Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 53

Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 53
W MORGUNBLAÐIÐ_____________________________________________________LAUGARDAGUR 22, JANÚAR 2000 53 MINNINGAR + Pétur Gautur Kristjánsson fæddist á Seyðisfírði 14. júlí 1934. Hann lést á heimili sinu í Reykjavík 10. des- ember síðastliðinn og var kvaddur með sálumessu í Krists- kirkju í Landakoti 21. desember. Pétur Gautur Krist- jánsson var lágur mað- ur vexti, en fremur þrekinn og safnaði holdum með aldri, svarthærður með móbrún augu, breiðleitur og svipmikill. Mörg síð- ustu árin lét hann sér vaxa alskegg, sem orðið var grátt undir það síðasta, þótt höfuðhárið héldi lit sínum. Hann var afburðahraustmenni að náttúru- fari og vel að manni á sínum yngri ár- um, en farinn að líkamlegri heilsu undir ævilokin. Pétur var mikill skap- maður og hrifnæmur, trygglyndur og brjóstgóður, og hafði ríka tilhneig- ingu tU að rétta hlut lítUmagna og þeirra sem honum þótti vera hallað á að ósekju. Stundum gætti nokkurs yfirlætis í fari hans, en annað veifið átti hann það til að vera allra manna lítUlátastur. Hann var vinur vina sinna, en ekki allra, afar sérsinna og eilítið hjátrúarfullur, spaugsamur og stríðinn að eðlisfari, en löngum bag- aður af þunglyndi sem sótti á hann í köstum. Pétur hafði mikla persónu- töfra og naut þess út í ystu æsar að ganga fram af fólki með allskyns uppátækjum og orðsprokum, sem stundum vöktu nokki'a hneykslan, en oftar þó kátínu. Hann hafði gaman af dýrum, var lengst af með hund, einn eða flem, á heimili sínu, ræktaði á tímabili páfagauka og finkur og átti hest um skeið. Hann undi sér vel við stangveiði í sjó og vötnum. Pétur var íhaldsmaður af gamla skólanum, tráði á einstaklingsframtakið og var alla tíð svarinn andstæðingur yfir- di-ifinnar forsjárhyggju, haftastefnu og einokunar í hvaða mynd sem var. Gekk hann ungur til liðs við Sjálf- stæðisflokkinn; skipaði sér þar í þann arm, sem kenndur hefúr verið við Gunnar Thoroddsen, og fylgdi flokknum alla stund. Pétur var þjóð- rækinn íslendingur og bar mikinn metnað fyrir hönd lands og þjóðar, en var þó alþjóðasinni í aðra röndina. Hann unni mjög íslenskum fornbók- menntum, dáði Jón Arason og hneigðist til kaþólsks siðar. Pétur var greindur maður og af- burðaminnugur, aflaði sér fróðleiks á hinum fjölbreytilegustu fræðasviðum og varð ótrálega víða og vel heima. Hann hafði yfirburðaþekkingu á lög- fræði, sögu og landafræði, var fróður vel um bifreiðar og skip, ágætlega vel sjálfmenntaður í næringarfræði og lyfjafræði og þaullesinn í líffræði og skyldum greinum, svo sem dýra-, fugla- og fiskifræði. Varð Pétur landsfrægur af því að vinna hverja spumingakeppnina á fætur annarri í útvarpsþáttum á áttunda áratugnum. Með honum er genginn einn af síð- ustu fjölfræðingunum. Pétur stundaði ýmis fræðistörf í tómstundum sínum og kafaði þá ofan í það sem hugurinn girntist hverju sinni. Hann skrifaði bókmenntarit- gerðir um Islendingaþætti, ritaði jólasveinatal, þar sem gerð er skil- merkileg grein fyrir jólasveinum, jafnt innlendum sem erlendum, og tók saman fiskiannála, þar sem gerð er sundurliðuð grein fyrir sjávar- fangi við íslandsstrendur. Skráning- arárátta var honum eðlislæg og upp úr þurru áttí hann það til að fara að reikna út prósentur og meðaltöl