Morgunblaðið - 22.01.2000, Síða 74

Morgunblaðið - 22.01.2000, Síða 74
74 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Vængjaður poppari með ákveðnar skoðanir Björn Jörundur Friðbjörnsson hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína í hlutverki Viktors í Englum alheims- ins. Skarphéðinn Guðmundsson hitti að máli þennan fjölhæfa listamann á Mokka og ræddi við hann um Viktor, engla, poppið og góðan mat. Björn Jörundur, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson í magnaðri senu á Grillinu í Englum alheimsins. BJÖRN Jörundur hefur undanfarinn áratug getið sér gott orð sem lunkinn lagasmiður, bassaleikari og söngvari. Snemma á ferlinum sýndi þessi glaðbeitti forsprakki hljómsveitarinnar Ný dönsk fá- dæma örugga sviðsframkomu og leiftrandi persónutöfra sem gáfu til kynna að þar fór efni í annað og meira en venjulegan poppara. Það kom líka á daginn þegar Oskar Jón- asson gerðist svo djarfur að tefla honum fram, þessum óreynda og ófaglærða leikara, í aðalhlutverki sinnar fyrstu myndar í fullri lengd, Sódömu Reykjavík. Skemmst er frá því að segja að Björn Jörundur brást ekki trausti Oskars og kom skemmtilega á óvart með sínum óheflaða, látlausa og launfyndna leikstíl. Björn poppari var orðinn leikari. Því næst lá leiðin utan í nám þegar honum bauðst innganga í nýstofnaðan listaskóla bítilsins Paul McCartney í Liverpool. Ef- laust bjuggust flestir við að hann ætlaði sér að nema tónlist en annað kom á daginn. Hann innritaði sig í leiklistarnám og lét hafa eftir sér af því tilefni að hann hefði ekki mikla trú á því að hægt væri að læra popparafræði í skólum. Ekki hefur hann enn fengið færi á því að ljúka náminu því verkefnin hafa verið næg. Hann lék eitt aðalhlutverkið í söngleiknum Rent í Þjóðleikhúsinu og nú í hlutverki nasistans Viktors í Englum alheimsins. Við Björn Jörundur ákváðum að hittast á Mokka-kaffi við Skóla- vörðustíg. Tilvísunin í myndina er Oflugvörn í vetrarkulda Éh náttúrulegai Gilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smératorgi augljós. Kannski hefði verið meira viðeigandi að snæða saman á Grill- inu en þar á sér stað eitt magnað- asta atriði myndarinnar og þar fer Björn Jörundur einmitt á kostum, hreinlega eignar sér atriðið. En Mokka varð á endanum fyrir valinu. Listamenn og blaðamenn eru og verða seint hálaunamenn landsins. Áður en spurningaflóðið hefst fáum við okkur auðvitað rjúkandi kaffi- bolla. En ekki hvað? Við erum jú einu sinni á Mokka. Læðist inn á fámenna sýningu Hvernig hefurðu það, Björn ? „Ég hef það ansi gott.“ Nóg að gera? „Já, það er mikið að gera núna. Ég var rétt að ljúka við að spila bassa inn á barnaplötu eftir Olaf Hauk Símonarson. Vinur minn, Jón Ólafsson, sér um tónlistina og við félagarnir úr Ný dönsk hjálpum eitthvað til.“ Frammistaða þín í Englum a1- heimsins hefur vakið athygli. Hefur lífið breyst íkjölfarið? „Nei, Nei. Það er bara gaman að vera viðloðinn verkefni sem fólk er svona almennt ánægt með. Já- kvæðu viðbrögðin koma þar að auki úr ólíkustu áttum, sem er frábært. Hún virðist höfða til flestra. Hefur engin aldursmörk. Það er erfitt að fá allt til að ganga upp í bíómynd- um, sérstaklega þegar þær eru gerðar fyrir lítið fé eins og á Is- landi, en það virðist hafa tekist í þetta sinn. Ég hef reyndar aðeins séð hana einu sinni og langar að sjá hana aftur. Það er bara eitthvað asnalegt við það að fara á hana aft- ur á almenna sýningu, að fara á sjálfan sig í bíó. Verð bara að finna einhverja fámenna sýningu, ef það þá gerist einhvern tímann." Almenningur er smeykur við geðsjúka Þú fannst þig sériega vel í hlut- verki Viktors? „Já. Þannig er að mér var falið hlutverkið meira en ári áður en tök- ur hófust, sem er ansi góður tími. Allan þann tíma gekk ég með þetta í maganum, gluggaði í bókina og velti Viktori vel fyrir mér.“ Það var kannski ekki vanþörf á? „Það er alltaf gott að fá vænan undirbúningstíma en biðin var kannski í lengra lagi og ég viður- kenni fúslega að ég var farinn að velta fyrir mér hvort nokkuð yrði úr þessu.“ Finnst þér þú eiga eitthvað sam- eiginlegt með Viktori? „Já, eflaust eitthvað. Ég er nú reyndar enginn fasisti en líkt og hann hef ég ákveðnar skoðanir og stend fastur á þeim. Ég til að mynda skil ekki hvernig Framsókn- arflokkurinn getur haft sex ráð- herra og stjórnað landinu á meðan hann hefur ekkert fylgi og ekkert að segja. Það gerir mig alveg brjál- aðan og ég tek kannski á því máli svipað og Viktor myndi gera.