Morgunblaðið - 02.03.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUD AGUR 2. MARS 2000 1 3
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Landssíminn ætlar að ráðast í miklar framkvæmdir á athafnasvæði sínu í Múlahverfi
Teikning af breytingunum á athafnasvæði Landssímans í Múlahverfí séð úr vestri.
SUOURLAf'IOSSRft.UT
NÝTT AHOOYRI NÝ5.HÆÐ
GIERBYOGIHG
YFIRBYGGÐUR OAROUR
Armúli
Hús við Suðurlandsbraut
og Armúla tengd saman
Múlahverfi
CQ
co
gjs jsfg , , J V l| _
§
s
. '5
Ö3 '.. . . .. J
Á þessari teikningu sést athafnasvæðið að ofan. Byggingar eru merktar A, C, D og E, en
tengibyggingin T.
Aðkoman frá Ármúla.
LANDSSÍMINN er um þess-
ar mundir að heíjast handa um
miklar framkvæmdir við Suð-
urlandsbraut og Armúla þar
sem ráðist verður í endurbæt-
ur, viðbyggingar og samteng-
ingu fimm húseigna fyrirtæk-
isins á svæðinu.
Samkvæmt upplýsingum
Ólafs Þ. Stephensen, forstöðu-
manns upplýsinga- og kynn-
ingarmála hjá Landssímanum,
voru húsin tekin í notkun á ár-
unum 1979-1984 og var aðal-
hönnuður þeirra Jósef Reynis
arkitekt. Hluti húsnæðisins
var áður notaður sem póstmið-
stöð og pósthús en verður nú
innréttaður fyrir starfsemi
Símans.
Til að sameina öll húsin í
eina heild verður byggður
samgönguás úr gleri, sem
gengur í gegnum alla sam-
stæðuna allt frá Suðurlands-
braut að Armúla og inniheldur
meðal annars nýtt mötuneyti.
Verkið skiptist í nokkra
áfanga, en byggja á ofan á
svokallaða C-byggingu við
Suðurlandsbraut og tengi-
byggingu milli C- og D-húsa
og endurgera að fullu svoköll-
uð D- og E-hús, sem Pósturinn
hafði áður til umráða við Ár-
múla.
Þessar byggingar voru
teknar í notkun 1984 og voru
sérhannaðar fyrir starfsemi
Póstsins. Einnig mun verða
byggður bílastæðapallur á
baklóð Armúla 27, en þar
munu fást 36 ný bílastæði.
Hönnuðir að verkinu eru
Teiknistofan Armúla 6, ehf.,
Rafteikning ehf., VGK ehf. og
Almenna verkfræðistofan ehf.
Eftirlit er í höndum Batterís-
ins ehf. og VST hf. Verkefnis-
stjóm er í höndum fasteigna-
deildar Símans.
Opið útboð fór fram um ára-
mótin og buðu þrír aðilar í
verkið, ístak hf.,
Eykt ehf. og Sérverk ehf.,
Sveinbjöm Sigurðsson ehf. og
vom þeir síðastnefndu lægstir
með tilboð upp á 291 milljón
króna. Tilboð Eyktar og Istaks
vom upp á 312 og 336 millj-
ónir. Gengið hefur verið til
samninga við lægstbjóðanda
og era framkvæmdir hafnar.
Fyrsta áfanga
Iýkur í vor
Að sögn Ólafs em stórir
verkþættir utan þessa útboðs
svo sem öll rif, nokkur flýti-
verk er tengjast nýjum tækja-
sal í E-húsi og sérkerfi í raf-
magni. Heildarkostnaður við
verkið mun því verða nokkuð
hærri. Fyrsta áfanga verksins
mun væntanlega ljúka 1. maí
næstkomandi, en þá mun
leiguhúsnæði á Sölvhólsgötu
verða rýmt og öll starfsemi þar
flytjast í Múlastöð, utan lagers
á jarðhæðinni sem mun sam-
einast öðrum lagemm Símans
uppi á Jörfa. Með þeirri að-
gerð verður öll lagerstarfsemi
Landssímans komin á einn
stað.
Framkvæmdir á Jörfa
munu hefjast um næstu mán-
aðamót og verður lokið 1. maí.
