Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 1
47. TBL. 88. ARG. FOSTUDAGUR 25. FEBRUAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS AP Jóhannes Páll páfi kyssir egypska mold sem flögur börn færðu honum við komuna til Kaíró í gær. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sem fyigist hér með páfa, tók á móti honum ásamt trúarleiðtogum múslima og kristinna manna f Miðausturlöndum. Glíma við Kimbra- gátu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FYRIR rúmum tvö þúsund árum æddu Kimbrar, taldir ættaðir frá Himmerlandi á Norður-Jótlandi, um Evrópu og herjuðu þar til þeir voru sigraðir af rómverskum herjum. Nú kanna ítalskir vísindamenn frá há- skólanum í Ferrara hvort Cimbri- fólkið á Norður-Italíu sé afkomend- ur Kimbranna með því að taka blóðsýni úr völdum hópi Himmer- lendinga og bera saman erfðaefni þeirra og Cimbri-fólksins. í vikunni komu 43 Himmerlend- ingar saman á Rold Gammel Kro í Himmerland og létu taka sér blóð. Allt voru þetta karlar, sem geta rak- ið ættir sínar nokkrar aldir aftur í tímann með stuðningi kirkjubóka. Lengi hefur verið talið að Kimbrar hafi komið frá Himmerlandi. I kring- um 120 fyrir Krist tóku stórir hópar þeirra sig upp og héldu suður á bóg- inn, þar sem rómverskir herir áttu eftir að verða fyrir barðinu á víga- mönnunum norrænu. Unnu þeir marga sigra á rómverska hemum en 29. júlí 101 fyrir Krist tókst honum að sigra Kimbrana endanlega í orr- ustu í nágrenni Verónu á Italíu. Síð- an hefur lítið til þeirra spurst. Páfi for- dæmir „of- beldi í nafni trúar“ Kaíró. AFP, AP. JÓHANNES Páll II páfí fordæmdi „ofbeldi í nafni trúar“ og hvatti til friðar í Miðausturlöndum þegar hann kom til Kaíró í gær. Þetta er fyrsta ferð páfa til Egyptalands og hann sagði að henni myndi ljúka á morgun með „andheitri bænastund fyrir friði og sátt milli trúarbragða" á Sínaífjalli þar sem Móse tók við lögmáli Drott- ins samkvæmt Gamla testamentinu. „Það að stuðla að ofbeldi og átök- um í nafni trúar er hræðileg mót- sögn og mikil móðgun við Guð,“ sagði páfi meðal annars við mót- tökuathöfn á flugvellinum í Kaíró. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, tók á móti páfa og hvatti til samstöðu gegn ofstæki og hatri til að vonir um frið gætu ræst. Páfii lofaði þátt Mubaraks í frið- arumleitunum í Miðausturlöndum. Málgagn egypsku stjórnarinnar, Al-Akhbar, fagnaði komu páfa og nýlegu samkomulagi Páfagarðs og Palestínumanna um stöðu Jerúsal- em, lýsti því sem snuprum í garð ísraela og „martröð fyrir rabbín- ana“. Afturkippur í sámningaviðræður um aðild Kína að WTO Viðræðurnar við ESB fara út um þúfur Peking. AFP. SNURÐA hljóp á þráðinn í 14 ára tilraunum Kínverja til að fá aðild að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO) þegar viðræður þeirra við Evrópu- sambandið fóru út um þúfur í gær. Hans-Friedrich Beseler, aðal- samningamaður Evrópusambands- ins, sagði að nokkur árangur hefði náðst í viðræðunum en hann hefði samt ekki nægt. Samningamenn beggja aðila höfðu látið í ljós bjartsýni á að sam- komulag næðist og Pascal Lamy, sem fer með viðskiptamál í fram- kvæmdastjórn ESB, hafði sagt að hann væri tilbúinn að fara til Pek- ing til að undirrita nýjan viðskipta- samning við Kína. Embættismenn ESB sögðu fyrir viðræðurnar að erfiðast yrði að semja um aðgang fjarskipta-, trygginga- og fjármálafyrirtækja að kínverska markaðnum og tolla- mál. Lamy sagði í viðtali við dag- blað í Hong Kong á miðvikudag að Kínverjar hefðu ekki enn komið nægilega til móts við þá kröfu ESB að innflutningsgjöldin yrðu um 7% að jafnaði. Kyndir undir deilunum á Bandaríkjaþingi Sagði hann ESB hafa sérstakra hagsmuna að gæta og ekki láta sér nægja að gera sams konar samning við Kínverja og Bandaríkjastjórn gerði við þá í nóvember til að greiða fyrir aðild þeirra að WTO. Sá samningur mætir nú vaxandi and- stöðu á Bandaríkjaþingi. Líklegt er að þessir erfiðleikar í samningaviðræðunum við ESB kyndi undir andstöðunni á Banda- ríkjaþingi við viðskiptasamninginn og deilunni um hvort veita eigi Kín- verjum sömu