Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 *r----------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ STEINDÓR .. GUÐMUNDSSON + Steindór Guð- mundsson var fæddur í Reykjavík 8. júní 1947. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu þriðjudaginn 15. febrúar síðastlið- inn, 52 ára gamall. Foreldrar hans voru Guðmundur Péturs- son, símritari, f. 10. september 1904, d. 29. febrúar 1972 og ^jlngibjörg Jónasddtt- ir, húsmóðir, f. 27. ágúst 1906, d. 14. júní 1980. Systkini Stein- dórs eru: Pétur, fyrrverandi flug- vallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, f. 2. september 1928; Jónas, stýri- maður, rithöfundur og Iistmálari, f. 15. október 1930, d. 9. júní 1985; Þórir Atli, fyrrverandi skipstjóri, f. 20. október 1933; Gústav Axel matreiðslumaður. f. 15. septem- ber 1937; Sigríður Jóhanna McLean, verslunarmaður, f. 6. ágúst 1943. Hinn 25. desember 1970 kvænt- ist Steindór eftirlifandi eiginkonu sinni, Bjarndísi Harðardóttur, f. 16. nóvember 1948. Foreldrar *5iennar eru Hörður Hjartarson, framkvæmdastjóri á Seyðisfírði, f. 11. nóvember 1927 og Sigfríð Hallgrímsdóttir, f. 14. júní 1927. Börn Steindórs og Bjarndísar eru: 1) Eva Hrönn, f. 13. júli' 1971, nemi og flugfreyja hjá Flugleið- um. 2) Fríða Dóra, f. 27. ágúst 1974, flugfreyja hjá Flugleiðum, maki Ragnar Ingi Björnsson, f. 31. ágúst 1968, sölumaður hjá Tækni- val. 3) Snorri Valur, f. 10. júlí 1981, skiptinemi í Ekvador. 'V Steindór lauk B.S. prófí í bygg- ingatæknifræði frá Tækniskóla íslands 1972 og B.Sc.-Honours prófí í byggingaverkfræði frá Heriot-Watt University í Edin- borg 1974. Hann starfaði fyrst sem eftirlitsverkfræðingur hjá Landsvirkjun við byggingu Sig- ölduvirlqunar, þá sem staðar- verkfræðingur fstaks hf. við byggingu járn- blendiverksmiðju á Grundartanga, Vest- urlandsvegar í Kjós og fleira, síðan stað- arverkfræðingur E. Phil & Son við bygg- ingu sjúkrahúss á Grænlandi. Á árun- um 1983 til 1992 var Steindór meðeigandi og framkvæmda- sfjóri Verkfræði- stofu Stanleys Páls- sonar hf. og hafði sem staðarverkfræð- ingur yfírumsjón með byggingu fjölda mannvirkja; m.a. Flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar, Seðlabanka íslands og Verzl- unarskóla Islands. Frá árinu 1992 til 1999 var Steindór forsljóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Á vegum Framkvæmdasýslunnar var hann fulltrúi utanríkisráð- herra í samnorrænni nefnd fyrir byggingu sendiráðs Norðurland- anna í Berlín og einnig ráðgjafi vegna stækkunar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, fulltrúi forsæt- isráðherra í Landafundanefnd, fulltrúi fjármála- og menntamála- ráðherra í ýmsum nefndum, þ. á m. fyrir Þjóðleikhúsið, Þjóð- minjasafnið og Þjóðskjalasafnið. Hann hóf störf sem forstjóri Keflavíkurverktaka hf. haustið 1999. Fyrir utan ofangreind störf var Steindór verkfræðilegur ráð- gjafí Flugleiða, Ratsjárstofnunar og Heklu hf. Einnig kenndi hann framkvæmdafræði við verkfræði- deild Háskóla íslands. Meðal fé- lagsstarfa voru seta í byggingar- nefnd Seljakirkju í Breiðholti, fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins 1987-92 og í félagi ráðgjafarverk- fræðinga 1985-92. Einnig hélt hann íjölda fyrirlestra um verk- legar framkvæmdir, efnahags- mál, verktakarétt, upplýsinga- tækni og fleira. Útför Steindórs fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ég stíg varfærnisleg skref í dag. Ég er pínulítið hrædd en samt um- lykur mig ótrúlegur styrkur