Þar með lýkur endumýjun
húsnæðis á Jörfa, sem staðið
hefur í 2 ár. Armúli 25, E-
byggingin, þar sem áður var
pósthús, verður tekin í notkun
í tveimur áfóngum í júnímán-
uði, en tengibygging sem teng-
ir saman A- og C-hús við Suð-
urlandsbraut við D- og E-hús
við Armúla verður tekin í notk-
un sem samgönguleið í byijun
júlí auk þess sem nýtt mötu-
neyti verður tilbúið í byrjun
ágúst. Yfirbyggingin, 5. hæðin,
á C-húsið, er síðasti áfangi
verksins og er stefnt að verk-
lokum þar 15. september.
Flutt úr Sölvhólsgötu
og Ármúla
Með þessum breytingum
mun starfsemi Símans í leigu-
húsnæði á
Sölvhólsgötu og í Hafnar-
hvoli heyra sögunni til.
í Múla munu flytjast eftir-
farandi deildir: Farsímadeild,
radíódreifistöðvar, lagnadeild
og þjónustuverkstæði, gagna-
lausnir, Síminn - Internet,
rannsóknadeild og viðskipta-
kerfi. Verslun og þjónustuver
Símans - Intemet flytja úr
leiguhúsnæði á Grensásvegi í
húsnæðið, sem losnar á jarð-
hæð við Armúla 25. Gagna-
flutningsdeild mun flytjast til í
húsinu og færast út C-húsi í
D-E hús og fá aukið rými. Við
það mun rýmka um símstöðva-
deild á 4. hæð í C-húsi. Hug-
búnaðarþróunardeild mun
flytja í Armúla 32, leiguhús-
næði.
Með þessum breytingum
gerbreytist aðstaða starfsfólks
í Múlastöð, að sögn Ólafs, með
bættum samgönguleiðum,
björtu og vistlegu mötuneyti
og búningsaðstöðu fyrir
starfsmenn sem munu geta
komið hjólandi eða hlaupandi
til vinnu eða notað hádegið til
hreyfingar. Mikið verður af
fundarherbergjum, þar sem
m.a. verða nettengingar íyrir
ferðatölvur. „Við alla hönnun
húsnæðisins er lögð áhersla á
sveigjanleika, þannig að auð-
velt sé að breyta starfsemi,
færa deildir til eða stækka.
Nánast öll vinnuaðstaða er í
opnu rými,“ segir Ólafur.
Umfangsmiklar dýpkunarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á næstu árum í Sundahöfn
Sundahöfn
UMFANGSMIKLAR dýpk-
unarframkvæmdir era fyrir-
hugaðar í Sundahöfn og er
kynning á frumathugun á um-
hverfisáhrifum nú í gangi. Á
næstu 10-15 árum verður
höfnin dýpkuð um að meðal-
tali tvo metra en fyrsti áfangi
hefst væntanlega í haust og
lýkur á árinu 2002, að sögn
Jóns Þorvaldssonar, forstöðu-
manns tæknideildar Reykja-
víkurhafnar.
Jón segir að tilgangurinn
með dýpkuninni sé einkum að
auka öryggi í siglingum, en
einnig fáist á hagkvæman hátt
efni til landfyllingar á hafnar-
svæðinu og um leið er botn
hafnarinnar hreinsaður en
þar hefur gætt mengunar-
áhrifa frá gömlu frárennslis-
kerfi borgarinnar.
Frá Klettasvæði
í Kleppsvík
Frammatsskýrsla um um-
hverfisáhrif liggur nú fyrir og
hefur almenningur tíma til 31.
mars að kynna sér efni hennar
og koma athugasemdum á
Efni nýtt til landfyll-
ingar og hreinsunar
framfæri. Skýrsluna er m.a.
að finna á heimasíðu Reykja-
víkurhafnar, www.reykja-
vik.is/hofnin.
í fréttatilkynningu frá
Skipulagsstofnun kemur fram
að framkvæmdasvæðið nái frá
Klettasvæði inn fyrir Voga-
bakka í Kleppsvík og er heild-
arrúmmál dýpkunarefnis
áætlað um 1,3 milljónir rúm-
metra á svæði sem er um 65
hektarar. Að sögn Jóns Þor-
valdssonar verður höfnin
dýpkuð um 300-400 þúsund
rúmmetra í fyrsta áfanga.
