Morgunblaðið - 23.02.2000, Síða 56

Morgunblaðið - 23.02.2000, Síða 56
§6 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Harðsoðin og hrá The Big Blowdown, glæpasaga eft- ir George P. Pelicanos. St. Martins Griffin gefur út í september 1999. 313 síðna kilja í stóru broti. Kostar 2.195 í Máli og menningu. GEORGE P. Pelicanos er með fremstu glæpasagnasmiðum Banda- ríkjanna um þessar mundir, meðal annars með bókum sínum um spæj- arann Nick Stefanos, Nick’s Trip, Down by the River Where the Dead Men, A Firing Offense. Aðal Pelican- os er hversu honum tekst að glæða persónur sínar lífi, ekki síst með því að gefa sterka mynd af umhverfi Stefanos, sem er, eins og nafnið gef- ur til kynna, grískur að ætt og upp- runa, þó hann hafi dvalist lengstaf í Bandaríkjunum. Grískur uppruni Stefanos er aldrei langt undan og þungamiðja The Big Blowdown er vinátta Italans Joey Recevo og Grikkjans Petes Karras, sem eru báðir bandarísk ungmenni að alast upp í Washington á árunum fyrir seinna stríð. Recevo er snyrtipinni, vel greiddur töffari í dýrum fötum, maður sem endurspeglar nýjan heim, en Karras er aftur á móti evrópskari, líkari grískum manga bófa en ítölskum mafíósa, heiðarleg- ur og sterkur og kvensamur enda stenst engin kona sterku þöglu týp- una með harm í hjarta. Karras óttast ekkert, er reyndar stríðshetja, en Reveco er minni í sér ■og langt í frá sama hörkutólið þó hann sé gjarnari á að beita ofbeldi til að leysa deilur en félagi sinn. Það slettist upp á vinskapinn þegar Recevo lætur óttann komast upp á milli sín og Karras, en uppgjörið verður ekki umflúið. Fyrri bækur Pelicanos eru skemmtilegar aflestrar, en þó er allt- af eins og eitthvað standi útaf í pers- ónusköpun eða innsæi. I The Big Blowdown er hann aftur á móti í ess- inu sínu og tekst bráðvel að flétta saman þroskasögu Karras og söguna af hinum veikgeðja Recevo, sem verður ekki að manni fyrr en í fulla hnefana. Stfllinn er harðsoðinn og hrár, nóg um ofbeldi og blóð. Fjöld- jnn allur lætur lífið í bókinni og ekki allir fallega. Þrátt fyrir það er of- beldi ogblóð aldrei aðalatriði, heldur lím til að halda sögunni saman. The Big Blowdown er á köflum skrifuð eins og kvikmyndahandrit og þó söguþráðurinn sé víða götóttur sér lesandinn hana fyrir sér sem gamaldags svart/hvíta glæpamynd, þar sem menn eru alltaf í rykfrakka, með krypplaðan vindling milli var- anna, en konurnar stífmálaðar í há- hæluðum skóm og kjólgopa. Eins og getið er telst Pelicanos með bestu glæpasagnasmiðum vest- iSn hafs og bækur hans seljast í stóru upplagi. Hann nær að sýna í The Big Blowdown hvers vegna menn hafa á honum svo miklar mætur. Þetta er hæglega hans besta bók til þessa, gæti orðið prýðis spennumynd, og bendir til þess að hann eigi enn eftir að bæta sig. Árni Matthíasson FÓLK í FRÉTTUM BANDARÍSKIVÍSINDAMAÐURINN CARL SAGAN Drekarnir í Eden Carl Sagan útskýrði undur himingeims- ins fyrir leikmönnum en Örn Arnarson komst að því að í bókum sínum fjallaði hann ekki eingöngu um himintunglin heldur einnig um manninn sjálfan, upp- runa hans og þróun og þær hugmyndir sem hann gerir sér um heiminn. MAÐURINN hefur virt fyrir sér gang himintungla frá öndverðu en skilið lítið í þessu flókna tafli eilífð- arinnar. Skilningur manna á al- heimsfræðum hefur vaxið mikið á þessari öld en ekki er á allra færi að skilja merkingu rauðvika, kvarka og andefnis svo einhver af þeim hug- tökum sem skjóta upp kollinum í flóru þekkingar mannsins á alheim- inum séu nefnd. Bandaríski vísinda- maðurinn Carl Sagan var einn af þeim mönnum. Hann var virtur fræðimaður og prófessor í stjörnu- fræði og geimvísindum við Comell- háskóla en hann hafði einnig þá náð- argjöf að geta skýrt út þekkingu mannsins á þessum fyrirbærum á tungumáli sem allir skildu. Hann varð heimsfrægur fyrir þætti sína „Cosmos“ þar sem hann fjallaði um upphaf alheimsins og