Morgunblaðið - 25.02.2000, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.02.2000, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Raforkuvinnsla j ókst um 14,5% milli ára RAFORKUVINNSLA á landinu jókst um 14,5% árið 1999 miðað við árið á undan og er meginástæðan til- koma Norðuráls á Grundartanga og aukin notkun Járnblendiverksmiðj- unnar. Frá árinu 1996 hefur raforku- vinnsla aukist um 2.072 GWh sem er um þrír fjórðu af allri raforkuvinnslu vegna almennrar notkunar á því ári. Stómotkun nam 4.283 GWh á árinu 1999 og hafði aukist um 23% frá árinu á undan en almenn notkun jókst um 4,5%. Tap á flutningi orkunnar til not- enda minnkaði um 6,9% milli 1998 og 1999 með tilkomu nýrra flutnings- mannvirkja. Mikil notkun stóriðjufyrirtækja Raforkunotkun á íbúa er mikil hér á landi aðallega vegna hlutfallslega mikillar notkunar stóriðjufyrirtækja og allt bendir til þess að íslendingar verði með mestu raforkunotkun á íbúa á heimsvísu árið 2000, segir enn fremur í frétt írá orkuspánefnd. Á ár- inu 1999 var notkun hér á landi 25,9MWh/íbúa en í Noregi var sam- svarandi tala 27MWh/íbúa en Norð- menn hafa verið með mestu notkun í heimi undanfama áratugi. Notkunin er oft greind í forgangs- orku og ótryggða orku og jókst for- gangsorka um 20,9% árið 1999 frá fyrra ári, stómotkun jókst um 34,4% en almenn notkun jókst um 3,6%. Fram kemur að aukning almennrar orku hefur verið nálægt 2,5% sl. fimm ár og er meginástæðan uppsveifla sem nú er í atvinnulífinu en lands- framleiðslan hefur aukist yfir 5% á ári síðustu fjögur ár. Á árunum 1989 til 1994 þegar landsframleiðslan stóð að mestu í stað, var aukning í notkun al- mennrar forgangsorku mun minni eða nálægt 1% á ári. Bent er á að á höfuðborgarsvæðinu hafi notkun almennrar forgangsorku aukist um 13% frá árinu 1996 eða um 4,2% að meðaltali á ári. Til saman- burðar má nefna að notkun á for- gangsorku á Vesturlandi, Vestfjörð- um, Norðurlandi og Austfjörðum hefur aukist um 2,4% á tímabilinu, sem jafngildir um 0,8% aukningu á ári að meðaltali. Byggðaþróun komi því fram í almennu raforkunotkuninni en aðrii' þættir hafi einnig áhrif, svo sem f jölgun og stækkun hitaveitna. Notkun ótryggðrar orku árið 1999 minnkaði um 19,4% miðað við árið á undan. Aukning í almennu notkuninni var 12,3% en árið á undan hafði notk- unin minnkað um 24%. Gert hafði ver- ið ráð fyrir að ótryggð orka til stór- iðju myndi minnka vegna breyttra samninga og nam minnkunin 35%. Notkun minni en spáð var Bent er á að í spá frá 1997 var mið- að við að almennur markaður fyrir ótryggða orku yrði 381GWh árið 1999, en raunnotkun varð 299. Skýr- ingin er sú að árið 1998 var sala á ótr- yggðri orku skert í fyrsta sinn í um einn og hálfan áratug vegna hættu á vatnsskorti við orkuver og þó skerð- ing hafi einnig verið á síðasta ári var hún mun minni. Að auki notuðu loðnubræðslur minni orku en ráð var fyrir gert. Jafn- framt segir að þar sem rennsli til virkjana sé breytilegt verði framboð á ótryggðri orku mismunandi milli ára og verða kaupendur að vera viðbúnir því að til skerðingar geti komið. Á móti kemur að verð á þessari orku er mun lægra en á forgangsork- unni. Morgunblaðið/Golli Starfsmenn hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar hreinsuðu kjallaraíbúðina að beiðni heilbrigðiseftirlitsins. Morgunblaðið/Jim Smart Kynningarfundur undirbúinn. Sitjandi f.v.: Hrefna Ásgeirsdóttir, Árný Júlíusdóttir með dótturina Æsgerði Elmu, Hildur Björk Hilmarsdóttir og Ágústa Erna Hilmarsdóttir. Standandi, f.v.: Jón Bergur Hilmarsson, Björgvin Ragnarsson, Guðrún Helga Arnardóttir og Þórður Njálsson. Nýtt stuðningsfé- lag fyrir ungt fólk með krabbamein KRAFTUR heitir nýtt