Morgunblaðið - 25.02.2000, Síða 50

Morgunblaðið - 25.02.2000, Síða 50
5f) FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sig’urför Islendinga Ungir íslenskir dansarar hafa náð góðum árangri á dansmótum erlendis á síðustu ár- um. Aðalheiður Karlsdóttir og Sigrún ^Cjartansdóttir voru á meðal áhorfenda á al- þjóðlegu móti í Kaupmannahöfn um síðustu helgi sem var engin undantekning. ÍSLENSKIR dansarar stóðu sig ein- staklega vel í mikilli alþjóðlegri dans- keppni sem haldin var í Kaupmanna- höfn um síðustu helgi. Keppni þessi var nú haldin í 22. skiptið og voru keppendur á aldrinum átta ára til sextugs. Styrkleiki keppenda hefur farið mjög vaxandi á síðustu 10 árum með aukinni þátttöku Austur-Evrópuþjóð- anna. Þrátt íyrir það náðu þátttak- ■> endur frá íslandi glæsilegum árangri og náði sigurförin hámarki á laugar- dagskvöldið þegar ísak Nguyen Hall- dórsson og Helga Dögg Helgadóttir stigu upp á verðlaunapallinn og tóku við fyrstu verðlaunum fyrir suður- ameríska dansa í flokki ungmenna. Keppnin hófst með keppni bama 8-9 ára. í þeim aldursflokki kepptu 16 pör í sígildu dönsunum á föstudegin- um og 14 pör í þeim suður-amerísku á Morgunblaðið/Sigrún Kjartansdóttir Yngstu keppendurnir stóðu sig vel. Öll pörin voru glæsilegir fulltrúar yngstu danskynsldðarinnar á íslandi. laugardeginum. Keppendur voru frá 6 löndum, þar af 4 íslensk pör. Það voru Aðalsteinn Kjartansson og Lilja Rut Jónsdóttir, Kvistum, Haukur Freyr Hafsteinsson og Hanna Rún Óladóttir, Hvönn, Jón Trausti Guð- Leynist blaðburðarpoki heima hjá þér? # Þeir blaðberar, fyrrverandi og núverandi, sem eru með blaðburðarpoka en þurfa ekki á þeim að halda við blaðburð, vinsamlegast komi þeim til áskriftardeildar Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Móttakan er opin virka daga milli klukkan 9 og 17. Ef þið hafið ekki tök á að skila þeim, hafið þá samband við áskriftardeild í síma 569 1122 og við sækjum þá. ÁSKRIFTARDEILD Sími 569 1122/800 6122 • Bréfasími 569 1115« Netfang askrift@mbl.is mundsson og Ingibjörg Sigurðar- dóttir, Hvönn, og Karl Bemburg og Helga Soffía Guðjónsdóttir, Kvist- um. Öll pörin vora glæsilegir fulltrúar yngstu danskynslóðarinnar á Isl- andi og bára sig vel á gólfinu. Karl og Helga Soffía komust í und- anúrslit í báðum greinum, náðu 9. sæti í sígildu dönsunum og 8.-9. sæti í þeim suður- amerísku, Aðal- steinn og Lilja Rut komust í undanúrslit í suður-amerískum döns- um þar sem þau höfn- uðu í 10.—11. sæti. Þau Haukur Freyr og Hanna Rún komust í úrslit í báðum greinum þar sem þau náðu 2. sæti í sígildum dönsum og 3. sæti í suður- amerískum dönsum. Haukur Freyr og Hanna Rún hafa verið sigur- sæl í gegnum tíðina. Þau komu vel undirbúin fyrir keppnina og dönsuðu af miklu öryggi þó ung séu að áram. Dansað af innlifun Böm II, 10-11 ára, hófu keppni á laugardeginum í sígildum dönsum. 