Morgunblaðið - 23.02.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 23.02.2000, Síða 33
32 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. P APPIRSL AU S VIÐSKIPTI BÚNAÐARBANKINN hefur auglýst nýjung í rafrænum bankaviðskiptum. Bankinn býður viðskiptavinum sínum að fá reikninga frá ákveðnum aðilum senda á Netinu í stað þess að þeir séu bornir út í bréfum af bréfberum. Reikning- arnir eru síðan greiddir með því einu að smella með tölvumús á einn takka. Þetta er upphafið að mikilli byltingu og má gera ráð fyrir, að þróunin verði mjög ör á þessu sviði. Ætla verður að bankar, sveitarfélög, orkuveitur, símafyrirtæki og aðrir, sem eiga regluleg viðskipti við einstaklinga og heimili bjóði fólki að senda reikningana með þessum hætti. Þetta dregur úr kostnaði, auðveldar greiðslu reikninga og er á allan hátt hag- kvæmara. Fyrir allmörgum misserum hófust bankaviðskipti einstakl- inga á Netinu. Þar með gátu viðskiptavinirnir setið heima hjá sér á síðkvöldum og sparað sér að fara í bankann með gíró- seðla og standa í biðröð tímum saman, sérstaklega um mán- aðamót. Hin nýja tæknibylting felur í sér að heimsendingu gíró- og greiðsluseðla er hætt til þeirra, sem þess óska en í tölvunni kalla menn nú upp lista yfir þá seðla, sem sendir eru viðkom- andi viðskiptamanni með rafrænum hætti. Heimilisbanki Bún- aðarbankans boðar einnig, að innan tíðar muni viðskiptamenn bankans geta greitt gíró- og greiðsluseðla með WAP-síma. Tæknibyltingin, sem er að verða í allri afgreiðslu bankanna, er mjög notendavæn. Þessi tækni hlýtur jafnframt að fela í sér fækkun eða lækkun á þeim þjónustugjöldum, sem verið hafa við lýði í bankakerfinu undanfarin ár. Pappírslaus viðskipti eru framtíðin og sú framtíð er að verða að veruleika. Því örari sem þessi þróun verður þeim mun meiri verða möguleikar bankanna til þess að draga úr rekstrarkostnaði og lækka þar með kostnað viðskiptavina sinna. Þeir sem sitja við tölvur á heimili sínu og stunda bankaviðskipti með þeim hætti eru sjálfir að inna af hendi það starf, sem bankastarfsmenn hafa haft með höndum fram til þessa. Það er ljóst, að þessi þró- un leiðir til fækkunar bankastarfsmanna. Það er að gerast um heim allan og fyrst og fremst spurning um að það gerist á þann veg, að sem minnst röskun verði á stöðu og högum starfs- mannanna. Raunar er ýmislegt sem bendir til þess, að fækkun bankastarfsmanna verði ekki jafn hröð og menn áður töldu vegna þess, að þótt dragi úr þörf á afgreiðslu af þessu tagi eykst eftirspurn eftir margvíslegri ráðgjöf til viðskiptavina bankanna. SIGUR UMBOTASINNA í ÍRAN ÞRÁTT fyrir að talning atkvæða standi enn yfír er ljóst að um- bótasinnar hafa unnið mikinn og öruggan sigur í þingkosn- ingunum í íran. Eru yfirburðir þeirra slíkir að vart verður hægt að lýsa úrslitunum öðruvísi en sem kaflaskilum í írönskum stjóm- málum. Greinilegt er að kjósendur, ekki síst yngri kjósendur og konur, vilja opnara og frjálsara samfélag er byggir í minna mæli á trúarkreddum. Leiðtogar umbótasinna hafa þegar gefíð til kynna að þeir muni ekki sitja lengi aðgerðalausir og m.a. lýst því yfír að fyrir þeim vaki að opna landið í auknum mæli fyrirerlendum áhrifum. Þann- ig hyggjast þeir afnema lög er banna írönum að setja upp mót- tökudiska fyrir gervihnattasjónvarp. Þá leggja þeir áherslu á mik- ilvægi þess að treysta samskipti við vestræn ríki og