Morgunblaðið - 22.01.2000, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 49
AÐALHEIÐ UR
SÓLVEIG
ÞORSTEINSDÓTTIR
+ Aðalheiður Sól-
veig Þorsteins-
ddttir fæddist á
Siglufírði 26. mars
1925. Hún lést á
Sjúkrahúsi Siglu-
fjarðar 13. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Þor-
steinn Gottskálks-
son, verkamaður,
Gottskálkssonar,
bónda á Mið-Hóli í
Haganeshreppi og
víðar, Erlendssonar,
bónda á Vatni og í
Hólakoti á Höfðast-
rönd, Jónssonar, bónda á Undhóli í
Óslandshli'ð og Jóna Aðalbjörns-
dóttir, bónda og verkamanns
Björnssonar, bónda á Róðhóli,
Björnssonar, bónda á Syðra-
Hvarfi í Svarfaðardal, Guðbran-
dssonar. Um tvítugt hóf Aðalheið-
ur Sólveig sambúð með Þorkeli
Árnasyni vélstjóra í Grindavík og
átti með honum tvö börn: Ámi, f.
20.9. 1945 í Grindavík, verkamað-
ur, alinn upp hjá föður sínum í
Grindavík. Kona hans (skildu),
Eygló Sigurðardóttir. Bam þeirra
er Ágústa, f. 17.10. 1971, búsett á
Akranesi, sambýlismaður Sigurð-
ur Halldór Bjarnason, þau eiga tvö
börn, Bjama Maron, f. 3.12. 1993
og Auðun, f. 30.1. 1990. Með sam-
býliskonu sinni Fjólu Felixdóttur
átti Árni þijár dætur; Sóleyju Sig-
urdsk, f. 28.12. 1978, Guðbjörgu, f.
29.11. 1981 og Gyðu Rán, f. 8.12.
1984. Að auki á Árni Ómar Jón, f.
13.3.1967, móðir hans er Ástrfður
Jónsdóttir og Sif
Dórotheu, f. 11.4.
1977, móðir hennar er
Gréta Mörk Evensen.
Jóna, f. 1.7. 1947 í
Grindavík, verkakona
og húsfreyja í Grinda-
vík, alin upp hjá Jónu
Aðlbjörns og Þor-
steini Gottskálks á
Siglufirði. Maki henn-
ar er Halldór Sigurðs-
son verksljóri. Þeirra
börn em: 1) Sigurður,
f. 9.1. 1967, rafvirki.
Kona hans er Laufey
Þórdís Sigurðardóttir
og eiga þau tvö börn; Halldór, f.
10.10. 1990 og Ólaf Inga, f. 25.9.
1996.2) Unnur Heiða, f. 2.12.1970,
skrifstofumaður og 3) Þorkell, f.
26.9. 1977. Aðalheiður Sólveig og
Þorkell slitu samvistir og flutti
hún þá aftur til Siglufjarðar.
Hinn 8.7. 1951 giftist hún Elíasi
Bjarna ísfjörð, f. 30.8. 1927 á ísa-
firði, d. 12.9. 1988 á Siglufirði.
Hann var sjómaður fram undir
1980 er hann fór í land og vann
sem lagermaður hjá SR á Siglu-
firði. Böm Aðalheiðar Sólveigar
og Elíasar Bjarna eru: Kristján
Sigurður, f. 7.8. 1950, stýrimaður,
búsettur í Reykjavík. Kona hans er
Lilja Eiðsdóttir. Börn þeirra 1)
Gottskálk Hávarður, f. 22.7. 1973,
fulltrúi hjá Eimskip í Reykjavík,
sambýliskona hans er Inga Rún
Ellefsen og eiga þau einn son; Kri-
stján Elmar, f. 26.7. 1998. 2) Bryn-
hildur Þöll, f. 17.6. 1975, þjónustu-
fulltrúi hjá íslandsbanka í
Nokkur orð í minningu móður
minnar.
Hún var einn af kvenskörungum
20. aldarinnar. Ekki mikil fyrir
mann að sjá en afrekaði að fæða ell-
efu börn sem öll eru á lífi í dag, það
segir nokkuð um upplagið, eða
hvað? Frá því að foreldrar mínir
kynntust var faðir minn á sjónum í
fjölda ára og uppeldi okkar systkin-
anna var alfarið í höndum móður
minnar. Þá voru ekki dagheimilin til
að hjálpa við uppeldi barna, en hún
átti góða að sem allir voru tilbúnir
til að aðstoða við barnahópinn, s.s.
