Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fundur Norrænu umhverfísráðherranna í gær Senda breskum stjórnvöldum yfirlýsingu vegna Sellafield UMHVERFISRÁÐHERRAR Norðurlanda sendu frá sér sameig- inlega ályktun í gær þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum sínum vegna frétta af lélegum öryggismálum kjamorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield. Yfirlýsingin verður send breskum stjómvöldum og þar segir meðal annars að ráðherramir hafi alvarleg- ar áhyggjur af þeim fréttum sem hafa borist af öryggismálum í Sella- field og benda á að endurvinnsla á kjarnorkueldsneyti sé ein helsta or- sök mengunar af völdum geisla- virkra efna í Norður Atlantshafi. Umhverfisráðherrarnir funduðu í Kaupmannahöfn í gær og var málið tekið upp að frumkvæði Sivjar Frið- leifsdóttur. Siv segir, í samtali við Morgunblaðið, að full samstaða hafi verið meðal ráðherranna um að bregðast hart við þeim fréttum að öryggismálin séu í ólestri í Sellafield. „Við sendum frá okkur ályktun, sem er byggð að hluta til á bréfinu sem ég sendi John Prescott á föstu- daginn. Þetta var mjög góður fundur og góð umræða sem við áttum um málið. Allir norrænu umhverfisráð- herrarnir telja hér um mjög alvar- legar fréttir að ræða og hafa núna sent frá sér ályktun og aukið þrýst- ing á bresk stjómvöld um að finna lausnir." Siv ítrekar hversu gífurlegt hags- munamál það sé fyrir okkur Islend- inga, vegna hagsmuna okkar í sjáv- arútvegi, að hafið sé áfram hreint við íslandsstrendur. Við séum með hreinasta haf í heimi og viljum halda þeirri stöðu. Vakti athygli á losun þrávirkra lífrænna efna í hafið Umhverfisráðherra sat einnig tíu ára afmælisfund NESCO, Norræna umhverfisfjármögnunarsjóðsins, í gær og flutti erindi þar sem hún ræddi meðal annars málefni norður- heimskautssvæðisins. „Það er alveg ljóst að NESCO hef- ur mikilvægu hlutverki að gegna þar sem hann styður við ýmis umhverfis- verkefni. Þar má nefna til dæmis að minnka losun á þrávirkum lífrænum efnum út í hafið, en við höfum fengið upplýsingar um það að þrávirk líf- ræn efni sem fara út í hafið safnast saman á norðlægum slóðum. Okkur er það því mikið kappsmál, þessum ríkjum á norðurheimskautssvæðinu, að tekið verði duglega á þessum mál- um,“ segir Siv Friðleifsdóttir. Spáir hvass- viðri og snjókomu VEÐURSTOFAN spáði suð- austan hvassviðri og stormi um 18-23 metra á sekúndu sunnan- og vestanlands í gærkvöld og fram eftir nóttu með snjókomu víða um land. í dag er útlit fyrir hvassri suðvestanátt á sunnan- verðu landinu með slydduéljum og hvassri norðanátt á Vest- fjörðum. Búast má við að færð farin að spillast víða um land. Þegar var orðið þungfært um Bröttubrekku um kvöldmatar- leytið í gær og skafrenningur var á Norðurlandi og á Vopna- fjarðarheiði. j Ljósmynd/Yann Kolbeinsson ísmáfur í Sandgerði UM siðustu helgi fannst fullorðinn ísmáfur í Sandgerð- ishöfn. Afar sjaldgæft er að finna fullorðna ísmáfa upp við landsteinana, en þessi hánorræna máfategund sést hér nær árlega að vetrarlagi. Flestir ísmáfar halda til á sjó norðan við landið og fylgja yfirleitt hafísnum. Stöku sinnum elta fuglar þó veiðiskip inn í hafnimar, en það em yfirleitt ungir fuglar sem bera talsverst svart í fjöðrunum. Það er því afar sjaldan sem tækifæri gefst til að skoða þessa snjóhvítu, fullorðnu fugla sem ætíð gleðja fuglaskoðara. Landssíminn og Tal hf. Beiðni um lokun rúmlega 1.600 GSM-síma LANDSSÍMANUM bárust 1.187 beiðnir á síðasta ári um að loka fyr- ir svokölluð IMEI-númer í GSM- símum sem annaðhvort höfðu týnst eða verið stolið. Tilkynningar bár- ust Tali hf. um 450 stolna eða týnda GSM-síma á sama tímabili. Kristján Þorláksson, tæknifulltrúi hjá Tali, kveðst hafa grun um að skipulagður þjófnaður eigi sér stað á GSM-sím- um hérlendis og stór hluti þeirra sé seldur úr landi. Landssíminn hefur tækni til að finna út svokallað IMEI-númer í GSM-síma sem notandi tilkynnir að hafi verið stolið. Landssíminn getur lokað IMEI-númerinu og verður þá síminn öllum gagnslaus, jafnt í GSM-kerfi Landssímans og Tals, en þó ekki erlendis. Olafur Stephensen, forstöðumað- ur upplýsinga- og kynningarmála hjá Landssímanum, segir að beiðnir um lokanir á GSM-símum á síðasta ári hafi verið 1.187 sem er rúmlega 1% af GSM-notendum Landssím- ans. í fjórðungi tilvika fundust