöm að eiga svona góða og glæsi- lega ömmu eins og þú varst, alltaf svo fín og vel til höfð. Mér þykir svo vænt um að hafa flutt heim til ís- lands í mars á síðasta ári, því síðasta ár er mér svo kært. Eg var svo dug- leg að heimsækja þig og við höfðum það svo skemmtilegt, annaðhvort á rúntinum, í garðinum hjá mömmu að spila kínverska skák sem þér þótti svo gaman að spila, eða hreinlega bara heima hjá þér og jafnvel að lesa ljóð eftir hana Tótu systur þína. Þú varst svo söng- og ljóðelsk. Litla ferðalagið okkar Pálma með þér í Borgarfjörðinn í sumar er mjög minnisstætt, því það var í fyrsta skipti sem þú fórst í Hvalfjarðar- göngin og þótti þér þau heljarmikil mannvirki. Við vorum að fara í bú- staðinn til Siggu og Halla. Þú varst svo glöð yfir að hafa komið með mér, því þú ætlaðir ekki að nenna í fyrstu. Þú varst mjög dugleg að hringja til mín til Noregs meðan ég bjó þar, þótt níræð værir. Það þótti mér skemmtilegt. Allra vænst þykir mér að litli Pálmi hafí náð að kynnast þér, því hann var yfirleitt með mér þegar ég kom til þín. Hann skilur ekki að þú sért ekki á meðal okkar lengur og talar ennþá um þig, þótt aðeins rétt rúmlega tveggja ára sé. En ég lofa, elsku amma, að hann gleymi þér aldrei, ég verð dugleg að sýna honum myndir af þér og ég kenni honum þær bænir sem þú kenndir mér. Ég var stolt að eiga þig sem ömmu. Hvíl þú í friði, elsku amma mín, ég sakna þíns hlýlega viðmóts, og geymi minningarnar um þig í hjarta mínu. Ég veit þér líður vel þar sem þú ert og ég veit að þú vakir yfir okkur og fylgist með okkur. Ég kveð börn. Seinni maður Jóhönnu var Friðjón Jónsson kaupmaður, f. 26.8. 1904, d. 7.12. 1974. Börn Jóhönnu og Friðjóns eru: Katrín Björk, f. 9.7. 1937, gift Pálma Viðari, f. 15.7. 1935, og eiga þau þrjú börn; Sigríður, f. 23.8. 1944, gift Þór- halli Arnari Guð- mundssyni, f. 28.11. 1941, og eiga þau þrjú börn; Sigur- björn Smári, f. 13.6. 1950, kvæntur Jennýju Lovísu Lárusdóttur, f. 13.9.1953, og eiga þau þrjú börn. Jóhanna og Friðjón bjuggu alla sína búskapartíð á Völlum í Njarðvík. Síðustu árin bjó Jó- hanna á Vallarbraut 2 í Njarðvík. Jóhanna tók þátt í félagsstörfum í sveit sinni, söng m.a. í kirkjukór Njarðvíkurkirkju til 75 ára al- durs. Hún starfaði alla tíð í kven- félagi Njarðvíkur og systrafélag- inu meðan heilsa leyfði. Ásamt heimilisstörfum stundaði Jóhanna alla almenna vinnu í Njarðvík. títför Jóhönnu fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þig að sinni með kvöldbæninni sem þú kenndir mér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín nafna og vinkona Jóhanna Björk Pálmadóttir. Fölnuð ertu fagra rósin mín farin þangað heim, er ljósið skín svo hreint og blítt var hjarta þitt og sál, þig hafði engin blettað synd né tál. (G.Þ.) Ég kveð ástkæra ömmu mína með söknuði og þakklæti fyrir allar góðu stundirnar sem áttum við saman. Þú varst í mínum huga einstök, svo falleg, lífsglöð og jákvæð. Þér var annt um þitt samferðafólk og spurðir frétta um menn og málefni. Hjá þér var ekkert kynslóðabil. Þú barst hag fjölskyldu þinnar fyrir brjósti, fylgdist með henni stækka og tókst þátt í stórviðburðum henn- ar. Að vera í kringum þig gerði mann að betri manni. Þú ert mín fyr- irmynd. Vertu sæl að sinni „litla stutt“. Guð geymi þig. Eg þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég íútti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þómnn Sig.) Þín Ásdís Pálmadóttir. Elsku Jóa amma, nú ert þú búin að kveðja okkur, farin