Morgunblaðið - 25.02.2000, Síða 44
4*4 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Hvenær ber stjórn-
völdum að bregðast við?
FISKVERND á ís-
landsmiðum er ekki
verkefni á ábyrgð
Hafrannsóknastofnun-
ar, fiskifræðinga henn-
ar, tölfræðinga eða
annarra, sem leggja
grunninn að fiskveiði-
ráðgjöf stofnunarinnar.
Ábyrgðin á þessari
stefnu er hjá rQds-
stjóm og Alþingi. Þau
stjómvöld verða á
hveijum tíma að leggja
gagnrýnið mat á árang-
ur af fiskveiðiráðgjöf
embættismanna og
sérfræðinga. Reynist
þessi ráðgjöf um nægi-
lega langa hríð ekki skila árangri, er
það skylda stjórnvalda að bregðast
við og kveða upp úr um það hátt og
skýrt, að hér séu hlutir ekki í viðun-
andi farvegi. Fiskveiðiráðgjöfin hafi
ekki skilað þeim árangri, sem að var
stefnt. Það skorti greinilega eitthvað
á forsendumar eða þekkinguna, sem
áerbyggt.
Allar götur frá því
fyrir 1960 hafa friðun-
araðgerðir verið við
lýði í fiskveiðunum.
Möskvi í botnvörpum
og dragnót hefur verið
stækkaður úr 80 í 155
mm. Uppeldissvæði
smáfisks hafa verið
friðuð, erlend fiskiskip
rekin út fyrir 200 sjó-
mílur, leyfilegt hlutfall
smáfisks í afla var skil-
greint og svæðum lok-
að, sé hlutfallið of hátt,
sóknartakmarkanir
vom innleiddar og síð-
ast en ekki síst hafa
flestir nytjastofnar
verið settir undir kvóta. Þeir hafa
a.m.k. hin síðari ár að mestu verið
settir í samræmi við ráðgjöf Hafró.
Á því leikur enginn vafi, að miðað við
forsendurnar, sem Hafró byggir ráð-
gjöf sína á, er þar innan dyra að
finna bestu þekkingu, sem völ er á í
þessum efnum. Hér er því ekki
spuming um þekkingu, heldur hitt,
Fiskveidistefna
Fylgispekt við físk-
veiðiráðgjöf, sem kann
að vera í grundvallar-
atriðum röng, segir
Jón Sigurðsson, kann
því að kosta þjóðarbúið
mikla fjármuni.
hvort forsendurnar, sem gengið er
út frá standast dóm reynslunnar.
Vísbendingar um það ætti að mega
fá með því að skoða árangurinn af
öllu þessu vafstri eftir ráðgjöf stofn-
unarinnar. Svarið við þeirri spum-
ingu hlýtur að vera vísbending um
hvort forsendurnar standast í raun.
Talnaefni um þetta barst óvænt
upp í hendumar á mér í vetur, á
fundi, sem Samtök fiskvinnslu án út-
gerðar héldu. Þar flutti Jóhann Ár-
sælsson alþingismaður vandað er-
indi og bar saman afla ársins 1991,
hins fyrsta eftir að kvótaframsalið
var innleitt, og ráðgerðar veiðar árið
2000. Tímabilið er nógu langt til að
ná ríflega yfir sem svarar einni kyns-
lóð af flestum okkar botnfisktegund-
um. Að því er þær varðar eiga þessar
tölur því að gefa glögga vísbendingu
um hvort fiskveiðiráðgjöf og þar með
kvótasetning undangengins áratug-
ar, em að skila þjóðarbúinu árangri.
Þorskaflinn 1991 var 307 þús.
tonn. Nú þykir árangur á heims-
mælikvarða, að veiða megi 269 þús.
tonn eftir niðurskurð um árabil allt
niður í 160 þús. tonn eða svo. Þess
má minnast, að meðalþorskafli
næstu 20 áranna fyrir 1990 mun hafa
verið nál. 430 þús. tonn. Ýsuaflinn
1991 var 54 þús. tonn, en nú telst
mega veiða 38 þús. tonn. Ufsaaflinn
1991 var 99 þús. tonn, en nú telst
hæfilegt að veiða 30 þús. tonn. Af
karfa veiddust 1991 97 þús. tonn, en
nú má veiða 65 þús. tonn. Af skar-
kola veiddust 1991 11 þús. tonn, en
nú telst vogandi að veiða 4 þús. tonn
eftir nýákveðna hækkun.