koma á samskiptum við Bandaríkin á nýjan leik. Samskipti írana og Vesturlanda hafa verið stirð síðastliðna tvo áratugi eða frá því að íranskeisara var steypt af stóli í hinni ísl- ömsku byltingu árið 1979. Stjómmálasambandi íran og Banda- ríkjanna var svo rift í kjölfar þess að sendiráð Bandaríkjanna var hemumið og starfsmönnum haldið í gíslingu. Vonir um breytta tíma í Iran vöknuðu fyrir þremur árum er hinn hófsami Mohammad Khatami sigraði óvænt í forsetakjöri. Khatami hefur hins vegar átt erfitt með að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd. Harðlínumenn hafa haft tögl og hagldir á þinginu og að auki fer æðstiklerkur landsins með mikilvæg völd, m.a. með stjóm heraflans, mótun utanríkisstefnu og yfírstjóm löggæslu. Að auki em starfandi klerkaráð, er tekið hafa sér völd á ýmsum sviðum. Þannig var mörgum væntanlegum frambjóðend- um fyrir þingkosningamar meinað að bjóða sig fram á grundvelli þess að hinn íslamski bakgmnnur þeirra var ekki nógu traust- vekjandi að mati klerkanna. Það vakir ekki fyrir Khatami að umtuma klerkaveldinu og raunar telst hann sjálfur til kierkastéttarinnar. Markmið hans virðist vera að draga úr helstu öfgum klerkaveldisins og alræðis- tilhneigingum. Takist honum að sameina að baki sér þau að mörgu leyti sundurleitu öfl er unnu sigur í þingkosningunum ætti víg- staða hans að vera mun sterkari en hún hefur verið síðastliðin þrjú ár. Nýjar tillögur um samvinnu og sérhæfingu geðsviða sjúkrahúsanna í Reykjavík Áfram 15 rúm í Fossvogi Stjórnendur og sviðsstjórar begg;ia sjúkra- húsanna í Reykjavík hafa að undanförnu fjallað um hvernig koma megi við hagræð- ingu á geðsviðunum. Er talið að dreifð þjón- usta í dag bjóði uppá mögulega hagræðingu. Stjórnarnefnd spítalanna hefur falið stjórn- endum sjúkrahúsanna að leggja fram áætlun um breytingar. HORFIÐ hefur verið frá því að sinni að leggja alveg niður legudeild geðdeildar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, en þar verður rekin 15 rúma eining. Þá verður unnið að hagræðingu á geðsviði Landspítala og alls verður unnt að ná með þessu 40 til 50 milljóna króna sparnaði á geðsviðum spítalanna í Reykjavík. Áfram verður leitað leiða til að draga úr útgjöldum um aðra eins upphæð og þannig reynt að lækka út- gjöldin í heild um 100 milljónir. I greinargerð um starfsemi geð- sviða spítalanna í Reykjavík sem unn- in var á skrifstofu forstjóra kemur fram að gengið hafi verið út frá því að samvinna geðsviða spítalanna yrði aukin eða þau sameinuð að öllu leyti. „Stjórnarnefnd sjúkrahúsanna hefur falið stjórnendum sjúkrahúsanna að útfæra þessar breytingar og leggja fram áætlun þar að lútandi. Full rök hníga að því að sérhæfing sjúkrahús- anna verði aukin, ekkert síður á geð- sviðum þeirra en í annarri starfsemi." Heildarkostnaður við geðsviðin er nærri 1.800 milljónir króna. „Með til- liti til sameiningar geðsviðanna var ákveðið að leitast við að draga úr út- gjöldum um 100 m.kr. með endur- skipulagningu á starfseminni. Þetta hefur sætt gagnrýni en umræðan hef- ur hins vegar að litlu leyti tekið mið af þeim miklu skipulagsbreytingum sem unnið hefur verið að á sjúkrahúsunum og hafa nú leitt til þess að þau verða sameinuð," segh- í greinargerðinni. Þar kemur einnig fram að þjónusta spítalanna við geðsjúklinga á höfuð- borgarsvæðinu sé nú mjög dreifð og fari fram á