af öllu mögulegu milli himins og jarðar. Einnig orti hann sér til dægrastytt- ingar ljóð á íslensku og latínu og fleiri tungumálum. Mun margt merkilegt liggja eftir hann í handriti. Pétur lét sig kennslu- og mennta- mál miklu varða og var í þeim efnum framsýnn og stórhuga, svo sem í ýmsu öðru. Þegar hann var kennari við gagnfræðaskólann í Keflavík árin 1969-1976 kom hann þar á fót fram- \ halds- og menntadeild, sem hann veitti for- stöðu árin 1972-1976. Varð sú deild fyrsti vís- irinn að Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, sem stofnaður var formlega árið 1976, með samruna áðumefndrar mennta- deildar og Iðnskóla Suðurnesja, en í þeim skóla hafði Pétur einnig verið stundakennari ár- in 1970-1976. Var Pétur helsti hvatamaður að stofnun Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og í raun guðfaðir þeirrar menntastofn- unar. Þegar hann kenndi við Héraðs- skólann á Reykjanesi stofnsetti hann aðra menntadeild þar og veitti henni forstöðu um eins árs skeið. Hann rit- aði kennslubækur (Iðnfélagsfræði I- II) á Keflavíkurárum sínum. Kynni okkar Péturs byijuðu þegar ég hóf nám í landsprófsdeild Gagn- fræðaskólans í Keflavík haustið 1973, en Pétur kenndi þar nokkur fog fyrir landspróf. Vorið 1974 var mér vikið úr skóla vegna ádeiluritgerðar um skólastjóra, en þó heimilað að þreyta vorpróf upp úr deildinni. Spunnust af þessu talsverðar deilur og þjark og veitti Pétur mér það hann mátti í þessu mínu basli. Stóðst ég prófið og stundaði nám í menntadeildinni næsta skólaár undir handaijaðri Pét- urs, þaðan sem leið mín lá í Mennta- skólann í Hamrahlíð fyrir hans milli- göngu. Urðum við allmiklir mátar og fengum okkur oft í glas saman, en Pétur kunni vel að meta þessa heims gæði og var afar skemmtilegur drykkjufélagi. Stóð okkar kunnings- skapur síðan, þótt stundum hlypi snurða á þráðinn, eins og gengur. Hluta úr sumri 1989 ferðuðumst við saman um landið og fórum þá meðal annars norður í Mývatnssveit, þar sem Pétur kynnti mig fyrir sveitung- um sínum, en hann var afar stoltur af sínum mývetnska uppruna, og þá ekki síst af langafa sínum Jóni Sig- urðssyni alþingismanni á Gautlönd- um. Um og upp úr áramótunum 1990 komst ég illilega í kast við skríl í fé- lagsmálageira hins opinbera, rétt eft- ir að ég hafði stofnað mér heimili og eignast mitt fyrsta barn, og varð Pét- ur þá til þess að rétta hlut minn fyrir dómstólum, þannig að ég stóð full- sæmdur eftir. Við dóttur mína, Guð- nýju Klöru, tók Pétur miklu ástfóstri, var henni afar góður þegar fundum þeirra bar saman og leysti hana út með gjöfum hver einustu jól, jafnvel þótt timabundin misklíð væri okkar í miOi, og nú síðast í endaðan ágúst, þegar við feðgin heimsóttum Pétur á ferð okkar í Reykjavík, vék hann góðu að barninu. Pétur ávann sér almennar vin- sældir sem kennari og yfirvald, og verður minnisstæður þeim, sem hon- um kynntust, svo sérstæður sem hann var. Veit ég að hann mun seint gleymast Siglfirðingum og Suður- nesjamönnum. Við feðginin kveðjum Pétur með virðingu og þökk fyrir liðnar samverustundir, og vottum aðstandendum hans okkai- dýpstu samúð. Guðmundur Sigurður Jóhannsson. