Morgunblaðið - 22.01.2000, Page 50

Morgunblaðið - 22.01.2000, Page 50
50 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HELGA . STEFÁNSDÓTTIR + Helga Stefáns- dóttir fæddist í Neskaupstað 8. októ- ber 1911. Hún lést á Landakotsspítala 11. janúar siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 19. janúar. í tilveru manna er allt undirorpið breyt- ingum. Æði oft gerast -þær hinsvegar svo hægt að segja má að þær læðist að manni óvörum. Svo er einmitt um andlát tengdamóður minnar, Helgu Stefánsdóttur. Hún hefur í hartnær 40 ár verið hin fasta og að því manni fannst óbifandi þunga- miðja minnar fjölskyldu. Maður sá hana vissulega eldast á sinn virðulega máta en á einhvem hátt fannst manni hún samt vera óbifandi. Þetta var að sjálfsögðu tálmynd sem maður býr sér til vegna þess að maður vill sjálfur ekki horfast í augu við að hinn óum- flýjanlegi endir nálgast með hveijum degi sem h'ður. Nú stendur maður hinsvegar og sér að tálmyndir af þessum toga eru blekkingar einar því eitt sinn skal hver deyja. Það er hins- vegar mikil huggun við fráfall aldins vinar að sjá að þreyttum er dauðinn líkn. Ótímabær fráfoll ungs fólks koma sem þungt högg í tilveru manna. Það undarlega er að þótt höggið sé minna þegar dauðinn á sér eðlilegan aðdraganda þá verður söknuðurinn engu minni. Þannig hygg ég að flestum í okkar fjölskyld- unni sé farið. Við söknum vinar sem ávallt var til reiðu ef á þurfti að halda eða aðstoðar var þörf. Þessa lyndis- einkunn hennar sá ég best þegar hún á sínum tíma annaðist tengda- fóður sinn, blindan og örvasa, allt til hinstu stundar til þess að gera honum kleift að fá sína hinstu ósk uppfyllta sem var að þurfa ekki að enda ævina á sjúkra- húsi. Þessi fórn var stærri en ég held að flestir hafi gert sér grein fyrir sem fyrir utan stóðu. Þannig var hún hinsvegar að eðhsfari. Ef hún taldi sig geta gert einhveijum gott þá var slíkt veitt af innri gleði og án vonar um endurgjald. Hún hafði enda erft ríkulega þann eiginleika margra kvenna í hennar ætt að finnast sælla að gefa en að þiggja. Þessa nutu bamaböm hennar ríkulega og síðan þeirra börn. Jólin hjá henni hófust gjaman að hallanda hausti með því að hugsa um það sýknt og heilagt hvað afkomendunum kæmi nú best að fá í jólagjöf. Annað var það í fari hennar sem margir dáðust að. Það var hversu margir gerðu hana að sínum trúnaðarvini og skipti þá aldur ekki máli. Hversu margir vora það ekki sem komu að staðaldri í kaffi upp í eldhús hjá Helgu í Hafnarstrætinu á ísafirði? Þar trúi ég að margir hafi létt á hjarta sínu í fullvissu þess að í trúnaði væri talað. Helga hafði þann einstæða kost að kunna að hlusta og láta fólk finna að hún bæri hag þess fyrir bijósti. Ná- kvæmlega þessa sömu eigileika fann maður hjá Jóhannesi bróður hennar. Hann var líka manneskja sem kunni að hlusta og leggja gott til. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR E. BALDVINSDÓTTIR, Ránargötu 35, Reykjavík, andaðist á heimili sínu aðfaranótt fimmtudags- ins 20. janúar. Hulda Jónsdóttir, Gréta Jónsdóttir, Vöggur Jónsson, Unnur I. Jónsdóttir, Halldór Einarsson, Áslaug E. Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Baldvin Jónsson, Ásgerður Guðbjörnsdóttir, Þuríður E. Baldursdóttir, Jóhann S. Erlendsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN FANNEY INGÓLFSDÓTTIR, Ásvallagötu 25, Reykjavík, lést á Vífilsstaðaspítala fimmtudaginn 20. janúar. Ingólfur Hjaltalín, Kristrún Magnúsdóttir, Gunnar Hjaltalín, Helga R. Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, HÓLMFRÍÐAR JENSDÓTTUR, Unnarbraut 28, Seltjarnesi, Jón örn Bogason, Bogi Jónsson, Laufey Oddsdóttir, Fríða Bogadóttir, Oddur Bogason, Jón Örn Bogason, Axel Bogason og Björk Bogadóttir. Þegar ég nú kveð hana tengdamóð- ur mína eftir 38 ára viðkynningu get ég ekki annað en undrast að mig rek- ur ekki minni til þess að hún hafi nokkra sinni í okkar samskiptum svo mikið sem hækkað róminn þótt ugg- laust hafi verið til þess full ástæða á stundum. Þannig var hún einfaldlega ekki. Það er hverjum sælt að deyja sáttur við allt og alla. Mikið hafa einn- ig þeir að þakka sem tekið geta með sér ljúfa minningu inn í ókomna framtíð. Öm Amar Ingólfsson. Mig langar aðeins að minnast góðrar og elskulegrar konu, Helgu Stefánsdóttur. Helga kom frá Neskaupstað til ísafjarðar, þá rúmlega tvítug að aldri, gagngert til að mennta sig í hússtjómarfræðum í Húsmæðra- skólanum Ósk. Sú menntun átti eftir að gagnast henni vel á æviferli henn- ar. Þetta var afdrikaríkt spor og örlög hennar ákveðin því hún ílentist á Isa- firði og bjó þar lengstan hluta ævi sinnar. Helga átti móðursystur á ísafirði, Auði Jóhannesdóttur, sem gift var Bjama Bjamasyni „keyrara", kennd- um við iðju sína. Bjuggu þau að Branngötu 20 með fjölmennt heimili og stóran hóp bama. Synir þeirra vora m.a. Björgvin, mikill athafna- og hugvitsmaður, Þórir, sem ég vil kalla ferðamálafrömuð á Vestfjörðum, og Matthías alþingismaður og síðar ráð- herra. Meðan á námi stóð gafst Helgu oft tóm til að heimsækja frænku sína og þar kynntist hún Finni Magnússyni, sem átti eftir að verða lífsföranautur hennar. Þórir Bjamason og Finnur vora miklir vinir sem brölluðu margt. Vora þeir hálfgerðir ævintýramenn. Þeir vora miklir útivistarmenn og fóra ekki troðnar slóðir. Reyndu að fara sem víðast um Vestfirði á þeirra tíma farartækjum yfir vegleysur og óbrúaðar ár. Eftir að Helga lauk námi gengu þau í eina sæng og stofnuðu heimili sitt í Hafnarstræti 8. Bjuggu þau á efstu hæð en á jarðhæð rak Finnur verslun sem hann nefndi eftir sér og kallaði „Finnsbúð". Var það vinsæl verslun og kenndi þar margra grasa. Margir lögðu leið sína þangað til að versla, fá sér svaladrykk eða til að spjalla um heima og geima. Faðir minn, Samúel Jónsson „í smjörlík- inu“ og Finnur vora vinir og vora þeir meðal þehra sem stofnuðu knatt- spyrnufélagið Vestra og léku lengi knattspyrnu saman. Mikil og góð kynni tókust með móður minni, Ragnhildi, og Helgu. Stóð sú vinátta ævilangt. Þær stofn- uðu með sér saumaklúbb, sem var tíska í þá daga, ásamt Jónu Ingvars, Möggu Þórarins og Helgu Hermun- dar sem var frænka Helgu. Alltaf er mér minnisstætt þegar ég fór í mína fyrstu heimsókn til Helgu sem lítill drengur með móður minni. Mér fannst stiginn upp tO hennar svo óendanlega langur. En þegar upp var komið gleymdist það fljótt. A móti okkur tók ein sú fríðasta og yndisleg- asta kona sem ég hafði séð til jafns við móður mína. Það bókstaflega geislaði frá henni góðmennskan og BJARTMAR EYÞÓRSSON + Bjartmar Ey- þórsson fæddist í Hafnarfirði 12. ágúst 1913 og bjó þar alla ævi. Hann lést í St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði 1. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans, sem Iengst áttu heima á Hraunstíg 4 í Hafnarfirði voru hjónin Guðrún Sig- urðardóttir frá Keflavík, f. 16. nóv. 1891, d. 14. maí 1967, og Eyþór Þórðarson, sjómaður, frá Móhús- um á Miðnesi, f. 20. júlí 1889, d. 5. maí 1974. Þau eignuðust auk Bjartmars eftirtalin börn: 1) Sig- ríði Guðnýju, f. 20. sept. 1914, d. 28. júní 1996. 