Landspítala, SHR, Arnar- holti, Hvítabandinu, Gunnarsholti, Kleppsspítala og ýmsum sambýlum. Ljóst sé að svo dreifð þjónusta bjóði uppá ýmsa möguleika í hagræðingu. Sparað í yfirvinnu og einfaldari vöktum Bráðaþjónusta geðsviðanna fer nú fram á fjórum deildum á Landspítala og einni í Fossvogi. „Talið er heppilegt að deild A-2 í Fossvogi verði rekin sem 15 rúma einingu með 2 dagdeildar- plássum, á sama hátt og bráðadeildir geðdeildar Landspítalans (32C og 33C). Skráðum rúmum yrði því fækk- að úr 24 á A-2 en 19 rúm voru að með- altali í rekstri árið 1999, auk dagsjúkl- inga. Þannig er gert ráð fyrir að spara Morgunblaðið/Ásdís megi í yfu-vinnu starfsfólks og jafn- ft-amt að hægt verði að samræma og einfalda vaktir sérfræðinga.... Með þessari breytingu verður hægt að flytja taugalækningadeild SHR í aðal- bygginguna í Fossvogi, sem lengi hef- ur staðið til. Nýlega báðu stjórnendur taugadeildar SHR um að þessi breyt- ing yrði skoðuð. í framhaldi af þessu yrði kannað hvort ekki væri rétt að sameina taugadeildir beggja sjúki-a- húsa. Fyrsti liður í þessari breytingu er talinn geta gefið af sér hagræðingu sem gæti sparað 25 til 30 m.kr. ár- lega.“ Þá segir að fjölmargt í starfsemi geðsviðs Landspítala hafi verið endur- skilgreint og haldið verði áfram hag- ræðingu á sviðinu sem unnið hafi verið að. Er miðað við að ná þannig 15 til 20 milljóna króna sparnaði á þessu ári. Varðandi móttöku á slysa- og bráðamóttöku SHR segir að spítal- arnir og heilbrigðisyfirvöld vinni að því um þessar mundir að styrkja með- ferðarúrræði hóps sem á við ýmiss konar fíkniefnavanda að stríða og hef- ur reynt að fyrirfara sér. Verður reynt að efla tengslin við barna- og ungl- ingageðdeild Landspítalans, SÁÁ, bráðamóttökudeildir og heilsugæsl- una til að tryggja rétta eftirmeðferð. „Þar þarf jafnframt að hafa örugga aðstöðu til vöktunar á gæsludeild og er það í sérstakri skoðun vegna bráða- hlutverks sjúkrahússins í Fossvogi." Fram kemur einnig í greinargerð- inni að forráðamenn sjúkrahúsanna vilji athuga gaumgæfilega hvort breyta megi rekstri Arnarholts og Gunnarsholts. í Gunnarsholti er vist- heimili fyrir 26 áfengissjúklinga og vímuefnaneytendur sem er undir um- sjón geðsviðs Landspítala en í Arnai'- holti langlegudeildir og endurhæfing fyrir um það bil 40 geðsjúklinga sem geðdeild SHR sér um. Segir að vandi margra sem dvelji á þessum stöðum sé strangt til tekið ekki viðfangsefni sjúkrahúsa, þar eigi frekar við félags- legar úrlausnir. Breytingar gætu leitt til hagræðingar en þeim sem þar búa yrði tryggt fullt öryggi. Svigrúm til að sameina aðrar deildir í niðurstöðu greinargerðinnar seg- ir að breyting á starfsemi geðsviðs SHR sé tvíþætt: „Annars vegar felst í henni sameining á starfsemi geðsviða beggja spítala en það er liður í endur,- skipulagningu sem tengist samruna sjúkrahúsanna. Með því að hrinda þessari breytingu í framkvæmd skap- ast svigrúm til þess að sameina aðrar deildir, til dæmis taugadeildir beggja sjúkrahúsanna. Þetta er afar mikil- vægt. Hins vegar felst í málinu ákvörðun um það að draga saman út- gjöld til þessa sérsviðs spítalanna, eins og ýmissa annaiTa sviða. Haft er að leiðarljósi að áhrifin verði sem vægust og að þjónustan við þá sem koma á slysadeild verði efld. Sam- kvæmt því sem hér er lýst fælist í hagræðingunni um 40-50 m.kr. sparn- aður en rúmum þyrfti aðeins að fækka um 4 fi-á þvi sem var 