Morgunblaðið - 23.02.2000, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 23.02.2000, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 Jfe------------------------------ MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JENNÝ MAGNÚSDÓTTIR, Hrafnistu Reykjavík, áður til heimilis á Háteigsvegi 48, lést mánudaginn 14. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Vífilsstaðaspítala og Hrafnistu Reykjavík fyrir góða umönnun. Magnús Jóhannsson, Lovísa Guðmundsdóttir, Þorgils Jóhannsson, Brynja Jóhannsdóttir, Þorsteinn Magnússon, Viðar Jóhannsson, Anna Linda Arnardóttir, Guðm. Bjarni Jóhannsson, Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, GEIRHARÐUR VALTÝR PÁLSSON, fæddur 01.06. 1925, lést í Svíðjóð þann 29.11. 1999. Útför hans fór fram í Svíþjóð. Minningarathöfn verður haldin í Fossvogs- kapellunni föstudaginn 25. febrúar kl. 15.00. Hulda Valtýsdóttir, Gudmundur Jensson, Kristján Jóhannsson, Brunhild Gudmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, OTHAR ELLINGSEN fyrrverandi forstjóri og aðalræðismaður Noregs, Ægisíðu 80, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ föstudaginn 18. febrúar. Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Sigríður Ellingsen, Dagný Þóra Ellingsen, Garðar V. Sigurgeirsson, Óttar Birgir Ellingsen, Stefanía Lóa Jónsdóttir, Steingrímur Ellingsen, Anna Birna Jóhannesdóttir, Lára María Eilingsen, Erlingur Aðalsteinsson, Björg Ellingsen, Broddi Broddason. + Faðir okkar, SIGURJÓN JÖRUNDSSON járnsmiður, lést á Hrafnistu Reykjavík að morgni sunnudagsins 20. febrúar. Sigrún Sigurjónsdóttir, Jóna Gréta Sigurjónsdóttir, Hilda Hinriks. + Sonur okkar, faðir, tengdafaðír, afi og bróðir, BJÖRN SÆMUNDSSON bifreiðastjóri, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstu- daginn 25. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Magdalena Brynjúlfsdóttir, Sæmundur Björnsson, Kristbjörg Björnsdóttir Podlech, Horst Podlech, Magdalena Berglind Björnsdóttir, Auðunn Steinn Sigurðsson, Sæmundur Björnsson, Sigurgeir Jóhannes Björnsson, Stephanie, Katrin, Kristófer Skúli, Margret Rún, Brynjúlfur Sæmundsson, Ásta Ásdís Sæmundsdóttir ' og fjölskyldur. Lokað Framkvæmdasýsla ríkisins verður lokuð eftir hádegi í dag, mið- vikudaginn 23. febrúar, vegna jarðarfarar STEINDÓRS GUÐMUNDSSONAR, fyrrv. forstjóra. + Benedikt Val- geirsson, bóndi, Árnesi II, Árnes- hreppi, Stranda- sýslu, fæddist í Norð- urfirði, Árneshreppi, Strandasýslu, 13. ágúst 1910. Hann lést 13. febrúar sfðastlið- inn. Foreldrar hans voru Valgeir Jónsson og Sesselja Gísladótt- ir, Norðurfirði. Bene- dikt var einn af 18 systkinum en af þeim komust 14 til fullorð- insára og eru þrjú enn á lífi; Guðmundur, Eyjólfur og Laufey. Benedikt kvæntist árið 1947 Oddnýju Sumarrós Einarsdóttur frá Neskaupstað í Norðfirði. Odd- ný var fædd 22.4. 1921, d. 23.12. 