Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Neitar að sitja í skjóli Framsoknar Síeingrlmur J. Sigíus son hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í Það er misjafnt hvað kommarnir þola vel framsóknarfnykinn. Ásdís Jenna fékk nýjan síma SÍMINN GSM afhenti í gær Ásdísi Jennu Ástráðsdóttur nýjan farsfma af gerðinni Nokia 6150 í stað sams konar farsíma sem var stolið af henni í Kringlunni sl. föstudag. Ás- dís Jenna, sem er fjölfötluð og bundin við hjólastól, gat enga björg sór veitt þegar ungur piltur veittist að henni og hrifsaði af henni far- símann. Hún þakkaði Símanum fyr- ir fallegan hug til sín og sagði að sér hefði verið sérstaklega annt um símann sinn því hún hefði fengið hann í afmælisgjöf frá föður sínum. Hún notar símann mikið og var því fegin að vera komin á ný í sam- band við vini og vandamenn með nýja símanum. Það voru Ólafur Þ. Stephensen, forstöðumaður upp- lýsinga- og kynningardeildar Landssímans, og Guðjón Péturs- son, markaðsfulltrúi á farsímasviði Landssímans, sem afhentu Ásdísi Jennu símann. Morgunblaðið/Jim Smart Síðustu dagar útsölunnar 990 -1.990 - 2.990 SKÓVERSLUN KÓPAV0GS HAMRAB0RG 3 • SÍMI 5541754 Fangelsi fyrir fíkni- efnabrot TÆPLEGA tvítugur piltur á Akur- eyri var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir fíkniefna- og umferðar- lagabrot. Þrír mánuðir af þessum fimm eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Þá var maðurinn sviptur öku- rétti ævilangt og var að auki gert að greiða allan sakarkostnað. Loks voru fíkniefnin gerð upptæk. Maðurinn var ákærður fyrir að aka undir áhrifum áfengis og þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa í félagi við þrjá pilta á svipuðum aldri keypt hass sem þeir svo reyktu í bif- reið mannsins. Atburðurinn varð í október á síðasta ári. Þáttur piltanna þriggja var afgreiddur með greiðslu sektar í ríkissjóð. Maðurinn viður- kenndi brot sitt fyrir dómi. Rabb Rannsóknastofu í kvennafræðum Hátækni, vinnuskipu- lag, kynferði Guðbjörg Linda Rafnsdóttir hádeginu á morgun verður Rannsóknar- stofa í kvennafræðum með hádegisrabb í stofu 201 í Odda. Það er Guð- björg Linda Rafnsdóttir sem rabbar þar um há- tækni, vinnuskipulag og kynferði. „í rabbi mínu mun ég fjalla um rannsókn þar sem ég hef skoðað vinnu- skipulag samfara svokall- aðri hátækni. Eg hef m.a. verið að skoða störf í fyrir- tækjum sem hafa verið að hagræða hjá sér til þess að bæta samkeppnisstöðu og rekstur fyrirtækisins. Þótt hagræðing sé góð þá virð- ist of oft leiðin til hagræð- ingar vera sú að auka sam- keppni milli starfsmanna, auka eftirlit með einstaklingum, auka vinnuhraðann, stytta vinnu- ferlið - þar með auka einhæfnina. Slíkt er ekki heppilegt til lengri tíma fyrir líðan og heilsu starfs- manna. Eg mun í rabbi mínu greina frá rannsóknarniðurstöð- um sem sýna fram á þetta.“ - Hvemig skipulagðir þú þessa rannsókn? „Eg hef lagt fyrir spuminga- lista og tekið viðtöl við starfsmenn og stjómendur í tilteknum þjón- ustu- og iðnaðarfyrirtækjum. Við búum í samfélagi sem einkennist af mikilli tæknihyggju, allt er gott sem flokkast undir tæknilegar framfarir. Mín afstaða er að þótt tæknin sé góð þá þurfum við að stýra henni á þann hátt að hún þjóni okkur. Við viljum ekki vera þrælar tækninnar. I samfélaginu er mest rætt um jákvæðar hliðar tækninnar fyrir vinnandi fólk, að hún komi til með að færa