36 pör vora skráð til keppni, þar af 6 ís- lensk. Það vora: Amar Georgsson og Tinna Rut Pétursdóttir, Gulltoppi, Bjöm Ingi Pálsson og Ásta Björg Magnúsdóttir, Kvistum, Eyþór Smári Þorbjömsson og Erla Björg Krist- jánsdóttir, Kvistum, Jónatan Amar Örlygsson og Hólmfríður Bjömsdótt- ir, Gulltoppi, Stefán Claessen og Ma- ría Carrasco, Gulltoppi, og Þorleifur Einarsson og Ásta Bjamadóttir, Gull- toppi. Öll íslensku pörin dönsuðu mjög vel og komust þau öll áfram í 24 para úr- slit og tvö af þeim alla leið í úrslit. Það vora þau Jónatan Amar og Hólmfríð- ur sem náðu 2. sætinu og Þorleifur og Ásta sem höfnuðu í því þriðja. Bæði pörin dönsuðu mjög vel enda era þau meðal sterkustu dansara landsins i sínum aldursflokki. Islensku pörin hafa tekið miklum framföram í sígildu dönsunum en sú grein hefur verið veikari hjá íslensku pöranum undan- farin ár. Á sunnudeginum keppti hópurinn svo í suður-amerískum dönsum. Þrjú af pörunum komust áfram í 24. para úrslit og tvö síðan áfram í undanúr- slit. Jónatan Amar og Hólmfríður höfnuðu í 7. sæti og Þorleifur og Ásta, sem dönsuðu af miklum krafti og inn- lifún, komust alla leið í úrslit og náðu 4. sætinu. Frábær árangur það! Unglingar I, 12-13 ára, hófu keppni á föstudeginum með sígildum dönsum. Til keppni voru skráð 45 pör, þar af 5 frá Islandi. Það vora þau Agnar Sigurðsson og Elín Dröfn Einarsdóttir, Gulltoppi, Bjöm Vignir Magnússon og Hjördís Ósp Ottós- dóttir, Kvistum, Friðrik Ámason og Sandra Júlía Bemburg, Gulltoppi, Hrafn Hjartarson og Helga Bjöms- dóttir, Kvistum, og Sigurður R. Am- arson og Sandra Espersen, Hvönn Tvö þeirra, þau Ágnar og Elín og Hrafn og Helga, komust áfram inn í 24 para úrslit og þau síðamefndu alla Morgunblaðið/Jón Svavarsson Haukur Freyr Hafsteinsson og Hanna Rún Oladóttir dönsuðu af miklu öryggi. leið i undanúrslit, þar sem þau höfn- uðu í 11. sæti. í suður-amerísku döns- unum vora það einungis Hrafn og Helga sem komust áfram í aðra um- ferð og áfram í undanúrslit þar sem þau deildu 8.-10. sætinu með tveimur öðram pöram. Helga og Hrafn era ákaflega glæsilegt par á gólfinu og vekja athygli hvar sem þau dansa. Hart barist í flokki unglinga II Flokkur ungmenna II var mjög sterkur að þessu sinni bæði í suður- amerískum dönsum og sígildum sam- kvæmdisdönsum. Á föstudeginum var keppt í suður-amerískum dönsum og vora 46_pör skráð til keppni, þar af Qögur frá Islandi, þau Hilmir Jensson og Ragnheiður Eiríksdóttir, Gull- toppi, Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir, Gulltoppi, Grétar Bragi Bragason og Harpa Örlygs- dóttir, Gulltoppi, og Grétar Ali Khan og Jóhanna Berta Bemburg, Kvist- um. Hilmir og Ragnheiður, Davíð Gill og Halldóra Sif og Grétar Ali og Jó- hanna Berta náðu öll að dansa sig inn í 26 para úrslit en þar við sat. Sigur- vegaramir vora heimsmeistaramir frá Rússlandi, þau Dmitri Matveev og Anna Bokareva. Keppt var í sígildum samkvæmis- dönsum á laugardeginum og voru þá 43 pör skráð til keppni, þar af þijú frá íslandi, þau Hilmir og Ragnheiður, Davíð Gill og Halldóra og Grétar Ali og Jóhanna Berta. Það er skemmst frá því að segja að Grétar Ali og Jó- hanna Berta náðu að dansa sig inn í undanúrslit þar sem þau enduðu í 9. sæti. Þau voru glæsileg á gólfinu og hefur farið mikið fram að undanfömu. Hilmir og Ragnheiður komust áfram í úrslitin og náðu þar 3. sæti. Þau era greinilega orðnir mjög reyndir dans- arar og dönsuðu af miklu öryggi og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.