Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Sævar og Davíð taka forystuna SKAK Hellisheimilið MEISTARAMÓT HELLIS 14. feb. - 1. mars 2000 DAVÍÐ Kjartansson lagði Björn Þorfinnsson, núverandi skákmeistara Hellis, að velli í fjórðu umferð meist- aramóts Hellis. Þar með náði Davíð for- ystunni ásamt Sæv- ari Bjarnasyni, sem sigraði Jón Ama Halldórsson. Helstu úrslit fjórðu umferð- ar urðu þessi: Saevar Bjamason - Jón Árni Halldórsson 1-0, Davíð Kjartansson - Bjöm Þorfinnsson 1-0, Stefán Arnalds - Róbert Harðarson 0-1, Sigurbjöm Björnsson - Jóhann H. Ragnarsson 1-0, Vigfús O. Vigfússon - Guðjón Heiðar Val- garðsson 1-0. Staðan að loknum fjórum umferðum er sem hér segir: 1.-2. Sævar Bjamason 4 v. 1.-2. Davíð Kjart- ansson4v. 3.-7. Jón Ámi Hall- dórsson, Pétur Atli Lárusson, Vigfús Ó. Vigfússon, Róbert Harðarson, Sigur- björn Bjömsson 3 v. 8.-19. Bjöm Þor- finnsson, Jóhann H. Ragnarsson, Jónas Jónasson, Stefán Amalds, Páll Sigurðsson, Guðjón Heiðar Valgarðsson, Kristján Om Elíasson, Ingólfur Gíslason, Sig- urður Ingason, Baldur Möller, Sveinbjöm Jónsson, Ólafur Is- berg Hannesson 2 v. o.s.frv. Fimmta umferð verður tefld í kvöld, miðvikudaginn 23. febrúar, og hefst klukkan 19:30. Capelle la Grande Nokkur fjöldi íslenskra skák- manna tekur þátt í Capelle la Grande skákmótinu sem nú stendur yfir í Frakklandi. Fjórum umferðum er nú lokið á mótinu og hefur gengi íslensku keppend- anna verið með ágætum. Mótið er afar sterkt og t.d. er Hannes Hlíf- ar Stefánsson (2.566) í 23. sæti í stigaröðinni. Annars taka 643 skákmenn þátt í mótinu frá 50 löndum. Þar af eru 105 stórmeist- arar og 59 alþjóðlegir meistarar. Vinningafjöldi íslensku keppend- anna er þessi þegar fjórum um- ferðum er lokið: Hannes Hlífar Stefánsson 3‘/z v. Helgi Ólafsson 2M> v. Þröstur Þórhallsson 214 v. Stefán Kristjánsson 214 v. Ólafur Kjartansson 2 v. Hlíðar Þór Hreins- son 3 v. Birkir Örn Hreins- son Vá v. Firmakeppni TR Firmakeppni TR er hafin. Dagskráin verður sem hér segir: B-undanrásir þriðj- ud. 29. febrúar kl. 20, C-undanrásir fimm- tud. 2. mars kl. 20, D- undanrásir sunnud. 5. mars kl. 20. Úrslit mánud. 6. mars kl. 20. Verðlaun verða veitt fyrir bestan ár- angur úr fjórum mót- um. Árangur í úrslit- um telst með: 1. verðlaun kr. 20.000, 2. verðlaun kr. 15.000, 3. verðlaun kr. 10.000. Sérstök verðlaun verða veitt í úrslitum. Kvennameistara- mót Hellis Annað kvenna- meistaramót Hellis verður haldið sunnu- daginn 27. febrúar kl. 13. Tefldar verða 7 umferðir eftir Mon- rad-kerfi með 15 mínútna umhugsunartíma. Mótið er opið konum á öllum aldri, en titilinn sjálfan getur aðeins fé- lagsmaður í Helli unnið. Sigur- vegari á Kvennameistaramóti Hellis 1999 var Áslaug Kristins- dóttir. Kvennameistari Hellis 1999 varð hins vegar Anna Lilja Gísladóttir eftir einvígi við Mar- gréti Jónu Gestsdóttur. Ekkert þátttökugjald. Góð verðlaun verða í boði. Skákmót á næstunni 24.2. Finnland. NM í skólaskák 27.2. Hellir. Kvennameistara- mót. 3.3. Hellir. Klúbbakeppni. Daði Örn Jónsson Sævar Bjarnason Davíð Kjartansson Mótmælir áformum um niðurskurð við geðdeildir BSRB mótmælir harðlega þeim áformum að skera niður framlög til geðdeilda Ríkisspítalanna um veru- legar upphæðir. í því fælist sam- dráttur í þjónustu og umönnun við geðsjúka, veruleg fækkun sjúkrar- úma og óvissuástand um bráða- þjónustu við geðsjúka. Þessi áform koma fram á sama tíma og land- læknir hefur hrundið af stað her- ferð til að berjast gegn þunglyndi og sjálfsvígum sem hafa færst mjög í aukana á undanförnum ár- um, segir í ályktun BSRB. „Um tvo áratugi hefur verið starfrækt bráðamóttaka fyrir geð- sjúka á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Þangað hafa sjúklingar og aðstan- dendur þeirra getað leitað aðstoðar allan sólarhringinn. Um 90 ein- staklingar leita að meðaltali á mán- uði til bráðadeildarinnar og margir þeirra hafa gert sjálfsvígstilraun og eru þjáðir af