ömmu og afa, þau Jónu Aðalbjörns
og Steina Gosa og góða nágranna
sem sáu baslið með barnahópinn,
því auðvitað var þetta basl, sér í lagi
á veturna þegar litla húsið okkar á
Hverfisgötu 12 var hreinlega á kafi í
snjó svo mánuðum skipti. Sjómann-
slaunin hafa ekki alltaf verið eitt-
hvað til að hrópa húrra fyrir, ekki
frekar þá en nú, og oft hafði móðir
mín úr litlu að spila til heimilisins,
en það var bara eins og gerðist í
sfldarplássinu Siglufirði; stundum
voru síldarár og stundum ekki. En
þó sveiflur væru á sjómannslaunun-
um var aldrei að finna hnökra á
gæsku móður minnar, meiri gæða-
manneskja er vandfundin.
Þrátt fyrir stóran barnahóp og
umstangið við hann var hún alltaf
boðin og búin að hjálpa þeim sem til
hennar leituðu og maður skyldi ætla
að henni hafi fundist nóg að gera
vor- og jólahreingerningarnar fyrir
sjálfa sig en ég minnist þess að hún
var á eilífum þönum við að gera
hreint fyrir hinar og þessar konur í
bænum sem annaðhvort gátu eða
vildu ekki standa í svoleiðis veseni.
Kátína móður minnar var líka
óendanleg. Hún gat gantast svo með
okkur systkinunum að ókunnugum
þótti nóg um og hún lagði sig í líma
við að ala okkur upp í lífsgleði og
skemmtilegustu stundir æsku minn-
ar voru þegar hún sat með okkur
systkinin allt um kring og söng fyrir
okkur lögin um hann Villa litla,
Guttavísurnar og Fram í heiðanna
ró, sem var hennar uppáhaldslag
alla tíð, og mörg, mörg önnur lög.
Og sögurnar, maður lifandi! Hún
var hafsjór af sögum, ævintýrum
jafnt sem sögum af samtímafólki.
Þekkingu á ætt og uppruna sínum
hafði hún tekið í arf eftir föður sinn,
Steina Gosa og stóð, að mér vitandi,
aldrei á gati í þeim efnum. Og allur
þessi söngur og allar þessar sögur
og bíóferðirnar, þegar við höfðum
aldur til að fara slíkar ferðir, urðu til
þess að við steingleymdum í æsi-
spennandi leikjum okkar að það
væri þrengra í búi hjá okkur en öðr-
um, sem, þegar á allt er litið, hefur
kannski alls ekki verið.
Auðvitað hvessti hún sig af og til,
slíkt var óhjákvæmilegt með svo
stóran barnahóp, en það var úr
henni nánast áður en hámarkinu var
náð. Prakkarastrikin sem við bræð-
urnir stóðum fyrir á Brekkunni voru
ekki ófá og oft talin fleiri en þau eig-
inlega voru og það var sama þó við
værum því sem næst staðnir að
verki við sum þeirra, hún móðir mín
stóð fastar á því en fótunum að við
værum alsaklausir og það var ekki
fyrir hvern sem er að standa uppi í
hárinu á henni þegar hún var að
verja englana sína. Hitt er svo ann-
að mál að þótt við slyppum við refs-
ingu af hendi þeirra sem fyrir
prakkarastrikunum urðu sluppum
við alls ekki við hirtingu fyrir þau
hin sömu strik hjá móður okkar.
Hún sá um að framfylgja réttlætinu,
en hún vildi gera það á sinn hátt.
Þó húsið okkar á Hverfisgötunni
væri ekki stórt, þrjú herbergi og
eldhús, en fjölskyldan tíu manna,
var alltaf rúm fyrir þá sem leituðu á
náðir móður minnar og ég man að
stundum sváfum við öll fjölskyldan í
einu herbergi vegna þess að móðir
okkar hafði eftirlátið einhverjum
gestum hin herbergin og stundum
voru þessir gestir hjá okkur í mán-
uði, en þó þröng væri oft á þingi kom
það ekki niður á uppeldinu, ég held
við systkinin séum bara umhyggju-
samari og nærgætnari fyrir vikið.