1989. Hún var dóttir Einars Brynjólfssonar og Þórstínu EIisu Þorsteinsdóttur sem bjuggu á Neskaupstað. Börn Benedikts og Oddnýjar eru: 1) Hávarður Brynj- Elsku afi Bensi. Nú er þinni löngu ævi lokið þó að við höfum nú flest haldið að hún yrði miklu lengri. En við vitum að þú varst sáttur og fékkst að fara á þann hátt sem þú vildir sjálfur. Ekki datt mér í hug þegar ég kvaddi þig eftir jólin að þetta væru okkar síðustu stundir saman. Minn- inguna um þessa kveðjustund á ég eftir að geyma í hjartanu um aldur og ævi og líka budduna góðu sem þú gafst mér þá. Það var svo ótrúlega erfitt að kveðja þig þegar ég fór í burtu í skólann í fyrra en þó var gott að vita að mín væri saknað. En gleðin í augunum þínum þegar ég kom heim í fríum og þú sagðir: „Nei, ertu kom- in, Rakel mín?“ og faðmaðir mig og kysstir bætti fyrir allan heimsins söknuð. Eg veit nú hverrar gæfu ég varð aðnjótandi að eiga afa eins og þig í uppvextinum. Afa sem kennir manni, sýnir og leiðbeinir í skólanum sem við öll göngum í. Mínar fyrstu minningar um þig eru allar þær vísur sem þú kenndir mér og öll spilin. Seinna kenndirðu mér svo að raka, tína dún og hjálpaðir mér í tilraunum til að mjólka kúna og búa til fyrir hana hina ýmsu hrærigrauta. Svo fórum við saman og gáfum fuglunum og pössuðum að amma sæi þá út um eldhúsgluggann sinn. Það eru líka ófáar litlar hendur sem hafa dottið á mölina og þú hefur skolað og blásið í og þau skipta sjálfsagt þúsundum tárin sem þú hefur strokið burt af litlum kinnum. Hjá þér sá ég líka ást- ina á sveitinni okkar, hvernig þú ræktaðir og unnir þssari sveit sem þú þekktir svo vel og þetta hafði áhrif á unga sál. í þér átti þessi sveit dyggan bandamann sem barðist fyr- ir réttindum hennar. Það er fleira en sveitin sem naut krafta þinna og at- orku. Lítilmagninn sá einnig öruggt skjól hjá þér, afi minn, hvort sem það voru menn eða dýr, allir fengu að njóta sinna kosta. Elsku afi minn, langafastrákurinn þinn hann Guð- mundur Rafn sagðist ætla að muna þig í rabarbaragarðinum og garðin- um þar sem þú eyddir öllum stund- um á vorin og sumrin á síðustu árum. Þannig fer ábyggilega fyrir mér og fleirum líka að sjá þig fyrir mér þar að hlú að blómunum þínum, rófum og rabarbara. Eg veit þó allavega að það er ein persóna sem er glöð núna og það er hún amma, þið eruð bæði búin að bíða lengi og nú loks eruð þið saman á ný og hvar sem þið eruð þá veit ég að ykkur líður vel. Berðu ömmu kveðju mína og megi Guð og englar vaka yfir þér. Blessuð sólin elskar allt alltmeðkossivekur. Haginn grænn og hjamið kalt hennar ástum tekur. Þín sonardóttir, Rakel. Elsku afi minn. Nú er þínu langa æviskeiði lokið og þú hefur kvatt sveitina þína í hinsta sinn. Sveitina ar, f. 12.9. 1941, kona hans er Svein- dís Guðfinnsdóttir, f. 1.6. 1957. 2) Þór- stína, f. 9.5. 1947. 3) Einar Kristinn, f. 12.3. 1949, hans kona er Brynhildur Bjarnadóttir, f. 25.2. 1961. 4) Valgeir, f. 12.3. 1949, hans kona er Hrefna Þor- valdsdóttir, f. 29.12. 1951. 5) Þorgeir, f. 9.4. 1952, hans kona er Albína Halla Hauksdóttir, f. 25.1. 1951. 6) Guðlaugur Ingólfur, f. 17.11.1953, hans kona er Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, f. 20.5. 1959. 7) Sesselja, f. 3.4. 1956, hennar maður er Þorgeir Pálsson, f. 22.10. 