Morgunblaðið - 02.03.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.03.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 55 hefur hvítur öruggt frumkvæði. 23.d6! cxd6 24.Rb5 Df8 25.Rexd6 Bxd6 26.Rxd6 Dg7 27.Rb5! Rýmir d-línuna fyrir öflugri liðs- menn og beinir spjótum sínum að a7 og c7 punktunum. 27.. .Hg8 28.Dd2! Hótar máti með Dd2-d8. 28.. .Rd5! Besta von svarts þar sem eftir hið eðlilega svar 29.Bxd5? Hxg2! 30.Bxa7+ (Hvítur verður mát eftir 30,Dd4 Hxh2+! 31.Kxh2 Dg2#) 30.. .Ka8 31.Bxb7+ Kxb7 32.Hc7+ Dxc7 33.Dxg2 Hxg2 34.Rxc7 Ha2 og svartur vinnur. Jafnframt er 29.Dd4 hættulegt hvitum þar sem eftir 29.. .Rc6! 30.Hxc6 bxc6 31.Bxd5 cxd5 (31...exd5? 32.BÍ4+ Ka8 33.Bc7! og hvítur vinnur) 32.Rxa7 Hxg2 33.Db6+ Ka8 með unnu tafli á svart. Hvað skal hvítur þá gera? 29.Bxa7+!! Ka8 30.Hc7! Lykillinn að lausninni. Svartur verður annaðhvort mát eða tapar liði. Svartur kaus hið fyrrnefnda, eða öllu heldur yfirsást honum það sökum tímaskorts. 30...Rxc7 31.Dd8+ og svartur gafst upp þar sem eftir 31...Hxd8 er hann mát með 32.Hxd8. Karpov - Bacrot 3-3 Anatoly Karpov og franski stór- meistarinn Etienne Bacrot tefldu í síðustu viku sex skáka einvígi í Cannes í Frakklandi. Fyrst voru tefldar tvær kappskákir, þá tvær at- skákir og að lokum tvær hraðskákir. Kappskákunum lauk báðum með jafntefli. Bacrot tók svo örugga for- ystu þegar hann vann báðar atskák- irnar. í þeirri seinni náði felldi hann Karpov á tíma, en var þá sjálfur með tapað tafl. Karpov sýndi hins vegar að hann er sýnd veiði en ekki gefín og vann Bacrot í báðum hrað- skákunum þannig að lokaúrslitin urðu þrír vinningar gegn þremur. Jafnteflisumferð í Linares Öllum þremur skákunum í ann- arri umferð á Linares-skákmótinu lauk með jafntefli: Khalifman - Kasparov V2-V2 Kramnik - Anand V2-V2 Shirov - Leko V2-V2 Staðan á mótinu er þessi: 1.-2. Kramnik og Kasparov IV2 v. 3.-4. Anand og Leko 1 v. 5.-6. Khalifman og Shirov V2 v. Viðar Berndsen (slands- meistari í barnaflokki Skákþætti Morgunblaðsins hafa nú borist úrslit í bamaflokki á Skák- þingi íslands 2000 sem lauk fyrir nokkru. Þátttökurétt áttu börn 11 ára og yngri. Þátttakendur voru 31. Sigurvegari á mótinu varð Viðar Berndsen með 8 vinninga af 9 mögulegum. Annar varð Atli Freyr Kristjánsson með 7 vinninga og Einar Sigurðsson varð þriðji, einnig með 7 vinninga. Klúbbakeppni Hellis á morgun Klúbbakeppni Hellis verður hald- in í fjórða sinn föstudaginn 3. mars klukkan 20. Keppt verður í fjögurra manna sveitum. Tefldar verða 9 um- ferðir með 7 mínútna umhugsunar- tíma. Þátttökugjald er kr. 1.000 fyr- ir hverja sveit. Tekið er á móti skráningum í mótið í símum 581 2552 og 861 9416 (Gunnar) og 557 7805 (Daði). Einnig er hægt að skrá sig með tölvupósti: hellir@simnet,- is. Öllum er heimil þátttaka. Skákmót á næstunni 3.3. Hellir. Klúbbakeppni 3.3. SA. 7 mínútna mót 4.3. SÍ. íslandsm. barnask.sv. 5.3. SA. 15 mínútna mót 5.3. Síminn-Internet. Mátnet 6.3. Hellir. Atkvöld 7.3. TR. Stofnanir og fyrirt. 