Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Jósef Ognibene lék með
Stamic-kvartettinum í Prag
JÓSEF Ognibene, hornleikari í Sin-
fóníuhljómsveit Islands, lék á tón-
leikum með Stamic-strengjakvart-
ettinum í Martinu-salnum í
Lichtenstein-höllinni í Prag í liðinni
viku.
Kvartettinn, sem hefur starfað í á
þriðja áratug, er vel þekktur á al-
þjóðlegum vettvangi og stendur nú
fyrir tónleikaröð, þar sem hljóðfæra-
leikurum frá öllum menningarborg-
um Evrópu er boðið að leika með
kvartettinum, gjarnan verk frá við-
komandi löndum. Með sér í fartesk-
inu hafði Jósef verk eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson, Plus sonat quam valet,
en auk þess lék hann með sveitinni
hornkvintett eftir Mozart.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Jósef að samvinnan við Stamic-
-kvartettinn hefði öll verið afar góð.
„Við höfðum aðeins tvo daga til að
kynnast og æfa saman en það gekk
mjög vel. Allir fjórir eru þeir ein-
staklega indælir kollegar og frábær-
ir spilarar."
Dæmigert
austantjaldsævintýri
Jósef hafði mikið gaman af að
koma aftur til Prag en þangað hafði
hann komið einu sinni áður, árið
1978, þegar hann tók þátt í alþjóð-
legri samkeppni ungra hljóðfæra-
leikara, „Vor í Prag“. Hann hlaut
Jósef Ognibene
þriðju verðlaun í keppninni en að
sögn Jósefs var það mjög umdeild
verðlaunaveiting. „Ég er fæddur
Ameríkani og það var mikið mál í þá
daga. Það var allt reynt til að láta
mig ekki komast svona langt,“ segir
hann og hlær, „þetta var svona
dæmigert austantjaldsævintýri og
mjög gaman að því þegar maður h'tur
til baka.“ Ekki var það síðra fyrir
Jósef að hitta nú fyrir, rúmum tveim-
ur áratugum seinna, nokkra af sínum
gömlu keppinautum. „Það eru sumir
sem muna ennþá eftir mér og það
var mjög gaman að spjalla við þá.“
Jósef segir allt annað að sjá borg-
ina núna en þegar hann kom þangað
fyrst. „Prag er orðin yndisleg borg,
þar er búið að taka í gegn mikið af
eldri byggingum og smám saman
verið að hætta að kynda með kolum,
auk þess sem Trabantamir eru
horfnir af götunum og loftið því orðið
mun hreinna. Það er líka sérstök til-
fínning að spila Mozart í Prag. Borg-
in er kennd við tónskáldið, sem var
þar oft á ferð. Þar var m.a. frumflutt
ópera hans Don Giovanni og Prag-
sinfónían. Maður finnur fyrir anda
meistarans, ekki síst í Lichtenstein-
höllinni, sem var einmitt byggð í
hans tíð. Höllin, sem einnig hýsir
Tónlistarakademíuna, er nýlega end-
urbyggð og opnuð almenningi eftir
áratuga niðumíðslu meðan hún var
notuð undir skrifstofu og skjala-
geymslu fyrri stjórnvalda. Martinu-
salurinn er algjör perla fyrir augu
jafnt sem eyru og hljómburðurinn
fullkominn. Salurinn tekur 350
manns í sæti og var svo gott sem
uppselt á tónleikana. Það er greini-
legt að Tékkar kunna að meta góða
tónlist í sögulegu umhverfi,“ segir
hann.
Besti Sesarinn sem
við gátum fengið
„ÉG
er mjög glöð,
vegna þess að fyrir mig
er þetta besti Sesarinn
sem við gátum fengið,“
sagði Sólveig Anspach,
í símtali við Morgun-
blaðið í gær. Leikkon-
an Karin Viard, sem
fór með aðalhlutverkið
í kvikmynd Sólveigar,
Haut les coeurs eða
Hertu upp hugann,
hlaut Sesarsverðlaun
fyrir besta leik í kven-
hlutverki þegar
frönsku kvikmynda-
verðlaunin vom afhent
um síðustu helgi.
Myndin var tilnefnd
flokka Sesarsverðlaun-
anna, fyrir bestu frum-
raun, besta leik í kven-
hlutverki og besta
unga leikarann.
Astæða þess að Sól-
veig telur þessi verð-
laun þau bestu er að
myndin er fyrsta
leikna kvikmynd henn-
ar „og ég var svolítið
hrædd um að ég hefði
ekki nógu gott lag á
því að vinna með leik-
urum,“ segir hún.
Sólveig segir að að-
sókn á myndina í
frönskum kvikmynda-
til þriggja húsum hafi tekið kipp í kjölfar verð-
launaafhendingarinnar. í dag held-
ur hún til Bandaríkjanna þar sem
hún mun hitta dreifingaraðila.