þunglyndi. Gangi þessi áform eftir mun þessi þjón- usta við geðsjúka minnka verulega. Landlæknir hefur lýst því yfir í sambandi við aukningu sjálfsvíga að bæta þurfi bráðaþjónustu við geðsjúka og að ljóst sé að ekki megi skerða hana úr því sem komið er. Geðlæknafélag íslands hefur mótmælt fyrirhuguðum niður- skurði og segir í ályktun félagsins „að þessi kerðing komi verst niður á þeim sem haldnir eru alvarleg- ustu geðsjúkdómum, þeim sem búa við erfiðar félagsaðstæður og einstalingum sem þurfa á bráðainn- löng að halda vegna sjálfsvígs- hættu. Geðsjúkdómar eru oftar en ekki sjúkdómar ungs fólks. Ónóg meðferð á byrjunarstigi geðsjúk- dóma getur stofnað lífi ungra ein- staklinga í hættu og stuðlað að var- anlegri örorku.“ Þekking almennings og skilning- ur á geðsjúkdómum hefur aukist mikið að undanförnu og fordómar þar með verið á undanhaldi. Áform heilbrigðisyfirvalda sýna hins veg- ar að sú þekking virðist ekki hafa numið land þar á bæ og fordómarn- ir í garð geðsjúkra minna á afstöðu manna um síðustu aldahvörf en ekki árið 2000,“ segir í ályktun BSRB. ÍDAG VELVAKMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Gæfan er fallvölt ÉG ER mjög reið yfir því sem ég hef heyrt að forsæt- isráðherra hafi á Alþingi Islendinga niðurlægt ör- yrkja og annað fólk með því að kalla þá smælingja. Hann líkti þessu við óreiðu. Gæfan er fallvölt í þessum heimi og enginn veit hvað fyrir getur komið. Slys og veikindi hafa lagt marga manneskjuna á besta aldri að velli og þá taka við lúsar- bætur frá Tryggingastofn- un ríkisins. Þótt fólk hafi verið þokkalega efnað, jafnvel átt íyrirtæki sem blómstrað hafa, hefur slíkt stundum hrunið eftir slys eða veikindi. Ráðherra tal- ar lika um öryggisnet, en það mun aldrei koma í stað kaups eða yfirvinnukaups. Örorka og það að vera gam- all á ekki að vera ávísun á fátækt. Örorkubætur og ellilífeyrir á ekki að vera ölmusa. Hann sagði líka að ekld væri hægt að leysa erfiðleika vegna fjárhags- aðstæðna á hverjum bæ. Það má kannski vera, en hann hefur nú ekki sýnt því mikinn áhuga að leysa vanda þessa fólks. Það er þungur kross að bera að missa heilsuna þótt fólk sé ekki ofurselt fátækt. Og ekki hefur láglaunafólk og einstæðar mæður það betra. Þettá fólk verður í neyð sinni að leita til hjálp- arstofnana. Það er samfé- lagi sem státar sig af góð- æri til skammar. Margt fólk veltir langt á undan sér skuldabagga sem sífellt vefst upp á eins og snjó- bolta og sumir geta ekki ráðið við fyrir fátækt. Margir nota greiðslukort til að bjarga sér og hafa margir farið illa út úr slíku. Þetta kallar ríkisstjómin kaupmátt. Finnst mér að forsætisráðherra eigi að biðja fólk afsökunar á þess- um orðum sínum. Allir eiga rétt á að fá að halda mann- legri reisn. Sigrún. Mótmæli ummælum ÉG VIL mótmæla harðlega ummælum forsætisráð- herra, Davíðs Oddssonar, á Alþingi þar sem hann lét frá sér fara ummæli um ör- yrkja og ellilífeyrisþega og láglaunafólk og kallaði það smælingja. Af orðum hans að dæma mætti halda því fram að þetta fólk væri allt- af í víndrykkju og sukki. En óreiðan er ekki fyrir það að fólk sé í víndrykkju og sukki heldur fyrir of lág laun. Vil ég að Davíð biðji þjóðina afsökunar á um- mælum sínum. Hallgrímur Kristinsson. Misjafnt hafast mennirnir ÉG VIL svara grein sem birtist í Velvakanda og er skrifuð af Bryndísi. Greinin heitir Misjafnt hafast mennimir. Hún skrifar um öfundar- og fúkyrðistón 111- uga Jökulssonar. Ég hlusta alltaf á pistlana hans á fimmtudagsmorgnum og hann var alls ekki að setja út á sjómenn í þessu tilfeÚi. Ég vil koma því á framfæri að hann er aldrei með öf- undar- og illgimishugarfar. Hann segir alltaf satt og rétt frá að mínum dómi en sumt fólk getur aldrei þolað sannleikann. Með kveðju. Húsmóðir. Um gagnagrunn VEGNA gagnagrunns, peningaþvættis þar sem hver hugsar um sig og sér- hagsmunastöðu vísinda- nefndar og heilbrigðisráðu- neytið. Það er mjög hættulegt séu