1956. Benedikt átti 21 barnabarn og fjögur barnabarna- börn. Útför Benedikts fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. sem var þér svo kær og þú hefur ver- ið búsettur í mestan hluta ævi þinn- ar. Ég var að verða fimm ára þegar við fluttum í sveitina til þín, ömmu og Ingólfs. Það er guðsgjöf að mínu mati að fá tækifæri til að alast upp með ömmu og afa í slíkri nálægð og að henni mun ég búa alla ævi. I sveit- inni er tíminn ekki svo mikilvægur og við eyddum oft löngum tíma í að spila kasínu, hæ gosa, rússa eða þá að þú varst að reyna að kenna mér að lesa. Það er víst óhætt að segja að þú hafir verið náttúrubarn, afi minn. Þess ber garðurinn þinn svo sannarlega merid. Það er ekki auðvelt verk að láta rósir springa út norður á Strönd- um en það tókst þér með þinni ein- stöki natni. Þú hafðir tröllatrú á öllu lífrænu og ef skítur dugði ekki þá dugði ekkert. Ekki minnist ég þess að þú hafir kunnað annað tungumál en móðurmál þitt en það kom þó ekki í veg fyrir að þú gætir talað við ferða- fólk frá öllum heimshomum. Það var bara gripið til táknmálsins og skilaði það góðum árangri. Já það verður skrítið að koma næst í sveitina og þú ert ekki þar, eitthvað að sýsla. Annaðhvort við að fara út með öskuna eða að sækja nokkrar spýtur í eldinn. Fuglamir vinir þínir áttu traustan bandamann í þér og fengu þeir sinn skammt í hvernig veðri sem var. I seinni tíð fórstu mikið í gönguferðir, annað- hvort norður að Stöpum eða út að brú og alltaf fylgdi þér stafurinn góði. Rekaviðarstafurinn sem þú sagðir mér í haust að þér hafi verið boðið offjár í. En nú er gönguferð þinni um lífið lokið og leiðir okkar munu skilja. Nú ertu búinn að hitta hana ömmu aftur og getur farið að bjóða henni góðan dag með kossi á ennið eins og þú varst vanur að gera. Hendur ykkar hafa fléttast saman á ný. Ég kveð þig afi minn með söknuði í hjarta en hugarró því ég veit að svona vildir þú hafa þetta. Blessuð sé minning þín. Þín Elísa Ösp. Elsku Bensi afi minn. Nú leggur þú upp í þína hinstu ferð. Ekki bjóst ég við því, þegar ég kvaddi þig þann 6. janúar, þegar ég var á leið í skól- ann eftir jólafrí að það væri síðasta sinn sem ég sæi þig. Þú sem varst svo hress og hraustur. AJlt sem þú gerðir bar merki um glæsibrag. Eins og til dæmis fallegi garðurinn þinn. Þú naust þín svo að dunda þér í garðinum og alltaf fannst J)ú þér eitthvað til að fegra hann. Eg dáðist alltaf að því hvað þú hgsaðir vel um hann og hvað hann var alltaf fallegur. Það var ósjaldan sem maður horfði á eftir þér fara upp í móa með hjólbörurnar sem þú smíðaðir og finna góðan áburð fyrir blómin þín. Þegar þú gerðir það ekki þá sastu oft á hnyðju með málningar- pensil í hendi og málaðir girðinguna utan um garðinn. Oft á vetrarkvöldum þegar ég og Rakel vorum að leika okkur, þá kall- aðir þú á okkur inn í herbergið þitt og sagðir að þú værir búinn að týna „Reginukassanum“ þínum og baðst okkur um að leita að honum. Við lét- um ekki á okkur standa og leituðum í öllum skápum, skúffum og homum. Þér þótti svo gaman að sjá okkur leita að kassanum og brostir, auð- vitað vissir þú upp á hár