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Ekki grunaði mig né þá er þekktu Pétur að kallið væri komið. Pétur hafði að vísu kennt sér lítillega meins undanfarin misseri, var með syk- ursýki en það var á vel viðráðanlegu stigi. Pétur varð bráðkvaddur að heimili sínu hinn 11. desember. Það var ekld eins og hann vissi ekki af þeim smávægilegu kvillum sem herj- uðu á hann, það voru hlutir eða sjúk- dómar sem hann einfaldlega las sér til um og vissi hvernig átti að með- höndla. Það að vandamálið væri skil- greint og fylgja því eftir var svo ann- að. Það dugði Pétri oft að vera kominn á sama svið og þeir er með- höndluðu hann, að sjálfsögðu var það svo í valdi tengdaföður míns hve vel hann fór eftir þeim ráðum sem hann vissi að væru best fyrir hann sjálfan, en slíkt var eðli Péturs, hann var í öllu sinnar gæfu smiður. Pétur Gaut hef ég þekkt og umgengist í rám tíu ár og hafa þessi ár verið bæði skemmtileg og fræðandi, hann var hafsjór af fróðleik og það var fátt sem hann hafði ekki skoðun á. Heimsókn til hans var oft á tíðum mikil upplifun þar sem maður sat og spjallaði við hann eða hlustaði á einhveija söguna frá árum áður um ýmis spaugileg at- vik í lífi hans. Bókasöfnun var eitt af mörgum áhugamálum Péturs og var hann rendar ötull í því að leggja grunn að litlum bókasöfnum hjá barnabörnum sínum. Heimsókn til afa Péturs var nefnilega engu lík, það var ekki nóg með hann væri með skegg niður á maga og ætti hund sem alltaf var gaman að leika við heldur voru bamabömin alltaf leyst út með bókagjöf. Og þá var það ekki bara einhver bók af handahófi heldur fyrsta bók í einhveijum bókaflokki, og síðan fylgdist hann vel með því að engan titil vantaði í þann og þann bókaflokkinn. Þetta var regla hjá Pétri sem veitti barnabömum hans ómælda gleði. Það er að æra óstöðug- an að telja upp það sem Pétur afrek- aði um ævina í leik og starfi en eng- um sem kynntist honum duldist að maðurinn var stórbrotinn. Hvíl í friði. Eyþór Ámason. Með Pétri Gaut Kristjánssyni vini mínum er mikill garpur að velli hnig- inn, úr hópi þeirra samferðamanna, sem átt hefðu skilið að fá að takast á við lífið á nýju árþúsundi. Ég dreg þó í efa, að honum hafi verið sérstakt kappsmál að ná því marki, þar sem honum var að jafnaði mikilvægast að lifa hvem dag í senn. Auk þess var Pétur ekki sérstakt barn 20. aldar- innar, þótt hann tilheyrði henni, held- ur maður allra alda í fyllstu merk- ingu. Ég kynntist Pétri haustið 1953, þegar hann var nýkominn á höfuð- borgarsvæðið til náms við lagadeild Háskóla íslands, sem hann tók þó ekki að stunda í samfellu fyrr en nokkm síðar. Hann hafði lokið stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri vorið 1952 með glæsilegum og nokkuð sögulegum hætti, þá 17 ára að aldri, en varið árinu á eftir við farkennslu og önnur ævintýri úti á landi. Af afrekum hans ýmsum fóra þá þegar nokki-ar sögur, og lét Morg- unblaðið sig ekki muna um að taka viðtal við piltinn, þegar hann birtist hér syðra. í höfuðstaðnum hélt Pétur rakleið- is inn að miðju menningarlífsins á kaffihúsum og samkomustöðum borgarinnar, auk þess að stunda störf á Hafnarskrifstofunni, sem honum stóð hlýr hugur til jafnan síðan. Hann eignaðist fljótt marga vini og kunn- ingja meðal nemenda í árgöngunum 1954 og 1955 frá MR, enda jafnaldri þeirra, og varð síðan samferða okkur í háskólanámi. Þótt samskiptin yrðu náin fór þó aldrei á milli mála, að Pét- ur væri MA-maður. Hélt hann fram skóla sínum og skólabænum Akur- eyri