Dýpkunin kemur til vegna
byggingar nýrra hafnarmann-
virkja, svo sem nýrrar hafna-
raðstöðu á Klettasvæði og nýs
hafnarbakka suðaustan við
Kleppsbakka. Einnig vegna
færslu siglingarlínu, stækk-
unar eldri mannvirkja, svo
sem lengingar Kleppsbakka
og Vogabakka og krafna um
aukið dýpi við núverandi hafn-
arbakka, segir í fréttatilkynn-
ingu Skipulagsstofnunar.
Framkvæmdir ekki taldar
hafa áhrif á laxagöngnr
Skipulagsstofnun hefur
hafið athugun á umhverfis-
áhrifum vegna dýpkunarinn-
ar, en samkvæmt fram-
matsskýrslu fara dýpkunar-
framkvæmdir fram á núver-
andi athafnasvæði og sigl-
ingaleiðum og er náttúra
svæðisins talin bera þess
merki. Ekki er vitað til þess að
á svæðinu sé sérstakt lífríki.
Ströndin er að langmestu leyti
manngerð á þessu svæði og
áður hafa farið fram dýpkanir,
bygging hafnarmannvú-kja og
landfyllingar.
Lax gengur meðfram
ströndinni á leið í Elliðaár, en
framkvæmdirnar era ekki
taldar hafa áhrif á laxagöng-
ur. Þó er talið rétt að ekki fari
fram neðansjávarsprengingar
á aðalgöngutíma, frá maí og
fram í september.
í frummatsskýrslunni kem-
ur fram að ekki era þekktar
neinar fornleifar á fyrirhug-
uðu framkvæmdasvæði. Þá
er, samkvæmt líkanreikning-
um, talið að framkvæmdin
muni hafa minniháttar áhrif á
öldulag og strauma á Viðeyj-
arsundi og í Kleppsvfk.
Jón Þorvaldsson sagði í
samtali við Morgunblaðið að á
undanförnum áram hefðu
starfsmenn hafnaiinnar verið
að vinna næstu áfanga í þróun
og uppbyggingu Sundahafnar
en skip fari stækkandi og
þurfi stæiri hafnarbakka með
dýpri ristu. Framkvæmdar
hafa verið ýmsar rannsóknir
vegna þessa og fram-
matsskýrslan, sem nú liggur
frammi, er afrakstur þessarar
vinnu starfsfólks hafnarinnar
en talið var æskilegt að fá um-
hverfissjónarmiðin fram á
frumstigi hönnunar.
Fyrsti áfangi í sumar
Jón segir reiknað með að
fyrsti áfangi verksins verði
boðinn út seinni hluta sumars,
að fengnum niðurstöðum
skipulagssstjóra um mat á
umhverfisáhrifum.
Upplýsingar um kostnað
liggja ekki fyrir enda gerð út-
boðsgagna ekki lokið.
í máli Jóns kom fram að allt
efni, sem grafið verður út
höfninni verði nýtt til land-
gerðar á hafnarsvæðinu, en
unnið er að stækkun þess og
úthlutun lóða til ýmissa fyrir-
tækja. Hráefnið af hafnar-
botni verður nýtt sem undir-
staða undir landfyllingar og
með því verður dýpkunin og
hagkvæm, þar sem minni þörf
er fyrir efnisnám annars stað-
ar, auk þess sem óhreint efni
er fjarlægt og grafið niður á
hreinan botn. „Þetta er að
okkar mati verulegt átak í
hreinsun á svæðinu og fer
saman við þau áform sem
borgin hefur verið að vinna að
undanfarin ár um að sameina
gamlar skolpútrásir á einn
stað, byggja dælustöðvar og
dæla skolpinu 3-4 km út fyrir
strönd. Sú mengun sem við
mælum í höfninni er fyrst og
fremst komin frá gömlu útrás-
unum,“ sagði Jón. „Um leið og
þetta era dýpkunarfram-
kvæmdir er þetta umhverfis-
verkefni sem á samleið við áf-
orm borgarinnar um að koma
holræsakerfinu til betri veg-
ar.“