til Paradísar að hitta alla ástvini þína sem fóru á undan. Þú varst alltaf mín besta vinkona, þó að 56 ár væru á milli okkai-, ég gat alltaf komið og létt á hjarta mínu, þú hvattir mig alltaf og gafst mér góð og dýrmæt ráð. Hve glæsileg og smekkleg kona þú varst, barst þig svo vel, alltaf bein í baki, létt í fasi og ung í anda. Húm- orinn var til staðar og reyndar hjá ykkur öllum systkinunum frá Fossi. Þú sagðir oft sögur af æsku þinni í Grímsnesinu. Faðir þinn átti að hafa kallað þig „litlu stutt“. Einn daginn komu gestir og þeir spurðu þig um nafn. Þá svaraðir þú; „Ég heiti litla stutt pabbadóttir." Það sagði mér kona sem hafði búið á næsta bæ við ykkur, að hún gleymdi aldrei fjörinu á Fossi. Þið systkinin sunguð öll og spiluðuð á hljóðfæri. Það var ótrúlegt hvað þú mundir öll kvæði og vers. Þetta þuldir þú eins og ekkert væri, þó komin yfir nírætt. Alltaf sagðir þú þínar skoðanir hreint út og hugsaðir upphátt enda bogmaður. Ég sakna þess að geta ekki litið inn í heimsókn og spjallað. Oft töluð- um við um dauðann og lífið hinum megin enda varst þú trúuð kona. Þvílíkri blómakonu hef ég ekki kynnst. Við skruppum saman í Blómaval síðastliðið sumar því ég ætlaði að kaupa mér sumarblóm. Vissi ég ekki fyrr en þú varst búin að fylla eina innkaupakerruna af sum- arblómum. Þú sagðir á hverju sumri: „Nú er ég hætt,“ en alltaf stækkaði garðurinn þinn. Þórhallur litli saknar þín. Hann segir að nú sé Jóa amma verndar- engillinn okkar. Hann á góðar minn- ingar um þig þó að hann sé bara fimm ára gamall. Þið voruð alltaf að spila á spil og þú last sögur fyrii- hann, núna síðast í desember. Mér þótti vænt um að fá að fylgja þér alla leið til endaloka. Ég sé Fía afa, Kalla son þinn og öil systkini þín fyrir mér taka á móti þér opnum örmum. Ég geymi þig og minningarnar í hjarta mínu alltaf. Hvað við erum rík að hafa átt þig að í öll þessi ár. Takk fyrir allt og ég veit að þú verð- ur áfram hjá okkur í anda. Þín Ósk, Vilberg og Þórhallur. Ég man ekki þann tíma í lífi mínu að amma væri ekki einhversstaðar nálæg - ef ekki í eigin persónu þá í huga mínum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að heimsækja ömmu eins mikið og ég vildi þegar ég bjó sem lítill drengur í Keflavík og voru þau ófá skiptin sem ég leit- aði til hennar og fékk jafnvel að gista. Ég gleymi aldrei þeim tímum þegar hún söng fyrir mig um leið og hún strauk á mér bakið þegar ég átti að fara að sofa. Ég var ekki nema rétt 18 ára þegar Fíi afi dó og amma fékk mig til að flytja til sín svo hún þyrfti ekki að vera ein. Hún lét mér eftir efstu hæðina þar sem hún og afi höfðu áður verið. Þeir voru ófáir vin- irnir sem öfunduðu mig af þessari góðu aðstöðu. Þegar ég byrjaði að búa kom ekk- ert annað til greina hjá ömmu en að við byggjum í kjallaraíbúðinni eins og foreldrar mínir gerðu á sínum tíma og önnur börn ömmu. Seinna fluttumst við aftur á Velli eftir að amma fór í íbúðir aldraðra. Hin síðari ár var amma orðin ansi þreytt og talaði oft um að þetta væri orðið gott í þessu lífi, enda búin að horfa upp á systkini sín deyja hvert af öðru hin síðustu ár. Ég veit að nú er hún komin þangað sem hún vill vera, í faðm afa og pabba í himnar- íki. Með sárum söknuði kveð ég þig nú, amma mín. Oddgeir. Aldamótabörnin falla frá hvert af öðru. Nú síðast ellefti hlekkurinn í stóra systkinahópnum frá Fossi í Grímsnesi. Elskuleg móðursystir mín, Jó- hanna Stefánsdóttir, er látin. Bróðir hennar, Stefán Stefánsson úr