Morgunblaðið - 25.02.2000, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 25.02.2000, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 4$ UMRÆÐAN Þegar glans- myndin hrynur HVERNIG má það vera að mannréttindi eru brotin á íslensku þjóðinni aftur og aftur án þess að þjóðin rísi upp til að andmæla og jafnvel snýst gegn þeim sem vilja stöðva ófögnuðinn? Engu lýðræðisríki hefur dottið til hugar að koma á gjafakvóta- kerfi að íslenskri fyr- irmynd þrátt fyrir frá- leitar fullyrðingar kvótagreifanna og spilltra stjórnvalda um hagvæmni kerfis- ins. Þrátt fyrir að öll- um sé ljós stórkostlegur þjófnaður á eigum almennings sem fólginn er í gjafakvótakerfinu eru þeir stjórn- málamenn sem ábyrgðina bera kosnir aftur og aftur. Ekkert vestrænt ríki hefur held- ur samþykkt lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði með þeim hætti sem hér hefur verið gert. Hvað þá að gefa einu fyrirtæki einokun á honum til 12 ára. Ég fullyrði að ekkert lýðfrjálst ríki muni fram- kvæma slíka firru. Við erum fræg að endemum fyrir þessa hrákasmíð meðal siðmenntaðra fagmanna. Það er ótrúlega barnalegt að ímynda sér að engum hafi komið til hugar í útlandinu að gera eitthvað í þessa veru. Munurinn er aðeins sá að slíkt getur ekki gerst þar sem lýðræði ríkir og réttur einstakl- ingsins er virtur. Lýðræðisríkin hafa fyrir löngu uppgötvað að þannig vegnar samfélaginu best. Kommúnisminn og fasisminn voru tilraunir til að fá fram ímyndaða hagsmuni með því að fórna rétti einstaklingsins. Stjórnarmeirihlut- inn íslenski virðist ekki telja slíka tilraun fullreynda. Hann ætti að rifja upp orð Jeffersons: „Sá sem fórnar frelsinu fyrir þægindi á hvorugt skilið, þægindin eða frelsið.“ Ég fullyrði að gagnagrunnurinn mun ekki standast þau málaferli sem í vændum eru, hvort sem end- anlegur dómur mun falla í Hæsta- rétti íslands eða fyrir mannrétt- indadómstólum erlendis. Þá verður fróðlegt fyrir almenning þessa lands en jafnframt óskemmtilegt fyrir okkar sameiginlega sjóð að uppgötva að fyrirvari íslenskra stjórnvalda í starfssamningi við Is- lenska erfðagreiningu heldur ekki. Þessi fyrirvari er sá að íslenska ríkið beri ekki ábyrgð á því ef lög um miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði standast ekki! - Eins- dæmi hlýtur að vera að ríkisstjórn neiti að bera ábyrgð á lögum, sem hún hefur sjálf beitt sér fyrir. En hvað þýðir þetta? Þetta þýðir einfaldlega að þegar fjárfestar úti um allan heim upp- götva að þeir hafa verið ginntir með glansmynd sem stenst ekki munu þeir krefjast skaðabóta. Þessar kröfur munu snúa að ís- lenska ríkinu sem ábyrgð ber á þessum fráleitu lögum sem ís- lenska vísindasiðanefndin hafnaði af því að þau standast engar sið- ferðilegar viðmiðanir, né Evrópu- lögin sem við höfum skuldbundið okkur til að hlíta. Við blasir að þeir sem voru ginntir til að fjárfesta í glansmynd- inni geta sennilega sótt skaðabætur fyrir tugi milljarða króna í vasa íslenskra skatt- borgara þrátt fyrir grátbroslegan fyrir- vara stjórnvalda þeg- ar gagnagrunnurinn hefur verið dæmdur af í núverandi mynd. Þá verður fólk að muna að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og meiri- hluti Alþingis ber ábyrgð á ólögun- um. Heilbrigðisráðherra verður þá sennilega ekki jafn