Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 59
UMRÆÐAN
Þróun hásetahlutar á ísfiskskipum ÚA 1996-1999
Ár Kaldbakur Harðbakur Árbakur Meðaltal % milli ára Frá ’96 Kr. frá ’96
1999 4.982.358 5.802.466 5.224.864 5.336.563 25,4% 60,0% 2.000.836
1998 4.165.407 4.175.836 4.420.701 4.253.981 13,7%
1997 3.817.571 3.794.162 3.614.126 3.741.953 12,2%
1996 3.612.239 3.310.815 3.084.126 3.335.727
Meðalhásetahlutur á ísfisk-
*
togurum UA hefur hækkað
um 60% frá árinu 1996!
KONRÁÐ Alfreðsson, formaður
Sjómannafélags Eyjafjarðar, send-
ir mér fremur kaldar kveðjur í
grein sem birtist hér í blaðinu sl.
fimmtudag. Yfirskrift greinar hans
er: „Forstjóri ÚA ver ónýtt verð-
myndunarkerfi". I greininni gerir
Konráð tilraun til að svara við-
brögðum mínum við ummælum
hans um samningamál sjómanna
ÚA. Ég vil, áður en lengra er hald-
ið, vísa þeirri fullyrðingu Konráðs
á bug að ég sé að verja „ónýtt
verðmyndunarkerfi" eins og hann
orðar það. Staðreyndin er sú að ég
hef ekki gert minnstu tilraun til
þess að verja núverandi kerfi og
ekki svo mikið sem tjáð mig um
það einu orði hvort kerfið sé gott
eða slæmt. Sú staðhæfing Konráðs
er því úr lausu lofti gripin.
Enginn þvingaður til neins
Pað sem upp úr stendur í skoð-
anaágreiningi okkar Konráðs er
það hvort sjómenn á ÚA-skipunum
hafi verið þvingaðir til samninga
eða ekki. Ég hef sagt það áður og
segi það enn að þegar fiskverðs-
málin voru til umræðu í fyrra hitt-
ust tveir samningsaðilar, þ.e.
stjórnendur ÚA og sjómenn fé-
lagsins, á jafnréttisgrundvelli og
sömdu um sín mál. Þar var enginn
þvingaður til neins. Sjómenn ÚA,
líkt og aðrir starfsmenn félagsins,
vita það vel að við segjum engum
upp störfum fyrir að segja skoðan-
ir sínar og standa á þeim. Hér er
því enginn hræddur við að tjá hug
sinn allan. Ég þekki sjómennina
mína það vel að ég veit að þeir
geta staðið á sínu og samið fyrir
sig. Og þeir hafa langt í frá samið
af sér, eins og ég mun rökstyðja
hér á eftir.
Ég vil rifja það upp, áður en
lengra er haldið, að í Morgunblað-
inu hin 9. apríl 1999 var fjallað sér-
staklega um nýgerðan samning
milli ÚA og sjómanna um kaup og
kjör á ísfisktogurum. Þar var rætt
við þrjá fulltrúa úr samninganefnd
sjómanna, þá Gylfa Gylfason, há-
seta á Árbak og varaformann Sjó-
mannafélags Eyjafjarðar; Víði
Benediktsson, stýrimann á Kald-
bak, og Ketil Freysson, háseta á
Harðbak. Þeir tveir síðarnefndu
voru m.a. spurðir sérstaklega að
því hvort ÚÁ hefði að þeirra mati
beitt sjómenn óeðlilegum þrýstingi
eða þvingunum við samningagerð-
ina. Þeir svöruðu því báðir afdrátt-
arlaust neitandi. Þetta hefði verið
sú niðurstaða sem samninganefnd-
in komst að. Hún hefði síðan verið
lögð fyrir sjómenn og þorri þeirra
staðfest hana með atkvæði sínu.
Ég get því ekki ímyndað mér hve-
nær þær þvinganir hafa komið til
sögunnar, sem Konráð hefur hald-
ið fram síðar að hafi verið til stað-
ar.
Góð og friðsæl sambúð
Meginástæðan fyrir því að ég sá
mig knúinn til að hrekja þau um-
mæli Konráðs Alfreðssonar að sjó-
menn ÚA væru beittir þvingunum
af hálfu félagsins, er sú að stjórn
og stjórnendur ÚÁ hafa lagt mikla
áherslu á að halda uppi góðum
samskiptum við starfsmenn félags-
ins, sjómenn jafnt sem aðra. Því
finnst mér hart þegar formaður
stéttarfélags sjómannanna gengur
fram fyrir slgöldu og reynir að
skapa tortryggni eða úlfúð í góðri
og friðsælli sambúð þessara aðila.