1999. I heild stendur því alls ekki til að draga úr þjónustu við sjúklinga." Talsmenn geðdeilda Landspítalans og Sjúkrahús Reykjavíkur um sparnaðaráform 100 milljóna sparnaður óraunhæfur TILLÖGURNAR hafa ekki verið ræddar eða kynntar á fundum yfirlækna geð- deilda Landspítalans,“ seg- ir Tómas Zoéga, yfirlæknir á geðdeild Landspítala, aðspurður um álit á greinargerðinni um starfsemi geð- sviða spítalanna í Reykjavík, „og það er vandséð hvernig á að ná 50 millj- óna króna sparnaði án þess að þjón- ustan við geðsjúka minnki.“ Tómas Zoéga segir að ákveðinn hringlandaháttur sé boðaður í þess- um tillögum, svo sem að flytja tauga- deild SHR í aðalbygginguna, göngu- deildarþjónustu við geðsjúka frá Fossvogi í Hvítabandið og að henni verði einnig sinnt af starfsfólki göngudeildar Landspítala. Eðlilegast hefði verið að hafa hana áfram í Foss- vogi. Hann segir að svo virðist sem minnka eigi húsnæði deildar A-2 í Fossvogi til að koma taugadeild spít- alans þar fyrir. „Síðan er mjög óljóst orðalag um framtíð starfsemi Arnarholts og Gunnarsholts og ómögulegt að sjá hvað átt er við. Á að leggja annað þeirra niður eða bæði? Eða færa starfsemi þeirra undir ábyrgð félags- málaráðuneytisins? í því er enginn sparnaður fólginn, aðeins tilflutning- ur milli vasa. Þeir segja að hægt sé að hafa 55 sjúklinga í Arnarholti, þar sé rúm fyrir fleiri en þar eru í dag og þess vegna á kannski að flytja sjúkl- inga frá Gunnarsholti og þangað. Þeir sem þekkja húsnæðið í Arnarholti vita að nauðsynlegt er að endurnýja það að verulegu leyti, sem verður mjög dýrt, en það hljóta líka að liggja fyrir áætlanir um það.“ Tómas bendir líka á að vandamál sjúklinga á þessum stöðum séu sam- verkandi afleiðingar geðsjúkdóma, fíkniefnaneyslu og líkamlegra sjúk- dóma sem leitt hafi til félagslegra vandamála. „Þessir einstaklingar þurfa áfram á samhæfðri þjónustu að halda og það er bábilja að halda því fram að einhver sparnaður verði af þessu nema að minnka eigi þjónust- una.“ Tómas Zoéga sagði að breytingarn- ar sem nú væru til umræðu en hefðu ekki verið kynntar kæmu fram við nokkuð sérstæðar aðstæður. „Við verðum að skoða þetta í ljósi samein- ingar sem nú stendur fyrir dyrum. Nú eru tveir yfirmenn um hverja stjórnunarstöðu sem þýðir að í raun þorir enginn að tjá skoðun sína til að lenda ekki úti í horni. Stjórn spítalans getur því komið fram verulegum breytingum án verulega gagnrýninn- ar umræðu og það er slæmt. Við erum ekki á móti breytingum og hagræð- ingu, en það er ekki farsælt ef hún á sér stað við aðstæður eins og nú ríkja á sjúkrahúsunum,“ sagði Tómas. Vildum helst halda óbreyttri starfsemi Við gætum séð þessa fækkun ger- ast svona en auðvitað er mér engin launung á því að helst vildum við halda starfseminni óbreyttri og að við fengjum sama rekstrarfjármagn og síðasta ár. Við vorum búin að gefa það út að við treystum okkur til að reka geðsvið SHR hallalaust fyrir sömu upphæð og í fyrra,“ sagði Guðný Ánna Arnþórsdóttir, sviðstjóri hjúkr- unar á geðsviði Sjúkrahúss Reykja- víkur en hún var spurð hvernig henni litist á tillögurnar um hagræðingu geðsviða spítalanna. „Þegar hugmyndirnar komu fram um 100 milljóna króna sparnað á geðsviði þóttumst við sjá að slíkt væri óraunhæft. Við töldum hins vegar að hægt yrði að spara eitthvað með því að geðsvið spítalanna leggðu meira saman,“ sagði hún ennfremur. Guðný