Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Afkoma Búnaðarbankans 1999 sú besta í sögu bankans Hagnaðurinn 1,7 milljarðar króna fyrir skatta METHAGNAÐUR varð af rekstri Búnaðarbankans á árinu 1999 og nam hagnaður fyrir skatta 1.704 milljónum króna, en að teknu tilliti til reiknaðra skatta var hagnaður 1.221 m.kr. Reiknaðir skattar voru 483 m.kr. en fullir skattar eru reiknaðir á bankann þar sem ávallt hefur verið hagnaður af rekstri hans. Árið 1998 var hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta 876 mkr., en 649 mkr. eftir skatta. Aukning hagnaðar fyrir skatta milli ára var því 95%. í tilkynningu frá Búnaðarbank- anum kemur fram að raunarðsemi eigin fjár bankans var 28%, en 20% að teknu tilliti til reiknaðs tekju- og eignarskatts og hefur hún aldrei verið hærri í sögu bankans. „Þessi rekstrarniðurstaða endurspeglar traustan rekstur bankans. Góða af- komu ársins má fyrst og fremst rekja til aukinna umsvifa og hag- stæðra ytri skilyrða. Einkum hefur umfang fyrirtækjaviðskipta og verðbréfaþjónustu við stærri aðila aukist verulega og hafa mörg sterk fyrirtæki bæst í viðskiptamanna- hóp bankans á árinu,“ segir í til- kynningunni. Munar mest um auknar tekjur af verðbrófaviðskiptum Hreinar vaxtatekjur, þ.e. vaxta- tekjur að frádregnum vaxtagjöld- um, námu 3.469 m.kr. og hækkuðu um 19% milli ára. Vaxtamunur, þ.e. hreinar vaxtatekjur í hlutfalli af meðalstöðu heildarfjármagns, lækkaði og var 3,37% til saman- burðar við 3,73% á árinu 1998. Vaxtamunur hefur þá lækkað um 1,28 prósentustig á 3 árum, en vaxtamunur var 4,65% á árinu 1996. Á sama tíma hafa hreinar vaxtatekjur hins vegar aukist um 46%, vegna mikillar umsvifaaukn- ingar bankans og aukinnar fram- leiðni, en heildarfjármagn á stöðu- gildi hefur hækkað frá því að vera 105 milljónir króna 1996 í 191 milljón 1999. Aðrar rekstrartekjur bankans námu 3.146 milljónum króna og hækkuðu um 1.116 milljónir milli ára, eða 55%. Hækkun rekstrar- tekna skiptist nokkurn veginn jafnt milli aukinna þóknunartekna og meiri gengishagnaðar. Þóknun- artekjur hækkuðu um 504 m.kr og gengishagnaður um 612 m.kr. Aukning varð á öllum helstu tekju- stofnum, en mest munaði um aukn- ar tekjur af verðbréfasviðskiptum. Hreinar rekstrartekjur Búnað- arbankans voru 6.615 milljónir króna og jukust um 1.676 milljónir króna, eða 34%. Rekstrargjöld hækkuðu hlutfailslega minna eða um 20% og námú alls 4.065milljón- um króna, til samanburðar við 3.385milljónir árið áður. „Rekstrarkostnaður sem hlutfall af tekjum lækkaði því talsvert milli ára og var 61,4% af tekjum, til samanburðar við 68,5% af tekjum 1997. Þetta mun vera lægsta hlut- fall kostnaðar af tekjum sem inn- lendur viðskiptabanki hefur náð og endurspeglar aukna hagkvæmni í rekstri bankans. Stöðugildi við bankastörf voru 617 í árslok," segir í tilkynningu bankans. Heildareignir bankans 117,7 milljarðar Alls voru færðar 846 milljónir króna á afskriftareikning útlána, þar af 205 milljónir sem almennt varúðarframlag vegna mikillar stækkunar bankans. Sem hlutfall af meðalstöðu efnahagsreiknings var framlagið 0,82%. Búnaðar- bankinn á nú í sjóði 1.825 milljónir króna til að mæta mögulegum út- lánatöpum