Allt þetta gerist þrátt fyrir að það
sé viðurkennt, að ástand hafsvæð-
anna kringum Island, hlýsævi og líf-
ríki almennt, sé nú mjög gott og hafi
verið hin síðustu ár.
Þessi árangur fiskveiðiráðgjafar-
innar gefur óneitanlega vísbendingu
um, að eitthvað sé ekki eins og það á
að vera, - að forsendur fiskveiðiráð-
gjafarinnar kunni að vera ótraustar
eða beinlínis standist ekki til að gefa
þjóðinni hámarksafrakstur af hinum
mikilvægu auðlindum hennar í haf-
inu.
Væri á ferðinni alvömmál eins og
knattspyma, væri eftir slíka útreið
búið að reka þjálfarann eða í það
minnsta búið að kalla hann til svara
um hverju þetta sæti. Þess í stað
þykir við hæfi, að Hafró sé ósnertan-
leg í sínum tumi. Af hálfu stjórn-
valda er hún ekki spurð, a.m.k. ekki
opinberlega og þegar einstaklingar
úti í þjóðfélaginu leggja fram miklar
efasemdir, studdar góðum og giidum
rökum, eins og t.d. Kristinn Péturs-
son á Bakkafirði, Sveinbjörn Jóns-
son frá Suðureyri við Súgandafjörð
og Magnús Jónsson veðurstofustjóri
hafa gert, er ýmist svarað út úr eða
alls ekki. Vitað er, að fiskifræðingar
utan Hafró, aðrir dýrafræðingar og
náttúmfræðingar í öðram greinum,
setja stór spumingarmerki við for-
sendurnar, sem Hafrannsóknastofn-
Jón
Sigurðsson
un byggir alla sína ráðgjöf á. Meira
að segja innan Hafrannsóknastofn-
unar kunna að vera uppi efasemdir,
sem einstaklingar þar voga sér ekki
að láta uppi vegna umhyggju fyrir
eigin starfsframa. Um það bera vott
myndrit af mikilvægum fræðigrein-
um, sem nafniaust hafa borist til eins
riddara efasemdanna, í umslögum
merktum stofnuninni.
Hér er mikið alvöramál á ferðinni.
Hver 10.000 þorsktonn, sem óhætt
er að veiða umfram það, sem nú er
gert, skila yfir 2 milljörðum í útflutn-
inginn. 100.000 tonn skila því ein-
hvers staðar yfir 20 milljörðum og
fyrir afkomu útgerðar og fiskvinnslu
skilar slíkur viðbótarafli miklu meiru
en svarar hinni hlutfallslegu aukn-
ingu, því að allur viðbótaraflinn væri
bætt nýting á fjárfestingu, sem er til
fyrir og útgerðin og fiskvinnslan
bera þegar allar byrðamar af. Fylgi-
spekt við fiskveiðiráðgjöf, sem kann
að vera í grandvallaratriðum röng,
kann því að kosta þjóðarbúið mikla
fjármuni.
Stjómvöldum ber vegna þessa
skylda til að taka á málinu föstum
tökum og kalla alla, - bæði þá, sem
leikreglurnar hafa sett og hina, sem
draga þær í efa, til ráðstefnu, þar
sem öll spil eru lögð á borðið, hvort
sem þau era í náð forystu Hafró eða
ekki. Að loknu slíku ráðslagi er það á
ábyrgð ríkisstjómar og Alþingis að
kveða upp úr um hvemig skuli við
bragðist. Hagsmunirnir, sem í húfi
era, era allt of stórir til að þetta sé
látið ógert, hvað svo sem mönnum
finnst um fiskveiðistjómarkerfið á
Islandi að öðru leyti.
Og upp er kominn undarlegur flöt-
ur á málinu. Þessar vikurnar era
fiskimið við ísland allt í einu orðin
löðrandi í stórufsa, sem Hafró hafði
ekki hugmynd um, að væri til. Skip-
stjórar verða að forðast fiskislóðir,
þar sem allt er fullt af þessum fiski,
af því að skipin eiga ekki ufsakvóta
fyrir aflanum, sem býðst, svo menn
forðast hann eða fleygja honum.
Hvemig væri að stjórnvöld færa nú
að bregðast við?
Höfundur er fyrrverandi
framkvæmdastjóri.
Canova
Rúnaöar huröir
80 cm tilboösverð 26.394
90 cm tilboðsverð 26.394
Adria
Sturtuhom
70-80 cm tilboðsverð 18.585
80-90 cm tilboðsverð 19.322
Sturtuhom 45°.