sem ég bjóst ekki við að fínna. Elsku pabbi, ég sem var alltaf svo hrædd við þá til- hugsun að þú myndir einhvem tím- ^an.n yfírgefa mig. Manstu þegar ég var lítil, þá gat ég ekki sofíð með herbergisdyrnar mín- ar opnar vegna þess að ég heyrði andardrátt þinn svo skýrt og lokaði hurðinni ef ske kynni að ég myndi allt í einu ekki heyra hann lengur? Minn mesti ótti í lífinu var að missa föður minn. En ég vil ekki stjómast af ótt- anum, ég vil aðeins stjómast af ást og kærleika. Ég er ekki hrædd lengur, elsku pabbi minn. Nú þegar óttinn mikli stendur hér fyrir framan mig í öllu sínu veldi og neitar að víkja þá mæti ég honum óbuguð og stolt. Én ég staldra líka við og leyfi hjarta mínu að gráta, tárin mín vökva þær minningar sem ég á um þig og þær svo margar. Sambandið á milli okkar var afar sterkt, það vissu allir. Ég man vel eft- ir hvað vinum mínum fannst sérstakt þegar við vomm að fara tvö saman upp í sumarbústað helgi eftir helgi. Þetta voru yndislegar stundir, við ræddum heimspeki, stjómmál og trúmál hvað mest. Við voram oft ekki sammála en umræðumar voru skemmtilegar og víkkuðu sjóndeild- arhring okkar beggja. Þú varst mér svo góður faðir, þú gafst aldrei upp á mér þegar ég steig hvert feilsporið á fætur öðra. Með gpt-yrk þínum og staðfestu reifstu mig • upp úr ræsinu og hélst mér upp að ljósinu, þú einfaldlega neitaðir að gefast upp á mér. Ég hef oft hugsað til þess að án þín og mömmu og ykkar miklu ástar á baminu ykkar væri ég kannski ekki hér í dag. Manstu það, elsku pabbi? Ég man það svo vel og ég er þér svo þakklát fyrir það líf sem Sfetóídag. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þér síðustu þrjá dagana áður en þú fórst, pabbi minn. Eg man þegar ég kyssti þig í síðasta sinn, þú sast hérna á skrif- stofunni þinni við tölvuna og ég kom inn, beygði mig í áttina að þér og kyssti þig á vinstra gagnaugað og tók utan um þig. Nú þegar ég skrifa þetta er ég svo fegin að við eyddum þessum tíma saman því mér finnst eins og að ég hafi verið að kveðja þig. Það er ekk- ert meira ósagt. Ég er ekki reið út í Guð, ég finn það innra með mér, en ég er með risastórt sár í hjartanu. Þú mátt vita að dóttir þín er hugrökk, ég finn styrkinn sem ég hef safnað saman og allt í einu skýst hann fram í æðar mínar og ég held áfram. Lausnin liggur í einfaldleikanum og ef þú opn- ar hjarta þitt og sálu fyrir kraftinum þá streymir hann inn. Málið er að hafa hugrekki til að trúa. Nú vil ég fara að Ijúka þessari grein minni en reynist það afar erfitt. Minningamar herja á hjarta mitt og gleðin og sorgin takast á. Síðustu dagar hafa verið mér harður skóli en dýrmætur tími, lífið er að kenna mér og ég er að læra. Ég stíg áfram var- fæmisleg skref, viltu halda í höndina ámér? Guðgefiméræðruleysi tilaðsættamigviðþað semégfæekkibreytf kjai’k til að breyta því sem éggetbreytt, og vit til að greina þar á milli. Þín dóttir, Eva Hrönn. Elsku pabbi minn. Hinn 26. júní 1997 voram við sam- ankomin í Dómkirkjunni í Reykjavík ásamt mömmu, verðandi eiginmanni mínum og tengdaforeldram til að undirbúa brúðkaupið okkar sem fara ætti fram 28. júní. Eftir að við höfð- um æft gönguna upp að altarinu og hlustað á prestinn segja okkur hve- nær við ættum að sitja og hvenær að standa upp, sem okkur báðum fannst mjög raglingslegt, sagðir þú mér hversu vænt þér þætti um þessa kirkju og að þú hefðir verið fermdur þar, að lokum sagðir þú mér að þarna vildir þú að jarðarförin þín færi fram. Ég sagði þér