Morgunblaðið - 22.01.2000, Page 56

Morgunblaðið - 22.01.2000, Page 56
56 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hættulegar hugmyndir GUÐMUNDUR Eiríksson, íslenskur innflytjandi í Dan- mörku, ritaði grein í Morgunblaðið 13. jan- úar sl. undir fyrir- sögninni „Borgara- styrjöld í Danmörku“. Þar varar hann okkur Islendinga við reynsl- unni af innflytjendum ‘ af öðrum uppruna en hans sjálfs í því ann- ars ágæta landi. Ég er sannfærður um að þessi landi okkar í Danmörku meini vel en ályktanir hans tel ég í hæsta máta vafa- samar. Eiríkur Bergmann Einarsson I grein sinni segir Guðmundur að með „innflutningi á fólki frá fjar- lægum þjóðum" hafl hinni fyrrum friðsælu Danmörku verið breytt í einskonar vígvöll þar sem kynþætt- irnir berist nú á banaspjót. Um til- veruna í Danmörku segir Guð- mundur: „Hér búa nú tvær (eða ^ fleiri) gerólíkar þjóðir í sama landi, ’að mestu án samneytis hver við aðra.“ Guðmundur segir ennfrem- ur. „Það er ómögulegt fyrir það fólk sem kynslóð eftir kynslóð hef- ur lifað á viðkomandi landsvæði og litið á það sem sitt land og sína þjóð að sætta sig við að fólk af gjörólíkum uppruna með gerólík trúarbrögð, hefðir og siði yfirtaki það meira og meira og þar að auki á kostnað heimamanna." Guðmund- ur heldur því sumsé fram að ein- hverskonar lögmál aðskilji mann- _fólk þessarar litlu jarðarkringlu xikkar, enda heldur hann áfram og skilgreinir mannkynið í heild á eft- irfarandi hátt. „Við erum flokkdýr, við lítum á okkur sjálf fyrst og fremst sem hiuta eða meðlim af flokki, sem er í meðvitund okkar skýrt skilgreindur. Við erum af ákveðinni þjóð og frá ákveðnum stað, og okkar hópi til- heyrir ákveðið land- svæði ... Við verjum það sem við teljum að tilheyri okkur með öll- um ráðum, þetta gildir fyrir allar þjóðir og þjóðabrot í öllum heiminum, og höfum alltaf gert.“ Réttlæting kyn- þáttahaturs Málflutningur af þessu tagi dæmir sig sjálfur en er eigi að síður svo viðsjárverð- ur að við slíku verður að sporna, enda er hér um stórhættulegar hugmyndir að ræða, sem því miður virðast vera að skjóta rótum í íslensku samfé- hefur um langt árabil gætt mikils tvískinnungs í málefnum innflytj- enda. Danir hafa á alþjóðavett- vangi viljað sýnast umburðarlyndir og umhyggjusamir fyrir með- bræðrum sínum sem búa við verri kjör í fjarlægum löndum. í þeim tilgangi hafa þeir tekið við fjölda flóttamanna og annarra innflytj- enda og boðið þeim sæmilegan að- búnað. Það er í sjálfu sér lofsvert, en annað og meira þarf að fylgja sem uppá hefur vantað. í stað þess að laga innflytjendur að dönsku samfélagi og meta þá að verðleik- um, hefur þeirrar tilhneigingar gætt í dönsku samfélagi að gera innflytjendur hornreka og í raun meina þeim að taka þátt í dönsku samfélagi. Skilaboðin eru: Þú mátt koma en ekki gera þér vonir um að þú fáir að vera með. Þannig er inn- flytjendum gjarnan komið fyrir í sérstökum innflytjendahverfum þar sem þeir hafa litla möguleika á samþættingu við danskt samfélag. Innflytjendur eiga erfitt uppdrátt- ar á flestum sviðum í dönsku sam- félagi. Til að mynda er miklum mun erfiðara fyrir þá en aðra að fá vinnu. Þetta hafa fjölmargir at- vinnurekendur í Danmörku viður- Kynþáttahatur? kennt. Innflytjendur eru í nánast alla staði metnir skör lægra en hin- stofn árið 1997 og var hann mikið framfaraskref fyrir bókakost safns- Bókaskortur