9.3. TG. Skákþing Garðabæjar Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson MENNINGARBORG 2000 Dagskráin \ mars og apríl Hvaö má bjóöa þér? Viöburöalisti Menningar- borgarinnarí mars og apríl DAGSKRÁ Menningarborgar 2000 í mars og apríl sem birtist í blaðauka í gær er hér endurbirt þar sem niður féllu dagsetningar nokkurra við- burða. Atburðum hefur verið skipt upp í nokkra flokka, lesendum til hægðarauka. Flokkunin er mjög lausleg og þannig gæti sami viðburð- ur hæglega fallið í marga flokka. All- ar nánari upplýsingar er að fínna á dagskrárvef Menningarborgarinnar www.reykjavik2000.is sem einnig er tengdur inn á www.mbl.is. Fyrir alla fjölskylduna 04.03-05.0S Stórmót ÍR Alþjóðlegt frjálsíþróttamót í Laugardalshöll. Meðal keppenda eru Vala Flosadóttir, Jón Amar Magnússon og svo tylft Ólympíu-, heims- og Evrópumeistara í fjöl- mörgum greinum. Einnig verður op- ið krakkamót, mót unglinga og full- orðinna. 05.03-21.03 Stjömur himinsins Ævintýraklúbburinn stendur fyr- ir listahátíð þroskaheftra sem hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 15.00 með málverka- og handverkssýningu á verkum hvaðanæva að af landinu. Fjölbreyttir viðburðir verða í boði í Ráðhúsi, Iðnó, Háskólabíói og víðar meðan á hátíðinni stendur. 06.03-06.04 Val á veitinga- húsi mánaðarins Klúbbur matreiðslumeistara, Menn- ingarborgin og VISA ISLAND standa íyrir vali á veitingahúsi mán- aðarins. Almenningur getur greitt atkvæði sín á www.icelandic-chefs.is eða www.visa.is 11.03 Snædrottningin Sýning frá finnska brúðuleikhús- inu Græna eplinu. Brúður, leikarar og tónlistarmenn í Hafnarfjarðar- leikhúsinu. Tvær sýningar kl.14.00 og 16.00. Miðasala, sími 555 0553. 17.03-24.03 Vetraríþróttahátíð íþróttabandalags Reykjavíkur Heil vika með spennandi dagskrá þar sem vetraríþóttir af öllum gerð- um verða í brennidepli. Bretti, skíði, hestar á ís, kennsla og kynning, tón- list og íþróttasirkus er meðal þess sem verður í boði fyrir almenning. www.ibr.is 18.03 Skautasýningin ÍS 2000 Listhlaupadeild Skautafélags Reykjavíkur kl. 17.00 í Skautahöll Reykjavíkur þar sem íslenskh’ og er- lendir verðlaunahafar sýna listir sín- ar. Sýningin er liður í vetraríþrótta- hátíð ÍBR. 18.03 Fræðsludagur Grafarvogsráðs „Heilsa og lífsgæði - hvað get ég gert?“ er yfirskrift dagskrár í Rima- skóla þar sem fræðsla, skemmtan og kaffihúsastemmning ráða ríkum frá kl. 12.00-15.00 26.03 Skógur í vetrarbúningi Ganga með leiðsögn um Heið- merkursvæðið í tilefni af 50 afmæli þess. Gangan hefst við Helluvatn kl.13.30. www.heidmork.is 08.04 Sæbúar Nemendur í Öskjuhlíðarskóla flytja stórskemmtilegan ævintýra- söngleik úr hafinu eftir Ólaf B. Ól- afsson í íslensku óperunni kl 14.00. Miðasala í Öskjuhlíðarskóla s. 568 9740. 30.04 Fuglaskoðun og nýr fræðslustígur vigður í Heiðmörk. Hefst við Helluvatn kl.13.30. Tónlist 09.03 50 ára afmælistónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands Gustav Mahler: Sinfónía nr. 3. Einsöngvari Barbara Deaver. Kvenna- og barnakór íslensku óper- unnar. Stjórnandi Rico Saccani. www.sinfonia.is 24.03 Óvæntir bólfélagar II Hilmar Jensson og CAPUT-hóp- urinn ferðast um ókannaðar hljóð lendur þar sem elektrónísk neðan- jarðartónlist og einn okkar helsti kammerhópur mætast á krossgöt- um. Þarna koma fram menn úr jaðri rokk-, spuna- klassískrar tónlistar og gefið í botn úr í óvissuna. Iðnó kl. 21.00. Miðasala í Tólf tónum og við innganginn. 