Morgunblaðið - 02.03.2000, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Sverrir
Alaragir Hashmi
Mikilvægt
stefnumót
ólíkra menn-
ingarheima
Undanfarinn hálfan annan mánuð hefur
Alamgir Hashmi, prófessor við enskudeild
Quaid-i-Azam-háskólans í Islamabad í Pak-
----------------------7--
istan, dvalist hérlendis í boði Háskóla Is-
lands. Sindri Freysson ræddi við hann um
stefnumót austurs og vesturs í bók-
menntum, gamlar og nýjar tilraunir til að
þagga niður í höfundum og margt fleira.
HASHMI er gistiprófessor í
almennri bókmennta-
fræði í HÍ á vormisseri
2000 og hefur kennt nám-
skeið á BA-stigi um asískar bók-
menntir samdar á ensku og MA-nám-
skeið um mót austurs og vesturs í
nútímabókmenntum. Þá hófst í sein-
ustu viku námskeið fyrir almenning á
vegum Endurmenntunarstofnunar
þar sem Hashmi fjallar um menningu
og bókmenntir Suður-Asíu. Hashmi
er Ijóðskáld og hefur sent frá sér tíu
ljóðabækur síðan 1976. „Ég byrjaði
að skrifa á bamsaldri, raunar áður en
ég hóf skólagöngu. Ég lærði stafrófíð
heima fyrir, og það á nokkrum tungu-
málum, því að í Pakistan eru mörg
tungumál töluð. Ég hef því alltaf átt
sfrjól í fleiri tungumálum en einu, en
enskan hefur þó löngum haft ákveð-
inn forgang."
Hashmi hefur einnig skrifað og rit-
stýrt ýmsum fræðiritum, þar á meðal
bókunum Pakistani Literature,
Commonwealth Literature og The
Worlds of Muslim Imagination. „Ég
fæddist í Pakistan en á í ákveðnum
erfiðleikum með að sætta mig við for-
setninguna „frá“, að ég sé „frá Pak-
istan. Þessi litla forsetning er hlaðin
svo mikilli merkingu og býður upp á
ákveðnar alhæfingar, að ég kýs frem-
ur að segjast vera fæddur í Pakistan
en frá því landi,“ segir Hashmi.
Þörfín til að
skilja mikilvæg
Hann kveðst telja að stefnumót
austurs og vesturs hafi verið afar
þýðingarmikið í bókmenntalegum
skilningi í gegnum aldimar og á þess-
ari öld hafi vægi þess verið meira en
nokkru sinni fyrr. „Vegna framfara í
samskiptum af ýmsu tagi, hefur okk-
ur verið gert kleift að skilja betur
ólíka menningarheima en áður, og á
það einnig við um bókmenntimar.
Þörf manna til að öðlast skilning á
ólíkum þjóðfélögum og mennningar-
heimum hefur sjaldan eða aldrei ver-
ið meiri eða mikilvægari, ekki síst þar
sem samskiptaleiðimar geta fram-
kallað þá blekkingu að við skiijum
það sem við höfum auðveldlega að-
gang að, þó svo að það sé ekki alltaf
raunin," segir Hashmi.
„Ég held að það sé stóraukin þörf á
að þýða, ef svo má segja, hugmyndina
um vélrænan aðgang yfir á tungu
raunverulegrar þekkingar og skiln-
ings. Þetta era auðvitað mjög háleit
markmið, en samt sem áður er nauð-
synlegt að beina stöðugt athyglinni
að þeim. Ég reyni að leggja mitt af
mörkum með því að kenna þessi nám-
skeið og Háskóli íslands átti fram-
kvæðið að því að fá mig hingað til
lands, sem ég held að sé skref í rétta
átt. Páll Skúlason háskólarektor,
samkennarar mínir og forsvarsmenn
Hugvísindastofnunar hafa mikinn
skilning á þeirri menningarlegu fjöl-
breytni sem gerð er krafa um á nýrri
öld, hvemig heimurinn er að breytast
og að við verðum að taka þátt í að
skapa hann.
