Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 25 Breski Verkamannaflokkurinn Mowlam í borgarstjora- bakhöndina? London. Morgunblaðið TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hefur að sögn The Guardian lagt á ráðin um að Mo Mowlam hlaupi í skarðið fyrir Frank Dobson sem frambjóðandi Verkamanna- flokksins, ef svo fer, að Ken Living- stone afræður að bjóða sig fram til borgarstjóra London sem óháður frambjóðandi og allt stefnir í sigur hans. Nafn Mowlam var nefnt á sínum tíma í sambandi við borgarstjóraem- bættið, en þá hafði Frank Dobson þegar fallizt á tilmæli flokksforyst- unnar um að fara fram gegn Ken Livingstone. Nú segir The Guardian, að Mowlam, sem nýtur mestrar al- menningshylli ráðherra Tony Blair, hafi fallizt á að fara fram, þegar Frank Dobson hafi dregið sig í hlé. Flokksforystan hefur eftir helgina skipað sér að baki Dobson og hvatt Livingstone til þess að gera slíkt hið sama um leið og áherzla er lögð á þau fjölmörgu skipti, sem Ken Living- stone hefur hafnað þeim mögleika að fara fram á eigin vegum. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að forysta Verkamannaflokksins vilji bjóða Livingstone eitthvert embætti gegn Los Angeles Saklausir borgarar skotnir og barðir Los Angeles. AP. LÖGREGLUPJÓNAR Rampart lögreglustöðvarinnar í Los Angeles sæta nú ítarlegri rannsókn vegna gruns um víðtæka spillingu, m.a. eit- urlyfjasölu og fölsun á lögreglu- skýrslum. Málið hefur vakið umtals- verða athygli og nú í vikunni bættist stéttarfélag lögregluþjóna í Los Angeles í hóp þeirra sem krefjast óháðrar rannsóknar á þeim mis- gjörðum sem sagðar eru tengjast Rampart-stöðinni. „Stéttarfélag lögregluþjóna hefur aldrei áður óskað eftir óháðri rann- sókn á málefnum lögreglumanna, en umfang þessa hneykslismáls telst slíkt að aðstæður krefjast rannsókn- ar utanaðkomandi aðila sem og virkrar þátttöku almennings," sagði Geoffrey Garfield, talsmaður stéttar- félags lögreglunnar á mánudag. Að minnsta kosti 11 lögregluþjón- ar við Rampart hafa verið leystir frá störfum, auk þess sem sakfellingu í 40 málum sem rannsökuð voru af lögregluþjónum Rampart stöðvar- innar hefur verið kollvarpað. Lög- regluþjónarnir liggja undir grun um að hafa bæði skotið og barið saklaust fólk, auk þess að hafa farið rangt með staðreyndir við rannsókn margra mála og þannig leitt til rangra sakfellinga. Tugir annarra mála sem tengjast Rampart eru einnig í rannsókn og mælti aganefnd Los Angeles lögreglunnar til að mynda á mánudag með því að Richard Meraz lögregluforingja við Rampart yrði vikið frá störfum í 20 daga fyrir að hafa látið hjá líða að greina frá því sem fram fór við stöð- ina. Upp komst um framferði lög- regluþjónanna sl. haust þegar Rafael Perez, lögregluþjónn sem áður hafði starfað við Rampart, greindi frá þeirri spillingu sem þar viðgekkst, í skiptum fyrir vægari dóm, eftir að hafa vera sakaður um þjófnað á kókaíni úr geymslum lögi'eglunnar. því að hann bjóði sig ekki fram til borgarstjóra, en The Guardian segir, að á fundi hans með Tony Blair á laugardaginn hafi ekkert slíkt tilboð verið nefnt. Frank Dobson hefur eftir sigurinn um helgina lagt sig fram um að draga landamæri milli sín og forystu Verkamannaflokksins og hefur sagt, að hann muni sjálfur stjórna sinni kosningabaráttu, en ekki flokks- skrifstofan í Whitehall. Ken Livingstone segist munu hlusta á Lundúnabúa næstu daga áð- ur en hann gerir upp hug sinn. Sam- kvæmt skoðanakönnunum hvetur mikill meirihluti þeirra hann til þess að bjóða sig fram og segist munu kjósa hann. Það er nú spuming dagsins í brezkum stjórnmálum, hvort Livingstone hlustar betur á fólkið eða flokkinn. Og flestir vona, að fólkið hafi vinninginn. Á þriðjudag stefndi í að lávarða- deildin myndi vísa frá frumvarpi rík- isstjórnarinnar um reglur um borg- arstjómarkosningarnar vegna deilu um póstkostnað frambjóðenda. Rík- isstjórnin