Morgunblaðið - 02.03.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.03.2000, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 J?------------------------ MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær sambýliskona mín, móöir okkar, tengdamóðir og amma, STEINUNN BJÖRK GARÐARSDÓTTIR, Merkilandi 2b, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 25. febrúar. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 4. mars kl. 14.00. Valgarður Snæbjörnsson, Egill Helgi Kristinsson, Hrönn Pálsdóttir, Jónína Björg Kristinsdóttir, Karl Jónsson, Sigurður Steinar Jónsson, Linda Dögg, Jón Garðar Jónsson, Oddný Lára Eiríksdóttir og barnabörn. ..j t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐLEIF JÖRUNDARDÓTTIR, Álfhólsvegi 137a, Kópavogi, er andaðist sunnudaginn 27. febrúar verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 3. mars kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlega láti Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna njóta þess. Ragnar Bjarnason, Jörundur H. Ragnarsson, Gunnar H. Ragnarsson, Edda Valsdóttir og barnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og bróðir, EINAR ÁSGEIRSSON skipstjóri, Stöðvarfirði, verður jarðsunginn frá Stöðvarfjarðarkirkju laugardaginn 4. mars kl. 14.00. Jarðsett verður frá Heydalakirkju í Breiðdal. Bára Óiafsdóttir, Stefanía Magnúsdóttir, Valur Mörk Einarsson, Erla Rán Kjartansdóttir, Anna Dögg Einarsdóttir og systkini hins látna. t Móðir okkar, amma og langamma, GUÐNÝ SIGFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, andaðist á Skjóli laugardaginn 26. febrúar. Jarðsett verður frá Áskirkju föstudaginn 3. mars kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Elínborg Sigurðardóttir, Símon Símonarson, Sigmundur Þór Símonarson, Sólrún Anna Símonardóttir. t Ástkær sambýlismaður minn, faðir, sonur og bróðir, BENEDIKT RAGNARSSON, Borgartanga 2, Mosfellsbæ, sem lést af slysförum föstudaginn 25. febrúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 3. mars kl. 15.00. Dagrún Guðlaugsdóttir, Fannar Þór Benediktsson, Anna Guðmundsdóttir, Erlendur Ragnar Kristjánsson, Fjóla Ragnarsdóttir, Erla Ragnarsdóttir. Lokað » Skrifstofur Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Sjálfsbjargar Landssambands fatlaðra og Sjálfsbjargarheimilisins, verða lokaðar eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 2. mars, vegna útfarar GUÐRÚNAR SÆMUNDSDÓTTUR. GUÐRÚN SÆMUNDSDÓTTIR feginleiki jregar akfær vegur fannst undir kvöld... Og síðasta ferðin núna í haust inn undir Hofsjökul - gist í Setrinu - gleði í góðum hópi, hvem gat grunað að svona stutt yrði í kveðjustund... Og kvennabaráttan. Eg var frædd og upplýst, drifin á fundi og þing, smitaðist af bjartsýni og eldmóði og trú á málstaðinn, fann fyrir bakslag- inu og fann áhugaleysið sækja á, hvarf úr hópnum. En svo var farið að tala um sameiningu og framboð og Kvennalistinn vildi vera með. Eg fékk að heyra að við gætum ekki verið þekktar fyrir að láta „þessar ungu“ standa einar í þessu, gætum að minnsta kosti mætt og hlustað og sagt okkar álit. Og Fjarðarlistinn leit dagsins ljós og síðan Samfylkingarfé- lagið. Hver verður mér nú hvatning og uppspretta í amstri daganna? Elsku Jón Rafnar. Við Haraldur þökkum þér og Rúnu samfylgdina síðustu 15 árin og sendum bömum ykkar, bamabömum og öðmm ætt- ingum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ykkar missir er mikill. Anna Jóna