Anna segir að forráðamenn sviðanna hafi verið beðnir að athuga hvernig þeir teldu unnt að hagræða og það er ekkert nýtt að sviðstjórnir spítalanna fjölluðu þannig um sam- eiginleg mál. „Við gengum út frá því að deildin A-2 yrði áfram við lýði hér á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og teljum afar mikilvægt að halda bráðamót- töku fyrir geðsjúka á SHR og að þjónustan verði ekkert skert. Þetta voru tvær meginforspndurnar sem við gengum út frá. Ut úr því kom rúmafækkun og samhæfing á starf- seminni á milli bráðadeildanna þriggja, tveggja á Landspítala og einnar hér, sem á eftir að útfæra,“ segir Guðný Anna og nefnir að þarna hafi einnig verið litið á breyttar rekstrai-forendur á Arnarholti og Gunnarsholti. „Þar sjáum við fyrir okkur ákveðna samþættingu og flutn- ing á verkefnum sem á að geta skilað sparnaði.“ Rekstrarafgangur í fyrra Deild A-2 á SHR hefur verið 24 rúma deild en á síðasta ári voru að meðaltali 19 rúm í rekstri. Til viðbót- ar hafa um 7 dagdeildarsjúklingar fengið þjónustu á deildinni yfir dag- inn. Guðný Anna segir það annars vegar hafa verið vegna þess að dregið var úr starfsemi deildarinnar yfir sumarmánuðina og reynt hafi verið að halda henni í nokkru lágmarki til að kostnaður héldist innan ramma fjárlaga. Reynt hefði verið að yfir- fylla ekki deildina til að halda kostn- aði við yfirvinnu í lágmarki. + MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 33 . " .................. V Vaxandi spenna milli þjóðarbrotanna í norðausturhluta Kosovohéraðs Ottast að Serbar muni hrifsa til sín námusvæði Reuters Breskir hermenn úr liði friðargæsluliðsins í Kosovo halda aftur af Albönum sem reyndu að komast yfir ána Ibar í Kosovska Mitrovica yfir í borgarhluta Serba á mánudag. Allt var með kyrrum kjörum í gær. Hörð átök hafa verið milli Albana og Serba í borginni Kosovska Mitrovica í Kosovo að undanförnu. Þau eru lið- ur í baráttunni um framtíð héraðsins. ATÖKIN í borginni Kosovska Mitrovica í norðurhluta Kosovo undanfarnai’ vikur hafa verið blóðug, tíu manns hafa þegar fallið og tugir særst. Serbar hafa hreiðrað um sig í norður- hluta borgarinnar og reyna með ýms- um ráðum að stugga við þeim Albön- um sem þar þrauka enn. Flestir Albanar í borginni búa hins vegar í suðurhluta borgarinnar og eru mun fjölmennari en Serbamir. Og Serbar bera því við að þeim sé hvergi vært í héraðinu vegna ofsókna Albana og verði því að tryggja sér einhvers stað- ar öruggt hæli. Borgaraleg stjórnvöld í hverfum Mitrovica, að svo miklu leyti sem þau eru til, eru lítt fær um að hafa hemil á þeim sem vilja ganga milli bols og höf- uðs á andstæðingnum, pólitískir æs- ingamenn ganga því á lagið og hrifsa til sín frumkvæðið. Fullyrt er að sjálf- skipaður borgarstjóri í norðurhlutan- um, Serbinn Oliver Ivanovic, sem er fyrrverandi meistari í karate-glímu, hafi undir sinni stjóm 100 manna lið er fylgist stöðugt með tveim brúm yfir ána Ibar sem skiptir borginni milli þjóðarbrotanna. Óljóst er hve vel vopnum búin leyni- leg samtök þjóðarbrotanna í Mitrovica em en grunsemdir eru um að stjóm- völd i Belgrad styðji þau serbnesku með ýmsum hætti. Talsmenn Serba í borginni neita allri samvinnu við bráð- abirgðastjórnina í Pristina, nota enn serbneska peningaseðla og mynt og kyrillíska letrið sem hvorttveggja er að hverfa úr notkun annars staðar í héraðinu. Borgin hefur verið kölluð