viðskiptakjör og öðr- um viðskiptaþjóðum til frambúðar. Bandaríska þingið hefur endur- nýjað samninginn um viðskipta- kjörin árlega og umræðan hefur alltaf einkennst af harðri gagnrýni á stöðu mannréttindamála í Kína. Bandaríska utanríkisráðuneytið og kínversk stjórnvöld hafa hvatt til þess að deilan um Taívan verði ekki tengd viðskiptasamningnum og um- sókn Kínverja um aðild að WTO. Hörmungar í Mósambík Reuters Stórir hlutar Mósambíks eru nú undir vatni eftir gífur- legt úrfelli í landinu í nokkrar vikur. Að minnsta kosti 300.000 manns hafa misst heimili sín, annar eins fjöldi hefst við vistalaus á ásum og hæðum og óttast er að far- sóttir taki að breiðast út. Uppskeran er að stórum hluta ónýt og tugir þúsunda gripa hafa drukknað. Brussel, Washington. AP, AFP, Reuters. Bandarrkjamenn sakaðir um að stunda storfelldar iðnaðarnjdsnir í Evrópu Evrópuþing- menn hvetja til rannsóknar ÞINGMENN á Evrópuþinginu kröfðust þess í gær að hafin yrði rannsókn á ásökunum um að Banda- ríkjamenn notuðu mjög háþróað hlerunarkerfi til að stunda iðnaðar- og viðskiptanjósnir í Evrópu. Njósnakerfið, sem um ræðir, Echelon, er einkum rekið af Banda- ríkjamönnum en auk þess standa að því aðrar fjórar enskumælandi þjóð- ir, Bretar, Kanadamenn, Ástralar og Nýsjálendingar. Fullyrt er að með því sé unnt að fylgjast með milljörð- um símtala, fax- og tölvupóstsend- inga. Notast það við fjarskiptahnetti og jarðstöðvar í fyrrnefndum i’íkjum ogvíðar. í skýrslu, sem lögð var fyrir Evrópuþingið í fyrradag og var unn- in af breska rannsóknarblaðamann- inum Duncan Campbell, er því hald- ið fram að ríkin sem standa að Echelon noti það til að afla sér iðnað- ar- og viðskiptaupplýsinga sem komi sér vel fyrir fyrirtæki í viðkomandi löndum og auðveldi þeim að hreppa ýmsa stóra samninga. Christian von Bötticher, sem situr á Evrópuþing- inu fyrir kristilega demókrata í Þýskalandi, sagði í gær að hugsan- legt tjón evrópskra fyrirtækja vegna njósnanna væri allt að 1.500 mill- jarðar ísl. kr. Bretar og Bandarflyamenn neita Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vísaði njósnaásökunun- um á bug í gær og það gerði einnig James Rubin, talsmaður bandaríska utam-íkisráðuneytisins. Fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur heldur ekki viljað efna til rann- sóknai- á þessu máli hingað til og ber það fyrir sig að um sé að ræða orð- róm en engar sannanir. Þrýstingur á hana fer hins vegar mjög vaxandi. í skýrslunni segir ennfremur að flestar alþjóðlegar nettengingar fari í gegnum Bandaríkin og í gegnum eftirlitsstöðvar bandaríska þjóðarör- yggisráðsins, NSA, en vitað er um níu þeirra. Þar sé unnt að komast inn í milljarða sendinga á klukku- stund. Nefnd eru nokkur dæmi um njósnirnar, sum áður kunn. Sagt er m.a. að NSA hafi fylgst með sam- skiptum franska fyrirtækisins Thomson-CSF og Brazilíustjómar varðandi eftirlitskerfi fyrir Amazon- regnskógana en á endanum hafi bandaríska fyrirtækið Raytheon fengið samninginn. Það vinnur mikið fyrir Bandaríkjaher og annast við- hald á búnaði Echelon. Þá hafi NSA fylgst með öllum símtölum og faxsendingum milli Airbus Indust- ries og stjómvalda í Saudi-Arabíu enda hafi Boeing og McDonnell Douglas fengið samninginn, sem var upp á næi-ri 440 milljarða ísl. kr. Lengi hefur verið á kreiki orðróm- ur um tilvist Echelons en hún var ekki staðfest fyrr en í síðasta mánuði er birt vom skjöl í krafti laga um upplýsingaskyldu bandarískra stjórnvalda. Dow Jones lækkar Ncw York. AP, AFP. DOW Jones-vísitalan lækkaði í gær og fór niður fyrir 10.000 í fyrsta sinn frá því í apríl á síðasta ári. Hefur hún þá fallið um 15% frá því er hún var hæstí janúar sl. Fjárfestingarsérfræðingar segja að fallið niður fyiir 10.000 geti haft sálræn áhrif á fjárfesta, skotið þeim skelk í bringu og leitt til enn meiri sölu og þar með lækkunar. Er ástæðan sögð ótti við vaxtahækkun en bandaríski seðlabankinn hefur gefið skýrt til kynna að á henni sé von til að draga úr verðbólguþrýst- ingi. MORGUNBLAÐIÐ 25. FEBRÚAR 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.