Staðreyndin er sú að við sem
stjórnum ÚA höfum lagt mikið upp
úr því að hafa sem mest og best
upplýsingastreymi innan félagsins.
Við viljum nefnilega leyfa öllu
starfsfólki ÚA að fylgjast grannt
SMAAUGLYSINGAR
FÉLAGSLÍF
H<illvoigarstíg 1 • simi 561 4330
Sunnudagur 23 .janúar
kl. 10.00
Vetrarferð í Herdísarvík
Á slóðum Einars Ben. skálds.
Páll Sigurðsson fræðir um stað-
hætti og síðustu æviár skáldsins
í Herdísarvík. Ferð við allra hæfi.
Verð 1.700 kr. Brottför kl. 10.00
frá BSÍ, austanmegin og Mörk-
inni 6.
Fyrirhuguð skíðaganga fellur
niður.
Munið þorrablótsferð
19.-20. febr.
Dalir — Snæfellsnes norðan
fjalla.
Gist á Hótel Framnesi, Grundar-
firði. Félagsvist.
Spilum félagsvist þriðjudags-
kvöldið 25.janúar kl. 20 í Mörk-
inni 6 (risi). Fjölmennið.
Sjá textavarp bls. 619.
Hjálpræðis-
herinn
Kírkjustræti 2
Kl. 13.00 Laugardagsskóli fyrir
krakka.
<s»
Hallveigarstig 1 • simi 561 4330
kl.
Næsta dagsferð
23. sunnudagur frá BS(
10.30. Skíðaferð um Hellisheiði.
Frítt fyrir félagsmenn sem greitt
hafa ársgjald annars kr. 1800.
Helgarferðir
28.-30. jan. Þorraferð. Farið á
Snæfellsnes og dvalið að Görð-
um. Gönguferðir, sameiginlegt
þorrablót o.fl. Fararstjóri verður
Fríða Hjálmarsdóttir.
Jeppadeild
18.-20. febrúar. Landmannalaug-
ar. Gist í Hrauneyjum fyrri nótt-
ina og Landmannalaugum þá se-
inni.
KENNSLA
Brian Tracy
:0:
ÍNTERNATIONAL
PHOENIX-námskeiðin
www.sigur.is
YMISLEGT
*Nú er öldin önnur*
Vinnustaðanudd. Kem í fyrirtæki
og stofnanir með ferðanuddstól-
inn góða.
Inga Eyjólfsdóttir, nuddari,
hs. 421 2930, GSM 869 9262.
með því helsta sem er að gerast
hjá félaginu hverju sinni. Þegar við
gengum til samninga við sjómenn-
ina okkar fyrir réttu ári létum við
þeim t.d. í té allar fyrirliggjandi
upplýsingar sem málinu tengdust.
Það gerðum við gagngert til þess
að þeir stæðu sem best að vígi í
samningaviðræðunum og hefðu öll
gögn við höndina. Ég hygg að
þessi vinnubrögð hafi skilað sér í
samningum sem báðir aðilar voru
sáttir við. Reynslan hefur líka sýnt
að samningarnir hafa fært sjó-
mönnum ÚA kjarabætur sem eru
langt umfram það sem almennir
launþegar í landinu geta státað af.
I meðfylgjandi töflu má sjá þró-
un hásetahlutar á ísfiskskipum ÚA
frá árinu 1996 til ársloka 1999. Þar
sést að hásetahlutur á Harðbak
var 3,3 milljónir króna árið 1996 en
5,8 milljónir króna árið 1999.
Hækkunin nemur 75,2% á þessu
tímabili! Hásetahlutur á hinum ís-
fiskskipunum hækkaði ekki eins
mikið á þessu tímabili en þó mjög
umtalsvert eða um
38% á Kaldbak og
60% á Árbak. Háseta-
hlutur á fsfiskskipum
ÚA hækkaði því að
meðaltali um 60% frá
árinu 1996-1999 eða
um rúmar 2 milljónir
kr.
Til samanburðar
má geta þess að
launavísitala al-
mennra launa í land-
inu hækkaði um
23,3% á sama tímabili.
Það er örugglega leit-
un að stétt fólks í Guðbrandur
landi sem hefur feng- Sigurðsson
ið viðlíka launahækk-
un á þessu tiltekna tímabili. Samt
sem áður eru það þessir samningar
sem Konráð AJfreðsson er óánægð-
Fiskvinnsla
Að baki þessari launa-
hækkun liggur vissu-
lega hærra fískverð,
segir Guðbrandur Sig-
urðsson, meiri afli og
þar með meiri vinna.
ur með fyrir hönd félagsmanna
sinna og segir þá hafa verið þving-
aða fram - af hálfu ÚA!