að tala ekki svona enda værir þú bara rúmlega fimmtugur. En núna, tveimur og hálfu ári eftir brúðkapið mitt, ertu farinn frá mér. Það er erfitt að skilja ástæðuna fyrir því og sætta sig við það, en ég veit að þú varst svo gáfaður og duglegur maður, að ég reyni að trúa að Guð hafi þurft á þér að halda. Mér þótti svo vænt um þig. Þú varst kletturinn minn í öllu. Ég vissi alltaf að ef eitthvað var að gæti ég leitað til þín og þú myndir hjálpa mér. Ég finn það núna á þessum erf- iðu tímum hversu lík ég er þér og er égstoltafþví. Ég gæti skrifað og skrifað um þig og samband okkai-, af því að það er svo erfitt að kveðja þig en samt ætla ég að gera það núna. Allt annað sem mig langar að segja frá, geymi ég með sjálfri mér. Ég vona að þú hafir það gott í himnaríki. Ég veit að þar hittir þú foreldra þína og Jónas bróður þinn. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Úr Spámanninum.) Bless, elsku pabbi minn. Þín elskandi dóttir, Fríða Dóra. í dag er til moldar borinn tengda- sonur okkar, Steindór Guðmundsson verkfræðingur. Hann var fyrsta tengdabamið okkar, kvæntur elstu dóttur okkar, Bjamdísi. Sá dagur er þau gengu í hjónaband, á jóladag 1970 á Seyðisfirði, stendur okkur enn lifandi fyrir huskotssjónum, ungu hjónin geislandi af hamingju, svo myndarleg og falleg. Það ríkti gleði meðal fjölskyldunnar þennan dag og við nutum hans öll. Ári síðar fæddist þeim fyrsta barnið, dóttirin Eva Hrönn, sem fyrstu árin dvaldi oft og tíðum hjá afa og ömmu og var eftir- læti allrar fjölskyldunnar. Steindóri tengdasyni okkar fáum við seint full- þakkað hve góður eiginmaður hann reyndist dóttur okkar. Við eram þakklát fyrir að hafa kynnst Stein- dóri og öll þau þrjátíu ár sem liðin era síðan íúndum okkar bar fyrst saman hefiir okkur aldrei orðið sundurorða. Á námsáram Steindórs bjó litla fjölskyldan um tíma í Skotlandi. Fríða heimsótti þau þangað ásamt Stennu systur sinni og rennur seint úr minni þær góðu viðtökur sem þær fengu og hugulsemi Steindórs sem fór með þær vítt og breitt um Edin- borg og nágrenni. Þegar þama var komið sögu gekk Bjamdís með Fríðu Dóra, sem fæddist í ágúst 1974, fríð- leiksbam mikið. Þeim fæddist sonur- inn Snorri Valur árið 1982 en skömmu síðar lagði fjölskyldan enn land undir fót og bjó á Grænlandi fyrstu tvö árin hans. Það gladdi okkur mikið hve Bjarn- dísi og Steindóri leið vel og höfðu komið sér vel fyrir á fallegu heimili á Seltjamamesinu. Þau fluttu í húsið sitt við Nesbala síðastliðið haust og góð ár virtust framundan. Því miður fór það ekki svo að þau gætu notið ellinnar saman og þýðir ekki að reyna að skilja auðnu og örlög. AUt á sinn tíma. Á þessari sorgarstundu þegar við kveðjum Steindór Guðmundsson hinstu kveðju óskum við þess að dótt- ir okkar og bömin þeirra þrjú, öll góð og mannvænleg, fái styrk frá Guði. Fríða og Hörður. Vinur minn og tengdapabbi varð bráðkvaddur á heimili sínu hinn 15. febrúar sl. Þetta ótímabæra fráfall hans er óendanlega sárt og erfitt að skilja. Ekki gat ég ímyndað mér að það væri í síðasta sinn sem ég heyrði í honum er hann hringdi í mig að kvöldi 13. febrúar sl. Þá sagðist hann vera með smá flensu og vildi þakka mér fyrir smáræði sem ég gerði fyrir hann um helgina. Líka vildi hann láta mig vita af því hversu sáttur hann væri með útkomuna á því verkefni sem hann hafði hjálpað mér með síð- ustu mánuði og við unnið sameigin- lega að. Þá minntist hann á að hann langaði til að fá sér nýtt skjákort í tölvuna sína, þó hún væri