Morgunblaðið - 02.03.2000, Blaðsíða 71
gsSutíiúii *,
RÁÐ H ÚSTORG1
k Pf I
Sýnd kl. 4 og 6 með íslensku tali.
Sýnd kl. 6 með ensku tali.
DENZEL WASHINGTOi' i 1
THE HURRICANE
2 fyrir 1 gcgn framvisun
Hurrkane miða og greiðslu með
Visa kreditkorti.
DD :
SÍMI
rms
i ‘WÉKBSm fi4
. -
ULJj'jJ 'JÉLÍjlÉilJU i
áJÍSj’jJj’jf/A 33ii
iia-riiij öj'Jj'jujj
★ ★★1/2
UfiN/H. WASHlNf.rON
ANf.nrsÁ four
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
THf; BCWE
coujcmK
Sýnd kl. 8 og 10.10. b. í. 16
ijaió aiit uen BlCINTENNrAL MfiN ö v/ww.st]arnu-bia>t£
r TILNEFNINGAR TIL ,
O ÓSKARSVERÐLAUNA
the SIXTH SENSE
BESTA MYND
BESTA LEIKSTJORN (M. NIGHTSHYAMALAN)}
BESTI LEIKARI í AUKAHLUTVERKI
(HAL£Y JOEL OSMENNT)]
BESTA LEIKKONA í AUKAHLUTVERKI
1 (TONICOLLETTE).'
BESTA HANORIT. BESTA KLIPPING
FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 71
-------------------------
AUfðRU BfÖ! ™MJ?y
STAFRÆNT
HJÓBKBIRÍ [ U X
ÖOUWISÖLBMI
8 og 10.
Sannleikurinn geti
lifshættuleai
AL rACINO RUSSELLCROWE
AMichae! Mannram
THE INSIDER
7TILNEFNINGAR TIL
ÓSKARSVERÐLAUIMA
irkArk Bylgjan
★★★★ DV AAA.A Hausverk
ÓJ Stöö2
/, HLMBL
Sýnd kl. 5, 8 og 10.45.
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðjo/Liolli
Hinn eldhressi Rob Kampheus í hollensku appelsínulitunum.
Hollendingurinn
klifrandi
Stinni stuð var til í að gera hvað sem var
fyrir frægðina nema að koma nakinn
fram. Til landsins er kominn maður
sem tilbúinn er að stíga skrefíð til
fulls til þess að verða frægur á Islandi.
Skarphéðinn Guðmundsson hitti
þennan borubratta Hollending.
ROBKAMPHUES erhol-
lenskur sprelligosi sem
hefur það að markmiði
að skemmta Islendingum
svo mikið á einni helgi að hann
verði heimsfrægur hér á landi.
Þetta er verkefni vikunnar hjá hon-
um fyrir sjónvarpsþátt sem hann
stjórnar og nefnist „Átta plágur
Robs Kamphues" þar sem hann fær
í hverri viku erfið og vandleysanleg
verkefhi.
Fyrsti liður hans í að vinna land-
Morgunblaðið/Golli
Hollendingurinn klifrandi kleif Hús verslunarinnar hægt en örugglega.
ann á sitt band var að klífa alla leið
upp á topp Húss verslunarinnar.
Þegar blaðamann bar að var Rob
að gera sig kláran og virtist all-
skelkaður: „Þetta er rosaleg áskor-
un. Kuldinn er mikill og ég er al-
sendis óvanur klifari. Þegar ég
kemst á toppinn mun ég siðan skilja
þar eftir ummerki mín. Eg verð feg-
inn þegar þessi hluti áskorunarinn-
ar er yfirstaðinn." Sem betur fer
voru Rob til halds og trausts með-
limir úr Björgunarsveit Hafnar-
fjarðar, vanir klifrarar sem ætluðu
að sjá til þess að hann kæmist frá
heill á húfi.
Klossagolf og handabönd
Rob, hvati ætlarðu svo að gera ef
þú lifír fyrsta verkefnið af?