Hún móðir mín var alla tíð heilsu-
hraust, kannski hefur hún ekki mátt
vera að því að vera veik, en síðustu
árin var hún þó farin að láta á sjá
sem að sumu leyti er eðlilegt af ell-
efu barna móður á áttræðisaldri, en
það var ekki á henni að heyra, alltaf
jafnhress og stutt í glensið og hlát-
urinn.
Þegar kemur að slíkri kveðju-
stund sem nú fer í hönd er svo
Reykjavík, hún á eina dúttur;
Telmu Dögg, f. 1.12.1996.3) Eiður
Ágúst, f. 23.9. 1982, nemi. Þor-
steinn, f. 23.8.1951, verkamaður á
Siglufirði. Rafn, f. 29.7. 1953,
trésmiður á Akureyri. Kona hans
er Una Þórey Sigurðardóttir og
eiga þau eina dóttur; Dagnýju, f.
4.2. 1998. Gísli Jón, f. 20.2. 1956,
verkamaður á Siglufirði. Dagmar,
f. 11.6 1957, verkakona á Siglu-
firði. Hennar maki var Magnús Ás-
mundsson skipstjóri (slitu samvist-
ir). Böm þeirra em; Þórarinn, f.
28.12.1982, Helga, f. 12.2.1986 og
Freyja, f. 11.9. 1992. Núverandi
sambýlismaður Dagmarar er
Jacques Warren Loxton, verka-
maður á Siglufirði. Heiðar, f. 17.4.
1959, verkamaður á Akureyri.
Kona hans er Anna Júlíusdóttir.
Börn þeirra eru; 1) Freydís, f. 20.6.
1981, sambýlismaður hennar er
Hjalti Jónsson og eiga þau eina
dóttur, Guðbjörgu Ingu, f. 27.6.
1999, 2) Eva Björk, f. 19.4. 1983,
nemi á Akureyri og 3) Heiðar
Smári, f. 14.5. 1989. Sólrún, f. 9.5.
1960, verkakona á Siglufírði.
Hennar maki er Ómar Geirsson,
sjómaður. Börn þeirra eru: 1) Lísa
Dögg, f. 23.9. 1982. 2) Arnþór
Helgi, f. 14.8. 1985. 3) Steinunn
Helga, f. 22.4. 1991. Sigurbjörg, f.
19.12. 1961, verkakona á Siglu-
firði. Sambýlismaður hennar er
Sigurður Friðfinnur Hauksson,
löndunartæknir. Börn þeirra: 1)
Elías Bjarni Isfjörð, f. 20.1. 1981.
2) Guðný, f. 20.10. 1984. 3) Aðal-
heiður Jonna, f. 22.12. 1991. 4)
Þórey Vala, f. 7.8. 1998, Sverrir
Eyland, f. 8.2. 1963, verkamaður á
Siglufirði. Kona hans er Sigurrós
Sveinsdóttir. Böm þeirra eru: 1)
Erla Heiða, f. 6.7. 1988. 2) Sveinn
Filippus, f. 2.1. 1991. 3) Ámdís, f.
3.10.1993.4) Hildur, f. 11.11.1994.
Útför Aðalheiðar fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
margt ósagt, svo margar minningar
koma upp í hugann, fleiri en hér
komast fyrir og þær munum við
bara eiga saman í huganum á leið
okkar fram í heiðanna ró.
Kristján.
Elsku amma.
Síðustu mánuði hefur sú hugsun
læðst að mér, „ætli hún amma hafi
nú ekki gaman af því að fá frá mér
bréf'? En svo skyndilega varstu far-
in og ég veit því miður ekki
póstfangið í himnarfld. Betra er
seint en aldrei og skrifa ég þér því
þessar línur og vona að þær berist
þér.
Sæl og blessuð amma mín.
Ja, ef ég þekki þig rétt þá flýtirðu
þér strax að lesa lok bréfsins til að
komast að því hver sé eiginlega að
skrifa þér, þannig að til að spara þér
ómakið þá er þetta hún Binna þín.
Mig langaði til þess að þakka þér
fyrir þær góðu stundir sem ég átti
með ykkur Ella afa.
