Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 48
48 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000
moRgunblaðið
MINNINGAR
+ Sigurlín Krist-
mundsdóttir
fæddist á Ási við
Hjalteyri í Eyjafirði
hinn 1. október 1913.
Hún lést á heimili
sínu, dvalarheimil-
inu Dalbæ, Dalvík,
17. janúar sfðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Kristmun-
dur Jóhannsson, f. 2.
júní 1877, d. 3. ágúst
1964, og Kristín
Hallgrímsdóttir, f. 9.
júlí 1876, d. 31. mars
1956.
Sigurlín átti þrjá hálfbræður
sammæðra sem nú eru látnir. Þeir
voru Jón Sigtryggsson, Ragnar
Sigtryggsson og Hreggviður
Sveinsson.
Eiginmaður Sigurlínar var Ól-
afur Bjarnason frá Neskaupstað,
f. 2.6. 1909, d. 2.9. 1947. Böm Sig-
urlínar og Ólafs eru: 1) Kristín
Elsku amma mín. Nú ertu komin á
góðan stað þar sem ljósið mun ávallt
skína á þig. Eg mun ætíð minnast þín
vegna kærleikans og hlýjunnar sem
þú gafst mér. í hvert skipti sem ég
kom til þín þá réttir þú mér alltaf
þinn opna og hlýja faðm, sem umvafði
mig. Það er margt sem kemur upp í
hugann á þessari stundu, t.d. allar
glöðu og góðu stundirnar sem við átt-
um saman. Þú varst ávallt tilbúin að
ráðleggja mér og ég gat ailtaf leitað
til þín, bæði með ánægjuleg efni og
Hjálmveig, f. 21.12.
1938, d. 14.11. 1944.2)
Hjálmar, f. 1.2. 1941,
húsasmiður í Nes-
kaupstað, kvæntur
Birnu Bjarnadóttur
og eiga þau þrjú börn,
Bjarna Ólaf, Hjörvar
og Hrönn. Sigurlín og
Ólafur slitu samvist-
um árið 1944.
Dóttir Sigurlínar
og Friðriks Árnason-
ar, hreppstjóra á
Eskifirði, er Vilborg
Guðrún Friðriksdótt-
ir, f. 4.10. 1946, hús-
móðir á Dalvík, gift Jóni Hreins-
syni, bifreiðastjóra og verktaka á
Dalvík, en fyrri maður hennar er
Stefán Guðmundsson, stýrimaður
og eru börn þeirra, Kristmundur
Sævar, Hanna Kristín, Sigurlín
Guðrún og Stefán Friðrik.
Sigurlín bjó í Eyjafirði fyrstu tíu
ár ævi sinnar, en foreldrar hennar
eins allt annað sem upp á kom. Og
alltaf varstu jafn úrræðagóð, hafðir
alltaf svör á reiðum höndum og gast
ávallt ráðlagt mér það sem reyndist
heilladrýgst. Elsku amma, þú varst
svo yndisleg og mér alveg einstök.
Brosið þitt og hlýja skapið þitt var
alltaf þitt aðalsmerki og þú varst heil-
steypt og einkar vönduð manneskja.
Amma þurfti að fást við marga erf-
iðleika og stóð ávallt teinrétt á eftir.
Hún varð fyrir því mikla áfalli að
missa litla dóttur sína unga að árum
voru víða í vinnumennsku á þeini
tíma. Árið 1923 flutti Sigurlín
ásamt foreldrum sfnum og systk-
inum til Eskifjarðar. Hún bjó einn-
ig á Neskaupstað þar sem hún var
vinnukona í nokkur ár. Hún flutt-
ist aftur til Eskifjarðar árið 1944
og stundaði hún þar ýmis verka-
mannastörf, einkum fiskvinnslu
auk húsmóðurstarfa en hún hélt
heimili með foreldrum sínum í Ási
þar sem hún bjó til ársins 1967.
Sigurlín starfaöi lengi í Verka-
mannafélaginu Árvakri á Eski-
firði þar sem hún var trúnaðar-
maður og sat hún í vararstjórn þar
um árabil. Sigurlín flutti til Akur-
eyrar árið 1974 og starfaði þar
með umönnun aldraðra á dvalar-
heimilinu Skjaldarvík við Akur-
eyri. Sigurli'n var dugleg kona og
þótti sterk og heilsteypt í hverju
því sem hún tók sér á hendur. Árið
1991 fluttist Sigurlín á dvalar-
heimilið Skjaldarvík, þar sem hún
hafði áður unnið í mörg ár. Árið
1998 fluttist hún á dvalarheimilið
Dalbæ á Dalvík.