01.04 Lúðrasveitin Svanur 70 ára afmælistónleikar í Háskóla- bíói kl. 13.30. Nýtt tónverk frumflutt eftir Tryggva M. Baldvinsson auk tónlistar úr ýmsum áttum. Stjórn- andi er Haraldur Árni Haraldsson. www.nt.is/svanur 14.04-15.04 Requiem eftir Verdi Páskatónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands með úrvals einsöngv- urum. Kristján Jóhannsson, Georg- ina Lukács, Ildiko Komlosi og Edward Crafts. Stjómandi Rico Saccani. www.sinfonia.is 14.04 Óvæntir bólfélagar III Dr. Love, Barði Jóhannsson (Bang Gang) í gervi Ólafs og óvæntir gestir í súrrealískum spjallþætti í beinni útsendingu þar sem allt getur gerst. Búast má við djörfum umræð- um, berum rössum og Kúkafrakkan- um sem mun líta í heimsókn. Þjóð- leikhúskjallarinn kl. 22.00. Miðasala í tólf tónum og við innganginn. 27.04-01.05 Norrænt kvennakóramót í Reykjavík Fjölbreytt tónleikadagskrá á fyrsta móti sinnar tegundar í Reykjavík. Gestakór frá Kiev í Ukraínu og 1500 kvenna kór á loka- tónleikum. Skipuleggjandi mótsins er Kvennakór Reykjavíkur. Leiklist 02.03 Job - þjáning mannsins Þriðja og síðasta sýning í Nes- kirkju á einleik Arnars Jónssonar sem byggður er á hinni sígildu perlu heimsbókmenntanna, Jobsbók Gamla testamentisins. Leikstjóri: Sveinn Einarsson.Tónlist: Áskell Másson. Leikbrúður: Helga Steffen- sen. Sýningin er einnig hluti af dag- skrá Kristnihátíðar. Sýningin hefst kl. 20.30. 17.03 Landkrabbinn Nýtt íslenskt verk eftir Ragnar Arnalds frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Verkið hlaut 1. verðlaun í leikrita- samkeppni í tilefni af 50 ára afmæli hússins. Leikstjóri Brynja Bene- diktsdóttir. www.theatre.is 20.04 50 ára afmæli Þjóðleikhússins Framsýning á Draumur á Jóns- messunótt eftir William Shake- speare. Leikstjóri Baltasar Kormák- ur. Myndlist/Ijósmyndun 05.03-02.04 Svava Björnsdóttir Yfirlitssýning á höggmyndum hennar í Listasafni íslands. www.listasafn.is 11.03-05.04 íris Friðriksdóttir Sýning á nýjum verkum hennar í Gallerí Sævars Karls við Banka- stræti. 11.03-14.05 Steinumi Þórarins- dóttir og Ásmundur Sveinsson Sýning á verkum Steinunnar í bland við val hennar á verkum Ás- mundar. Listasafn Reykjavíkur í Ásmundarsal. www.rvk.is/listasafn 18.03-16.04 „ Hvít“ Fyrsti hluti þríþættrar sýningai’- aðar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Sýnendur Ingólfur Amarson, And- reas Karl Schulze, Robin van Har- reveld og Hilmar Bjarnason. www.nylo.is 07.04-09.04 Ljósmyndir segja sögu Norrænir blaðahönnuðir í SND/S standa fyrir sýningu (Nordic Photo- graphic Document 2000) átta nor- rænna dagblaða sem undirstrikar heimildagildi ljósmynda. Sýningin verður í Spaksmannsspjöram, Þing- holtsstræti 5. 