stuðningsfé- lag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. „Megintilgangurinn er að veita ungu fólki með krabbamein og aðstandendum andlegan og félags- legan stuðning," segir Hildur Björk Hilmardsóttir, formaður félagsins, í samtali við Morgunblaðið. Kynning- arfundur verður haldinn á morgun, laugardag, 26. febrúar, kl. 15 í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð í Reykjavík. Hildm- segir löngu tímabært að stofna félag eins og Kraft. „Okkur hefur fundist vanta mikið uppá að ungu fólká, sem greinist með krabba- mein, og aðstandendum sé sinnt sem skyldi og það á einkum við um félags- legu og andlegu hliðina," segir Hildur jafnframt. „Það er nauðsynlegt að efla það ferli sem fer í gang þegar ein- staklingur greinist með krabbamein því það hefur í raun hvorki upphaf né endi, aðeins miðju, sem er meðferðin sjálf. Hérlendis hefur undirbúningur og meðferð fyrir krabbameinssjúkl- inginn og fjölskyldu hans verið nán- ast óþekkt og andlega hliðin hefur al- gerlega verið vanrækt." Andleg og líkamleg endurhæfíng nauðsynleg Hildur bendir á að framfarir í læknavísindum hafi leitt til þess að fleiri lifi nú lengur með sjúkdóminn og þessum hópi þurfi að sinna bæði með líkamlegri og andlegri endur- hæfingu. „Endurhæfing krabba- meinssjúklinga er afar mikilvæg. Hún stuðlar að betri almennri heilsu, eflir líkamann og ónæmiskerfið og leiðir til þess að fleiri komast út í at- vinnulífið á ný eða hefja nám. Ein- staklingurinn nær fyrr góðri heilsu og endurhæfingin hjálpar honum til að komast aftur út í eðlilegt líf sem við jjráum öll. Eg vona að Kraftur geti stuðlað að því að kenna fólki og meta það sem það hefur og vera sátt við sjálft sig. Lífsgæðakapphlaupið og allt áreitið og streitan sem við lifum við í dag er ekki af hinu góða. En allir ættu að vera meðvitaðir um heilsu sína og hvemig hana má bæta og betra er seint en aldrei," segir Hildur sem hef- ur að undanfómu unnið að undirbún- ingi kynningaifundarins ásamt með- limum Krafts. Auk þess að veita ungu fólki and- legan stuðning er markmið Krafts að koma á framfæri til þeirra upplýsing- um um ýmis málefni er tengjast krabbameini og um rétt sjúklinga. „Það fylgir því gífurlegt líkamlegt og andlegt álag að greinast með ill- kynja sjúkdóm," segir Hildur og kveðst tala af eigin reynslu. „Sjúkl- ingar og aðstandendur eiga við ýmis félagsleg vandamál að etja svo ekki sé talað um þá erfiðleika sem meðferðin getur haft í för með sér. Það veit eng- inn nema sá sem reynt hefur að and- legu kvalirnai' eru ekkert skárri en þær líkamlegu og stöðug ógn við líf þitt og limi er hvorki mælanleg né sýnileg. En lífið heldur áfram og með stofnun Krafts viljum við gera okkai' besta til að greiða götu þeirra sem á eftir okkur koma,“ segir Hildur Björk Hilmarsdóttir að lokum. Hreinsað út úr íbúð STARFSMENN hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar hreinsuðu út úr kjallaraibúð við Hverfisgötu í fyrra- dag að beiðni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Nágrannar höfðu ít- rekað kvartað undan óþef sem lagði frá íbúðinni en íbúinn þar hafi safn- að saman miklu rusli. Að sögn Láru Björnsdóttur, fólagsmálastjóra Reykjavíkurborgar, hefur verið séð fyrir konunni sem þarna bjó. „Almennt þegar svona mál koma upp, og ég tek fram að þetta er ekki einstakt tilfelli því það er fólk úti um allan heim og líka hér sem vill búa svona, þá er vinnureglan hjá okkur að reyna að bregðast við með tilboðum um aðstoð við fólkið og ég tel sem yfirmaður félagsþjónust- unnar að það sé hluti af okkar skyldu að komaþama að,“ sagði hún. „Við setjum okkur í samband við fólkið en það er ekki alltaf sem það vill aðstoð og við reynum að finna úrræði sem geta dugað.