Á Hverfisgötunni þar sem þið afi
bjugguð fyrst skapaðist sú hefð að
öll fjölskyldan kom alltaf í kaffí á
sunnudögum. Þar fékk maður alltaf
nýbakað bakkelsi og auðvitað kaffi
með mjólk og miklum sykri, þó að
pabbi og mamma hefðu eflaust eitt-
hvað á móti því, þá var það leyfilegt
hjá ykkur.
Stundum eftir skóla kom ég til
ykkar og við afi spiluðum veiðimann
eða ólsen, ólsen, og þú læddir að
mér einum dísætum kaffibolla. Þá
fannst mér ég sko vera fullorðin að-
eins rétt sjö ára eða svo.
Á jólunum var eins og að litla hús-
ið á Hverfisgötunni breyttist í töfra-
hús. Þama komum við saman öll
fjölskyldan, rúmlega 20 manns í þá
daga, og áttum saman yndislega
stund, en auðvitað um leið og
skarkalinn í okkur barnabörnunum
var orðinn of mikill, þá létuð þið afi
nú heyra í ykkur, og við hlýddum
eins og skot (ja, eða oftast).
Á Hverfisgötunnni var ákaflega
gaman á sumrin, en þá hjálpaði
maður til við að rífa rabarbarann
niður í garðinum, því ekki var til
betra álegg í þá daga en rabbabara-
sultan þín, amma mín.
Þegar húsið á Hverfisgötunni var
orðið lúið, var kominn tími til að
flytja sig um set, og varð þá gatan
fyrir ofan valin, og flutt var inn á
Háveginn.
Þetta var nú miklu stærra og
betra hús og hlýleikinn sem umlék
Hverfisgötuna myndaðist fljótt á
Háveginum, og þar átti maður nú
góðar stundir í garðinum á sólpallin-
um í sólbaði með ykkur afa.
Þegar Elli afi féll frá fannst mér
veröldin bókstaflega hrynja, sér-
staklega þegar ég sá tómleikann
umlykja þig, elsku amma mín. Og
þessi tómleiki var enn til staðar dag-
inn sem hann kallaði þig til sín, 11
árum síðar.
Þú upplifðir mikil erfiði eftir and-
lát afa, fluttir á Eyragötuna og nú
síðast varstu komin í gamla bakaríið
á Hvanneyrabrautinni. En samt átt-
ir þú alltaf til fullt af hlátri og hlý-
leika.
En amma, við áttum nú saman
góðar stundir fyrir rúmum þremur
árum, ekki satt? Þegar ég kom og
tilkynnti þér að ég væri barnshaf-
andi. Þú varst svo ánægð og auð-
vitað hafðir þú mikla reynslu og
margar skemmtilegar sögur sem þú
gast deilt með mér, þar sem þú hafð-
ir nú gengið með 11 böm sjálf. Og
yndislegt var það 1. desember 1996
þegar þú hélst á Telmu Dögg nýf-
ERLA
LÁR USDÓTTIR
+ Erla Lárusdóttir
fæddist í Reykja-
vík 11. nóvember
1935. Hún lést 8. jan-
úar síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Kotstrand-
arkirkju f Ölfusi 18.
janúar.
Aldrei hélt ég að hún
amma myndi fara. Hún
hefur alltaf, allt mitt líf
verið til staðar fyrir
mig og alla fjölskyld-
una sína.
Ég hélt að hún
amma mín væri óhagganlegur klett-
ur sem ég myndi eiga að alla ævi, en
núna er hún farin.
I hjarta mínu veit ég að hún verð-
ur alltaf hjá mér.
Ég veit að hún verður til staðar
þegar ég eignast mitt fyrsta barn,
þegar það verður skírt, þegar erfið-
leikar steðja að og einnig er allt
gengur vel.
Ég finn að hún er hjá okkur öllum
núna í sorginni. Elsku hjartans
amma mín, ég man þegar ég var h'til
stúlka er ég var vön að sita í kjöltu
þinni og þú raulaðir
sofðu unga ástin mín.
Þú gerðir þetta ekki
aðeins fyrir mig heldur
öll bömin þín sjö, öll
bamabömin þín fjórt-
án og bamabarnabörn-
in þín tvö.
Ég man þegar ég
kom til þín á hverju
sumri og var með þér í
gróðurhúsunum, í kar-
töflugarðinum, í
heyskapnum og hjálp-
aði þér í sumarbústað-
num. Það var einmitt
heima hjá þér sem ég
kynntist fyrstu ástinni minni og án
þín, amma mín, hefði ég heldur ekki
kynnst manninum mínum, þeim sem
ég er gift í dag.