margir sérfræðingar að rannsaka sama hlutinn. Það ættu allir í heilbrigðis- geiranum að vita. Ég hef sagt mig úr gagnagrunnin- um, en það er hægt að tala við mig þegar prófessor Tómas Helgason er hættur störfum, annað læt ég ekki bjóða mér Anna Bjarkan. Leikir fyrir heimili og skóla VEIT einhver hvar hægt er að fá bókina „Leikir fyrir heimili og skóla“ eftir Aðal- stein Hallsson, leikfimi- kennara? Bókin er útgefin af prentsmiðjunni Leiftri 1969. Þeir sem gætu gefið upplýsingar hafi vinsam- lega samband við Önnu Maríu í síma 464-3567. Tapað/fundid Taska óskast aftur MAÐURINN sem er með svörtu töskuna mína er beðinn að hringja í númerið sem er í veskinu. Fundur í Esju GÖNGUMAÐUR gekk fram á svarta Charlot-Mos- er tösku er inniheldur mjög dýran klifurbúnað, neðar- lega í Esjuhlíðum, neðan Mógilsár. Eigandi vinsam- legast hafið samband í síma 5868368. Nokia gsm-sími týndist GRÁR Nokia 3210 gsm- sími týndist milli Brautar- holts og Hlemms sl. mánu- dag. Finnandi hafi sam- band i síma 867-2034. Víkverji skrifar... FYRIR nokkru var greint frá vali verktaka við nýja verslunar- miðstöð í Kópavogi, Smáralind. Ætt- um við kannski fremur að segja verslunarþorpið Smáralind? Vík- verja hefur nefnilega skilist að hér sé nánast um heilt þorp eða bæ að ræða fyrir sakir stærðar og fjölbreytni. Gott ef ekki verður hægt að búa þama líka og vera sjálfum sér nógur án þess að fara nokkru sinni út fyrir lóðarmörkin! Þama verður nefnilega bæði nóg að bíta og brenna og fjöl- breytt atvinnutækifæri og nýjasta tiltækið er kvikmyndahús svo það ætti að vera vel séð fyrir flestum þörfum. Það verður fróðlegt að fylgjast með gengi Smáralindarþorpsins þegar íbúar taka sér þar bólfestu og gestir streyma í bæinn. Mun þorpið taka frá öðram miðstöðvum sem fýr- ir era á höfuðborgarsvæðinu, svo sem Kringlunni eða miðborginni? Flyst verslun að einhverju leyti frá Selfossi eða Keflavík, sem heitir reyndar Reykjanesbær núna? Eða verður verslun þama hrein viðbót við öll önnur tækifæri sem við höfum til að stunda útsölur og kjarakaup? Víkverji átti hins vegar fyrir nokkru tal við mann sem hefur tröllatrú á Smáralind. Kannski vegna þess að hann hefur ákveðið að hefja þar verslunarrekstur og þegar gengið frá kaupum á plássi. Hann er sannfærður um að þarna sé góð hug- mynd fædd og að menn muni flykkj- ast í Kópavoginn til að höndla. Ekki hefur Víkverji vit á að meta eða spá einu eða neinu um framvinduna í Smáralind en endurtekur aðeins að fróðlegt verður að fylgjast með þess- um rekstri. Um leið má leiða hugann að fjár- festingunni. Uppbyggingin á að kosta tæpa sex milljarða króna sem er talsvert mikið fé. Víkverji er þó löngu hættur að láta sér koma á óvart hvera miklar upphæðir hægt er að galdra fram þegar menn telja sig veðja á réttan hest. Hér hætta fjárfestar og væntanlegir verslunar- eigendur fjármunum sínum en þeir hljóta að bera nokkurt skynbragð á hvar arðsemi sé helst von. DAG er nú tekið að lengja og allt- af þykir Víkverja það ánægju- legt þegar hann getur farið að heim- an í björtu árla morguns og komið heim í björtu. Ekki síst þegar vinnan teygist fram yfir kvöldmat en þá er gott að enn lifir eitthvað af deginum í birtunni. Þótt veturinn hafi sínar björtu (!) hliðar er Víkveiji meira fyrir vorið og sumarið. Þá er bæði léttara yfir veðri og vindum og meiri glaðværð yfir mannfólkinu. Bjart nánast allan sólarhringinn og minni þörf á að lúra undir sæng. Um leið og Víkverji er í þessum árstíðahugleiðingum tekur hann heilshugar undir álit þingmanna sem vilja halda í gömlu heitin á vind- styrk, gola, kaldi, rok og svo fram- vegis. Þótt tækniöldin vilji fá þessar upplýsingar í metram á sekúndu geta margir enn notað sér gömlu nöfnin og því ekki að halda í þau? Ættum við ekki bara líka að taka í daglegt brúk gömlu mánaðaheitin? Þorrinn er nýliðinn, nú er góa og næst er það einmánuður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.