púður- tunna þjóðadeilna og sagt er að þar kristallist á margan hátt þau vandamál sem við er að etja í héraðinu og friðar- gæsluliðar þurfa að takast á við. Brýrnar tvær yfir Ibar hafa orðið eins konar tákn íyrir aðskilnað þjóðarbrot- anna sem Albanar óttast að verði not- aðar til að kljúfa héraðið. „Mitrovica er eins og opið sár í aug- um Albana,“ segir stjórnmálaskýr- andinn Marcus Pucnik. Albanar segja að markmið Serba sé að kljúfa héraðið upp í tvær einingar, norðausturhlutinn, þ. á m. Mitrovica, verði al-serbneskt land en Albanar fái afganginn. Vandinn er sá að eina námusvæðið í Kosovo, Trepca, er á norðaustursvæðinu og áður en Slobod- an Milosevic, forseti Júgóslavíu, dró her sinn á brott frá Kosovo í kjölfar loftárása Atlantshafsbandalagsins, NATO, var sagt að hann hefði reynt að þreifa fyrir sér um frið á forsendum sams konar skiptingai’, þ. e. að Júg- óslavía fengi námusvæðið. Albanar krefjast þess vegna að héraðið verði eitt og óskipt. Sumir þeirra segja einn- ig að verið geti að Kosovo-Serbar vilji ekki endilega sameinast Serbíu heldur vilji þeir stofna eigið ríki er njóti góðs af námunum. Gengið í hríðarhraglanda Meira en helmingur Serbanna í Kosovo flúði héraðið er átökunum við loftheri NATO lauk með ósigri Júg- óslavíu en í röðum þeiira sem eftir urðu er þó alls ekki eining um þá harð- línustefnu sem fulltrúar Serba í Mitro- vica hafa fylgt. Friðargæsluliðum úr KFOR, liði NATO, tókst að koma í veg fyrir átök í kjölfar fjölmennrar mótmælagöngu Albana frá Pristina til Mitrovica á mánudag en allt bendir til að litlu hafi mátt muna að allt færi í bál og brand. Albanamir hrópuðu vígorð gegn því að héraðinu yrði skipt. „Mér skilst að krökkum hafi verið gefið frí í skólanum," segir Urður Gunnarsdóttir blaðamaður er starfar sem upplýsingafulltrúi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, í Pristina og sá hluta göngunnar leggja af stað. „Veðrið var kalt og leiðinlegt, hitinn um frostmark, hvasst og hríðar- hraglandi. Það var mikið af ungu fólki þar sem ég fór fram hjá en annars var fólkið á öllum aldri. Þetta var skipulagt með góðum fyrirvara, við heyrðum af þessum áformum íyrir nærri viku.“ Upphaflega var ætlunin að stöðva fólkið við Vueitri, um 10 km sunnan við Mitrovica. Þjóðverjinn Klaus Rein- hardt, hershöfðingi og yfirmaður frið- argæsluliðsins, hrósaði sínum mönn- um mjög á mánudagskvöld fyrir að hafa ekki farið offari í flókinni stöðu er þeir vörðu brúna milli borgarhlutanna í Mitrovica. Þeir hefðu beitt því valdi sem nauðsynlegt var en ekki tekið þá áhættu að grípa til vopna sinna sem hefði getað valdið blóðsúthellingum. Einnig tók hann fram að gangan hefði sem slík verið friðsamleg þrátt fyrir atburðina á brúnni. Robertson lávarður, framkvæmda- stjóri NATO, sakaði á mánudag Slobodan Milosevic, forseta Júgóslav- íu, um að róa undir átökum í Kosovo. „En eins og venjulega er best að fást við Milosevic með því að sýna honum í tvo heimana," sagði Robertson. Lávarðurinn lýsti einnig áhyggjum yf- ir því að Júgóslavíuher hefði aukið við- búnað sinn í Presevo, borg skammt frá suðausturhluta Kosovo, hann sagði að vel væri fylgst með þróun mála þar. Milosevic vígreifúr Júgóslavíuforseti var vígreifur á fundi stjórnarflokks sósíalista í Belgrad í liðinni viku og krafðist þess að lið KFOR hyrfi burt frá Kosovo enda hefði því mistekist með öllu að