Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
SJONMENNTAVETTVANGUR
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 27
Höggvið í marmara af Sólveigu Baidursdóttur.
Stefán Karl Stefánsson Ieikstjóri heldur hér utan um leikarana Nönnu
Kristínu Magnúsdóttur og Jakob Þór Einarsson en þau leika í nýju leik-
riti sem er í mótun í Hádegisleikhúsi Iðnó.
Leikir eftir
Bj arna B j arna-
son æft í Iðnó
ar 22. febrúar, og er þeirra frægust
og kunnust hér á landi fyrir þátttöku
þeirra Jóns Stefánssonar og Svav-
ars Guðnasonar á árum áður. Þá er
mikið um frábæra listviðburði í
borginni og úthverfum hennar og
hér erum við ekki með öllu afskiptir,
því málverk eftir Kjarval eru á
sérsýningu á Gammel Holtegaard,
myndverk eftir Gunnar Örn í list-
húsi Stalke á Vesterbrogade og
Tryggva Ólafsson í Krebsen á
Studiestræde, frá þeim öllum og
mörgu fleira hyggst ég svo herma á
næstunni.
Undarlegt er til þess að hugsa að
þótt við Islendingar höfum ekki tek-
ið upp þetta form frá Dönum nema í
mjög litlum mæli, virðast menn hér
helst miða þróun samtímalistar við
tvo listhópa, Septembersýningar-
menn og SÚM, en gleyma oftar en
ekki öllum samtímahræringum utan
þeirra, hér má nefna þó nokkur
nöfn, og þó var líftími þeirra einung-
is nokkur ár, minnir þetta ekki svo
lítið á enska hugtakið „Control
Freak“...?
Það er rétt, sem DV hefur eftir
Hannesi Sigurðssyni listsögufræð-
ingi, að sjónlistin sé eins og beljandi
fljót ytra, en ég tel alrangt að heilu
og hálfu listastefnurnar vanti í ís-
lenzka myndlist, t.d. dada og súrr-
ealismann. íslenzkir myndlistar-
menn hafa í mismiklum mæli orðið
fyrir áhrifum frá þessum listastefn-
um sem auðvelt er að vísa til, en við
erum ekki skyldir til að lepja allt
upp sem gerist erlendis eða vera þý
og fótþurrkur heimslistarinnar. Sá
jarðvegur er þessar listastefnur
spruttu upp úr myndaðist aldrei hér
á landi, hamingjunni sé lof hvað
dada áhrærir. Sú listastefna varð til
í miðri hremmilegustu styrjöld síð-
ustu aldar eða árið 1916, er öll fyrri
mannlífsgildi hrundu. En á sjöunda
og áttunda áratugnum var kominn
jarðvegur hér á landi fyrir dada, þ.e.
arte povere. Tímabilið frá því fyrir
aldamótin 1900 fram að upphafi
styrjaldarátakanna 1914 er kennt
við yfirhafna fegurðina og nefnt
„Belle Epoque“, eins og margur
veit, en fyrir góða skikkan örlag-
anna náði aðeins bergmál stríðs-
hörmunganna til Islands. Hins veg-
ar ýtti styrjaldarreksturinn heldur
betur undir fjárhag þjóðarinnar og
seinni heimstyrjöldin jók hagsæld
hennar í þeim mæli að fátækasta
þjóð Evrópu var orðin sú ríkasta.
Hörmungar á meginlandinu hafa
þannig markað hagsæld landsins í
útnorðri og kannski ekki úr vegi að
nefna hér að uppgangur síðustu ára
kemur að hluta til vegna kúariðunn-
ar og minnkandi kjötneyslu, sem svo
aftur hefur margfaldað verðmæti
fiskafurða. Þjóðin hefur þó síður en
svo lært af reynslunni því enn einu
sinni virðist eiga að sóa þjóðarauð-
num í hismi og hjóm meðan varanleg
verðmæti eru látin mæta afgangi og
eigum við hér a.m.k. Evrópumet, er-
um í öllu falli handhafar titilsins um
þessar mundir.
Varðandi áhuga á losta og klámi
er ekki allskostar kórrétt að
áhuginn sé helst og einkum meðal
yngri kynslóða. Veit ég ekki betur
en að alþjóðlegar rannsóknir hermi
að áhuginn hafi verið sýnu mestur
meðal miðaldra karlmanna meðan
stóð á fyrri bylgju á áttunda ára-
tugnum, sem fjaraði nær fullkom-
lega út. En kannski hefur aldurinn
færst neðar í samræmi við meinlega
fækkun sáðkorna karlmannsins á
síðustu áratugum, þá ber að gæta
þess að eldri kynslóð upplifði fyrri
lostabylgju og hefur því meiri yfir-
sýn. Minna veit ég um skýrslur af
kvenþjóðinni, en á sýningunni á Ak-
ureyri var ég innan um mjög ungt og
lostfagurt kvenfólk, sem hafði meiri
og heilbrigðari áhrif á mig en mynd-
verkin.