Jersey-, krep- os flónels- rúmfatasett Póstsendum AðÍ» Skólavörðustíg 21a, Keykjavík, sími 551 4050. íslenskt samfélag stendur á traustum grunni, segir Eiríkur Bergmann Einarsson, og vonandi berum við gæfu til að skilja að fjöl- breytt mannlíf og menn- ing auðgar okkar þjóð en er ekki ógnun við hana. lagi. Af ofangreindu má sjá að í raun réttlætir Guðmundur það kynþáttahatur sem sprottið hefur upp í Evrópu. Með hugmyndum um eðli mannkyns og skírskotun í ein- hverskonar náttúrurétt þjóða til landsvæða beitir hann sömu rökum um kynþáttahreinsun svæða og áróðursmeistarar þriðja ríkisins gerðu á fyrri hluta 20. aldar. Þess- ar hugmyndir um þjóðernislega hrein svæði sem Guðmundur bygg- ir grein sína á hafa leitt ómældar hörmungar yfir okkar heimshluta. Nærtækasta dæmið er Balkan- skaginn, þar sem óhefluð þjóðern- ishyggja hefur leitt til mestu blóðs- úthellinga í Evrópu síðan sjálfur Adolf Hitler, erkibiskup þessarar hugmyndafræði, réð ríkjum í álf- unni. Tvískinnungur Sjálfur bjó undirritaður um nokkurt skeið í Danmörku og þekk- ir því mætavel þann veruleika sem Guðmundur vísar til. I Danmörku ir norrænu Danir. Þetta er einmitt mergurinn málsins. Orsök þeirra vandamála, sem komið hafa upp á yfirborðið í samskiptum kynþátta í Danmörku, er hugsunarháttur heimamanna, ekki tilvera innflytj- endanna sem slíkra. Það væri því alger öfugsnúningur að ætla sér að leysa vandamálið með því að út- hýsa úr landinu öðrum en þeim sem teljast vera af evrópskum upp- runa. Nærtækara væri að ráðast að rót vandans, sem felst í fordómum gagnvart framandi menningu, og leitast við að breyta þeim sjúka hugsunarhætti sem virðist ríkja um æskilegan uppruna þeirra sem deila með okkur samfélaginu. Fjölbreytnin auðgar Þessi brottfluti landi okkar varar undir lok greinar sinnar okkur ís- lendinga við „innflytjendastefn- unni“, og segir Jaað niðurstöðu sam- tala sinna við Islendinga að þjóðin sé hvort eð er „á móti nýbúum", eins og hann orðar það. Guðmund- ur ritar eflaust orð sín af hlýhug til lands og þjóðar, en því miður dreg- ur hann afar vafasamar ályktanir af því vandamáli sem við er að etja. Við íslendingar, sem sjálfir hrökt- umst undan ofríki í fyrri heimkynn- um, ættum frekar að taka með- bræðrum okkar frá fjarlægari svæðum jarðarkringlunnar opnum örmum og nýta okkur þann styrk sem felst í fjölbreyttri menningu. íslenskt samfélag stendur á traust- um grunni og vonandi berum við gæfu til að skilja að fjölbreytt mannlíf og menning auðgar okkar þjóð en er ekki ógnun við hana. Höfundur er stjómmálafræðingur. Bætum bóka- kost Háskólans FRÁ því að Lands- bókasafn Islands-Há- skólabókasafn var tekið í notkun í Þjóðarbók- hlöðunni árið 1994 hef- ur það með hverju ár- inu skipað stærri sess í háskólasamfélaginu. Það á jafnt við um safn- ið sem brunn þekking- ar í formi bóka og tíma- rita og sem miðju háskólalífsins þar sem hundruð nemenda og kennara starfa saman að fræðistörfum. Eitt af aðalmarkmiðum Þjóðarbókhlöðunnar er að sjá til þess að nem- endur og kennarar geti nálgast efni, bæði bækur og tímarit, sem tengjast fræðistörfum þeirra. Þess vegna var ritakaupasjóður Háskólans settur á Haukur Þór Hannesson er við að námskeið við skólann takmarkist af því efni sem til er á Há- skólabókasafni, í stað þess að fjalla um það sem efst er á baugi í hverri grein. Skilningsleysi yfir- valda Ef