Að baki þessari launahækkun
liggur vissuíega hærra fiskverð,
meiri afli og þar með meiri vinna.
Aukinn afli stafar m.a. af því að
ÚA hefur gætt ýtrustu hagkvæmni
við nýtingu veiðiheimilda sinna og
skiptingu milli fiski-
tegunda og skipa. Fé-
lagið hefur jafnframt
unnið að því jafnt og
þétt að auka veiði-
heimildir sínar. Það
hefur tvímælalaust
komið sjómönnum fé-
lagsins til góða ekki
síður en félaginu
sjálfu. Sú staðreynd
vill oft gleymast þegar
sumir forystumenn
sjómanna fara einung-
is illum orðum um það
sem þeir nefna
„kvótabrask".
Ég er ekki mikið
gefinn fyrir það að
þrátta við fólk yfirleitt, hvað þá á
opinberum vettvangi eins og í
fjölmiðlum. Ég og Konráð Alfreðs-
son, formaður Sjómannafélags
Eyjafjarðar, eigum, þegar grannt
er skoðað, sameiginlegra hags-
muna að gæta. Okkur er það báð-
um kappsmál að sjómenn Útgerð-
arfélags Akureyringa uni glaðir
sínum hag og séu sæmilega sáttir
við sitt. Ég hef leitast við að stuðla
að því að svo sé og veit að hið
sama vakir fyrir Konráði Alfreðs-
syni. Ég vil því ekki deila frekar
um þetta mál við hann. Hins vegar
vil ég gjarnan bjóða Konráði í
heimsókn í höfuðstöðvar Útgerðar-
félags Akureyringa hf. við Fiski-
tanga. Það boð má hann gjarnan
þiggja við fyrstu hentugleika. Þá
getur hann af eigin raun kynnt sér
starfsemi ÚA og rætt við starfs-
fólk félagsins, þar á meðal okkur
stjórnendurna. Þessu boði er kom-
ið á framfæri hér með.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Vtgerðarfélags Akureyringa hf.
ISLEIVSKT MAL
ÞÓR Jónsson fréttamaður vildi
ekki nota orðin þúsöld og árþús-
und. Hið síðara sýnist mér vera
dönskusletta, en hið fyrra ný-
samsetning. Þór fer um þá sam-
setningu harðari lastyrðum en mér
þykja efni standa til, og fellur það
þó ekki að smekk mínum. Gefum
Þór orðið um sinn:
„En hvað eru þá þúsund ár?
Svarið liggur í augum uppi, því að
það gaf okkur sá, sem setti saman
orðið áratugur, um tíu ár. Þúsund
ár eru aldatugur - og það orð hefi
ég notað í fréttum um margra
mánaða skeið og mun gera áfram.
Ég er alls ekki einn um að taka
þetta orð fram yfir ómyndirnar,
sem ég nefndi í upphafi. Æ oftar sé
ég ritað aldatugur á prenti og heyri
það sagt í töluðu máli. Það segir
mér að smekkvísir menn telji það
gott.
Hversu líst þér það orð, Gísli?
Er það ekki altént skárra en ár-
þúsund og þúsöld?
Með ósk um gleðileg aldatuga-
mót - hvenær sem þau nú verða.“
Mér var kennt í skóla að for-
skeytið þús táknaði eitthvað stórt
og væri líklega skylt þjús = kjöt-
flykki. Þannig merkti orðið þúsund
„stóra hundraðið".
Ekki hef ég á móti orðinu alda-
tugur, enda ákaflega skýrt að
merkingu. Ég tók eftir því að for-
sætisráðherra notaði þetta orð í
áramótaræðu sinni, og þykir hann
málglöggur. [Innsk. Osköp fannst
mér andkannalegt að heyra þul
segja „herra Davíð Oddsson".
Hann er forsætisráðherra, og
hreinn óþarfi að hafa herra á herra
ofan.] En til þess að auka enn á
fjölbreytni málsins nefni ég orð
sem ég notaði rétt áður en mér
barst símbréf Þórs. Það er orðið
stóröld, sem er ákaflega yfirlætis-
laust. Ekki veit ég betur en það sé
komið úr smiðju Helga Hálfdanar-
sonar, en ég er slíkur aðdáandi
hans, að mér þykir trúlegt að ég
noti það framvegis.