“ Lára benti á að í þessu tilviki ætti konan íbúðina. „Þetta er mjög við- kvæmt og vandmeðfarið því það má ekki fara offari gagnvart sjálfráða fólki og taka af því öll ráð, beita of- beldi eða þvingunum og við reynum að komast hjá því,“ sagði Lára. A Arborg seldi hlutabréf aflagðs ungmennafélags í Eimskip Ungmennafélag Selfoss gerir tilkall til bréfanna UNGMENNAFÉLAG Selfoss hefur hefur gert athugasemdir við sölu sveitarfélagsins Árborgar á hluta- bréfum í Eimsldpafélagi Islands sem forveri ungmennafélagsins, Ung- mennafélag Sandvíkurhrepps, keypti árið 1917, og voru í vörslu Sandvíkur- hrepps og síðan Árborgar eftir sam- einingu sveitarfélaganna. Frá þessu máli var sagt í Sunn- lenska fréttablaðinu fyrr í mánuðin- um. Fram kemur að Ungmennafélag Sandvíkurhrepps keypti árið 1917 hlutabréf í „óskabami þjóðarinnar", hf. Eimskipafélagi íslands. Starfsemi Ungmennafélags Sandvíkurhrepps lognaðist síðan út af. Það hélt sinn síðasta fund í lok árs 1928 og í lok ár- sins 1931 var gerð árangurslaus til- raun til að endurvekja það. Félagið átti húseignina Haga og hlutabréfin í Eimskip. Húseignin var seld og þeir fjármunir sem til voru eftir greiðslu skulda lagðir á sparisjóðsbók á nafni námssjóðs félagsins. Ekki kemur fram í bókum félagsins hvað varð um hlutabréfin en þau komust þá eða síð- ar í vörslu oddvita Sandvíkurhrepps og naut hreppurinn arðs af þeim. Við sameiningu sveitarfélaganna sem nú mynda Árborg komust bréfin í vörslu bæjarstjóra Árborgar sem seldi þau fyrir áramót ásamt hlutabréfum í Eimskip sem Sandvíkurhreppur og Stokkseyrarhreppur höfðu átt. Ungmennafélag Selfoss gerir til- kall til söluandvirðis bréfanna vegna þess að það sé arftaki Ungmennafé- lags Sandvíkurhrepps. Sigurður Jónsson, formaður Ungmennafélags Selfoss, segir í samtali við Morgun- blaðið að Ungmennafélagið Tíbrá hafi verið stofnað skömmu eftir að Ungmennafélag Sandvíkurhrepps lognaðist út af, af sama fólki og var að huga að endurreisn þess, en nafni fé- lagsins var síðar breytt í Ungmenna- félag Selfoss. Sigurður segir að for- svarsmenn Ungmennafélags Selfoss hafi ekki vitað um bréfin fyrr en fyrir um það bil ári að bréf með tilkynn- ingu um arðgreiðslu frá Eimskip til Ungmennafélags Sandvíkurhrepps var lagt í póstkassa félagsins. Gjald- kerinn fór með bréfið til oddvita Sandvíkurhrepps en nefndi það jafn- framt hvort ungmennafélagið ætti ekki frekar að fá arðinn. Málið var aftur tekið upp á dögun- um eftir að bæjarstjóri skýrði for- ystumönnum ungmennafélagsins frá því að hann væri búinn að selja hluta- bréfin. Bréf var sent til bæjarstjórn- ar þar sem sjónarmiðum félagsins var komið á framfæri og spurst fyrir um verðgildi bréfanna, greiddan arð og söluverð. Jafnframt var spurt um heimild til sölunnar. Bæjarstjórn hefur falið bæjarstjóra að svara er- indinu í samráði við lögmann. Sigurður Jónsson segist ekki vita um neinar heimildir um ráðstöfun þessara hlutabréfa frá Ungmennafé- lagi Sandvíkurhrepps og telur rétt að söluverð þeirra gangi til að efla það starf á félagssvæðinu sem félagið var upphaflega stofnað til að veita. Ung- mennafélag Selfoss sinni nú því hlut- verki. Ekki geti talist eðlilegt að and- virði bréfanna sé ráðstafað til allt annarra málefna en félagið vann að. Ekki hefur verið upplýst hvert verðmæti umræddra hlutabréfa var við sölu þeirra en heildarsöluverð all- ra hlutabréfanna var liðlega 3,5 mil- Ijónir kr. Sigurður segir að ef sölu- verð hlutabréfanna nemi umtalsverðri fjárhæð hyggist forysta félagsins leggja til að fjármununum verði varið til að stofna sjóð til að styrkja sérstök verkefni á sviði ung- mennafélagsstarfs á svæðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.