Kristjánsdóttir. Það er með þungum trega að við kveðjum einn af okkar ágætustu fé- lögum og vinum, Guðrúnu Sæmunds- dóttur. Við höfum saknað samverunn- ar við hana í vetur og hugsað hlýtt tif hennar í þeirri hörðu baráttu sem hún og fjölskyldan hafa staðið í síðustu mánuðina. Lífsviljinn og vonin var sterk hjá þessari miklu baráttukonu og sárindin mikil að sjá svo skjótt á eftir svo traustum vini og félaga. Guðrún Sæmundsdóttir var um langt árabil virk í starfi fyrir kvenna- hreyfinguna og Kvennalistann, bæði á heimaslóðum í Hafnarfirði og á landsvísu. Þegar félagshyggjufólk og alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ jafnréttissinnar í Hafnarfirði tóku höndum saman fyrir síðustu bæjar- stjómarkosningar, var það ekki síst fyrir tilstuðlan Guðrúnar að víðtæk samstaða náðist um framboð Fjarðar- listans. Hún var traustur leiðtogi í hópi sinna félaga og hvatti þá til sam- starfs á breiðum grundvelli. Hún lét ekki þar við sitja, heldur fylgdi mál- um ákveðið eftir, tók sæti á fram- boðslistanum og gaf sig alla í starfið eins og hennar var jafnan háttur. Eitt helsta einkenni Guðrúnar var jákvætt viðmót en ákveðni um leið. Hún var alltaf meira en reiðubúin til starfa og það var aldrei lognmolfa í kringum þau hjónin, Guðrúnu og Jón Rafnar. Við undirbúning stofnunar Samfylkingarinnar og kosningastarf á sl. vori létu þau sitt ekki eftir liggja. Það var komið að skýrum tímamót- um. Gamall draumur margra um víð- tæka samvinnu og samstarf var að rætast og Guðrún sýndi þá enn og aft- ur óbilandi dug og vilja til að taka þátt í að móta nýja framtíð. Verkefnið var henpi kært og hún ætlaði að leggja sitt af mörkum sem hún svo sannar- lega gerði. Guðrún var ekki bara góður félagi, heldur líka áhugasöm og virk í öllu sínu starfi. Án slíkra eldhuga vinnast engir sigrar. Samheijar og vinir úr Fjarðarlistanum og Samfylkingunni í Hafnarfírði þakka samstarfið og sam- vinnuna og senda um leið aldraðri móður, eiginmanni og fjölskyldunni allri samúðarkveðjur. Félagar úr Fjarðarl istanum og Samfylkingunni í Ilafnarfirði. Guðrún Sæmundsdóttir var ein kraftaverkakvennanna úr Hafnar- firði. Kvenna sem aldrei hafa hvikað í kvenfrelsisbaráttunni og í áranna rás lagt hönd á plóginn í grasrótarstarfi Kvennalistans. Guðrún taldi ekki eftir sér langar og stundum þreytandi fundarsetur, sem fylgja pólitísku starfi. Hún lét sig ekki vanta á lands- fundi Kvennalistans og tók fullan þátt í sameiningarferli undangenginna missera og mótun Samfylkingarinn- ar. Á landsfundi Kvennalistans í Reykholti haustið 1998 var hart tekist Gróðrarstöðin ^ mttHLW • Hús blómanna Blómaskreytingar við öll tækifæri. Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480 + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BERGÞÓR GUÐJÓNSSON fv. skipstjóri og útgerðarmaður, dvalarheimilinu Höfða, áður Skólabraut 31, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstu- daginn 3. mars kl. 14.00. Guðrún Brynjólfsdóttir, Brynjar Bergþórsson, Salome Guðmundsdóttir, Ósk Bergþórsdóttir, Óli Jón Gunnarsson, afabörn og langafabarn. Ástkær móðir okkar, GUÐRÚN B. NIELSEN, andaðist á Vífilsstöðum þann 29. febrúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 9. mars kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Vagnsdóttir, Guðlaug Nielsen, barnabörn og barnabarnabörn. á um samstarfið við A-flokkana og framtíð samtakanna. En að fundi loknum skemmtu konur sér saman fram á nótt eins og kvennalistakonum