Þarna höfðum við þá um þrjú orð
að velja sem öll fá staðist, og þá er
ekkert annað eftir en smekkurinn
til að velja.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1041. þáttur
Þór Jónssyni þakka ég vakandi
og margsýndan hug á málvöndun,
og hvar er hennar meiri þörf en í
hópi fréttamanna varpanna?
★
Þjóstólfur þaðan kvað:
Páll átti í deilum við Pál,
hvort Páll hefði nokkura sál;
Páll sagðist hafa,
hinnvarmeirenívafa,
enda hafði víst hvorugur sál.
★
Tryggvi Hjörvar (eldri) skrifar
mér skemmtilegt bréf, þar sem
hann játar að hafa verið latur að
læra málfræði í æsku, en þeim mun
áfjáðari í Lestrarbók Sigurðar
Nordals. Fram kemur þó í bréfinu
að sitthvað úr málfræðinni hefur
síast inn í Tryggva. Þrennt var það
einkum sem Tryggva mislíkaði: 1)
Þegar talað er um að einhver
skíðamaður hafni í tilteknu sæti.
Umsjónarmanni finnst raunar að
sögnin að hafna sé ofnotuð í sam-
bandi við íþróttir, en þetta er þó
ekki stórbagalegt líkingamál. Þeg-
ar ég var í barnaskóla, mynduð-
umst við við að leika eftirlíkingu af
„base ball“ sem við kölluðum ýmist
slagbolt(a) eða slábolt(a). Þar voru
bæði „hafnir“ og „borgir" á engja-
teigum.
2) Þá kann Tryggvi illa við þá
málbreytingu að menn séu beðnir
„vel að lifa“ í jákvæðri merkingu.
Þegar sagt var: ég bað hann vel að
lifa, þýddi það nánast, að ég segði
honum að ég vildi ekkert með hann
hafa. Umsjónarmaður er á sama
máli.
3) Tryggvi orðrétt: „Meðal þess
sem fer fyrir brjóstið á mér er
notkun sagnarinnar „að þjónusta",
og er raunar ástæða þess að ég tek
mér tölvu í hönd. Hvort það er eðl-
islægt íslendingum að líta niður á
þá sem þjóna öðrum, eða misskilin
þörf fyrir „fínt“ mál sem orsakar
að þeir nota ekki sögnina „að
þjóna“, veit ég ekki, en í mínum
huga er ekki á færi annarra en
prestlærðra að þjónusta fólk.
Þó tók steininn úr fyrir mér er
ég hlustaði í útvarpi á samtal við
prest, nýtekinn við embætti í fæð-
ingarsveit íslenskrar menningar,
einhvers staðar í grennd við Mý-
vatn. Hann kvaðst vonast til að
geta þjónustað öll sín sóknarböm
innan tiltekins tíma.
Kannske veð ég reyk í þessu en
vona að þú virðir mér það þá til
betri vegar.
Með kærri kveðju.“
Umsjónarmaður: Nei, nei, enda
þekkir hann þá frændur að öðru en
reykvaðli. Kæra þökk fyrir bréfið.
í Morgunblaðinu á Netinu sá
Bjarni Sigtryggsson sagt frá
ímyndarstefnu Flugleiða, en í apn-
an stað að fjórir einstaklingar
hefðu verið hnepptir í gæsluvarð-
hald, og reyndust þeir allir vera
menn. Bjarni kvað:
Þaó er frómust ósk fraukunnar Hrefnu
að framleiða bam að því gefnu
að hún einstakling hitti
sem upp undir mitt
sé altekinn ímyndarstefnu.
Lýs villta (jós í gegnum þetta geim
migglepurvín.
Komin er nótt, ég nenni ekki heim
í náttfót mín.
Styð þú minn fót, ég fékk of stóran
skammt
en feginn vildi drekka meira samt.
(Magnús Óskarsson, 1930-1999.)
★
Ósköp leiðist mér orðasamband-
ið „eldri borgarar". Eldri en hvað?
Og þar að auki merkir borgari
samkvæmt Orðabók Menningar-
sjóðs: 1) borgarbúi, 2) sá sem hefur
borgarabréf, kaupmaður og 3)
maður úr hópi embættis- eða kaup-
manna. Síðan er vitnað í orðin
borgaraflokkur, borgarastétt og
smáborgari.
Eru ekki „eldri borgarar" aðeins
roskið eða gamalt fólk?
★
Tryggir vinir þessa þáttar
þreytasínaferð.
Ymist dagar eða náttar;
ersúskipangerð.
Ath. Númer á síðasta þætti átti
að vera 1040.