2) Gunnar Hafstein, f. 4. des. 1920, d. 1936. 3) Guð- mund, f. 26. sept. 1924, d. 6. feb. 1982. 4) Ástu, f. 10. jan. 1934, d. 10. nóv. 1998. Tvö böm þeirra dó á fyrsta ári, Signý, f. 1912, d. sama ár, og Guðmundur Ragnar, f. 1923, d. 1924. Hinn 26. apríl 1947 kvæntist Bjartmar Lilju Gunnarsdóttur frá Arnkötlustöðum í Holtum í Rang- árvallasýslu, f. 7. júní 1913. For- eldrar hennar voru Anna Runólfs- dóttir og Gunnar Guðmundsson. Bjartmar og Lilja eignuðust eitt barn, Gunnar, kennari við Öldu- Með Bjartmari Eyþórssyni er fallinn frá merkur og minnisstæður Hafnfirðingur. Okkar kynni stóðu allt frá því ég man fyrst eftir mér á kreppuáranum fyrir stríð. Öll okkar samskipti fyrr og síðar voru hin ánægjulegustu, margvísleg, ljúf og traust í alla staði. Vil ég mega minn- ast hans hér með nokkram orðum. Þegar leiðir okkar Bjartmars lágu fyrst saman var ég barn að aldri. Hann var þá innan við tvítugt orðinn starfsmaður við verslun föð- ur míns að Austurgötu 25 í Hafnar- firði. Hafði faðir minn mikil umsvif í verslun, útgerð og iðnrekstri bæði í Hafnarfirði, Reykjavík, á Suður- nesjum og víðar. Kom Bjartmar þar við sögu við afgreiðslustörf, akstur og fleira á árunum 1930-36. Sinnti hann öllum störfum í þágu foreldra minna af einstakri trúmennsku. Bjartmar var ákaflega kær for- túnsskóla, f. 3. okt. 1947, kvæntur Guð- rúnu Guðnadóttur, kennara við sama skóla, f. 18. mars 1952. Þeirra börn eru: Guðbjartur Smári, f. 14. ágúst 1972, og Lilja Vil- borg, f. 21. júnf 1978. Heimili Lilju og Bjartmars var fyrst á Skúlaskeiði 18, en frá 1967 á Öldugötu 46. Bjartmar vann við akstur og afgreiðslustörf hjá Verslun Gunn- laugs Stefánssonar árin 1930-36, si'ðan við akstur hjá Bifreiðastöð Steindórs og um tíma hjá Bifreið- astöð Hafnarfjaröar. Hann hóf 1939 matreiðslunám á Hótel Skjaldbreið og byijaði á sjó 1941. Hann var á vs. Gunnvöru til 1944, síðan um tíma á bv. Haf- steini, en um 26 ára skeið mat- sveinn á bv. Júlí, bv. Júní og bv. Maí til 1964. Eftir það var hann á v/s Guðrúnu í 14 ár. 1977 byijaði Bjartmar störf í landi hjá Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar, aðallega við að sjá um matvælakaup o.fl. fyrir skipin. Hann hætti þar störf- um 1985. Að ósk Bjartmars fór útför hans fram í kyrrþey 12. janúar sl. eldrum mínum og okkur systkinun- um, enda má segja, að á þessum ár- um hafi hann verið sem einn af fjölskyldunni. Vegna þessara kynna okkar Bjartmars varð ég fljótlega heimagangur á heimili hans á Hraunstíg 4. Hans elskulega móðir og dugmikli faðir, sem lengst af var togarasjómaður, tóku mér opnum örmum. Fann ég mig alltaf velkom- inn þar og kynntist því vel systkin- um Bjartmars. En einnig þau eru nú öll horfin yfir móðuna miklu, en Bjartmar var elstur í systkinahópn- um. Einkanlega kynntist ég náið Guð- mundi, bróður Bjartmars, en við voram jafnaldrar og samtímis í Flensborgarskólanum. Það var líkt með Bjartmari og Guðmundi, að þeir nutu báðir mikils trausts sinna yfirboðara og samstarfsmanna, en Guðmundur, sem var lærður loft- gestrisnin var nú eftir því. Síðar á ævinni áttu ég og systkini mín margar ferðir upp og niður þenn- an langa stiga og nutum þá ætíð gestrisni Helgu og Finns. Heimili þeirra stóð mörgum opið og öllum var þar vel tekið, smáum sem stóram. Helga og Finnur