Ekki skal öðrum sýningum á Ak-
ureyri með öllu gleymt og þannig er
í gangi athyglisverð sýning á nýjum
verkum Jóns Laxdal á veggjum
Kaffi Karólínu, beint á móti safninu.
Þar teflir listamaðurinn leikjum og
ferskleika æskunnar á móti syndug-
um bokkum, þ.e. málar saklausar
myndir á vínflöskur. I nýjum og
glæsilegum veitingastað á efri hæð
eru vel, nostursamlega hoggin og
heildstæð skúlptúrverk eftir Sól-
veigu Baldursdóttur. í matstofunni
fyrir neðan hótel KEA eru svo graf-
íkverk eftir Guðmund Ármann Sig-
urjónsson, og sá sýnist hafa frjó-
kornin í góðu lagi hvað myndlistina
snertir.
í fyrrnefndu viðtali segir Hannes
Sigurðsson einnig, að myndlistin sé
fjölbreyttust allra listgreina og opn-
asta listasviðið nú um stundir, og þá
dettur mér í hug í tilefni sögusýn-
ingar Félags heyrnarlausra í Gerðu-
bergi (til 19. feb.), að líkast til megi
bæta táknmálinu við upptalningu
hans. í öllu falli eins og ég sá það á
tjaldi í rafmögnuðum meðförum
hinnar heyrnarlausu Sandrinu
Herman á sýningunni Leikhús
skilningarvitanna, í Höll uppgötvan-
anna, París í nóvember 1998. Hún
túlkaði þar ljóðið Eternité, Eilífð,
eftir Arthur Rimbaud og gerði það
svo vel að ég varð höggdofa, enda
hafði ég ekki séð slík tilþrif áður. Ég
bíð bara eftir að sjá slíkt á mynd-
listarsýningu, því vissulega má
segja þetta anga sjónlista, og sjón-
mennta um leið. Hér kom það enn-
fremur ljóslega á daginn, að heyrn-
arleysi má líkja við útvarpstæki, þar
sem innvolsið er í fullkomnu lagi, en
hnappurinn sem setur það í gang úr
leik vegna einhverrar röskunar á
tengiþræðinum inni. Skiptir þá öllu
fyrir þolandann að komast einhvern
veginn í samband við umheiminn,
hlusta með sjóninni og taugakerfinu.
ÆFINGAR eru hafnar á nýju ieik-
riti eftir Bjarna Bjamason í Iðnó,
sem nefnist Leikir. Verkið hlaut
verðlaun í leikritasamkeppni sem
efnt var til þegar Iðnó var opnað á
ný, en tvö önnur verðlaunaverk
hafa verið sýnd í Hádegisleikhús-
inu, Leitum að ungri stúlku, og Þús-
und eyja sósa.
Leikritið fjallar um Ieikina sem
verða til í samskiptum karla og
kvenna þegar makalaus makaleit
fer af stað. Fylgst er með þremur
ólíkum pörum á ólíkum stigum í
samskiptum. Leikirnir eru af ólik-
um toga - en bera þó allir með sér
togstreitu kynjanna og þreifingarn-
ar í eltingarleiknum.
Leikstjóri er Stefán Karl Stefáns-
son. Leikarar eru Jakob Þór Ein-
arsson og Nanna Kristín Magnús-
dóttir. Rannveig Gylfadóttir
hannar leikmynd og búninga, en
Kjartan Þórisson hannar lýsingu.
Frumsýning verður miðvikudag-
inn 8. mars í Hádegisleikhúsinu.
BIOTEKNIK HEILSUDÝNAN
Segulsviðslœkningar - Sannkölluð heilsubót
Verkir hverfa, beinþynning minnkar, blóðþrýstingur
lagast, svefninn verður dýpri, súrefnisupptaka blóðsins
eykst allt að 100% og margt fleira lagast.
Viðurkennd háþróuð þýsk gæðavara og notuð á
þýskum sjúkrahúsum og heilsustofnunum m.a. gegn
liðagikt, þursabiti, heymæði, vefjagikt og m. fl.
Þú stillir á þá tíðni segulsviðsins, sem dýnan á að vinna á
meðan þú sefúr eða þegar þú vilt hvíla þig.
Upplýsingar í síma 4834840, Ólafur í Nótthaga.
Bragi Ásgeirsson