rakti sögu hans til þess tíma að líf kviknaði á jörðinni. Þættimir nutu mikilla vin- sælda og er talið að um hálfur millj- arður manna víðsvegar um heim hafi fylgst með þættinum. Sagan fjallaði ekki bara um það sem fer fram fyrir ofan mannslikam- ann og neðan. Hann skrifaði einnig bækur um manninn sjálfan og stöðu hans í ógnarstórum alheinn. Ein af þessum bókum er „The Dragons of Eden - speculations on the evalution of human intelligence“. í henni fjall- ar Sagan um þróun heila mannsins og þeirrar hugsunar sem í honum býr á einkar læsilegan og áhuga- verðan máta. Þróun heilans í áhugaverðu samhengi Carl Sagan leggur út af þróunar- kenningu Darwins í bókinni um drekana í Eden og samtvinnar hana við uppgötvanir vfsindamanna á heilanum og uppbyggingu hans og kemur fram með mjög skemmtileg- ar og umhugsunarverðar kenningar um þessa tegund spendýra sem enn lifir í skugga hræðslunnar við eðl- urnar sem eitt sinn réðu lögum og lofum á jörðinni. Sagan fjallar ítarlega um lagskiptingu heil- ans. Það er hvemig eitt lag tekur við af öðru og hvemig hann hefur þróast smám saman úr því að vera eðluheili yfir í það verða að því illskilj- anlega furðuverki sem hann er f dag og hvaða áhrif sú þróun hefur haft á hugsun mannsins og minningar. Sagan veltir þeim mögu- leika fyrir sér að eðluheilinn og aðr- ir frumstæðari hlutar heilans orsaki hugsanir sem bærast í undirmeðvit- und mannsins og hafa áhrif á hræðslu hans og ótta meðal annara hluta. Þessar pælingar tengir Sagan við ýmsar þjóðsögur sem hafa verið á kreiki frá örófi alda og með því varpar hann áhugaverðri sýn á þær. Einnig notar hann þær til þess að út- skýra hluti varðandi manninn sem margir hafa velt fyrir sér. Eins og upprana ýmissa tákna sem maður- inn notar hvaðan sem hann er ættað- ur, köfunarviðbrögð ungbama og hvers vegna maðurinn er almennt lofthræddur. í aldingarðinum Eden í skemmtilegasta kafla bókarinn- ar um drekana í Eden fjallar Sagan um vist Adams og Evu í aldingarð- inum góða eins og hún er skráð í Biblíunni og kemur með mjög skemmtilega skýringu á goðsögunni út frá kenningum um þróun manns- ins. Hann bendir á að refsing Evu fyrir að hafa komið af stað átinu á ávextinum af tréi visku góðs og ills (sem líta má á sem tákn fyrir af- stæða hugsun mannsins) var að barnsfæðingar hennar og afkom- enda skyldu vera sársaukafullar. Sagan segir að maðurinn sé eina spendýrið sem finni til sársauka þegar það fæðir afkvæmi og ástæð- an sé sú hversu höfuð mannsbama er stórt hlutfall af líkamanum. Refs- ingin felst einnig í því að Adam og Eva em gerð brottræk úr paradi's og Sagan telur að í því felist hliðstæður við kenningar um þróun mannsins. Manninum var vikið úr paradi's þar sem hann lifði í sátt og samlyndi við dýr merkurinnar vegna þess að hann fór að hugsa handan góðs og ills og þess vegna var hann dæmdur til þess að strita og þess vegna þurfti hann að drottna yfir plöntum jarðar eins og Kan og yfir dýmm merkur- innar eins og Abel. Og þannig færir Sagan rök fyrir að goðsögnin um Carl Sagan leggur út af þróun- arkenningu Darwins og sam- tvinnar hana við uppgötvanir vísindamanna á heilanum. aldingarðinn góða þar sem fyrsti maðurinn steig sín fyrstu spor í átt til glötunar sé táknsaga um mikil- væga atburði í þróun mannsins og bendir á margt annað umhugsunar- vert sem ekki er tóm til að rekja hér, máli sínu til stuðnings. Frumleg hugsun stýrð afþekkingu Bækur Carl Sagan má skipta í tvo flokka. Annars vegar þær bækur sem hann skrifaði til þess að útskýra dásemdir vi'sindanna fyrir leikmönn- um. Þar notar hann snilli sína til þess að gera hið flókna einfalt og auðskiljanlegt. í þessum flokki eru bækur eins og sú sem hann skrifaði upp úr þáttaröðinni „Cosmos“. í hin- um flokknum eru bækur þar sem Sagan notar þekkingu sína og inn- sæi, sem nær langt fyrir utan ramma stjamvísindanna, til þess að velta