Sigurlín verður jarðsungin frá
Eskifjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.00.
og bar þann missi ávallt innra með
sér. Trúin hjálpaði henni mikið,
amma var alltaf mjög trúuð og hún
komst í gegnum allt með hana að leið-
arljósi. Hún var ennfremur dugleg til
vinnu og var ávallt einstaklega glæsi-
leg á allan hátt.
Hún reyndist okkur systkinunum
einstaklega vel og var okkur hjarta-
hlý og var ávallt sem klettur í hafinu
fyrir okkur öll. Það er með þeim
hætti sem ég mun ávallt minnast
hennar.
Vissulega er erfitt að kveðja en það
er með virðingu og þökk sem við
kveðjum þig nú hinstu kveðju, eftir
farsæla samvist.
Eg vil að lokum þakka starfsfólki
Dalbæjar íyrir kærleiksríka umönn-
un.
Margs er að minnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Elsku amma mín, guð blessi þig
alla tíð.
Þinn
Stefán Friðrik.
Elsku þakkir ástvinanna
orðávöreitúlkaðfær
er stíga hljótt í himna hæðir
helgum bænar vængjum á.
Við biðjum góðan Guð að launa
gæðin öll og þína tryggð
þeim ástkær minning um þig lifi
aldrei gleymsku hjúpi skyggð.
Falin sértu frelsaranum
frjáls í náðarörmum hans
hýótir þú um eilífð alla
ástargjafir kærleikans.
Hann sem gaf þér styrk að stríða
stranga gegnum sjúkdóms raun
veiti þér á ijóssins landi
lífsins dýrð og sigurlaun.
Við minninganna yl skal ég oma huga minn
og alltaf mun þar hátt bera glaða svipinn
þinn.
Þú hefur staðist prófið og sigrað hættur og
hel
á himinbrautum lífsins. Ég kveð þig, farðu
vel.
Elsku mamma mín, far þú í friði, frið-
ur Guðs þig blessi. Ég þakka þér fyr-
ir allt og allt.
Þín einlæg og elskandi dóttir,
Vilborg Guðrún.
Þú varst sterk og heil í öllu til síð-
ustu stundar. Dugnað þinn man ég
frá yngri árum þegar við áttum
heima á Eskifirði. Það voru hlýir dag-
ar og minningarríkir. Þau voru ekki
margbreytileg leikföngin okkai- en af
þeim var hlúð og þau notuð veL Ég
man þegar við mættumst í skólanum
okkar, sungum saman og vorum vin-
ir. Þau tryggðabönd héldust alla
stundir síðan.
Leiðir skildu. Þú fórst á Norðfjörð
og reistir bú þar en ég fór til Stykkis-
hólms. Við vissum alltaf hvert af
öðru. Reynslutími þinn á Norðfirði
var erfiður, beiskur og blandinn, en
þú hófst þig yfir alla erfiðleika hversu
sárir sem þeir voni. Þá kom best í ljós
hvem mann þú hafðir að geyma og ég
dáðist af dugnaði þínum. Svo eignað-
ist þú dóttur sem fylgdi þér alla tíma
síðan og fékk að hjúkra þér og launa
umhyggju þína alla. Guð blessaði
ykkur ríkulega. Vinátta okkar hefur
haldist, gjöf sem hugurinn verndar.
Með þessum fáu hugleiðingum vil
ég þakka þér allt frá liðnum áram. Ég
veit að nú hefur þú hlotið laun dyggða
og þjónustu. Guð blessi þig og varð-
veiti og gefi þér gæði sín margföld.
Ámi Helgason, Stykkishólmi.
SIGURLIN KRIST-
MUNDSDÓTTIR
Formáli
> minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
erktar
í/EKUR
afgreiðsla
ósúistinn
1960
stlistinn.is
Gróðrarstööin ^
Hús blómanna
Blómaskreytingar
við öll tækifæri.