08.04-07.05 Catherine Yass sýnir verk sín í Gallerí i8, Ingólfs- stræti 8. www.i8.is 15.04-27.04 Bára Kristinsdóttir Sýning á ljósmyndum í Gallerí Sævars Kai’ls við Bankastræti. 19.04 Listasafn Reykjavíkur opnað í Hafnarhúsinu við Tryggva- götu. Hafnarhúsið opnað með yfirlits- sýningunni Islensk myndlist á 20. öld og einkasýningu á verkum hins þekkta franska listamanns Fabrice Hybert. www.rvk.is/lista- safn 29.04-18.05 Guðrún Einarsdóttir Sýning á nýjum málverkum í Gall- eríi Sævars Karls. Saga/menningararfur 06.04 Borgin í höfðinu í dagskrá Rithöfundasam- bandsins í Borgarleikhúsinu kl. 20.00 er leitast við að framkalla þá mynd sem íslensk skáld og rithöf- undar hafa bragðið upp af höfuðborg landsins á öldinni. Aðgangur er ókeypis. Umsjónarmaður: Pétur Gunnarsson. Leikstjóri: Þórarinn Eyfjörð. 01.03-30.04 Stefnumót við í'slenska sagnahefð Sýning í Landsbókasafni sem dregur fram hvemig bókin og sagan, eins og hún er sögð á bók, hafa verið örlagavaldar íslensku þjóðarinnar og einkenna sögu hennar framar sögu flestra þjóða. Þetta er farand- sýning sem m.a.er unnin í samvinnu við Comell-háskóla, Stofnunar Áma Magnússonar á íslandi, Library of Congress og háskólann í Manitoba. Sýningin er einnig hluti af dag- skrá Landafundanefndar. www.bok.hi.is 04.3-15.05 Mundu mig ég man þig Sýning í Borgarskjalasafni Reykjavíkur um líf ungs fólks í Reykjavík á 20. öld. Sýningin er í Safnahúsi Reykjavíkur, Tryggva- götu 15. Áðgangur ókeypis. www.rvk.is/borgarskjalasafn 01.04 Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar Á fjölbreyttri sýningu í Árbæjar- safni er saga Reykjavíkur rakin frá landnámi til nútímans. Gestir era leiddir gegnum söguna með texta, teikningum, ljósmyndum, sviðsetn- ingum, skyggnusýningu og notkun margmiðlunar í tölvum. í tengslum við sýninguna verður skólabörnum boðið upp á markvissa fræðslu um fortíð borgarinnar auk þess sem ráð- stefnur, fyrirlestrar og sértækar sýningar verða skipulagðar. www.rvk.is/arbaer 20.04 Opnun Þjóðmenningar- hússins við Hverfisgötu Meðal þeirra sýninga sem opna á sama tíma er Siglingar og landa- fundir á miðöldum. Fjallað verður um víkingaferðir og landafundi nor- rænna manna í Atlantshafi á miðöld- um, landnám íslands og Grænlands og siglingar frá þessum löndum til Vínlands. Sýningin er einnig á dag- skrá Landafundanefndar. www.kult- ur.is Menning og náttúra 22.03 Tært vatn - auður komandi kynslóða Málþing JC Reykjavík og Orku- veitunnar kl. 15.00 í Gvendarbrunn- um. www.vatn.is 30.03 Sjálfbært skipulag Farandsýning hefst sem ferðast mun um grannskóla landsins á veg- um Skipulagsfræðingafélags Is- lands. Apríl-maí Menning - náttúrlega Nemendur í myndlistardeild Listaháskóla íslands vinna fyrsta hluta verkefnis sem fjallar um tengsl manns og náttúra. í þessum hluta er unnið með hráefnið Dalaleir í Dala- byggð sem notaður er í verk tengd \ sögu svæðisins. í kringum landið 18.03 Mannlíf við opið haf Opnunarhátíð í Fræðasetrinu í Sandgerði. Á dagskránni, sem lýkur formlega í lok júní era fjölmargir menningarviðburðir og fyrirlestrar um allt frá sæskrímslum til jarð- fræði og vistfræði á landi og