fólki ftjórri og meira skapandi störf, þetta á við um tiltekna hópa en við megum ekki gleyma þeim hópum sem em orðnir eins og tannhjól í vél - eins og persónan sem Chapl- ín skapaði í Nútímanum - sinni frægu kvikmynd. Þessir hópar hafa stækkað undanfarin ár og í þeim em konur í miklum meiri- hluta. Það sem hefur auk þess gerst meðal stórra kvennahópa á vinnumarkaði í dag er aukin áhersla á rafrænt einstaklingseft- irlit sem lið í þjónustu- og fram- leiðslustýringu. Með rafrænu auga geta fáir (stjórnendur) fylgst með mörgum (starfsmönnum) gegnum tölvurnar sínar. Til að gera störfin sem mest mælanleg þá er vinnuskipulaginu breytt þannig að einhæfnin eykst, vinnu- hraðinn verður meiri, svigrúm starfsmanna til að hafa áhrif á framkvæmd vinnunnar minnkar. Þetta em þættir sem rannsóknir sýna, m.a. mínar eigin, að auka hættu á nei- kvæðri vinnustreitu og vanlíðan starfsmanna." - Kemur fram í rann- sókn þinni að vinnu- streita sér mikil á þessum vinnu- stöðum sem þú skoðaðir? „Já, vinnustreita eykst samfara þessu tiltekna vinnufyrirkomulagi sem ég hef áður nefnt og rann- sóknir sýna að vinnustreita hefur aukist undanfarin ár, einkum í kvennastörfum af ýmsu tagi. Það virðist auk þess vera sem tækni- stig margra fyrirtækja sé komið á það stig að við verðum að spyija okkur ekki bara tæknilegra ► Guðbjörg Linda Rafnsdóttir fæddist í Reykjavík 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Sund 1978 og BA- prófi í félagsfræði frá Háskóla íslands 1984, doktorsprófi frá Lundarháskóla 1995. Hún starf- aði við rannsóknir og kennslu í Svíþjóð fram til 1993, árið 1994 fór hún í starf hjá Vinnueftirlit- inu. Sl. þijú ár hefur hún sinnt rannsóknum á vegum RANNIS, Vinnueftirlitsins og Sjávar- útvegsstofnunar HÍ. Guðbjörg Linda er gift Stefáni Jóhanni Stefánssyni hagfræðingi og eiga þau þrjá syni. spurninga heldur jafnvel siðferði- legra. Það þarf að skoða þau óþægindi sem starfsmenn verða fyrir þegar þeir vinna einhæft og stöðugt undir rafrænu auga. Við þyrftum að svara spurningum eins og þessum: Hversu langt má ganga í að fylgjast með fólki í vinnunni? Hvaða upplýsingum má safna? Hvernig má safna þeim? Hverjir mega sjá þær upplýsing- ar? Hvernig á að miðla þessum upplýsingum? Mér sýndist einna helst þegar ég skoðaði vinnu til- tekinna vinnuhópa kvenna að samfélagið væri að breytast úr upplýsingaþjóðfélagi yfir í eftir- litsþjóðfélag.“ -Hefur tæknin breytt kynja- skiptingu á vinnustöðum? „Kynjaskiptingin er jafn mikil og áður en hún hefur að einhveiju leyti breyst. Þrátt fyrir að tæknin hafi að mörgu leyti kippt stoðun- um undan því sem hefur þótt vera dæmigert fyrir karla- og kvenna- störf þá hefur kynjaskipting ekki minnkað sem heitið getur, bara breyst. Sjá má að tiltekin störf sem áður voru fyrst og fremst karlastörf, af því að þau kröfðust líkamlegs erfiðis, hafa nú breyst yfir í það að krefjast nú fyrst og fremst kyrrstöðu og stöðugrar einbeitingar. Við það verða þau að kvennastörfum, þetta á t.d. við um störf við ýmsar vélar. Ég hef tekið viðtöl við karla sem hafa sagt að þeir myndu aldrei láta bjóða sér störf af þessu tagi og ég ætla að velta því upp í fyrirlestrinum á morgun hvers vegna konum er boðið það á vinnustöðum sem karlar segjast aldrei myndu láta bjóða sér.“ Upplýsinga- þjóðfélagið að breytast í eftirlits- þjóðfélag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.