eignuðust þrjú elskuleg böm: Elsu, Magnús Elías og Stefán. Helga var mikil og myndarleg húsmóðir og var vakandi yfir velferð heimilisins. Öll verk fóra henni vel úr hendi. Hún var mikO hannyrðakona, saumaði og prjónaði á eiginmann og börn og fegraði heimilið af smekkvísi. Eg minnist þess hve allur matur og kökurnar hennar brögðuðust vel. Það jafnvel eimir eftir af því enn. Maður hennar var mikill fjöllista- maður og lék flest vel í höndum hans. Helga og Finnur fluttust til Reykjavíkur árið 1975 um svipað leyti og foreldrar mínir. Bjuggu þau lengst af í Stóragerði 24. Finnur lést árið 1991 og var Helga ekkja í níu ár. Eftir að ég fluttist í Kópavog höfð- um við Helga oft samband í síma og undraðist ég oft yfir því hvað hún fylgdist vel með öllu sem máli skipti. Nú er unglega röddin hennar þögnuð en eftir stendur minning um góða og velviljaða konu sem alltaf gladdist yfir velfarnaði annarra en syrgði það sem miður fór. Far þú í Guðs friði. Við systkinin frá Bjargi, Ragnhild- ar og Samúelsböm; Selma, Lára, Brynjólfur, Friðgerður og Samúel sendum börnum Helgu og Finns og fjölskyldum þeiiTa okkar innilegustu samúðai-kveðjur. Brynjólfur Samúelsson. skeytamaður, starfaði lengi sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Þá gegndi hann því trúnaðarstarfi í bekknum okkar í Flensborg að fylgjast með mætingum nemenda og skráði þær af mikilli kostgæfni. Það var ekki aðeins, að ég kynnt- ist mannkostum foreldra Bjartmars á heimili þeirra. Atvik urðu til þess, að ég naut sem ungur maður leið- sagnar Eyþórs Þórðarsonar við sumarvinnu til sjós á námsárum mínum á togaranum Óla Garða, en þar var Eyþór háseti og netamaður um árabil. Margar minningar um samskipti okkar Bjartmars hrannast upp. Ein er sú, þegar hann ásamt mér, 15 ára gömlum, og fóstursystur minni, Sig- urjónu, sem nú er látin, keypti á stríðsárunum góðan, enskan bfl. Bjartmar gerðist ökumaður og var driffjöðrin í útgerð bílsins frá leigu- bílastöð. Þetta var mín fyrsta og eiginlega eina áhættufjárfesting um ævina. Þótt enginn yrði stórgi'óðinn af fyrirtækinu var þetta hið skemmtilegasta uppátæki, sem ekki gleymist. Eins og nánar er rakið í inngang- sorðum hóf Bjartmar störf á sjó 1941 eftir að hafa lært matreiðslu. Lengst var hann á skipum Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar, en síðustu starfsárin eða til 1985 við störf í landi hjá sama fyrirtæki. Bjartmar þótti ágætur matsveinn og hinn þægilegasti í öllum samskiptum. Hann var mjög vinnusamur og lagði kapp á að skila sem best öllu því, sem honum var trúað fyrir. Bjartmar var ljúfur í lund, glað- sinna og gat oft verið gamansamur. Hann var einkar greiðvikinn og rík- ur að góðvild. Aldrei tranaði hann sér fram á torgum lífsins, heldur sinnti skyldum sínum í hljóði. Hans er nú saknað. Við vinir hans og kunningjar munum ekki hitta hann framar á götum Hafnarfjarðar í göngutúr eins og við gerðum svo oft. En minningin um mikinn mann- kostamann mun lifa. Sérstaklega er mér hugstætt í minningunni um Bjartmar trygg- lyndi hans og umhyggja gagnvart foreldrum mínum. Sýndi hann þeim einstaka ræktarsemi og hlýju eftir að þau settust í helgan stein. Þannig skildi hann oft eftir poka með soðn- ingu við húsdyr þeirra eða gaf þeim aðrar gjafir og alltaf á sama hljóð- láta háttinn. Bjartmar er hér kvaddur með virðingu og einlægri þökk. Blessuð sé minning hans. Stefán Gunnlaugsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.