láði. Þann 25. mars flytur Þorvaldur Friðriksson fornleifafræðingur fýr- irlestur um sæ- og vatnaskrímsli á Reykjanesi og 8. apríl fjallar hann um keltneska húsagerð og fornmin- jar. Fyrirlestrarnir verða fluttir í Fræðasetrinu. www.sandgerdi.is 18.03 Sjávarlist Menningardagskrá kl. 20.00 í Bíó- höllinni á Akranesi, sem markar upphaf Sjávarlistar. Meðal viðburða næstu vikna eru Ijóðalestur í Kirkju- hvoli 24.3, framsýning Skagaleik- flokksins 01.03 á nýju leikriti Lifðu eftir Kristján Kristjánsson, sýning á myndlist og höggmyndum Sossu og Gyðu L. Jónsdóttur í Kirkjuhvoli 1- 16. apríl og sýning á verkum leik- skólabarna í Kirkjuhvoli 29. apríl- 14.maí. Alþjúðlegir viðburðir 15.03 Sannanir! Evrópa - spegluð í skjalasöfnum Sýning, útgáfa vandaðrar bókar og opnun vefsvæðis í samvinnu borgarskjalasafna sjö menningar- borga Evrópu. Tilgangurinn er að kynna hinn auðuga menningararf Evrópu sem er að finna í skjalasöfn- um borganna, bæði sameiginleg ein- kenni borganna og sérkenni þeirra. Safnahús Reykjavíkur, Tfryggva- gata 15. www.euarchives.org 25.03 Terror Þverlistaleg samsýning ungra finnskra listamanna í Norræna hús- * inu sem hafa sitt hvað að athuga við ríkjandi trú á tækni og þróun sem og ýmis önnur nútímafyrirbrigði. Sýn- ingin er full af skopi og fáránleika og er hluti af dagskránni Elsku Hels- inki. www.nordice.is 30.03-02.04 Sjávarréttakeppni Matreiðslumeistarar frá menning- arborgunum níu etja kappi undir stjórn Klúbbs matreiðslumeistara á sýningunni Matur 2000 sem haldin er í Smáranum í Kópavogi. www.icelandic-chefs.is 05.04-09.04 Grænlenskir dagar Fjölbreytt dagskrá í Norræna húsinu og viðburðir víða um borg þar sem líf og menning á Grænlandi era í brennidepli. Meðal annarra at- burða er sýning á grænlenskum túpílökum á Mokka 3-30. apríl, tón- leikar Mechanics in Ini á Gauki á Stöng 7. og 9. apríl og sýning á grænlenskum grímum í Norræna húsinu 25. apríl -20. maí. www.nord- ice.is 05.04-13.04 Alþjóðlega Reykjavi"kurskákmótið sett í Tjarnarsal í Ráðhúsi Reykjavíkur. Margir af sterkustu skákmönnum heims eru á meðal keppendanna sem era um 80 talsins. 08.04-13.04 Norrænir blaðahönnuðir SNDS - Design Sýning á verkum skandinavískra blaðahönnuða í Galleríi Sævars Karls. Á sama tíma verður haldin ráðstefna um grafíska hönnun í fjölmiðlum á Grand Hótel. www.snds.org 29.04 Codex Calixtinus Heimsfrumflutningur á samstarf sverkefni menningarborganna í Hallgrímskii’kju. Codex Calixtinus er einnig þekkt sem bókin um hei- lagan Jakob og er eitt elsta tónlist- arhandrit í Evrópu. Fóstbræður og alþjóðlegir einsöngvai-ar flytja Codex í tónleikauppfærslu. Viðburð- urinn er einnig á dagskrá Kristnihá- tíðar. 30.04-30.06 Lífið við sjóinn Viðamikil samsýning í Hafnarhús- inu sem unnin er af Reykjavík, Bergen, Santiago de Compostela og Tatihou. Sýningin fjallar um líf og lífsbaráttuna við Norður-Atlantshaf. Árbæjarsafn sér um hönnun á ís- lenska hlutanum á sýningunni sem verður uppi í öllum borgunum fjór- . um. www.rvk.is/arbaer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.