fjárveiting fyrir árið 2000 á að jafngilda fjárveitingu fyrir árið 1997 þá þarf hún að vera 66 milljónir eða 21 milljón króna hærri en hún er í dag. Vegna þessa fór Stúdentaráð þess á leit við fjárlaga- nefnd Alþingis að hún hækkaði fyrir- hugað fjárframlag úr 45 milljónum í 66 mOljónir. Erindinu var synjað. Ritakaupasjóður Háskólans sveltur Því miður hafa framlög ríkisins í sjóðinn staðið í stað síðan 1997 en í fjárveitingum undanfarinna ára hef- ur hvorki verið tekið tOlit til verð- bólgu né gífurlegra hækkana á verði tímarita og bóka. Þá hefur nemend- um fjölgað verulega á umræddu tímabili og í mörgum deildum hafa verið sett á stofn framhaldsnám og nýjar námsbrautir. Frá 1997 hefur því hvorki verið hægt að fjölga áskriftum að tímaritum né viðhalda þeim bókakosti sem Háskóli Islands þarf til að uppfylla kröfur um rann- sóknarháskóla. Slæmar afleiðingar bókaskorts Afleiðingar fjárskortsins eru m.a. þessar: Nemendum er í mörgum til- vikum gert mjög erfitt fyrir í vinnu við lokaverkefni. Dæmi eru um að nemendur hafi þurft að skipta um lokaverkefni vegna þess að efni skorti á því sviði sem ritgerðin fjall- aði um, sumar deildir hafa neyðst til að hætta að kaupa bækur og eru nán- ast aðenis áskrifendur að tímaritum eins og t.d. verkfræði- og raunvís- indadeOd. Mjög illa hefur gengið að koma upp góðum bókakosti fyrir nýtt framhaldsnám, sem takmarkar rann- sóknir innan þess, Háskólinn hefur ekki getað keypt rafrænar áskriftir að fræðitímaritum sem boðnar eru í gegnum Netið en slíkar áskriftir myndu gjörbylta allri gagnavinnu og aðgangi annarra háskóla að tímarit- um Þjóðarbókhlöðu. Kennarar þurfa að haga kennslu og verkefnavinnu eftir þeim bókakosti sem til er og geta ekki kennt það sem efst er á baugi innan sinna fræðigreina. Hætt Ég skora á mennta- málaráðherra, segir Haukur Þór Hannes- son, að opna augun sem allt of lengi hafa verið lokuð. Hvað þarf til þess að stjórnvöld fari að opna augun fyrir því að Háskólinn sveltur? Á meðan menntamálaráðu- neytið heldur skólanum við hungur- mörk þá veslast hlutir eins og t.d. ritakaupasjóður upp. Þjóðarbókhlaðan hefur smám saman verið að draga úr bókakaup- um og er farin að þurfa að segja upp áskriftum að fræðitímaritum sem nauðsynleg eru bæði fyrir kennara og stúdenta við sín fræðistörf. Hvernig í ósköpunum ætlast menntamálaráðuneytið til að hægt sé að reka háskóla án fræðirita og bóka? Ég skora á menntamálaráðherra að opna augun sem allt of lengi hafa verið lokuð. Röskva vill betri bókakost Röskva harmar það skdningsleysi sem yfirvöld hafa sýnt þessu mikil- væga máli. Það er afar mikilvægt að Háskóli íslands geti veitt stúdentum og kennurum skólans tækifæri tO að stunda sín fræðistörf hér á íslandi. Fyrir þessu hefur Röskva barist og mun halda áfram þangað til augu stjórnvalda opnast. Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir Röskvu. v • Alnæmi dregur tifalt fleiri Afríkubúa til dauða en stríðsátök í álfunni • Ein af hverjum þremur þunguðum konum í sveitum Malaví er sýkt af alnæmisveirunni • Rúmlega átta milljón börn í Afríku hafa misst móður eða báða foreldra i helgreípar alnæmis Tekið er við nýjum styrktarfélögum Rauða kross íslands i sima 570 4000 og á www.redcross.is Þegar á reynir gerir framlag þitt gæfumuninn Rauði kross íslands www.redcross.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.