ekki síður en aðrir, sem þar hlutu menntun, og hafði sögur þaðan á takteinum. Honum fylgdi líka hressUegur norðlenskur blær, eins og vel samdi manni, sem fengið hafði uppeldi sitt að hluta á ættaróðalinu í Mývatnssveit og verið heimagangur hjá afa sínum og ömmu á Akureyri, Steingrími sýslumanni og bæjarfóg- eta og Guðnýju konu hans, sem margir innan og utan fjölskyldunnar áttu gott að gjalda. Að loknu laganámi í janúar 1961 hélt Pétur út á land tU embættis- starfa, fyrst sem fulltrái og staðgeng- ill bæjarfógetans á Siglufirði um fimm ára skeið og síðan sem fulltrái bæjarfógetans í Vestmannaeyjum næstu þrjú árin. Undi hann hag sín- um sérstaklega vel í Siglufirði, þar sem hann naut þess að vera hæstráð- andi við embættið langtímum saman, meðan bæjarfógetinn, sem Pétur virti mikils, sat á Alþingi fyrir kjör- dæmið. Á árinu 1969 fluttist hann svo aftur á suðvesturhornið og tók þar fljótlega upp störf á öðra sviði, þ.e. við kennslu af margvíslegu tagi, en sinnti einnig lögfræðistörfum öðrum þræði. Það vora hvorki kunnáttuskortur né áhugaleysi um mannleg sam- skipti, sem ollu því, að samfelldur starfsferill Péturs á lögfræðisviðinu varð ekki lengri en raun bar vitni, heldur vora það höfuðkostir hans - minnið og næmið, hugarflugið og hin óþijótandi fróðleiksfysn - sem stóðu honum þar fyrir þrifum í hinu dag- lega amstri. Ekki svo að skiija, að lögmenn og dómarar þui'fi ekki að vera þessum kostum búnir öðram fremur, heldur var Pétur gæddur þeim í svo ríkum mæli, að til ofgnótt- ar máttti telja. Má segja, að þetta hafi komið í Ijós þegar við lagadeild- ina, en þar hlaut Pétur gjarna hæstu einkunnir á munnlegum prófum, þar sem svara þurfti afmörkuðum spum- ingum í hita augnabliksins. Á skrif- legum prófum, þar sem rita þurfti greinargerðir um víðtæk úrlausnar- efni, hætti honum hins vegar til að láta gamminn geisa, þannig að brest- ur gat orðið á hófstilltu samhengi hlutanna. Hann bjó líka alla tíð yfir lifandi uppreisnaranda, sem togaðist á við skyldurækni hans og gerði það að verkum, að honum lét betur að fara eigin leiðir en að rekast í hópi annarra. I stað þess að leita frekari embætt- isframa gerðist Pétur því fjölfræð- ingur og þúsundþjalasmiður innan framhaldsskólanna og á eigin vegum, og hélt hann því striki meðan honum entist heilsa til. Áhuga sínum á mannlífinu fyrr og síðar hélt hann vakandi til hinstu stundar, og hann var jafnframt gæddur þeim hæfileika að geta verið heimsborgari án þess að ferðast um veröldina nema endram og eins. Ást hans á lögspeki og öðram fróðleik kom meðal annars fram í því, að honum tókst mjög ungum að koma sér upp miklu og góðu bókasafni, sem hann gat átt næði við með pípur sínar og annað úthald. Var það mikið áfall, þegar hann varð fyrir því á miðjum aldri, að bókasafnið brann í eldsvoða á heimili hans í Keflavík. Hann lét þó ekki deigan síga, heldur reyndi eftir föngum að bæta sér upp missinn, þegar frá leið. Þótt Pétri væri fjölmargt til lista lagt var það einkum samræðulistin, sem honum var lagin, og fór hann þar gjarna á kostum. Það tilheyrði mjög samræðu hans, að spenna væri með í för, og beitti hann þá oftlega stríðni við náungann, sem orðið gat nær- göngul, en var þó jákvæð að undir- stöðu til. Um mína reynslu af henni „ minnist ég þess til dæmis, að ég hitti® Pétur á fömum vegi á þeim áram, er ég var önnum kafinn við umfangs- mikil og þá óvenjuleg störf að samn- ingsgerð um byggingu áliðjuvers í Straumsvík og virkjun Þjórsár við Búrfell. Spurði Pétur þá ekki eins og aðrir, hvemig gengi í stóriðjunni, heldur sagði hann einfaldlega: „Þú ert allur í léttmálmunum þessa dag- ana, er það ekki?