sím- amir aftur. Kristján Þorláksson, tæknifull- trúi hjá Tali hf., segir að um tíu til- kynningar berist að meðaltali á dag um týnda eða stolna síma. Á síðasta ári bárust tilkynningar vegna 450 síma en heildarfjöldi notenda hjá Tali er um 40.000. Tal getur ekki lokað IMEI-númerum en Kristján starfar í samvinnu við lögregluna við að hafa uppi á stolnum símum sem eru í notkun með öðru sím- korti. „Það er alltof lítið um að það takist að hafa uppi á símunum á ný. Mér dettur helst í hug að það sé skipulagður þjófnaður á GSM-sím- um hér á landi og þeir séu sendir úr landi. Þótt IMEI-númerinu sé lok- að hér á landi er hægt að nota sím- ana erlendis. Við finnum í mesta lagi fjóra síma af hverjum tíu sem týnast eða er stolið,“ segir Kristján. 21$ m&M u r Vinnan ekki hafín VALGERÐUR Sverrisdóttir, ráð- herra iðnaðar- og viðskiptamála, kvaddi sér hljóðs við upphaf þing- fundar í gær til að greina frá því að óhjákvæmilega yrðu tafir á því að skýrsla um stjórnunar- og eigna- tengsl í atvinnulífinu, sem óskað var eftir í haust að yrði gerð, yrði lögð fyrir þingið. Kom fram í máli Val- gerðar að vinna við skýrsluna hefði enn ekki hafist og að hún gæti ekki lofað því að skýrslan lægi fyrir lok þings vorið 2001, bæði sökum þess hversu tímafrek vinna við skýrsluna yrði og hve kostnaðarsöm hún yrði, en áætlað er að kostnaður verði um 14 milljónir króna en ekki er gert ráð fyrir fjárframlagi til þeirrar vinnu í fj árlögum þessa árs. Þingmenn Samfylkingar, sem fóru í haust fram á það að viðskiptaráð- herra fæli samkeppnisráði að endur- skoða úttekt sína frá því í desember 1994 um stjórnunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi, lýstu mikilli óánægju sinni með þessar upplýs- ingar og bentu á að ráðherrar væru skv. þingskaparlögum ætlaðar tólf vikur til að vinna skýrslur, sem Al- þingi hefði beðið um, og leggja fyrir þingið. Hér væri um lagalega skyldu að ræða en nú liti svo út sem þing- menn sæju ekki umrædda skýrslu fyrr en kannski 2002, skýrslu sem beðið hefði verið um 1999. Borgarstjóri tekur vel í hugmyndir Eimskipafélagsins um Skuggahverfíð SELTjARNAR- NES ,Gæti orðið spennandi byggð“ INGIBJÖRG Sólrún Gisladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, tekur vel í hugmyndir stjórnenda Eimskipafélags íslands um skipu- lagningu íbúðarhverfis á fyrrver- andi athafnasvæði félagsins í Skuggahverfinu við Skúlagötu. í samtali við Morgunblaðið sagði Ingibjörg Sólrún að nú þegar stæðu yfir viðræður á milli Eimskipafélagsins, borgar- skipulags og borgarverkfræðings um skipulag svæðisins. „Þær hugmyndir sem ég hef séð eru mjög áhugaverðar og það er vonandi að það geti komist góður gangur í þetta á þessu ári,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. „Þetta gæti orðið mjög spennandi byggð og ég hef sagt þeim (stjórnendum Eim- skipafélagsins) að borgin sé til- búin að koma inn í ákveðna þró- unarvinnu á þessu svæði á meðan verið er að ljúka skipulagsþætti málsins." Lóð Eimskipafélags íslands hf. afmarkast af Skúlagötu að norð- an, Lindargötu að sunnan, Frakkastíg að austan og Klappar- stíg að vestan. Ingibjörg Sólrún Gisladóttir borgarstjóri tekur undir þær skoðanir stjórnenda Eimskipafélagsins sem fram komu í Morgunblaðinu í gær, að sjálfsagt sé að skoða stærra svæði en bara svæði Eimskipafé- lagsins í þessu tilliti, og er þá helst iitið á svæðið á milli Lindar- götu og Hverfisgötu. Metnaðarfullt verkefni Ingibjörg Sólrún sagði ljóst að þetta væri mjög metnaðarfullt verkefni enda væri þarna verið Eimskipsmenn vinna að undirbúningi deiliskipulags fyrir lóðina en óska eftir að skipulagið nái að Hverfisgötu að tvinna saman nýrri og gamalli byggð. „Eg sé fyrir mér að þarna verði að mestu íbúðabyggð, en á svæðinu næst Skúlagötunni verði blönduð byggð,“ segir borgar- stjórinn. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar gæti byggð þarna í Skuggahverf- inu styrkt miðborgina, en fyrstu tillögur gera ráð fyrir um 250 íbúðum á því svæði sem skipu- leggja á. „Þetta verður fjölbýlis- húsahverfi með sérbýlisyfir- bragði, því þarna er gert ráð fyr- ir mjög glæsilegum íbúðum." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að áður en nokkuð yrði ákveðið um framtíðarskipulag svæðisins yrðu tillögurnar kynnt- ar fbúum þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.