Rob hlær og segir hneykslaður:
„Ef ég lifið það af? Þá mun ég fara í
Kringluna, ræða við búðarápara og
spá fyrir um framtíð þeirra.“
I dag segist hann ætla að faravítt
og breitt um landið og kynnast ís-
lendingum: „Til þess að þjóðin
kynnist mér verð ég að kynnast
henni allri. Það er nauðsynlegt til
þess að verða frægur. Því er ekki
nóg að ég sprelli hér í Reykjavík
heldur verður landsbyggðin að fá
að upplifa ruglið í mér líka. Á ferða-
lagi mínu um landið mun ég kynna
landsmenn fyrir öllum helstu hol-
lenskum samkvæmisleikjunum. Þar
á meðal er hollenskt klossagolf, þar
sem þátttakendur leika hefðbundið
golf í hinum rammhollensku trék-
lossum. Sá leikur er alveg mergjað-
ur. Tréklossamir verða síðan not-
aðir í fjölmörgum öðrum leikjum
sem ég mun kenna þjóðinni."
Á morgun mun Hollendingurinn
klifrandi siðan reyna við nýtt
fslandsmet í handabandi: „Fyrra
metið er samkvæmt okkar hcimild-
um tvö handabönd, því enginn hef-
ur lagt í metið fyrr og ég ætla mér
að slá það með stæl. Ef ég hugsa út í
þetta þá get ég eiginlega slegið
metið núna.“ I því rétti Rob hinn
ruglaði blaðamanni höndina og
heilsaði honum. Taldi upp á einn og
heilsaði tökumanni sínum. „Tveir",
taldi hann vandlega og hristi siðan
hönd aðstoðarmannsins síns og
sagði sigri hrósandi: „Þrír! Nýtt
met hefur verið slegið í handabandi
á fslandi! Nú er áskorunin um að
bæta metið á morgun orðin enn
meiri."
Settirðu markið ekki frekar lágt
að ætla þér að verða aIkunnur með-
al svo fámennrar þjóðar?
„Setja markið lágt? Alls ekki því
mér hefur verið tjáð að Islendingar
falli ekki fyrir hverjum sem er. Þeir
séu vandlátir og velji sitt frægðar-
fólk af kostgæfni. Maður verði því
að vera sérstaklega fyndinn og
skemmtilegur til þess að kæta þjóð-
ina, bjóða upp á eitthvað sérstakt
og eftirtektarvert. Ólíkt t.d. Japön-
um en í Japan lék einhver hollensk-
ur saxófónleikari inn á litla auglýs-
ingu og varð stjarna á svipstundu.
Japan er því auðveld bráð en Island
hins vegar verkefnið sem er krefj-
andi og safaríkt. En ég ætla mér aðV ‘
leysa það, hvað senvþað kostar."
Fer aldrei nakinn í íslenskt haf
Myndirðu gera hvað sem væri
fyrir frægðina,jafnvel kannski að
koma nakinn fram?
„Já, ekkert mál, ef þú skrifar um
það í blaðið. Má ég hafa loðkápuna
mina appelsinugulu eina klæða svo
ég frjósi ekki í hel? Nei annars, ég
dreg mörk frægðarinnar við það ef
ég þarf að fara nakinn í sjóinn
hérna. Það geri ég aldrei!"
I þessu gerir Rob sig kláran til
þess að hefja klifrið og blaðamaður
spyr hann hvort hann vilji segja
eitthvað að lokum; hvort hann iðrist
einhvers á þessari örlagastundu: <
„Já,“ segir hann og hlær óskaplega,
„ég er fullur iðrunar".
I því hóf Rob Kamphues að klifa
Hús verslunarinnar og kuldaboli
nartaði kröftuglega í nærstadda
sem fylgdust spenntir með. Þótt
ferðin hafi gengið hægt þá er
skemmst frá því að segja að Hol-
lendingurinn fífl<yarfi náði um síðir
tindinum, þreyttur og kaldur.
„Þetta var mun auðveldara en ég
hafði búist við,“ sagði hann og var
greinilega létt. „Eg er ennþá í hejlu
lagi en kuldinn var óbærilegur. Ut-
sýnið var stórkostlegt frá toppnum
og gaf þessari þolraun minni til-
gang. Verst hversu fáir tóku eftir
þessu stórkostlega skemmtiatriði." jc
Blaðamaður huggaði þennan Iifs-
glaða og athyglisþyrsta Hollending
með því að fleiri myndu kynnast
honum eftir að hafa lesið um hann í
blaðinu.
i'n ■
TEE
fom
Keftavik - sími 421 1170 - samfilir. ís
FORSÝNING
DENZEL WASHINGTON * W ~ [
THE HURRICANE
Stórkosleg mynd sem er að hljóta
verðlaun og lof um allan heim.
2 fyrir l gegn framvísun Hurritane miða
og greiðslu með Visa kreditkorti.
Sýnd kl. 8.