„Hver veit, kannski kemur eitthvað
gott út úr því,“ segir hún. Annars
segist hún hafa allan hugann við
næstu verkefni. Þar vestra hyggst
hún taka heimildarmynd um mann
sem á að taka af lífi 1. mars nk. í
Texas, fyrir glæp sem hann hefur að
öllum líkindum ekki framið. „Svo er
ég að byrja að skrifa handrit að ann-
arri bíómynd, sem ég ætla að taka í
Frakklandi og á íslandi," segir Sól-
veig.
Undir
feldinum
BÆKUR
S a g n I' r æ ö i
KRISTNITAKAN A ÍS-
LANDI
Jón Hnefill Aðalsteinsson. Önnur
útgáfa, aukin. Umsjón: Jakob S.
Jónsson. Háskólaútgáfan, Reykja-
vík 1999, 273 bls.
FRÆG er lýsing íslendingabók-
ar af lögtekningu kristni á íslandi í
lok níundu aldar. I söguvitund
þjóðarinnar er greipt sögnin um
hin friðsamlegu trú-
skipti á Þingvöllum,
ekki síst frásögnin af
Þorgeiri Ljósvetninga-
goða sem lagðist undir
feld og úrskurðaði í
framhaldi af því að Is-
lendingar skyldu taka
upp kristna trú. Heim-
ildir miðalda greina
ekki frá því hvað Þor-
geir hafi verið að gera
undir feldinum og hef-
ur það vakið forvitni
margra fræðimanna.
Ef á annað borð lagð-
ur hefur verið trúnað-
ur á feldarsöguna þá JónHnefill
hafa hefðbundnar Aðalsteinsson
skýringar gjarnan vís-
að til þess að Þorgeir hlyti að hafa
verið að hugsa um hvað væri
skynsamlegast að gera til að
tryggja frið í landinu.
Arið 1971 kynnti Jón Hefill Aðal-
steinsson rannsóknarniðurstöður
sínar á kringumstæðum kristnitök-
unnar í ritinu Kristnitakan á ís-
landi. Bókin hefur nú verið endur-
útgefin með allmiklum viðbótum. I
stuttu máli er meginkenning Jóns
Hnefils, varðandi veru Þorgeirs
undir feldinum, að hann hafi þar
verið að leita goðsvars - hann hafi
þurft „að komast í samband við þá
sagnaranda eða aðra fulltrúa yfir-
náttúrlegs heims, sem trúbræður
hans treystu og tóku mark á“ til að
fá álit á hvað bæri að gera í stöð-
unni (bls. 141). Með þessu er sá
möguleiki opnaður, innan orðræðu
fræðasviðsins, að Þorgeir hafi haft
trúarlegar fosendur til að komast í
samband við hið yfirnáttúrulega.
Styrkur Kristnitökunnar á Is-
landi felst í því að þar er beitt sagn-
fræðilegum og textafræðilegum að-
ferðum jafnhliða því að höfundur
nálgast frásagnir heimildanna á
trúarbragðafræðilegum og þjóð-
fræðilegum forsendum. Nokkurt
nýmæli var af slíkum þverfaglegum
vinnubröðum hér á landi þegar rit-
ið kom fyrst út. í viðaukanum finn-
ur Jón Hnefill að því að íslenskir
sagnfræðingar hafi verið tregir til
að taka rannsóknarniðurstöður sin-
ar um þetta efni til athugunar. Ein
skýring þessa er að íslenskir sagn-
fræðingar virðast eiga
erfitt með að sætta sig
við söguskýringar sem
ekki eiga rætur sínar
að rekja til skynsam-
legrar breytni sam-
kvæmt nútíma viðmið-
um. Þannig eiga menn
erfitt með að losna við
þá hugmynd, ef trún-
aður er lagður á feld-
arsöguna yfirleitt, að
það hjóti að vera aðal-
skýring atburðarásar-
innar að Þorgeir hafi
meðvitað verið að leita
leiðar til friðar og það
því í besta falli auka-
skýring að hann hafi
leitað, eða talið sig
leita, ásjár yfirnáttúrulegra afla.
Viðbætur endurútgáfunnar taka
gjarnan á sig form rökstudds svars
Jóns Hnefils við gagnrýni og öðr-
um tilgátum um tímabil kristnitök-
unnar. Fátt kemur þar beinlínis á
óvart og styður umfjöllunin fyrri
rannsóknir höfundar. Þarna er að
finna ágætar samantektir á af-
mörkuðum þáttum er snerta mat á
heimildagildi t.a.m. Úlfljótslaga og
íslendingabókar.
Upphafleg gerð Kristnitökunnar
á íslandi stendur sem eitt athyglis-
verðasta framlagið til rannsókna á
kristnitökunni. Það hefði þó styrkt
ritið að endurskoða upphaflegan
texta bókarinnar og fella umfjöllun-
ina í viðaukanum inn í aðaltextann.
Slíkt hefði í það minnsta gert end-
urútgáfuna aðgengilegri nýjum les-
endum.
Ólafur Rastrick
Sólveig Anspach
Fagur hið innra
Árið 2000
Veldu
^eit i n cj a k ú s
mánaðarins
og þú gætir unnið kvöldverð fyrir tvo!