sér upp úr sígildum ráðgátum mannlegrar tilveru og jaftivel til- gangi hennar. I síðari flokknum er að finna bæk- ur eins og „The Dragons of Eden og Broca’s Brain“. Eflaust geta margir lesendur fundið einhveija meinbugi á skoðunum og vangaveltum Sagan í síðamefnda flokknum - en þrátt fyr- ir það em þær skrifaðar af það mik- illi þekkingu sem er stýrð af svo frumlegri hugsun að þær hljóta að opna nýjar dyr hugsunar fyrir les- andann. Hugsunar sem endist þeim mönnum sem á annað borð em gefn- ir fyrir vangaveltur heila lífstíð. Carl Sagan skrifaði einnig eina skáldsögu sem ber nafnið „Contact" og fjallar hún um fyrsta samskipti mannkyns við verur utan úr geimi. Skáldsagan var kvikmynduð ekki alls fyr- ir löngu og lék leikkonan ástsæla Jodie Foster aðal- hlutverkið. Þrátt fyrir að myndin sé ansi fmmleg sýn á þreytt þema í kvikmynda- sögunni er óhætt að benda á að skáldsagan tekur mynd- inni mikið fram og er öllu raunhæfari. Sykurleðjan sem einkenndi myndina er víðsfjarri í þessari ágætu skáldsögu. f bóklnnl Drekarnlr i Eden fjallar höfund- urlnn um vlst Adams og Evu í aldingarðlnum og kemur með skemmtilega skýr- ingu á goðsögnlnni útfrá kenningum um þróun mannslns. Valdasiúk- tJ ar bullur Killing Rage, bók eftir Eamon Coll- ins, Mick McGovern lagði honum lið við samningu bókarinnar. Granta gaf út 1998. 371 bls. kilja. Keypt á útsölu í Tower á 600 kr. ÞAÐ ER von flestra að skálmöldin á Irlandi sé í rénun og friðvænlegra er þar í landi nú en um langt skeið. Fjölmargir eiga um sárt að binda vegna hjaðningavíga kaþólikka og mómælenda sem tekist hafa á um völdin á Norður-írlandi í áratugi. í fjömiðlum utan írlands verður oft vart samúðar í garð Irska lýðveldis- hersins, IRA, enda þykir mörgum sem kaþólskir íbúar landshlutans séu kúgaðir af mótmælendum með þegjandi samþykki breskra yfir- valda. Málið er aftur á móti ekki svo ein- falt, því þó að víst hafi kaþólskir íbúar Norður-írlands verið beittir órétti í fyrndinni er það engin rétt- læting þess að drepa og meiða í dag og liðsmenn IRA eru oftar en ekki valdasjúkar bullur Sú söguskoðun skín að minnsta kosti í gegn í bók Eamons Collins Killing Rage, sem segir frá veru hans í IRA og hvernig hann gerðist fráhverfur hinni til- gangslausu baráttu. Eamon Collins gerðist liðsmaður IRA sumpart vegna þess að hann sá sjálfan sig fyrir sér sem marx-len- ínskan byltingarmann. Hann tók smám saman æ meiri þátt í starfi IRA, en hrottaskapur breskra her- manna varð til þess að snúa honum endanlega eins og fram kemur í sögu hans sem hér er gerð að umtalsefni. Eftii’ það tók hann þátt í ljölda til- ræða, ýmist fyrirsát, sprengjuárás- um eða almennum hryðjuverkum. Svo fór hann að efast, ekki bara um félaga sína í IRA sem margir voru ofbeldishneigðir fylliraftar sem beittu félagsskapnum fyrir sig í auðgunarskyni, heldur einnig um það að tilgangurinn helgaði meðalið. Hann segir frá því í bókinni að hann hafi smám saman áttað sig á að þótt bresk yfirvöld gætu ekki sigrað IRA myndi lýðveldisherinn heldur aldrei ná því fjöldafylgi sem hann sóttist eftir. Svo fór að Collins var handtekinn og varð það sem IRA-menn kölluðu „supergrass“, kjaftaði frá öllu sam- an. Á endanum dró hann framburð sinn til baka og losnaði fyrir lipurð verjanda síns úr fangelsi en átti ekki afturkvæmt inn í hreyfinguna. Hann tók aftur á móti að berjast gegn henni, meðal annars með bókinni Killing Rage, þar sem hann segir sögu sína og dregur ekkert undan. Þeir sem dáð hafa írska lýðveldis- hermenn verða eflaust slegnir yfir lýsingunni á samtökunum í bókinni enda var IRA-mönnum ekki skemmt við lesturinn. Þeir skipuðu Collins í útlegð og er hann virti það boð ekki myrtu þeir hann einn sunnudags- morgun þar sem hann var á gangi með hundinn; börðu og pyntuðu og myrtu síðan af sínum alkunna skepnuskap. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.