Hashmi segist þeirrar skoðunar að
Austurlönd og Vesturlönd hafi gagn-
kvæm áhrif hvor á önnur og sé flæðið
þeirra á milli í senn mikið og stöðugt,
einkum á 19. og 20. öld. „Margir vest-
rænir höfundar, í breiðum skilningi
þess hugtaks, hafa haft áhuga á
austrinu, t.d. Walt Whitman, E.M.
Forster, André Malraux, svo ein-
hveijir séu nefndir. Og höfundar í
Asíu hafa talsvert lengi haft áhuga á
vestrænum bókmenntum. Ég held
því að það sé mikil víxlverkun á milli
ritverka og manna, þar með taldir rit-
höfundar og aðrir listamenn. Ég er
þeirrar skoðunar að þessi gagn-
kvæmu áhrif og samskipti, hafi leitt
til sameiginlegra snertiflata, ekki síst
á sviði fagurfræðilegrar tjáningar,
sem eigi að rannsaka frekar og með
nákvæmari hætti en verið hefur. Ég
tel að það verði vaxandi þörf fyrir að
skilja snertipunkta samfélaga og
menningarheima á 21. öldinni og ef
að þau tengsl eru ekki könnuð nánar
og skilin til hlítar, myndist miklar
gloppur í raunveralega þekkingu
okkar og skilning á því sem er sam-
eiginlegt, á hvaða sviði sem það er,
eins og verið hefur á 20. öld.
Það hefur ríkt tiltölulega mikil fáf-
ræði í þessum efnum um talsvert
langt skeið og ég held að við séum
fyrst núna að gera okkur grein fyrir
að svo hafi verið. Ég tel að við öðl-
umst ekki skilning á samfélögum og
fólkinu sem þau mynda án þess að
kynnast hugarheimum þess og list-
rænni tjáningu, bókmenntum í þessu
tilviki. Aðrar birtingarmyndir þekk-
ingar leggja sitt af mörkum til að
auka skilning okkar, en að mínu mati
era bókmenntarannsóknir og greiðar
leiðir að bókmenntalegri tjáningu
mjög mikilvægur þáttur, jafnvel
ómissandi leyfi ég mér að segja, til að
skilja fólk.
Engir bókmenntalegir
miðpunktar
Hashmi bendir á að á seinustu
fimmtíu áram hafi bækur frá menn-
ingarsvæðum sem vora áður h'tt
þekkt á Vesturlöndum náð aukinni
útbreiðslu og í kjölfarið hafi sjónir
fræðimanna beinst að þeim í auknum
mæli, sem sé afar jákvæð þróun.
Einnig megi benda á velgengni höf-
unda sem búa t.d. í Englandi og
Bandaríkjunum en eiga rætur að
rekja til fjarlægra menningarsvæða.
Blaðamaður nefnir Salman Rushdie,
sem er fæddur í Bombay á Indlandi,
og Hanif Kureishi, sem rekur ættir
sínar til Pakistan, en báðir hafa þeir
ögrað viðteknum hugmyndum um
það svæði, menningu og trúabrögð
sem þeir era sprottnir úr og komið
róti á huga margra landa sína, ekki
síst sá fyrmefndi sem klerkastjómin
í Iran dæmdi til dauða á sínum tíma
eins og alræmt er orðið.
„Fólk syngur og dansar og segir
sögur eða skrifar fyrir sjálft sig eða
hvert annað í öllum heimshomum og
hefur gert svo um þúsundir ára. I
bókmenntalegum skilningi er frekar
fáránlegt að h'ta svo á, þó svo að það
hafi stundum gerst í gegnum tíðina,
að tilteknir staðir í veröldinni séu
nokkurs konar „miðpunktar" hennar
og allir staðir aðrir séu útkjálkar.
Fleiri rithöfunda er vitaskuld að
finna á vissum stöðum en öðram,
fleiri útgáfufyrirtæki eða bók-
menntafyrirtæki og þar af leiðandi
betra aðgengi að markaðinum, meiri
áhrif og jafnvel völd, en máhð snýst
ekki um slíka þætti, heldur hvar sög-
umar er að finna og að fólk njóti
þeirra. Og það á sér stað í öllum þjóð-
félögum. Rithöfundar sem sinna
staríl sínu einhvers staðar í Afríku
eða Asíu eiga sér lesendur í Evrópu
og Ameríku og öfúgt. Eftir því sem
svæðin eru fleiri sem bókmenntir frá
fjarlægum stöðum ná til, því áhuga-
verðari er menningarástandið í heild
sinni,“ segir Hashmi.
