Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Það voru tveir ungir Þórshafnarbúar sem afhjúpu skiltið með nafninu Ver. Arsafmæli íþrótta- hússins í Þórshöfn Mikið unglingastarf hjá Snæfelli Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámson Nýigörin stjórn Umf. Snæfells árið 2000. Árþóra Steinarsdóttir, gjald- keri, Eydís Eyþórsdóttir meðstjórnandi, Hjörleifur Hjörleifsson, for- maður, María Valdimarsdóttir, ritari. Þórhsöfn-íþróttahúsið á Þórhsöfn hélt fyrir skemmstu upp á ár- safmælið sitt að viðstöddu fjöl- menni. Brugðið var á leik í sund- lauginni og tóku bæði ungir og eldri þátt í gamninu. Við þetta tækifæri var húsinu gefið nafn og í hugmyndabankan- um varð nafnið Ver hlutskarpast. Tveir ungir íþróttamenn afhjúpuðu nafnið við lófatak viðstaddra og síð- an voru kaffiveitingar. Stykkishólmi - Ungmennafélagið Snæfell hélt aðalfund sinn fyrir stuttu. Ungmennafélagið sem er rúmlega 70 ára er með öflugt starf á sínum vegum og setur mikinn svip á bæjarlífið. Félagið sinnir mjög unga fólkinu í bænum og býð- ur upp á fjölbreytt starf. Sjö deildir störfuðu á vegum Snæfells: Frjáls- íþróttadeild, hnitdeild, knatt- spyrnudeild, skíðadeild, sunddeild, blakdeild og körfuknattleiksdeild. Frjálsíþróttadeild hefur séð um rekstur íþróttaskóla, en s.l. sumar tóku nokkrir foreldrar að sér að sjá um rekstur hans. Körfuboltinn hef- ur verið mest áberandi í starfsemi Snæfells undanfarin ár og er félag- ið með lið í úrvalsdeild, en útlitið fyrir áframhaldandi veru þar er ekki gott um þessar mundir. For- eldrar koma mjög að starfi Snæf- ells. Þeir halda utan um unglinga- starf í körfubolta, frjálsum íþróttum og fótbolta og er mikið starfað. Lítil starfsemi hefur aftur á móti verið hjá meistaraflokki í knattspyrnu og eru það vonbrigði því í Stykkishólmi er nýr grasvöllur ogjiví góð aðstaða fyrir hendi. I ársreikningi Snæfells kemur fram að tekjur félagsins og deilda þess árið 1999 voru um 13,5 milljón- ir króna. Ekki dugði það til að greiða öll útgjöldin. Það vantaði um 700 þúsund krónur til að rekstur fé- lagsins stæði á sléttu. Mesta veltan er hjá meistaraflokki í körfubolta. Kostnaður við að reka deildina var 5,5 milljónir króna og vantar um 1,3 milljónir króna í tekjur til að standa undir rekstri. Mikil vinna fer hjá öllum deildum í að afla fjár og markaðurinn takmarkaður í ekki stærra bæjarfélagi. Á aðalfundinum urðu umræður um að breyta umgjörð fjölliðamóta sem félagið stendur fyrir. Leggja þarf meiri áherslu á vandaðan und- irbúning svo að mótin verði eftir- minnilegri. Aðstaða til íþróttaiðkunar í Stykkishólmi er góð og Stykkis- hólmsbæ til mikils sóma. Forráða- menn bæjarins hafa sýnt starfsemi Snæfells mikinn stuðning og skiln- ing eins og öll uppbygging íþrótta- mannvirkja ber vitni um. Líkur eru á því að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið í Stykkishólmi árið 2002. 5. rammaáætlun ESB Kynningarfundur um rannsóknaáætlun ESB um orku og sjálfbæra þróun Vistvæn og endurnýtanleg orka. Hagkvæm vinnsla og nýting orku Fimmtudaginn 24.02.2000, kl. 08:00 -10:00, Borgartúni B Haldinn verður kynningarfundur um Orkuáætlun ESB fimmtudaginn 24. febrúar n.k. og hefst fundurinn kl. 8:00. Stjómamefndarfúlltrúar íslands í Orkuáætlunni, Sveinbjöm Bjömsson og Ólafur Flóvenz, munu kynna áætlunina, en John Gamish, sérfræðingur frá DG 12 Framkvæmdastjóm ESB mun kynna þau lykilsvið sem em opin fyrir umsóknum, en næsti umsóknaffestur rennur út í maí 2000. Auk þess mun hann veita einkaviðtöl milli kl. 10:00 - 12:00 sama dag við þá aðila sem íhuga þátttöku. Þeir sem hafa áhuga á viðtali við John Gamish em beðnir um að panta tíma hjá Grími Kjartanssyni, á skrifstofu RANNÍS. Hægt er að nálgast upplýsingar um áætlunina á vefsíðu CORDIS á slóðinni: http://www.cordis.lul'eesd/ eða með því að hafa samband við skrifstofu RANNIS í síma 5621320 (Hjördís eða Grímur). Kynningarfundurinn er ókeypis og öllum opinn en þátttakendur em beðnir um að tilkynna þátttöku sína fyrirfram með tölvupósti: rannis@rannis.is eða í síma 5621320. iikJ ORKUSTOFNUN <§) SAMTOK mmm IÐNAÐARINS Rannsóknaþjónusta Háskólans n Iðntæknistofnun RAIHMfS Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Dittað að bílnum Vaðbrekku, Jökuldal - Jónas Jónas- son bifvélavirki á Egilsstöðum er einbeittur á svip þar sem hann er að dytta að bíl við verkstæði sitt. Nú er vetrartími og nauðsynlegt að bíllinn sé í lagi og tilbúinn að takast á við vetrarfærðina. Eitthvað virtist leka með nipplum á olíuverkinu og bíllinn hálf kraftlaus, svona eins og hann væri með flensuna. Jónas trúði illa þessu flensutali og herti á nipplunum og bíllinn varð eins og nýr. Héraðsdómur Norðurlands eystra Sekt og öku- leyfissvipting TVEIR piltar um tvítugt hafa verið dæmdir til greiðslu sektar í ríkissjóð og að sæta upptöku á fíkniefnum sem í fómm þeirra fundust auk þess sem annar þeirra var sviptur ökurétti í eitt ár og var gert að greiða skaða- bætur vegna eignarspjalla. Dómur- inn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Piltarnir tveir vora handteknir í bifreið annars þeirra í febrúar í fyrra og höfðu þá nokkurt magn af hassi í fóram sínum, en það höfðu þeir keypt í Reykjavík og flutt með sér norður. Sá er bifreiðina átti var einn- ig ákærður fyrir eignaspjöll, en hann braut rúðu í hárgreiðslustofu við Strandgötu í desember síðastliðnum. Loks var hann einnig ákærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis í desember síðastliðnum. Maðurinn viðurkenndi brot sín fyrir dómi. Hann hefur nokkrum sinnum áður hlotið refsidóma vegna umferðarlaga- og fíkniefnabrota. Fé- lagi hans hefur einnig hlotið nokkra refsidóma á síðustu áram, m.a. vegna hegningarlaga- og fíkniefnabrota.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.