Dalvcg 32 Kópavogi sfmi: 564 24S0
KARL
VALGARÐSSON
JOHANNA
LINNET
Karl Valgarðs-
son fæddist í
Reykjavík 10. des-
ember 1939. Hann
lést í Reykjavík 18.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðrún Helga-
dóttir, f. 24.6. 1910,
d. 2.3. 1996 og
Valgarður Klemens-
son, f. 2.11. 1913, d.
20.9. 1994. Systkini
Karls sammæðra:
Eðvarð Hjaltason og
Hjördís Benjamíns-
dóttir. Bræður Karls
samfeðra: Sæmund-
ur, Flosi og Rafn Valgarðssynir.
Börn Karls: Iris og Lúðvfk Karls-
börn, búsett í Bandaríkjunum,
móðir Hrefna Lúðvíksdóttir. Þau
skildu.
Belinda og Þorfinnur Karls-
börn, búsett í Reykjavík, móðir
Kristrún Gunniaugsdóttir, þau
skildu.
Útför Karls fór fram frá Foss-
vogskapellu 30. desember.
„Þegar þú ert sorgmæddur skoð-
aðu þá aftur hug þinn, þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess, sem var
gleði þín.“ Kahlil Gibran.
Þegar ég var lítil fannst mér ég
eiga sætasta pabba í heimi. Ég
fylgdist dolfallin með honum og hló
að öllu sem hann sagði. Nú þegar
hann pabbi minn er horfinn á braut
rifjast upp minningar um okkar
samverustundir, sem margar vora
ljúfar.
Pabbi sótti sjóinn þegar ég var lít-
il stelpa. Hann var á togara og gat
því verið fjarverandi nokkurn tíma í
senn. Ég tók alltaf nærri mér þegar
hann þurfti að fara, hugsaði sífellt
til hans og bað góðan Guð að vemda
hann þegar vont var í veðri. Þegar
pabbi hringdi heim af sjónum varð
ég himinlifandi, það var svo gott að
heyra röddina hans og ég beið eftir
því að hann kæmi í land. Þegar hann
kom aftur heim á Aðalból, sem var
gjarnan snemma morguns, vora
flestir fjölskyldumeðlimir ennþá í
fasta svefni. Þegar ég vaknaði við að
rödd hans barst neðan úr eldhúsi,
varð ég svo spennt að
ég stökk hálfsofandi
niður stigann í faðm
hans - og mikil mildi
að ekki hlaust slys af
við þessi læti.
Þegar pabbi var í
landi vora dekurstund-
ir. Hann fór með okkur
systkinin á rúntinn á
gamla Cometinum,
keyrði niður á höfn til
að skoða skipin og æv-
inlega var keypt pylsa
og kók á línuna - sem
var mömmu ekki alveg
að skapi svona rétt fyr-
ir kvöldmat. Pabbi
minn var sérlega handlaginn, sem
kom sér oft vel því ýmsu þurfti að
dytta að heima fyrir. Hann var ein-
stakt snyrtimenni sem vildi hafa
reglu á hlutunum. Það sem mér
fannst ómetanlegt þá, var að hann
gaf sér alltaf tíma til að fara með
mér í gegnum dúkkusafnið mitt
mikla. Við stilltum þeim öllum
snyrtilega upp og töldum þær svo
saman.
Ég var svo stolt af þér, elsku
pabbi minn og ég er það enn. Við
Þorfinnur bróðir vildum óska að lífið
hefði leikið þig ljúfar og að sam-
verustundir okkar hefðu verið fleiri
hin síðustu ár. Okkur þykir leitt að
hafa ekki fengið að kveðja þig en
verðum ætíð þakklát fyrir minning-
arnar sem við eigum um góðan
mann.
Þín dóttir,
Belinda.
Ó, blessuð stund, er burtu þokan líður,
sem blindar þessi dauðleg augu vor,
en æðri dagur, dýrðarskær og blíður,
með Drottins ljósi skín á öll vor spor.
(Matthías Joch.)
Með þessum ljóðlínum kveðjum
við góðan dreng.
Við þökkum þér, Kalli minn, fyrir
þann tíma sem við áttum saman.
Þrátt fyrir að leiðir okkar hafi skilið
þá gleymdist þú ekki, því okkur
þótti vænt um þig.
Hvíl í friði.
Þuríður og fjölskylda.
+ Jóhanna Linnet
fæddist í Reykja-
vík 24. júní 1962.