ekki nema tveggja vikna gömul. Það var alls ekki óalgengt hjá honum að vilja end- urnýjun á tækjum sínum því hann fylgdist alltaf vel með öllum nýjung- um og vildi taka þær strax í notkun. Þar sem ég vinn við tölvur áttum við mörg samtöl saman um tölvurnar og tækin hans og hvernig hann gæti bætt hraða og gæði þeirra. í þeim samtölum fannst mér stundum eins og þarna væra tveir litlir strákar að tala saman um spennandi leikföng. Það var fyrir 10 árum sem ég kynntist henni Fríðu minni. Fyrstu árin kynntumst við Steindór frekar lítið, enda hleypti hann ekki hveijum sem er að sér og allra síst einhveijum strák sem var farinn að hitta dóttur hans reglulega. Það var ekki fyrr en ég hjálpaði honum við að setja upp lítið heimabíó heima hjá honum í Klyfjaselinu að við kynntumst og sá- um að við áttum mörg sameiginleg áhugamál og þar af leiðandi urðum við góðir vinir upp frá því. Eitt af því sem hann kenndi mér var að maður ætti að klára öll óleyst vandamál sem allra fyrst. Það er svo margt sem hann hjálpaði og leið- beinti mér með sem var eingöngu á milli okkar. Hann virtist alltaf vita alla mögulega og ómögulega hluti, Ekki alls fyrir löngu þegar við áttum saman eitt samtalið, líkti hann sjálf- um sér sem linsoðnu eggi þ.e. hörð skum að utanverðu en linur að innan. Um daginn var ég að glugga í bók, þar sem ég fann eftirfarandi línur og finnst mér þær sérstaklega passa um vin minn Steindór og tengdapabba: „Hver einasti maður hefur sinn tilgang. Hver maður hefur fram að færa einstæða gjöf eða sérstakar gáfur til að gefa öðram. Og þegar þessar sérstöku gáfur era notaðar í þjónustu annarra, þá hljótum við lífsfýllingu, innri fögnuð og frið andans, sem er hinn endanlegi tilgangur allra markmiða." Ég vil þakka Guði fyrir það að hafa gefið mér það tækifæri að kynnast Steindóri og eiga með honum þær stundir sem sitja í minningu minni. Allt það sem hann hjálpaði mér, allt það sem við gerðum saman og allt það sem hann gerði fyrir mig er ómetanlegt og mun fylgja mér um alla tíð. Eg er sérstaklega stoltur af því að vera tengdasonur Steindórs og Bjarndísar. Elsku Bjamdfs mín, megi Guð gefa þér og bömum þínum styrk til takast á við þennan mikla missi og þessa miklu sorg. Ég mun alla tíð, í hjarta mínu, sakna Steindórs Guðmundssonar og bið algóðan Guð að geyma hann og varðveita minningu hans. Ragnar Ingi Bjömsson. Ekki granaði mig, þegar ég kvaddi Steindór bróður minn á götuhomi í Washington fyrir nokkram vikum, að ég væri að kveðja hann í hinsta sinn. Hann og Bjarndís konan hans vora í viðskiptaerindum í Bandaríkjunum eins og svo oft áður. Við hjónin buð- um þeim í eftirmiðdags kaffi á Hay Adams-hótelinu skammt frá Hvíta húsinu. Að vanda spjölluðum við um okkar uppáhalds málefni, börnin okkar. Ég var vön að heyra djúpa og þýða rödd bróður míns, tiltölulega reglu- lega, tilkynna væntanlega komu vest- ur og alltaf hlakkaði ég til þess að sjá hann. Hann og fjölskylda hans vora tíðir gestir á heimili mínu og ég þeirra. Þau héldu upp á jólin hjá okk- ur fyrir nokkram áram, eins höfum við farið fram og til baka yfir hafið til þess að halda upp á brúðkaup bama okkar. I dag er ég yfirbuguð af sorg yfir að þurfa að fylgja yngsta bróður mín- um til grafar. Hann var svo ungur og kraftmikill, átti svo margt eftir að gera. Fara í ferðalag til Israels með Bjarndísi, rekja ættir forfeðra sinna, sinna trjánum og gróðrinum í Gríms- nesinu, koma enn einu sinni í heim- sókn til Siggu systur í Virginiu. Nú