“ Ég gat ekki annað en játað þessu með bros á vör, enda skildi ég boð hans þannig, að í þess- um störfum sem öðram væri hollast að hafa báða fætur á jörðinni og of- ^ meta hvorki verkefnið né ágæti eigin framlags til úrlausnar þess. Pétur Gautur festi ráð sitt ungur, en hann kynntist eiginkonu sinni, Höllu Steingrímsdóttur, fljótlega eft- ir komuna til Reykjavíkur, og hófu þau sambúð þegar á árinu 1954. Þótt komung væri tókst henni snemma að leiða honum fyrir sjónir, hvort hæf- ara væri til að stjóma heimilinu. Hins vegar tókst henni ekki að fá hann til að breyta þeim háttum sínum, sem meira vora úr takti við meðalhófið, enda vart á dauðlegra manna færi. Pétur unni henni alla tíð, þrátt fyrir skilnað þeirra á miðjum vegi, og sam- an komu þau upp fjóram mannvæn- legum bömum. Þau era öll drengir góðir eins og foreldrar þeirra, og betri einkunn verður ekki gefin. Við fráfall Péturs Gauts sækja að margar minningar, sem erfitt er að rifja upp án samvista við hann, ásamt minningunni um marga fallna skóla- bræður, sem okkur vora báðum kær- ir, eins og þá frændur Bjama Bein- teinsson og Benedikt Blöndal, svo tveir einir séu nefndir. Þær minning- ar segja mér þó jafnframt, að hann sé líklegur til að vera í góðum félags: skap, þar sem hann er nú staddur. í þeirri trá vil ég þakka honum lær-^ dómsrík kynni og vináttu og óska bömum hans og öðrum aðstandend- um farsældar á vegferð þeirra. Hjörtur Torfason. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför BRAGA AXELSSONAR frá Ási. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar, Heimahjúkr- unar og á bdvalarheimilunum Hlíð og Seli. Sæfríður Ingólfsdóttir, Katrín Hermannsdóttir, Jón Magnússon, Sigríður Stefanía Bragadóttir, Emil Vilhjálmsson, Ingólfur Bragason, Axel Bragi Bragason, Karl Sævar Bragason, Kristín Björg Bragadóttir, Ásdís Björk Bragadóttir, Rakel Hrönn Bragadóttir, Sigurður Bragason, Magnús Hörður Bragason, Iðunn Bragadóttir, Svanhildur Bragadóttir, Arndfs Heiða Magnúsdóttir, Ingibjörg Ragnarsdóttir, Sigríður E. Aðalbjörnsdóttir, Marteinn Sigurðsson, Einar Axel Schiöth, Árni Jón Erlendsson, Anna Sigríður Sigurðardóttir, Madeleine Sylvander, Stefán Bragi Bjarnason, Hákon Þröstur Guðmundsson, afabörn og langafabarn. t Innilegar þakkirtil allra þeirra, sem sýndu okkursamúð og hlýju við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR HAFLIÐADÓTTUR, Suðurgötu 41, Siglufirði, sem lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar laugardaginn 1. janúar. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar á Siglufirði fyrir mjög góða umönnun. Jóhanna Vernharðsdóttir, Sölvi Guðnason, Jóhann Halldórsson, Hafliði Sigurðsson, Hanna S. Ásgeirsdóttir, Ásdís B. Ásgeirsdóttir, Gunnar Ásgeirsson, Guðbjörg M. Ásgeirsdóttir, Jón Sigurðsson, Pétur Ásgeirsson, Kristín Alfreðsdóttir, Jón Á. Ásgeirsson, Kristfn Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabamabörn. PÉTUR GAUTUR KRISTJÁNSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.