90 cm tilboðsverð 19.529
Zenith
Rennihurðir 70—112 cm
tilboðsverð frá 16.135
Hliöar 68—90 cm
tilboðsverð frá 8.811
Hert gler
Segullokun
Lady
Hurð heil opnun
tilboðsverð frá 12.749
Föst hlið
tilboðsverð frá 10.358
$
Boreas
Hurð samanbrotin
80 cm tilboðsverð 14.352
90 cm tilboösverö 14.898
Orion door
Baökershurö
165-170 tilboðsverð 20.159
170-175 tilboðsverð 20.459
Gafl, tilboðsverð frá 8.167
VATNS VIRKINN ehf
%
Ármúla 21
Sími 533 2020
108 Reykjavík
Bréfsími 533 2022
Hagur allra landsmanna
UMRÆÐUR í fjöl-
miðlum að undanfömu
um kröfur um úrbætur
í vegamálum víðs vegar
um landið hafa vart far-
ið framhjá landsmönn-
um. Einnig er rætt um
jarðgangagerð á
nokkram stöðum
landsins þótt það sé
misjafnlega raunhæft-
.Eðlilegt er að íbúar
vilji sjá úrbætur í vega-
málum, því góðar og ör-
uggar samgöngur
skipta höfuðmáli fyrir
okkur öll.
Sveitarstj ómarmenn
á Suðurnesjum hafa á
undanfömum áram lagt megin-
áherslu á nauðsyn þess að flýta þurfi
framkvæmdum við tvöföldun
Reykjanesbrautar. Aðalfundir Sam-
bands sveitarfélaga á Suðumesjum
hafa á síðustu áram lagt á það
áherslu að forgangsverkefni númer
eitt væri tvöföldun Reykjanesbraut-
Hlustar
barnið
þitt?
Vitinn
Rás 1 • Kl. 19.00
www.ruv.is/vitinn
ar. Mar sveitarstjómir
á Suðurnesjum hafa á
árlegum fundum sínum
bæði við Fjárlaganefnd
Alþingis og heimsókn-
arfundum þingmanna
kjördæmisins lagt höf-
uðáherslu á tvöföldun
brautarinnar.
Veralegur ávinning-
ur í umferðaröryggi
Reykjanesbrautarinn-
ar náðist þegar Reykja-
nesbrautin var lýst upp
og tókst það fyrir bar-
áttu og samstöðu allra
þingmanna kjördæmis-
ins.
Umferð er sífellt að
aukast um Reykjanesbrautina og
mun vera um 7.000 bílar að meðaltali
á hverjum sólarhring. Umferð jókst
milli áranna 1997 og 1998 um 8%.
Þungaflutningar um brautina era
miklir og skapa oft mikla hættu.
Óþarfi er að ræða nánar rökin í smá-
atriðum fyrir að flýta framkvæmdum
Margskipt plast-
gler með umgjörð
Reykjanesbraut
Að flýta framkvæmdum
við tvöföldun Reykja-
nesbrautarinnar, segir
Sigurður Jónsson, þarf
að verða eitt af for-
gangsverkefnum í
ákvörðunum um vega-
framkvæmdir landsins.
því þau hafa svo skilmerkilega komið
fram í fjölmiðlum að undanförnu.
Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar
er ekki einungis hagsmunamál okkar
Suðumesjamanna heldur eigi síður
hagur allra landsmanna. Allir sem
koma til og fara frá landinu þurfa að
aka Reykjanesbrautina. Fjöldi flug-
farþega fer vaxandi með hverju ár-
inu sem líður, þannig að góðar og
greiðar samgöngur við aðalflugvöll
landsins hlýtur að vera hagsmuna-
mál allra landsmanna.
Þingmenn kjördæmisins hvar í
flokki sem þeir standa hafa staðið
einhuga í baráttu sinni fyrir að flýta-
framkvæmdum við tvöföldun
Reykjanesbrautar. Við það hafa þeir
einnig einróma stuðning allra sveit-
arstjómarmanna á Suðumesjum.
Stuðningur annarra þingmanna
landsins hlýtur einnig að verða fyrir
hendi. Að flýta framkvæmdum við
tvöföldun Reykjanesbrautarinnar
þarf að verða eitt af forgangsverk-
efnum í ákvörðunum um vegafram-
kvæmdir landsins.
Höfundur er sveitarstjóri í Garði og
formaður Sambands sveitarfélaga á
Snðurnesjum.
Sigurður
Jónsson