Morgunblaðið - 25.02.2000, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Héraðsdómur sýknar ríkið af 27 milljdna skaðabótakröfu Kios Briggs
Frelsissvipting Briggs
talin fyllilega lögmæt
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
sýknaði ríkið í gær af öllum kröfum
Bretans Kios Briggs, sem krafðist 27
milljóna króna í skaðabætur fyrir
frelsissviptingu í tæpt ár vegna rann-
sóknar á e-töflusmygli, sem hann
sætti ákæru fyrir.
Akvörðun um hvort dóminum
verður áfrýjað til Hæstarétar verður
tekin af hálfu lögmanns Briggs í
næstu viku.
Krafa Briggs var byggð á því að
fyrir lægi að hann hefði setið saklaus
í gæsluvarðhaldi í 263 daga og í far-
Þjófkennd-
ur maður
fær miska-
bætur
HÆSTIRÉTTUR hefur
dæmt fyrrverandi starfs-
manni Flugafgreiðslunnar
ehf. á Keflavíkurflugvelli 400
þúsund krónur í miskabætur.
Maðurinn var þjófkenndur og
honum sagt upp störfum í
september 1994, ásamt tveim-
ur öðrum. Lögreglurannsókn
lauk hins vegar án þess að
sannanir kæmu fram.
I september 1994 var
manninum sagt upp fyrir-
varalaust, ásamt tveimur öðr-
um starfsmönnum. Hann var
borinn sökum um að hafa tek-
ið varning úr farmi flugvéla
ófrjálsri hendi. Lögreglurann-
sókn lauk án þess að sannanir
kæmu fram um misferli
starfsmanna Flugafgreiðsl-
unnar. Meðan á henni stóð
höfðaði maðurinn mál til
greiðslu bóta fyrir missi launa
í uppsagnarfresti, en málið
var fellt niður í apríl 1996,
þegar Flugafgreiðslan féllst á
að greiða þá kröfu. I nóvem-
ber 1998 bar maðurinn svo
fram kröfu um bætur vegna
miska, sem hann hefði beðið
vegna uppsagnarinnar og
tengdra aðgerða, og höfðaði
síðan mál til greiðslu þeirra
bóta.
Hæstiréttur taldi, að upp-
sögn mannsins hefði ekki ver-
ið reist á nægilegum efnis-
legum forsendum, og hefði í
henni falist ólögmæt mein-
gerð gegn persónu hans og
æru. Hæstiréttur sagði fram-
kvæmdastjóra Flugafgreiðsl-
unnar hafa gengið fram af
stórkostlegu gáleysi, og
dæmdi þá til að greiða mann-
inum 400 þúsund krónur í
miskabætur, með dráttarvöxt-
um frá 30. desember 1998.
banni í 56 daga á meðan mál hans var
til rannsóknar. Þá var byggt á því að
þrátt fyrir að breyting á 175. gr. laga
um meðferð opinberra mála hefði
ekki öðlast gildi fyrr en 1. maí sl. væri
ljóst að mál Briggs hlyti að dæmast
eftir núgildandi lagaákvæði, enda
hefðu lögin með breytingunni verið
löguð að þeim alþjóðasamningum
sem Islandingar væru aðilar að, auk
þess sem skýlaust ákvæði um bóta-
skyldu í slíkum tilvikum væri að finna
í stjómarskránni.
I niðurstöðu dómsins segir m.a. að
Hafnarfirði í gær og þar vinna
starfsmenn Vélsmiðju Orms og
Víglundar að viðgerð á skipinu.
Veltiuggi skipsins skemmdist í ís
við Grænland og að lokinni við-
gerð fer það þangað aftur. Að
sögn Eiríks Orms Víglundssonar
er skipið það stærsta sem tekið
hefur verið í slipp hér á landi, að
minnsta kosti ef miðað er við
þyngd.
Þyrla af Lynx-gerð sem var á
skipinu er nú geymd í flugskýli
Landhelgisgæslunnar. Þaðan fóru
flugmenn hennar í æfingaflug í
gær. I flugskýlinu eru nú fjórar
þyrlur ásamt Fokker-vél Land-
helgisgæslunnar.
framkoma Briggs við rannsókn og
meðferð sakamálsins á hendur hon-
um hafi verið með þeim hætti að óhjá-
kvæmilegt hafi verið að beita hann
þeirri frelsisskerðingu sem málið
snerist um. Þar sem ekki hafi verið
leitt annað í Ijós en að gæsluvarð-
haldsúrskurðir og farbannsúrskurðir
yfir Briggs hafi verið fyllilega lög-
mætir og í samræmi við ákvæði laga
um meðferð opinberra mála, stjóm-
arskrá og mannréttindasáttmála
Evrópu væru ekki lagaskilyrði til að
taka bótakröfu Briggs til greina.