____________________________________________________-X-
Sendist til:
Morgunblaðsins, merkt "Veitingahús mánaðarins", Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Veitingahús mánaðarins er:
Nafn:
Kennitala:
Simi:
Heimilisfanq:
Umsögn:
á icelandic-chefs.is Gildir út árið 2000. Skilist fyrir 1. hvers mánaðar.
iceiandic-chefs.is reykjavik2000.is
...................; .............—..........................
LEIKLIST
Tha1ía, leikfélag
Menntaskólans við
S u n d
FÍLAMAÐURINN
Höfundur: Bernard Pomerance.
Leikstjóri: Stefán Sturla Sigurjóns-
son. Þýðandi: Sigurgeir Hilmar
Friðþjófsson
Það er lofsvert þegar hópur af
ungu fólki tekst á við jafn ögrandi
verkefni og Fílamaðurinn er. Leik-
ritið er eiginlega af þeirri gerðinni að
það hentar ekki sérlega vel íyrir
unga og óvana leikendur; raunsæis-
leg persónusköpun ásamt fjöbreyti-
leika í aldri sem nær þó hvergi niður
fyrir tvítugt, hins eiginlega aldurs
leikendanna.
Leikhópurinn komst þó í flestum
atriðum framhjá stærstu torfærun-
um á þessu sviði og veldur þar mestu
skynsamleg leikstjórn sem gerir hlut
hins persónulega drama heldur
veigaminni en undirstrikar öðru
fremur frásögnina og heildarfram-
vinduna. Þannig varð þetta að fróð-
legri sýningu um líf hins afmyndaða
Merrick sem leikritið byggir á, sann-
arlega góð tilbreyting frá söngleikja-
sýkinni sem tröllriðið hefur fram-
haldsskólaleikklúbbum undanfarin
ár.
Leikrit Pomerance vakti verð-
skuldaða athygli á áttunda áratugn-
um þegar það var frumsýnt og gekk
lengi beggja vegna Atlantshafsins í
vönduðum uppfærslum. Þekktast
varð verkið þó af kvikmyndinni sem
gerð var eftir því þar sem breski
leikarinn John Hurt átti yfirburða-
leik í hlutverki Joseph Merrick.
Myndin er minnisstæð fyrir margra
hluta sakir, m.a. það að hún var tekin
í svart/hvítu sem undirstrikaði í senn
trúverðugleika hennar og sannsögu-
legan bakgrunn. Hvers vegna svart/
hvítt myndefni hefur slík áhrif er svo
efni í heila ritgerð eða tvær. í sýn-
ingu MS er notast við svart/hvítar
ljósmyndir af Merrick sjálfum ásamt
skemmtilega útfærðu myndbandi
sem bætir verulega við sýninguna og
greinilega hefur verið lögð nokkur
vinna í.
Efni leikritsins er sammannlegt
og eilíf uppspretta umhugsunar.
Þrátt fyrir ömurlega aðbúð og
hræðilega líkamlega afmyndun, sem
varð til þess að lengst af ævi sinnar
var Merrick hafður til sýnis í sirkus
og hæddur og spottaður fyrir útlit
sitt, glataði hann ekki trú sinni á hið
góða í mannskepnunni og reyndi sí-
fellt að finna jákvæðar ástæður íyrir
mannanna hegðun. Þegar læknirinn
og mannvinurinn Fredrick Treves
tók hann að sér og veitti honum skjól
komu góðar gáfur Merrick fljótt í
ljós og átti hann góða daga síðustu ár
ævi sinnar. Hann lést árið 1890.
Hafþór Helgi Helgason fer með
hið vandasama hlutverk Merrick og
kemst ágætlega frá því. Það er í fullu
samræmi við efni leiksins að fara
ekki þá leið að afmynda leikarann
með gervi heldur gefa fötlun hans og
útlit í skyn með líkamsbeitingu og
einföldum búningi. Þannig verður
ljós sú hugmynd að hinn innri maður
er mikilvægastur, Merrick var fagur
hið innra þó útlitið væri ógeðfellt.
Hannes Óli Ágústsson stóð sig
með prýði í hlutverki læknisins
Fredrick Treves. Framsögn hans
var reyndai' á köflum nokkuð óskýr
en það skal tekið fram að undirritað-
ur sá aðalæfingu og vel má vera að
leikendur hafi tekið sig á í þessu efni
kvöldið eftir á frumsýningunni.
Fleiri leikendur áttu einnig í nokkr-
um erfíðleikum með að láta texta
sinn hljóma skýrt og eðlilega en í
þessu sem öðru skapar æfingin
meistarann. Helga Guðrún Friðriks-
dóttir sýndi einnig ágæta frammi-
stöðu í hlutverki frú Kendal.
Leikstjórinn hefði þó að ósekju
mátt leggja sig heldur meira fram
við að gæða sýninguna lit og blæ-
brigðum. Dökkleit umgjörð sýning-
arinnar gaf henni óneitanlega nokk-
uð drungalegan blæ en í heildina má
segja að hér hafi tekist vel til um val
á verkefni og úrvinnslu þess.
Hávar Sigurjónsson