Hafn- arfirði, lést 1. desember 1999. Sem barn og unglingur sótti ég mjög í að dveijast hjá Jóu á Völlum í öllum mínum jóla- og páskafríum frá skóla, ekki síst þar sem við Dædý dóttir hennar erum jafnöldrur og góðar vinkonur. Ég var send með rútu úr Reykjavík, það þótti nokkuð langt ferðalag suður til Ytri-Njarð- víkur í þá daga. Þá var hafður með- ferðis ælupoki til að vera við öllu búinn enda vegir þá bæði forugir og holóttir. Á heimilinu á Völlum var oft gest- kvæmt enda Jóa gestrisin mjög og átti hún marga nágranna og vini, ekki síst vini barna sinna og einkum þó vini Kalla sonar síns, en hann lést langt um aldur fram frá eiginkonu og fjórum börnum. Það var henni miial sorg að missa hann. í Njarðvíkunum heyrði ég í fyrsta sinn í Kanaútvarpinu, það þótti mér nýnæmi. Þar snerist mestallt um Kanann og völlinn enda höfðu marg- ir atvinnu þar. Ég man líka hvað hann Fíi, mað- urinn hennar, var alltaf góður við þessa stelpu sem kom svona oft í heimsókn, hann tók vel á móti mér og alltaf var ég leyst út með nammi- poka við brottför. Hann átti verslun- ina Fíabúð sem þá var eina búðin í þorpinu. Mér fannst hann alltaf vera að vinna og huga að sínu starfi og ég sá hann sjaldan öðruvísi en í hvíta sloppnum. Mér fannst svo gott að vera hjá henni frænku minni að ég hafði eitt sinn á orði að ef ég myndi lenda í því að missa mína móður þá myndi ég helst af öllu vilja vera hjá henni. Jóa var félagslynd, hún söng í mörg ár í kirkjukór og var virk í fé- lagsstarfi aldraðra. Áður vann hún í frystihúsi og aðstoðaði mann sinn í verslun þein-a. Hún var söngelsk eins og öll hennar systkini og þegar þau hittust á góðri stundu var eins og heill kór væri saman kominn, þannig að unun var á að hlýða. Nokkrum sinnum á síðari árum hafa verið haldin ættarmót hjá af- komendum Foss-hjónanna, þar vaiv hún höfuð ættarinnar og ómissandi. Jóa var gæfusöm kona, átti góð og umhyggjusöm börn, og hélt góðri heilsu þar til s.l. haust að hún varð fyrir því að lærbrotna. Eftir það hrakaði henni þar til hún lést á sjúkrahúsinu í Keflavík. Ég á ekkert nema ljúfar minning- ar tengdar henni, og verður hennar sárt saknað. Sérstakar þakkir og kyeðjur ber ég frá systrum mínum, Ólafíu, Sig- rúnu og Stefaníu. Bömum, tengdabörnum, barna- börnum og öðrum ættingjum eru' sendar samúðarkveðjur. Yaldís. Það var árið 1977 að ég kom fyrst á Vellina og kynntist Jóu. Við bjugg- um saman á Völlum í nokkur ár því þar hóf ég minn búskap. Það var alltaf gott að leita til Jóu og hún gaf mér oft góð ráð. Hún var alltaf glöð og leit björtum augum á lífið og til- veruna. Ég man sérstaklega efth’ því hversu ánægð og stolt hún var þegar hún sýndi mér handavinnuna sína. Hún var mikil listakona og naut þess að sauma og mála. Það var líka glatt á hjalla hjá okkur daginn sem hún kenndi mér að baka klein- ur, en uppskriftin var ekki til nema í kollinum á Jóu og hana lærði ég og nota enn í dag. Það var mér mikil ánægja og heið- ur þegar við hjónin keyptum Vellina af Jóu, ættaróðalið eins og hún kall- aði það stundum. Þegar ákveðið var að færa húsið í upprunalegt horf leituðum við til Jóu og hún sagði okkur frá öllu sem hún hafði látið gera við húsið. Hún naut þess að breyta og bæta. í litlu íbúðinni sinni á Vallarbrautinni tók hún oft á móti gestum og barnabarnabörnin komuv oft við hjá Jóu ömmu og fengu gott í munninn eða tóku í spil með henni. Jóa hafði gaman af söng og söng með kirkjukórnum í mörg ár. Hún hafði líka gaman af kveðskap og oft höfum við setið saman og lesið ljóð, okkur til mikillar ánægju. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari góðu konu sem tók mér svo vel og sýndi mér ævin- lega jákvætt og hlýlegt viðmót. Minningin um glaðværa og jákvæða konu á eftir að lifa í hjörtum allra sem fengu að kynnast Jóu. Aðstand- endum sendi ég samúðarkveðjur. Guðbjörg. Aðalbjörg (Bogga) Sig- vaklason fæddist í Nýja íslandi 1. maí 1910. Hún lést á sjúkrahúsi í Árborg í Manitóba, Kanada, liinn 13. janúar síð- astliðinn tæplega ní- ræð að aldri. Aðal- þjörg var dóttir hjónanna Jólianns Péturs Sæmundsson- ai’ frá Grjóti í Þverár- hlíð og Þóru Guð- mundsdóttur (Sæmundsson) frá Galtastöðum í Hróarstungu. Þau hjón eignuðust tvö böm, en bróðir Aðalbjargar, tæpum tveimur ár- um eldri, var Gunnar Sæmunds- son (Simundson) (d. 1983), kunnur Aðalbjörg eða Bogga, eins og vinir hennar nefndu hana ávallt, var stór- merk kona, löngum húsfreyja á stór- búi, í stjóm margs konar menningar- félaga, íslenskukennari, safnari íslenskra kvæða og vísna og stórvel að sér í bókmenntum og sögu. Ljóða- bækur tvær, önnur eftir Lúðvík Rristjánsson í Winnipeg og hin eftir gáfumaður og bóndi á Breiðabliki í Nýja- íslandi. Árið 1936 giftist Aðalbjörg jafnaldra sínum Þórarni Guðna (Björnssyni) Sigvaldason, en hann var fæddur í Church- bridge, Saskatsche- wan, elstur 16 systk- ina og lifir enn við góða heilsu. Þau lijón eignuðust þijú börn: Oskar Þór (f. 1937), verkfræðing og kunnan vísinda- mann, Huldu Signýju (f. 1941), hún dó í bílslysi 1976; yngst er svo Ing- unn Alda (f. 1945). títför Aðalbjargar fór fram í kyrrþey. þá bræður Guðmund og Sigurstein frá Öxará í Nýja Islandi, eiga m.a. rætur að rekja til söfnunarstarfs Aðalbjargar. Hún var mikil ræktun- arkona, ræktaði andann og þau verð- mæti sem honum íylgja sem og garð- inn sinn, en leiðin heim að húsi þeirra Aðalbjargar og Guðna lá ávallt í gegnum skníðgarð. Einstakur þrifn- aður var yfir öllum búskap þeirra hjóna bæði innan húss og utan, úti í sveit, en þau bjuggu góðbúi í Fram- nesbyggðinni utanvert við Árborg í næstum hálfa öld, sem og í þéttbýli bæjar. Til Árborgar fluttust þau bú- ferlum fyrir 17 árum. Aðalbjörg og Guðni voru að sjálf- sögðu Kanadamenn, enda fædd í Kanada og móðir Guðna þar einnig í heiminn borin. Ættbogi þeirra skipar vissulega háan sess í kanadískri þjóð- menningu og á mikinn heiður skilið fyrir störf sín í þágu heimalandsins. Þó gat ekki rammíslenskara andrúm- loft en heima hjá Boggu og Guðna. Þau voru íslensk í háttum og íslenskt orðafar á heimilinu til fyrirmyndar.' Viss er ég um að þau hjón gerðu sér þó aldrei neina rellu út af því hvort þau væru Kanadamenn eða íslend- ingar. Þau þurftu ekki á neinum flokkunarheitum að halda en rækt- uðu með sér traustan og heilbrigðan menningararf alla tíð og gildir einu hvort rætur þess arfs er að finna vestur í Saskatschewan, í Borgar- fírði, ellegar þá austur í Hróarstungu. í gegnum tíðina naut mikill fjöldi íslendinga héðan að heiman gistivin- áttu þeirra Aðalbjargar og Guðna og skyldmenni og vinir hér á ættjörðinni fleiri en svo að tölu verði á komiðÁ Fyrir hönd þessa fólks votta ég frú Aðalbjörgu viðingu við brottför henn- ar héðan úr heimi og eftirlifendum dýpstu samúð. Við það leyfi ég mér að bæta persónulegum kveðjum og þökkum fyrir meira en fjögurra ára- tuga vináttu og samvinnu. Haraldur Bessason. Y- AÐALBJORG (BOGGA) SIGVALDASON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.