MEÐ tilkomu Hvalfjarðarganga
búa Kjalnesingar og Kjósverjar
sem búa innan við Tíðaskarð við
skerta þjónustu hvað varðar snjó-
mokstur. Að sögn Hermanns Ing-
ólfssonar, bónda á Hjalla í Kjós,
sést Ríkissjónvarpið mjög illa á
þessu svæði. Sagði hann að auk þess
annaði símastrengurinn illa þörf
Héraðsdómur Reykjavíkur taldi
það einnig vekja sérstakar gi*un-
semdir að Briggs kom til landsins
klæðalítill og nánast félaus í septem-
berbyrjun 1998 og við rannsókn
málsins hafi hann gefið ófullnægjandi
og óstöðuga frásögn um greiðslukort
sem ýmist hann kvaðst vera skráður
fyrir eða vinkona hans sem hann vildi
ekki nafngreina. Auk þessa kvaðst
hann í fyrstu ætla að dveljast hér á
landi sem ferðamaður, en skýrði síð-
ar svo frá að hann ætlaði að stunda
sjómennsku.
þeirra sem vildu komast á Netið án
þess að teppa heimilissímann. Ekki
þyrfti að fara langt vestur á firði til
að finna sambærileg vandamál.
„Við erum þjóðflokkur út af fyrir
sig,“ sagði hann. „Eftir að göngin
komu búum við orðið afskekkt..."
■ Gjöldum þess/16
Starfsmaður
tollstjóra
dæmdur
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt rúm-
lega fimmtugan mann, fyrrverandi
deildarstjóra tollstjórans í Reykja-
vík, fyrir brot í opinberu starfi. Mað-
urinn var fundinn sekur um að hafa
afskrifað hærra hlutfall af verði bif-
reiðar sem kona hans flutti til lands-
ins en leyfilegt var og gefið upp rangt
tollverð bifreiðarinnar.
I mars 1995 flutti eiginkona deild-
arstjórans pallbíl til landsins. Maður-
inn útbjó aðflutningsskýrslu, ásamt
mats- og skoðunargerð, en þar var
matsverð bílsins miðað við 90% af-
skrift af grunnverði í stað 64,5%, eins
og rétt hefði verið. Með þessu móti
sveik maðurinn undan 61.940 krónur
í vörugjald og 65.760 krónur í virðis-
aukaskatt, eða samtals 127.700 krón-
ur í aðflutningsgjöld. Hæstiréttur
segir að með háttsemi sinni hafi mað-
urinn misnotað stöðu sína sem deild-
arstjóri endurskoðunardeifdar emb-
ættis tollstjórans í Reykjavík.
Manninum var einnig gefið að sök
að hafa skráð inn tilhæfulausar leið-
réttingar á tollmeðferð bifreiðarinn-
ar í tölvufært tollakerfi ríkistoll-
stjóra þannig að inneign myndaðist
hjá innflytjanda bifreiðarinnar að
fjárhæð samtals 38.410 krónur í að-
flutningsgjöld, sem tollstjóri endur-
greiddi. Þá var hann ákærður fyrir
að hafa lagt inn hjá tollstjóra falsaða
reikninga. Hæstiréttur taldi skýr-
ingar mannsins á þessum köflum
ákærunnar um margt tortryggileg-
ar, en engu að síður yrði að staðfesta
þá niðurstöðu héraðsdómara að
þessar sakargiftir væru ósannaðar.
Niðurstaða Hæstaréttar varð sú
að maðurinn vai- dæmdur í eins mán-
aðar fangelsi en refsingin fellur niður
að þremur árum liðnum haldi maður-
inn almennt skilorð. Þá var honum
gert að greiða 150 þúsund króna
sekt. Héraðsdómur Reykjavíkur
hafði hins vegar frestað ákvörðun
refsingar mannsins og skyldi hún
falla niður að tveimur árum liðnum
héldi hann almennt skilorð.
-----f-4-4----
Bræðslumenn
vísa deilu til
sáttasemjara
KJARADEILU vinnuveitenda og
starfsfólks sem vinnur í loðnu- og
síldarbræðslum hefur verið vísað
til ríkissáttasemjara. Sigurður
Ingvarsson, forseti Alþýðusam-
bands Austurlands, segir að á síð-
asta samningafundi um bræðslu-
samninginn hafi verið tekist á um
launalið samnings og í ljós hafi
komið að mjög mikið bar á milli
deiluaðila. Því hafi ekki verið um
annað að ræða en að vísa deilunni
til sáttasemjara.
Sigurður sagðist ekki sjá fram á
annað en að félögin yrðu að búa
sig undir að boða verkfall í bræðsl-
unum. Það væri vel hugsanlegt að
það yrði boðað á sama tíma og
verkfall Verkamannasambandsfé-
laga á landsbyggðinni.
I ársbyrjun 1997 urðu átök um
gerð bræðslusamnings og boðuðu
stéttarfélögin verkfall. Samningar
tókust hins vegar áður en það kom
til framkvæmda.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skert þjónusta í
Kjós með göngum
líf
BÍÓBLAÐIÐ
Á FÖSTUDÖGUM
Sigurvin og Þórarinn fara til
reynslu hjá Guðjóni / B1
Eyjamenn jöfnuðu á elleftu stundu
á Akureyri / B3
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is