er einum lagið. Þar naut Guðrún sín í góðra vina hópi og lagði sitt af mörk- um til þess að treysta vináttuböndin, þótt pólitískir þræðir hefðu trosnað. Fyrir rúmu ári naut ég stuðnings og dyggrar aðstoðar Guðrúnar og Jóns í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi. Við Álfheiður, dóttir þeirra, vorum báðar í hópi þátt- takenda og Jón og Guðrún létu svo sannarlega ekki sitt eftir liggja í próf- kjörsstarfinu. Mér er sérstaklega minnisstætt er við þvældumst á milli verslana í Reykjanesbæ á nöprum vetrardegi. Þau hjónin létu vont veð- ur ekki aftra sér frá því að leggja ný- liðunum lið. Og þannig stendur Guð- rún mér fyrir hugskotssjónum í dag, brosandi, glöð og til í allt. Eg minnist Guðrúnar Sæmunds- dóttur með hlýju og þakklæti. Jóni, Álfheiði og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Megi guð blessa minningu þessarar sómakonu. Þórunn Sveinbjamardóttir. Elsku Rúna. Kynni okkar hófust á bamsaldri í Kató í Hafnarfírði. Þau kynni og vinskapur hafa staðið alla tíð síðan, þó með hléum síðustu árin. Tilviljun réði því að við bjuggum í nábýli hvor við aðra, ásamt fjölskyld- um okkar, vel á annan áratug. Eftir að við stofnuðum heimiii, fyrst á Hóla- brautinni og síðan á Miðvangi, þar sem við bjuggum svo að segja hlið við hlið, áttum við margar ánægjulegar samverustundir. Það var alltaf gott að vera í návist þinni, þú kunnir þá list að gera h'tið úr vandamálum hversdagsins og áttir alltaf auðvelt með að sjá björtu hlið- arnar á tilverunni. Það er sárt að sjá á eftir góðri vin- konu langt fyrir aldur fram, en ég mun geyma góðar minningar um þig í hjarta mínu. Elsku Jón Rafnar og fjölskylda, Guð veri með ykkur öllum og styrki ykkur í sorginni. Hrönn. Dómar heimsins dóttir góð munu reynast margvíslegir. Glímdu sjálf við sannleikann hvaðsemhversegir. Gakktu einatt eigin slóð hálir eru hvers manns vegir. Skeyttu ekki um boð né bann hvaðsemhversegir. Inn í bijóst þitt ein og hljóð rýndu fast ef röddin þegir. Treystu á þinn innri mann hvaðsemhversegir. (JóhannesúrKötlum.) Lífið er hverfuft. Hvem gat órað fyrir því þegar við samglöddumst á níræðisafmæh hinnar mætu konu Sigurveigar Guðmundsdóttur að Guðrún, elsta dóttir hennar, sem stjómaði veislunni af skörangsskap, yrði kvödd hinstu kveðju fáum mán- uðum síðar. Guðrún vinkona okkar var milöl baráttukona. Leiðir okkar lágu sam- an í árdaga Kvennalistans, en hún eins og margar fleiri hugsjónakonur gripu tækifærið fegins hendi og helftu sér af miklum krafti og eldmóði út í starfið sem framundan var en það var ærið. Við höfðum vitað hver af ann- arri, þær systur úr Gerðinu og við systumar, í gegnum árin hér í Hafn- arfirði, en ekki átt náin kynni fyrr. Strax við upphaf þeirra kynna skapaðist góð vinátta og skemmtilegt samstaf sem ekki bar skugga á. Þau vora mörg verkefnin sem vinna þurfti og ekki dró Guðrún af sér í þeim efn- um; halda ræður, fylgja málum eftir, baka vöffiur, snyrta húsnæði, skrifa blaðagreinar, semja kosningaáróður. Það var ótrúlegt hverju var áorkað. Guðrún lét sig ekki muna um fyrir einar kosningamar að taka sanian og sjá um útgáfu matreiðslubókar í fjá- röflunarskyni fyrir málstaðinn. Fyrir Nordisk Foram í Noregi var ráðist í að máia dýrindis silkislæður til að selja og var þá unnið nóttum saman, sköpunargleðin fékk útrás og mikið var gaman. Guðrún átti sæti á flestum fram- boðslistum Kvennahstans hvort held-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.