stilla til friðar. Heimildarmenn segja þó afar ósennilegt að hann hafi í huga að gera innrás í Kosovo. Talsmenn NATO eru ekki í vafa um að orsakir ókyrrðarinnar í Mitrovica megi að einhverju leyti rekja til þess að Milosevic og fulltrúar hans rói undir átökum. Fjölmiðlar hans í Belgrad hamra á því að KFOR-liðar geri upp á milli þjóðarbrotanna, þeir verji ekki fólk af serbneskum stofni fyiir árásum Kosovo-Albana og stundum eru heimatökin hæg, auðvelt að nefna dæmi. Albanskir öfgamenn hafa drýgt mörg ódæðisverk þótt þeii’ hafi ekki verið jafn stórtækir í þeim efnum og Serbar voru þegar Milosevic og hand- bendi hans reyndu að hrekja alla Albana frá Kosovo með ógnunum og fjöldamorðum. Albanar hafa eyðilagt dýrmætar menningariegar minjar um búsetu Serba í héraðinu á umliðnum öldum. Þannig hafa um 80 kirkjur serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar verið lagðar í rúst á síðustu mánuðum, að sögn talsmanna hennar. Báðir deiluaðilar hafa því sitthvað á samvisk- unni. Annað sem hefur valdið vanda er að hermenn KFOR eru oft að sinna mál- um sem þeir hafa ekki reynslu af, al- mennri löggæslu, vegna þess hve al- þjóðlega lögreglulið hefur fram til þessa verið fámennt. Nú mun hafa ræst nokkuð úr í þeim efnum og verið fjölgað í liðinu í Mitrovica. Albanar vantreysta auk þess oft Frökkum sem hafa að miklu leyti ann- ast friðargæsluna í Mitrovica og segja þá draga taum Serba. „Við erum hræddari við friðargæsluliðana en Serba,“ sagði aldraður karlmaður. Þess má geta að Frakkar áttu lengi mikil og góð samskipti við Serba. Þeir nutu aðdáunar í Evrópu fyrir hetju- lega baráttu sína gegn Tyrkjum á nítjándu öld og síðar Austurríkis- mönnum í heimsstyrjöldinni síðari. Serbar em síðan sannfærðir um að Bandaríkjamenn hirði ekkert um rétt- indi þeirra, þefr vilji aðeins vernda Albana og segja að sama hafi verið uppi á teningnum í Bosníu. Þar hafi Bandaríkjamenn alltaf stutt múslima og Króata. Lögreglumenn á vegum SÞ í Mitrovica gagnrýndu frönsku gæslul- iðana í byrjun mánaðarins fyrir slæma framkomu í garð Albana en erfitt er að átta sig á því hvort eitthvað er hæft í ásökunum af þessu tagi. „Þessi mál em afskaplega viðkvæm og erfið fyrir yfirstjóm KFOR því liðið kemur á staðinn sem ein heild en fólk Iítur ekki bara á þá sem útlenda her- menn heldur em þeir einnig hermenn frá umræddu landi, Bretlandi, Frakk- landi, Bandaríkjunum og svo framveg- is og það metur störf þeirra í því ljósi,“ segir einn heimildarmaðurinn. „í Mitrovica skiptfr þjóðerni þehra því miklu máli.“ Talsmenn KFOR leggja áherslu á að liðið muni ekki láta ummæli af þess- um toga valda klofningi. En eitt af því sem eykur tortryggnina er að yfir- stjórn KFOR hefur ekki svarað því skýrt hvort fyrirmæli um viðbrögð, m.a. við hvaða aðstæður skuli grípa til skotvopna, séu samræmd. Bendir ým- islegt til þess að reglurnar séu nokkuð ólíkar innbyrðis og séu í reynd mótað- ar í heimalöndum þjóðanna sem leggja til heriið í KFOR. Óvissa um framtíð héraðsins En hver verður framtíð Kosovo? Urðui- Gunnarsdóttir segii’ að sl. sum- ar hafi spumingin um sjálfstæði verið mjög ofarlega á baugi meðal íbúanna en síðan hafi svo margt annað knúið á. „Margir þurftu að koma sér upp ein- hverju þaki yfir höfuðið og tryggja sér lífsviðurværi. Hér hefur vatn og raf- magn verið skammtað um hríð, verst er ástandið nú yfir háveturinn." Hún