segir, að frambjóðendur til borgarstjóra eigi ekki að fá póst- kostnað greiddan af ríkinu, þar sem raunverulega sé um kosningar á sveitarstjórnarstigi að ræða og slíkt tíðkist ekki. Andstæðingar ríkis- stjómarinnar segja, að kjósendur í London séu svo margir, að bera megi kosningarnar saman við heima- stjórnarkosningarnar í Wales, Skot- landi og á N-írlandi, þar sem fram- bjóðendur fengu frípóst. Stífni ríkisstjómarinnar segja þeir fyrst og íremst byggjast á því að auðvelda frambjóðanda Verkamannaflokksins leikinn, en gera Ken Livingstone eins erfitt fyrir og frekast er unnt. Menn vora ekki á einu máli um, hvað myndi gerast í kjöfar þess að lávarðadeildin hafnaði framvarpinu. Sumir sögðu, að það ætti ekki að taka langan tíma að finna málamiðl- un og koma málinu þannig breyttu í gegn, en aðrir bentu á að tíminn til kosninganna 4. maí væri það skamm- ur, að fresta yrði kosningunum, ef lávarðadeildin samþykkti ekki fram- varp ríkisstjómarinnar. Konur af lágum stigum hindra umferð um veg í Bihar. Efristéttarfólkið kom í veg fyrir að þær gætu kosið. Ellefu- manns falla við kjörstaði á Indlandi Patna. AFP. AÐ MINNSTA kosti ellefu manns biðu bana í átökum á Indlandi í gær í tengslum við þriðju og síð- ustu lotu kosninga til þinga fjög- urra indverskra ríkja. Mannfallið var mest í Bihar, næstfjölmennasta ríkinu, þar sem rúmlega 60 frambjdðendanna 2.000 hafa annaðhvort verið ákærðir fyrir glæpi eða þegar ver- ið dæmdir í fangelsi. Lögreglan sagði að nokkrir stuðningsmenn eins frambjdðend- anna hefðu ráðist inn í kjörstað í þorpinu Majhaulia. „Lögreglan varð að hleypa af byssum og sjö manns féllu.“ Kona beið einnig bana í átökum milli stuðningsmanna tveggja fiokka í norðurhluta ríkisins. Lögreglan hafði fengið fyrir- mæli um að skjdta á alla þá sem reyndu að trufla kosningarnar. 30 manns biðu bana í tveimur fyrstu lotum kosninganna í Bihar. Ákveðið var að kosningarnar færu fram í þremur lotum til að auð- velda lögreglunni að koma í veg fyrir bldðsúthellingar. Þrír hermenn biðu einnig bana þegar skæruliðar réðust á þá úr launsátri I ríkinu Manipur. Kosn- ingar fóru einnig fram í ríkjunum Haryana og Orissa. PÓST- OG FJARSKIPTASTOFNUN FRESTUR FRAMLENGDUR Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að framlengja frest til að leggja inn umsóknir um rekstrarleyfi fyrir starfrækslu DCS-1800 farsímanets og þjónustu sbr. tilkynningu frá 3. febrúar 2000. Frestur til að leggja inn umsóknir er nú til 27. mars 2000. Kópavogi 21. febrúar 2000 Póst- og fjarskiptastofnun. IÐNÞING 2000 DAGSKRÁ 25. FEBRÚAR 2000 í VERSÖLUM HALLVEIGARSTÍG 1 ...— Iðnaður og upplýsingatækni við upphaf nýrrar aldar 9:20 Mæting - afhending fundargagna 9:30 Iðnþing sett Haraldur Sumarliðason, formaður Upplýsingatækni og þekkingaríðnaður á íslandi Möguleikar við upphaf nýrrar aldar? Hreinn Jakobsson, forstjóri, Skýrr hf. Guðmundur Óskarsson, verkfr., Hugvit hf. Friðrik Sigurðsson, forstjóri, Tölvumyndir hf. Gunnar Ingimundarson, framkv.stj., Hugur forritaþróun/EJS hf 12:00 Gestir Iðnþings boðnir velkomnir Haraldur Sumarliðason, formaður Hádegisverður i boði Samtaka iðnaðarins Margmiðlunarkynning á nokkrum verkefnum á vegum SI Ræða formanns SI, Haraldar Sumarliðasonar Ræða iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur Opnun vefs um iðnað fyrir ungt fólk - idnadur.is Iðnaðarráðherra opnar vefinn formlega Notendur upplýsingatækninnar Hvernig nota iðnfyrirtækin upplýsingatæknina í sinu starfi? Ari Arnalds, forstj., Verk- og kerfisfræðistofan hf. Eysteinn Haraldsson, verkfr., íslenskir aðalverktakar hf. Magnús Ingi Stefánsson, forst.m. upplýsingasviðs, Mjólkursamsalan Ásgeir Ásgeirsson, forst.m. upplýsingatæknideildar, Marel hf. Guðbrandur Magnússon, framl.stj., Morgunblaðið 16:00 Aðalfundarstörf 17:00 Þingslit ■.......:. & SAMTOK IÐNAÐARINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.