er hans tími útranninn. Ég votta Bjamdísi og bömum þeiiTa mína dýpstu samúð og hjart- ans þökk frá okkur hjónunum og börnum okkar. Hví skyljum dyljast harmavorra, þótthannbeztværi tilblíðheimskominn? Skína mun hann liðinn sem hin skæra stjama til hálfs hulin harmaskýjum. (Steingrímur Thorsteinsson.) Sigríður Guðmundsdöttir McLean. Þegar fólk deyr í blóma lífsins leita á hugann hugsanir um lífið, sem oft er svo hverfult og mótsagnakennt. Vangaveltur um tíma og rúm, eilífð, tilgang og trú. Sumir þurfa að hlýða kallinu íyrir aldur fram, deyja ungir en hafa þó reynt mikið. Steindór Guð- mundsson er einn þeirra. Hann varð bráðkvaddur aðeins 52 ára gamall. Orð Jónasar Hallgrímssonar sem ort vora við dauða vinar eiga vel við þeg- ar horft er yfir líf Steindórs. Hann var eldhugi, lifði hratt og áorkaði meira en margur á mun lengri ævi. Hvaðerlanglífi? Lífsnautnin fijóva, aleflingandans ogathöfnþörf. Margofttvítugur meirhefurlifað svefnugum segg ersjötugurhjarði. Ég kynntist Steindóri svila mínum fyrir tæpum 25 áram. Hann var þá nýkominn úr verkfræðinámi í Skot- landi, fullur metnaðar og áforma um að láta ekkert duga nema það besta. Hann stefndi hátt en hann var ekki óraunsær í áformum sínum. Hann var góðum gáfum gæddur, snarpur, skarpur og einbeittur. Hann var afar kappsfullur, hellti sér í viðfangsefnin af miklum krafti og lét ekki staðar numið fyrr en verkinu var lokið eða tilætluðum árangri náð. Áhugasvið hans var vítt og laut að ólíkum þátt- um. Steindór raddi braut nýjum vinnubrögðum í opinberam rekstri og framkvæmdum á meðan hann starfaði hjá Framkvæmdasýslu ríkis- ins og kom sem forstjóri hennar og áður sem verkfræðingur í eigin fyrir- tæki að eftirliti, ráðgjöf og gerð margra af stærstu mannvirkjum þjóðarinnar á síðari áram. Steindór hvíldi sig gjarnan frá amstri hversdagsins austur í Gríms- nesi. Þar hófu þau Bjarndís fyrir ára- tug að rækta jörðina af mikilli alúð, sá, gróðursetja og hlú að græðling- um. Nú vekur athygli þeirra sem um Vaðnesland fara hávaxin tré og mai-gbreytilegur gróður á landi þeirra þar. Hann var einnig mikill áhugamaður um sagnfræði og ætt- fræði og fáir áhugamenn náðu lengra en hann í þeirri grein. Steindór kom sér upp ættfræðigagnagranni sem gerði honum kleift að rekja ættir ís- lendinga til árdaga og það kom fyiir að ættfræðingar leituðu til hans eftir upplýsingum eða aðstoð. Steindór var stór maður og oft mikilúðlegur í fasi. Það gustaði um hann, meira að segja svo að sumir kusu að láta lítið fyrir sér fara í návist hans. Böm bára oft óttablandna virð- ingu fyrir Steindóri og ég er ekki frá því að honum hafi stundum þótt erfitt að finna að þeim gat jafnvel staðið stuggur af hönum, því bak við hrjúft yfirborðið var hlýtt hjarta og góðar tilfinningar. Honum var bara ekki vel lagið að tjá það nema þegar nákomn- ir og hans eigin börn áttu í hlut. Þeim sýndi hann mikla og djúpa elsku, bæðiíorðiogverki. Steindór var ekki aðeins svili minn, heldur líka góður vinur. Við voram samferðafólk í aldarfjórðung, gift systkinum, þar sem samgangur var mikill milli fjölskyldna og margt líkt með skyldum. í fyrstu einkenndust samskiptin af ólíkri lífssýn. Steindór var ákafur einstaklingshyggjumaður og við tókumst oft á um stjórnmál, jafnvel svo að fyrir kom að okkar nánustu fóra þess á leit að við rædd- um málin frekar einslega en í stof- unni með öðram. En það dró saman með okkur með áranum, skilningur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.