segir að atvinnuleysið sé alvarv- legt vandamál, sennilega sé það meira en 50% og m.a. af þeim sökum sé námusvæðið norðan við Mitrovica svo mikilvægt. Þar séu einu náttúruauð- lindirnar sem hægt sé að nota til að hleypa einhveijum krafti í avinnulíf héraðsins og Kosovo megi ekki við því að missa þær. Á hinn bóginn sinni al- þjóðlegar hjálparstofnanir nú nauð- þurftum eins og mat og ekki megi gleyma að margir Albanar sem vinna í útlöndum sendi ættingjum sínum pen- inga. „En það er mjög brýnt að koma at- vinnulífinu af stað, fólk hefur auðvitað nægan tíma til að fara í mótmæla- göngur þegar það hefur enga vinnu.“ Hún segir að nú sé efnahagslífið í Kosovo svo til eingöngu byggt á ein- hvers konar fábrotinni þjónustu. Fólk hafi samt sýnt ótrúlega mikla hug- kvæmni í að bjarga sér, stofna smá- verslanir og þess háttar. Ekki sé fram- leitt neitt sem hægt sé að flytja út og afla gjaldeyris. Sem stendur er héraðið stjórnskipu- lega í eins konar einskismannslandi. Ráðamenn vesturveldanna vildu ekki taka undir kröfui’ Kosovo-Albana um fullt sjálfstæði af ótta við keðjuverkun á öllum Balkanskaga þar sem ýmis þjóðarbrot búa hvert innan um annað. Héraðið telst því enn hluti af Serbíu og þá sambandsríkinu Júgóslavíu en er í reynd undir samstjóm fulltrúa Albana og ýmissa stofnana þar sem Samein- uðu þjóðirnar eru fremstar meðal jafn- ingja. Áð sögn Urðar er verið að setja á laggirnar eins konar ríkisstjórn Kos- ovo. Ráðuneyti verða 19 með tveim æðstu embættismönnum hveiju, ígild- um ráðherra, annar verði Kosovobúi en hinn frá alþjóðastofnun. ÖSE er með tvö embætti í stjórninni. Serbum var úthlutað nokkrum embættum en hafa enn ekki skipað í þau menn sem hefur seinkað öllu ferlinu. En þótt mest hafi borið á Serbunum í Mitrov- ica og harðlínustefnu þeirra að undan- förnu fer því að sögn heimildarmanna* fjarri að allir Kosovo-Serbar hafni samvinnu við fulltrúa SÞ, Bernard Kouchner, sem er yfir alþjóðlega sam- starfinu um endurreisn héraðsins og bráðabirgðastjórn þess. Kouchner hefur sagt að hann telji ekki að Kosovo geti verið sjálfstætt ríki út af fyrir sig en jafnframt verði menn að horfast í augu við að héraðið muni ekki verða aftur hluti Júgóslavíu. Hann hvatti í vikunni til þess að í til- efni af ólgunni í Mitrovica yrðu skipað- ir „vinnuhópar sem myndu íhuga breytta skipan mála í Kosovo“. Ovissan um framtíð héraðsins eykur enn á spennuna í grannlandinu Mak- edóníu þar sem nær 30% íbúa eru af albönskum stofni og vilja fá meirf sjálfsstjórn. Einnig í Svartfjallalandi, þar sem margir spá að draga muni til tíðinda ef landsmenn geri alvöru úr því að segja skilið við sambandsríki Milos- evic. Kosovo er í reynd land undir stjóm SÞ og sé ætlunin að svo verði framvegis gæti reynst óhjákvæmilegt að staðfesta þá skipan mála með samn- ingi. Milosevic rekm- þá eflaust upp ramakvein og spyr um lagalegan grundvöll þess að hluta Júgóslavíu í sundur með valdi. Spurningin er hvort ákafii’ talsmenn þess að allir Albanar á Balkanskaga sameinist í eitt ríki noti tækifærið til að' fylkja liði. En þótt Albanar í Kosovo leggi áherslu á samhug sinn með öðr- um Albönum með því að ganga undir albanska fánanum segjast fæstir þeirra vilja verða borgarar í Albaníu, fátækasta landi Evrópu, hrjáðu af spillingu og glæpum. Svo langt nær þjóðemiskenndin ekki. >

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.