Elsku amma mín, ég þakka þér
fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig
þegar ég var í skólanum á Selfossi,
þegar ég átti engan að nema þig.
Þú hringdir alltaf í mig að minnsta
kosti einu sinni á dag, þú komst til
mín og hughreystir mig þegar mér
leið illa og gladdist með mér þegar
allt gekkvel.
Ég þakka þér líka fyrir síðastliðið
æddri í fangi þér og grettir þig og
gantaðist framan í hana og varst
ákveðin í að fá fram hennar fyrsta
bros strax, því í raun voru þessar
grettur þínar ómótstæðilegar og
fékk hvert barn og barnabam þitt til*-
að skelhhlæja. En því miður lá leið
mín suður fljótlega eftir þetta og
hún Telma mín náði aldrei að kynn-
ast þér eins og ég gerði og þykir
mér það miður.
Elsku Heiða amma mín, allt hefur
sinn endi, og þetta bréf líka. Von-
andi líður þér betur í fanginu hjá
honum Ella afa, og ég bið að heilsa
langömmu og langafa, kysstu þau öll
frá mér.
Þín
Brynhildur Þöll.
Elsku Heiða amma.
Þegar við hugsum til þess að þú
sért farin frá okkur, þá hugsum við
fyrst um það, að loksins kemstu til
Élla afa, loksins eruð þið saman aft-
ur. Hann er búinn að bíða svo lengi
eftir þér. Það huggar okkur svo
mikið að vita þetta, að vita að þú
sért komin á betri stað. Nú á þér
alltaf eftir að líða vel.
Við eigum aldrei eftir að gleyma
þér. Vertu sæl, amma.
Þin barnabörn,
Eli'as, Guðný, Heiða Jonna
og Þórey Vala.
Elsku amma mín.
Sú stund er runnin upp. Þú ert
farin frá okkur og við sjáum þig ei
meir.
Ég get varla lýst því með orðum
hve sárt var að fá þær fregnir að þú
hefðir kvatt þennan heim og ég
fengi aldrei að sjá þig aftur. Mér
finnst við hafa átt allt of stuttar
stundir saman. Ég var svo viss um
að þú yrðir enn hér þegar kæmi að
stóru stundunum í lífi mínu eins og
að fara að búa og að finna drauma-«r
starfið mitt. Því miður verður mér
ekki að ósk minni, svo því kveð ég
þig nú, amma mín, og hafðu þökk
fyrir allar okkar samverustundir og
fyrir hlýjar kveðjur mér til handa.
Vor hinsti dagur er hniginn
af himnum í saltan mar.
Sú stund kemur aldrei aftur,
sem einusinnivar.
Því okkur var skapað að skflja.
Við skfljum. Og aldrei meir.
Það líf kemur aldrei aftur,
sem einu sinni deyr.
(Halldór Éljan Laxness.)
Til allra eftirlifandi ættingja
sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
Megi Guð fylgja okkur öllum á þess-
um sorgarstundum.
Unnur Heiða.
nýárskvöld þegar þú varst hjá mér
langt fram á nótt og skemmtir þér
með okkur krökkunum.
Þú veist að ég elska þig, amma
mín, og ég mun aldrei gleyma þér.
Ég mun aldrei gleyma ilminum
sem fylgdi þér, fallega brosinu þínu,
mjúku hálsakotinu né heldur hlýjum
faðmi þínum.
Elsku hjartans amma mín, með
ljóðinu okkar rugga ég þér, í huga
mínum, til hinstu hvflu.
Sofðu ungaástinmín,
-útiregniðgrætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar nætur.
Það er margt, sem myrkrið veit,
- minn er hugur þungur.
Oft ég svarta sandinn leit
svíðagrænanengireit.
í jöklinum hljóða dauðatjjúpar sprungur.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seintmunbestaðvakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt,
að mennimir elska, missa, gráta og sakna
(J.S.)
Elsku afi Siggi og fjölskyldan á
Reykjavöllum.
Ég og Tobbi vottum ykkur samúð
okkar.
Guð geymi ykkur öll.
Anita Éngley Guðbergsdóttir. j,