Hún lést í Sydney í
Ástralíu hinn 5. jan-
úar siðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
Hans Ragnar Linnet,
f. 31. maí 1924, að-
algjaldkeri Olíufé-
lagsins hf., og Guðlín
Þorvaldsdóttir, f. 30.
júlí 1935. Foreldrar
Hans voru Kristján
Linnet, sýslumaður
og síðar bæjarfógeti,
og kona hans, Jó-
hanna Júlíusdóttir Linnet. For-
eldrar Guðlínar voru Þorvaldur
Brynjólfsson, járnsmiður og verk-
stjóri, og kona hans, Sigurást
Guðvarðardóttir. Alsystur Jó-
hönnu eru Elísabet og Ylja og
hálfsystkini, sammæðra, eru Þor-
valdur og Ásta.
Eftirlifandi eiginmaður Jó-
hönnu er Michael Attridge.
Útfór Jóhönnu fór fram í Sydn-
ey-
Frænka mín og jafnaldra er látin
eftir erfiða sjúkdómsbaráttu sem
hún háði með jafnaðargeði og æðra-
leysi. Þannig var Jóhanna eins og ég
man eftir henni þegar ég átti hana
að vinkonu er við voram litla stelpur
og lékum okkur saman úti í vorinu, í
snjónum á veturna, heima hjá mér í
Garðabænum eða í stóra fallega
húsinu hennar í Bakkagerðinu.
Ég minnist frænku minnar sem
einstaklega ljúfrar og hjartahreinn-
ar stúlku sem gaman var að vera
með. Það slettist aldrei upp á vin-
skapinn eins og svo oft gerist hjá
krökkum, við vorum einhuga í því
sem við tókum okkur fyrir hendur,
enda náskyldar. Þetta er mér mjög
minnisstætt og því hef ég ætíð hugs-
að til hennar með hlýju.
En svo kom að því að hún fluttí til
Ástralíu með fjölskyldu sinni og ég
saknaði hennar og allra þeirra
stunda sem ég ætlaði að við ættum
eftir að eiga saman. Ævintýraþrá og
löngun til að takast á við ný verkefni
hefur líklega valdið því að fjölskyld-
an hvarf frá því öryggi sem hún
hafði hér á landi og
kvaddi bæði ættingja
og vini til að setjast að
annars staðar. Það
þekkja allir sem flust
hafa búferlum til fram-
andi lands að það reyn-
ist oft erfitt að dvelja
fjarri ástvinum sínum,
einkum þegar erfið-
leikar steðja að. Það
hefur fjölskyldan feng-
ið að reyna síðustu
misserin.
Á níunda áratugnum
kom Jóhanna til Is-
lands ásamt eigin-
manni sínum á ferðalagi þeirra um
heiminn. Frænka mín hafði lítið
breyst, sama ljúfmennskan, ein-
lægnin og fallega framkoman sem
hafði einkennt hana sem barn var
enn svo áberandi í fari hennar. Það
var líka ánægjulegt að kynnast
manni hennar og sjá hve samhent
þau voru.
En svo barði vágesturinn dyra,
birtist sem smá blettur á húðinni
sem breiddist út um líkama hennar
þar til hann varð að láta undan. En
Jóhanna var full bjartsýni og sinnti
störfum sínum meðan hún hafði
krafta til. Það átti ekki að gefast
upp. Hún starfaði á vegum Undir-
búningsnefndar Ólympíuleikanna
sem verða á þessu ári í Ástralíu og
hafði mikla ánægju af því starfi.
Elsku frænka, ég þakka þér fyrir
stundirnar sem við áttum saman og
þær góðu minningar sem ég á um
þig. Þú kvaddir alltof snemma en við
sem trúum á líf eftir þetta líf vitum
að það hefur verið vel tekið á móti
þér í nýjum heimkynnum; það er
gott til þess að vita.
í Spámanninum í þýðingu Gunn-
ars Dal stendur: Skoðaðu hug þinn
vel, þegar þú ert glaður og þú munt
sjá, að aðeins það, sem valdið hefur
hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þeg-
ar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú munt sjá, að
þú grætur vegna þess, sem var gleði
þín.
Ég bið góðan Guð að styrkja eig-
inmann hennar, foreldra og systkini
í sorginni.
Ragnheiður Linnct.