stoltur af því að hafa rekið vísindasiðanefndina sem skipuð var mætum fulltrúum ým- issa þjóðfélagshópa, til þess að mynda nýja „vísindasiðanefnd", sem er aulalegur brandari enda að- eins skipuð pólitískum jábræðrum framsóknarmennskunnar (þar er höfuðpaurinn Davíð Oddsson eins og Hannes Hólmsteinn hefur rétti- lega bent á). Réttlát gjaldtaka vill hrista svo upp í umræðunni að fólki skilji að gagnagrunnslögin eru alvarlegt mannréttindabrot. Þjóðin er nán- ast tekin frillutaki og sett í gagna- grunninn í trausti þess að hún uggi ekki að sér. Við höfum ekkert á móti gagnagrunni á heilbrigðissviði ef það er gert með réttum hætti t.d. samkvæmt Helsinki-sáttmála alþjóðlegu læknasamtakanna. Þar er gert ráð fyrir að fólk gefi sam- þykki sitt fyrir þátttöku í vísinda- rannsóknum eftir að því hefur ver- Mannréttindi Við hvetjum fólk til að segja sig úr gagna- grunninum, segir Valdimar Jóhannesson, en gefa jafnframt Jóni Magnússyni hrl. umboð til að semja fyrir --------------7-------- þess hönd við Islenska erfðagreiningu. ið gerð grein fyrir áhættu sem því er samfara. Það heitir upplýst sam- þykki. Við hvetjum fólk til að segja sig úr gagnagrunninum en gefa jafn- framt Jóni Magnússyni hrl. umboð til að semja fyrir þess hönd við ís- lenska erfðagreiningu um réttlátt gjald fyrir að segja sig inn í gagna- grunninn aftur. Jóni Magnússyni er ekki veitt opið umboð heldur tæki fólk endanlega afstöðu til málsins þegar ljóst lægi fyi-ir til hvers á að nota upplýsingarnar um það og hvort hugsanleg greiðsla sé áhættunnar virði. Samþykki á þeim grundvelli væri upplýst samþykki. Ég hvet alla hugsandi menn til að láta ekki illmælgi og útúrsnúninga hafa áhrif á afstöðu sína og skoða heimasíður Réttlátrar gjaldtöku og Mannverndar: www.rg.is og www.mannvernd.is. Höfundur er talsmaður Rcttlátrar gjaldtöku. Kynning í dag, fdstudag og laugardag. Verðsprengja á miðjum vetri. Polar Beauty tilboð: Taska, Power A 50 ml krem, Glycolic lotion 15 ml, hreinsir 5 ml, varalitur, Spect. fárði 10 ml og húðmjólk 30 ml. Vara að verðmæti kr. 8.400, tilboðsverð nú kr. 5.400. Einnig tilboð á Night Sculptor 50 ml kremi og Face Sculptor serumi og kremi. <753iO H Y G E A an-yrtivöru verjlun Laugavegi 23, sími 511 4533 Valdimar Jóhannesson Dagarnir verða bjartari með vor- og sumarlitunum fró LANCÖME Kynning í dag og á morgun, laugardag Stórglæsiieg taska fyrir förðunarvörur og snyrtibudda fylgja kaupum (ivmv'D H Y G E A d ny rtivö ruverj iu n Kringlunni, sími 533 4533 AÐALFUNDUR JARÐBORANA HF. Aðalfundur Jarðborana hf. verður haldinn fimmtudaginn 9. mars 2000 í Þingsal A, á Radisson SAS Saga Hótel og hefst kl. 16.00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstöif skv. gr. 45 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til handa stjórn félagsins til að kaupa hluti ífélaginu skv. 55. gr. hlutafjárlaga nr. 211995. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu _ ^ vera komnar skriflega í hendur stjómarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins að Skipholti 50 d, 4. hæð, frá og með 2. mars 2000, og á fundarstað við upphaf aðalfundar. Stjóm Jarðborana hf. -3 #//# I JARÐBORANIR HF SKIPHOLTI 50 d, SÍMI 511 3800, BRÉFSÍMI 51 1 3801
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.