“ Hvaða þýðingu telurðu að Englar Morgunblaðið/Jim Smart alheimsins hafi fyrir geðsjúka á ís- landi? „Þegar öll þjóðin hefur séð myndina, sem gerist örugglega á endanum, þá má vera að sjúkdóm- urinn komist loksins upp á yfir- borðið. Hann er og hefur náttúrlega verið „tabú“ á Islandi. Geðsjúk- dómar eru mjög erfiðir viðfangs. Ef þú færð krabbamein styðja allir við bakið á þér en ef þú færð geðsjúk- dóm þá hörfa allir á brott og þú stendur einn eftir. Fólk með þenn- an sjúkdóm þarf engu minni stuðn- ing en aðrir sjúklingar. Almenning- ur virðist í gegnum tíðina hafa verið svolítið smeykur við geðveika ein- staklinga vegna þess að þeir eru svo ofsalega „öðruvísi." Ég er ekki viss um að myndin breyti því. Það er hinsvegar ágætt ef myndin stuðl- ar að aukinni umræðu um geðsjúk- dóma því hún sýnir vel hvað þeir eru ákaflega erfiðir þeim sem þá fá, fjölskyldum þeirra og aðstandend- um.“ Vissi ekkert hvað ég var að gera í Sddómu Reykjavík Er þetta þitt fyrsta kvikmynda- hlutverk eftir námið í listaskóla Paul McCartneys í Liverpool? „Þetta er í rauninni annað því fyrsta verkefni mitt eftir að ég sneri heim var hlutverk í myndinni Fíaskó eftir Ragnar Bragason. Sú mynd hefur hinsvegar ekki enn ver- ið frumsýnd en það stendur til, að ég held, í lok næsta mánaðar." Var námið einvörðungu tengt kvikmyndaleik? „Nei, þetta var hefðbundið leik- listarnám. Það var reyndar farið út í kvikmyndaleik sérstaklega ,og hvernig leika á fyrir myndavélar í stað áhorfenda." Finnst þér þú hafa grætt mikið á náminu, ef þú berð saman annars vegar Sódómu Rcykjavík, sem þú lékst í ólærður, og hinsvegar Fí- askó og Engla alheimsins sem þú lékst í að afloknu námi? „Þótt ég hafi ekki enn klárað skólann hef ég lært mjög mikið sem ég skynjaði vel þegar ég lék í mynd- unum tveimur. Ég veit líka núna að þegar ég lék í Sódómu þá vissi ég ekkert hvað ég var að gera, var óagaður og lét tilfinninguna eina ráða ferðinni. Það er vissulega gott að hafa tilfinningu fyrir leiklist en það er nauðsynlegt að búa einnig yfir tækni." Nú er bakgrunnur þinn nokkuð ólíkur meðleikara þinna í Englun- um, þú lærðir t.a.m. erlendis oghef- ur frekar lítið verið í leikhúsi með- an þeir lærðu hér heima og eru vanir leikhúsmenn. Nálgaðist þú vinnuna á annan hátt en þeir? „Nei, ekki get ég sagt það. Við unnum mikið saman, aðstoðuðum hvern annan og það var ekki hægt að greina ólíkan bakgrunn okkar. Baltasar Kormákur hefur reyndar verið mér mikil stoð og ég hef ekki lært minna af honum í gegnum árin en af kennurum mínum úti í Liver- pool.“ Prýðis vinna að borða góðan mat og drekka rauðvín Hvað er framundan á leiklistar- brautinni? „Það er ýmislegt í deiglunni sem ekki er komið á hreint, þátttaka í leikriti og enn ein bíómyndin sem líklega á að taka upp á árinu.“ Þú ert þó varla búinn að segja skilið við tónlistargyðjuna? „Nei, nei. Ég er alltaf að spila og semja og stefni á að vinna plötu á árinu. Eg vil síður binda mig að einni iðju, hvort sem um ræðir kvik- myndaleik, leikhús eða tónlistina. Frekar geðjast mér að geta gert sitt lítið af hverju eftir því sem mér hentar hverju sinni.“ Hvað rneð Ný dönsk? „Sú sveit er á lífi og í sömu mynd og á síðustu plötu. Það gæti verið að við gerðum plötu á þessu ári, kannski því næsta. Allt óráðið í þeim efnum.“ Enn annað sem þú hefur tekið þér fyrir hendur er að borða góðan matí beinni útsendingu? „Já, ég hef komið nokkuð nálægt vinnu í sjónvarpi og útvarpi. Var með þátt á Bylgjunni síðasta vetur og stjórnaði Poppkorni hér um árið í Sjónvarpinu. A Bylgjunni spilaði ég sérvalin lög af hljómplötum, greindi skilmerkilega frá flytjend- um og setti þá í samhengi, sem mér finnst allt of lítið um í íslensku út- varpi. Þessir svokölluðu „play-list- ar“ eru bara alla alvöru útvarps- mennsku að drepa. Rás 1 er eina útvarpsstöðin sem hlustandi er á núorðið. Hvað varðar nýja starfið á Skjá einum, þá vantaði einfaldlega stjórnanda í þáttinn „Út að borða með Islendingum“. Ég held að það hafi verið fyrir tilstuðlan Helga vin- ar míns Björnssonar, markaðs- stjóra Skjás eins, að ég var fenginn í starfið en við höfum unnið mikið saman, bæði á sviði, í kvikmyndum og síðan gríp ég annað slagið í bass- ann með Sssól. Þetta er prýðis vinna. Borða góðan mat og drekka rauðvín með skemmtilegum við- mælendum.“ Að lokum. Hvaða titil ber Björn Jörundur Friðbjörnsson í síma- skránni? „Tónlistarmaður. Ég lít alltaf á mig sem tónlistarmann. Þótt ég sé að vasast í öðru finnst mér ágætt að halda áfram að trúa því að ég sé tónlistarmaður.“ Við teygum síðasta sopann úr kaffibollunum, sem eru orðnir kald- ir og gagnast okkur lítið er við kveðjumst kaldir og svangir á Skólavörðustígnum. Mikið hefði verið gott að skella sér á Grillið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.