á næstu árum. Niðurstöðutala efnahagsreikn- ings var 117,7 milljarðar, en var 88,5 milljarðar í árslok 1998. Þetta er 33% stækkun og hefur heildar- fjármagn bankans þá aukist um 117% á síðustu þremur árum, eða um 63,5 milljarða. I tilkynningu bankans segir að þessi mikla stækkun endurspegli verulega aukin umsvif á öllum sviðum og aukna markaðshlutdeild bankans. Útlán í árslok 1999 voru 81 milljarður og hækkuðu um 16,6 milljarða á árinu. Hlutfallslega varð mesta aukningin í erlendum endurlánum til fyrirtækja. Segir í tilkynningunni að mikil aukning er- lendra endurlána endurspegli þann mikla mun sem er á milli innlendra og erlendra vaxta. Hlutdeild Bún- aðarbankans í útlánum banka og sparisjóða var 21% í árslok 1999. Innlán í árslok 1999 voru 61 milljarður og hækkuðu um rúm 33% á árinu, eða 15,2 milljarða. Hlutdeild Búnaðarbankans í inn- lánum banka og sparisjóða, skv. bráðabirgðatölum, var um 23% í árslok 1999. Eigið fé í árslok nam 7.072 m.kr. og útgáfa víkjandi lána 2.119 m.kr. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD- reglum var 9,1% í árslok. Áhersla á verðbrófaviðskipti og þjónustu í gegnum Netið í tilkynningu Búnaðarbankans segir að með aukinni tæknivæð- ingu, framþróun á fjármálamarkaði og í íslensku atvinnulífí almennt, sé starfsemi bankans að breytast. Al- menn bankaviðskipti séu að færast yfir á Netið og hvers konar sjálf- virkni og sjálfsafgreiðsla hafi auk- Búnaðarbanki Islands Úr reikningum 1999 Úrrekstrí T999 1998 Breyting Vaxtatekjur Milljónir króna 9.345 6.578 +42% Vaxtagjöld 5.876 3.669 +60% Hreinar vaxtatekjur 3.469 2.909 +19% Aðrar rekstrartekjur 3.146 2.030 +55% Hreinar rekstrartekjur 6.615 | 4.939 +34% Önnur rekstrargjöld 4.065 3.385 +20% Framlög í afskriftareikning 846 678 +25% ~ Hagnaður fyrir skatta 1.704 876 +95% Skattar 483 227 +113% Hagnaður tfmabilsins 1.221 649 +00% Efnahagsreikn. 1999 1998 Breyting | Eignir: | Milljónir króna 31. des. 31. des. Eignir ails 117.659 88.537 +33% | Skuldir og eigið fé: | Skuldir og skuldbindingar 110.587 82.399 +34% Eigið fá 7.072 6.138 +15% Skuldir og eigið fá samtals 117.659 88.537 +33% — ist hröðum skrefum. Samhliða þessu er áherslan í starfsemi úti- búa að færast yfir í alhliða fjár- málaráðgjöf. „Vægi verðbréfaviðskipta og yf- irgripsmikilla lánasamninga við fyrirtæki vex og breytingar á starf- semi Búnaðarbankans hafa ein- kennst af þessu. Megináherslan hefur verið lögð á að byggja upp sterk verðbréfa- og fyrirtækjasvið innan bankans, jafnframt því að laga starfsemi útibúa og einstakl- ingsþjónustu að þessum breyting- um,“ segir í tilkynningunni. Áðalfundur Búnaðarbankans verður haldinn laugardaginn 11. mars nk. á Hótel Sögu og hefst kl. 14:00. Þar mun bankaráð Búnaðar- bankans gera tillögu um að greidd- ur verði 410 milljóna króna arður, eða sem nemur 10% af nafnverði hlutafjár. Hluthafar í bankanum eru nú 33.300. Mjög traust og góð afkoma Jafet Ólafsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfastofunnar hf., segir afkomu Búnaðarbankans yfirhöfuð mjög trausta og góða og upp úr standi mjög góð arðsemi af eiginfé bankans, eða 20%. Þá sé það líka ánægjulegt að tekist hafi að lækka