hvar hann var. Þegar við vorum búnar að finna kassann, sem var fullur af nammi, þá verðlaunaðir þú okkur með því að gefa okkur mola. Oft sagðir þú mér sögur og fórst með gamlar vísur fyr- ir mig og þótti mér það alltaf gaman. Það var alveg ótrúlegt hvað þú kunn- ir margar vísur og þú mundir þær al- veg, enda varstu með stálminni. Þú hafðir alveg ótrúlega mikla frásagn- argleði og fannst það öllum unum að hlusta á þig rifja upp gamla tíma. Það var oft sem við fjölskyldan sát- um við eldhúsborðið eftir mat og hlustuðum á þig segja frá liðinni tíð og hvernig allt hafði verið þegar þú varst ungur. Þér fannst alltaf svo gaman þegar ættingjar og vinir komu í heimsókn, enda varstu alltaf gestrisinn maður. Þú hafðir unun af því að sitja yfir kaffibolla með þeim og segja frá öllu sem gerðist í sveitinni í gamla daga. Elsku afi, það er skrýtið að þú verður ekki heima þegar ég kem þangað, því þú hefur alltaf verið þar. En minningarnar um þig hefur þú skilið eftir og ég veit að þær munu hlýja öllum um hjartarætur. Ég trúi því að þú sért ánægður og hamingjusamur þar sem þú ert og ég veit að þú ert hjá henni Oddnýju þinni. Ég vil enda þetta á ljóði, og all- ar mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til allra annarra ættingja og vina. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnastþér. (Ingibj. Sig.) Hvíl í friði, elsku afi minn. Þökk fyrir allt. Þín, Sigrún Ósk. Vel er markið hæft og hitt. Hnígur að skapadómum. Klipið hefir hjarta mitt. Hel með kjúkugómum. (Hannes Hafstein.) Það má með sanni segja, að það sem hér er vitnað til hafi átt við, þeg- ar andlát Benedikts bar að höndum. Svo snögg voru þau umskipti. Með fáum fátæklegum orðum langar mig að senda Benedikt frænda mínum kveðju, að leiðarlok- um. Benedikt var sonur hjónanna, Ses- selju Gísladóttur og Valgeirs Jóns- sonar, sem bjuggu allan sinn búskap í Norðurfirði. Benedikt var einn úr átján bama systkina hópi, en íjórtán þeirra náðu fúllorðinsaldri. Nú eru þrjú eftirlifandi af þessum stóra hópi, ein systir hans, Soffía, litlu eldri en hann er nýlátin. Við þessi tímamót leitar hugurinn til æskuáranna og til Norðurfjarðar- heimilisins þar bjuggu afi og amma, og yngstu synir þeirra, móðurbræð- ur mínir, voru þá enn heima, þeir Sveinbjörn, Benedikt, Eyjólfur og Valgeir og fóstursonurinn, Ólafur Andrésson, þegar við börnin á Steinstúni og Njálsstöðum vorum að komast á legg, þangað varð okkur tíðförult. Afi og amma voru okkur góð og ævinlega hafði amma eitthvað til stinga upp í okkur. Strákarnir áttu jafnvel til að skreppa í einhverja úti- leiki við okkur þótt eldri væru. Lík- lega sáum við, sem yngri vorum ein- hverja fyrirmyndi í þessum glaðlegu ungu mönnum. Á jólum komu fjöl- skyldurnar á Steinstúni og Njáls- stöðum ævinlega saman í Norðurfirði á heimili afa og ömmu. Þá var farið í alls kyns jólaleiki, þessu stjómuðu strákarnir, og höfðu bæði ungir og gamlir gaman af. Norðurfjarðar- heimilið var fjölmennt og þar var einnig gestkvæmt, það mátti segja, BENEDIKT VALGEIRSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.