kostnaðarhlutfall bankans. „Það varð nokkurt uppistand hjá bankanum vegna þess að hann kom seint og um síðir með hagnaðar- viðvörun og aðalbankastjórinn sagði að hagnaðurinn yrði umfram 10%. Þeir áætluðu hagnaðinn einn milljarð í útboðslýsingu bankans, en hann er 22% hærri, og því er þarna viss skekkja,“ sagði Jafet. „Kostnaðarhlutfall íslenskra banka hefur verið allt of hátt í saman- burði við erlenda banka þar sem við erum að sjá kostnaðarhlutfall í kringum 40%, en hér hafa bank- arnir legið á bilinu 65-70%. Búnað- arbankinn nær kostnaðarhlutfall- inu niður í 61,4% og það er mjög gott því það er ekki einungis nóg að auka tekjurnar. Þær koma þeg- ar vel gengur og á móti þurfa menn að vera á kostnaðarbremsunni og mér sýnist Búnaðarbankinn hafa verið það.“ AÐALFUNDARBOÐ Aðalfundur Hans Petersen hf. verður haldinn föstudaginn 10. mars 2000 í Þingsal I, Hótel Loftleiðum, og hefst kl. 16:00 DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 3.6 grein samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á upp á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyriraðalfund. Stjórn Hans Petersen hf. HANsFtitRm Suðurlandsbraut 4 ■ Sími 570 7500 ■ Fax 570 7510 ■ www.hanspetersen.is Olíufélagið hlaut EDI-bikarinn OLÍUFÉLAGIÐ hf. Essó hlaut í gær EDI-bikarinn, sem veittur er því fyrirtæki sem þykir hafa skarað fram úr á sviði rafrænna viðskipta á liðnu ári. Heimir Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri upplýsinga- og mark- aðssviðs þjónustustöðva hjá Essó, tók við bikarnum úr hendi Krist- mundar Halldórssonar, deildar- stjóra hjá viðskiptaráðuneytinu, sem sá um afhendingu bikarsins í fjarveru Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. I ávarpi ráðherra sagði meðal annars að „enginn vafi er á að raf- ræn viðskipti eru á góðri leið með að bylta hefðbundnum viðskipta- háttum. Viðteknar viðskiptavenjur breytast, milliliðum fækkar, við- skiptakostnaður minnkar, nánara samband ríkir milli fyrírtækja og neytenda, og nýir markaðir og vör- ur spretta upp“. Þar sagði einnig að rafræn viðskipti væru talin öflug- asta uppspretta hagvaxtar í heimin- um á næstu árum. Metnaðarfull stefna í rafrænum viðskiptum Um verðlaunahafann, Olíufélagið hf., og forsendur verðlaunaveiting- arinnar sagði í ávarpi ráðherra að fyrirtækið hlyti EDI-bikarinn fyrir „markvissa og árangursríka stefnu á sviði staðlaðra rafrænna við- skipta. Er það álit dómnefndarinn- Morgunblaðið/Þorkell ar að Olíufélagið hf. sýni metnaðar- fulla stefnu í rafrænum viðskiptum og frumkvæði til að hagnýta sér lausnir sem falla innan ramma staðlaðra rafrænna viðskipta." Heimir Sigurðsson frá Olíufélag- inu hf. sagði meðal annars þegar hann tók við EDI-bikarnum fyrir hönd fyrirtækisins að á tveimur síð- ustu árum hefði Olíufélagið gert stórt átak í því að koma umboðs- mönnum og eigin bensínstöðvum í beint tölvusamband við höfuðstöðv- ar fiélagsins. Hann sagði einnig að færslum þar sem beitt er rafrænum viðskiptum hafi fjölgað mjög á sein- ustu tveimur árum, sem hefði leitt af sér mikið hagræði. „Rafrænar færslur eru stór þáttur í hagræð- ingu fyrirtækja," sagði Heimir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.