„Auðvitað hafa þeir höfundar sem
þú nefnir, vakið mismunandi við-
brögð og stundum mjög sterk, og
ekki aðeins viðbrögð í bókmennta-
heiminum heldur einnig viðbrögð
stjómmálamanna og almenning víðs
vegar í heiminum. En það er bara
eðlilegt að þau viðbrögð sem verða
séu ekki bundin við bókmenntimar.
Þegar George Orwell gaf út 1984 um
miðja seinustu öld, vakti bókin mikil
viðbrögð almennings i Bretlandi,
bæði þeirra sem þótti verkið gott og
þeirra sem fundu því ýmislegt til for-
áttu. Fólk skiptist í tvö horn, annars
vegar voru þeir sem töldu verkið
fjalla um Austur-Evrópu og fögnuðu
útgáfunni, og hins vegar vora þeir
sem töldu um að ræða lymskulega og
meinlega sýn á „okkur“. Þeir síðar-
nefndu sýndu Orwell fjandskap, með-
höndluðu önnur skrif hans í samræmi
við það og reyndu að finna vísbend-
ingar í þeim til að styrkja tortryggni í
hans garð. Það er augljóst að þessi
viðbrögð era ekki bundin við bók-
menntir, í strangasta skilningi, enda
má ekki gleyma því að bókmenntir
fjalla um lífið sjálft. Ég undrast því
ekki mjög þau heiftarlegu viðbrögð
sem sumar bækui' vekja, en vona
hins vegar að sjónarmið hinna upp-
lýstu manna, sem hta á bókmenntir
sem slíkar, verði ofan á að lokum. Við
getum samt sem áður ekki lokað aug-
unum fyrir þeim ástríðufullu tilfinn-
ingum sem bærast með öllum mönn-
um.“
Vonandi sigrar
skynsemin
Hashmi minnir á að það er nánast
sama hvaðan rithöfundar koma eða
hverjir þeir era, þeir geta alltaf átt
erfitt uppdráttar vegna umdeildra
viðfangsefna eða ögrandi skrifa.
Hann nefnir Norman Mailer, Aleks-
andr Solzhenitsyn, George Orwell,
Henry Miller og D.H. Lawrence, sem
dæmi um höfunda sem lentu í vand-
ræðum vegna skrifa sinna, annað
hvort í föðurlandi sína eða í öðram
löndum.
„Stundum henti fólk í þá eggjum
og tómötum, bæði heima og heiman,
og það vora kannski vægustu við-
brögð sem þeir vöktu með bókum sín-
um. Stundum vora þeir virtir að vett-
ugi á heimaslóðum og öðluðust frægð
á erlendri grand. Bandaríska Ijóð-
skáldið Robert Frost hafði öðlast
hylli í Englandi löngu áður en hann
náði fótfestu í bókmenntalífi heima-
landsins og svipaða sögu má segja
um Edgar Allan Poe. Því er Ijóst að
þau viðbrögð sem um ræðir era ekki
bundin nútímanum eingöngu. Þau
hafa verið til staðar um langt skeið,
en þegar við verðum vitni að þeim í
samtímanum hafa þau meiri áhrif á
líf okkar, ef við höftim á annað borð
áhuga á þessu efni. Við getum reynt
að koma í veg fyrir ofsóknir á hendur
rithöfundum á okkar tímum, tilraunfr
til ritskoðunar o.s.frv., en það er eng-
in trygging fyrir því að sagan endur-
taki sig ekki einhvern tímann í fram-
tíðiftni. Við verðum bara að vona að
skynsemin sigri.“
Hann kveðst ekki vita til þess að
sérstakar hömlur séu settar á skrif
manna í Pakistan, að minnsta kosti
ekki hvað bókmenntir varðar, en
hann vHji þó ekki tjá sig um fjölmiðla
í því sambandi. „I gegnum tíðina hafa
komið upp vandamál vegna tiltekinna
bókmenntaskrifa og einnig vegna
skrifa af öðra tagi. Þjóðfélagið hefur
með fulltingi stofnana sinna glímt við
þessi vandamál með þeim aðferðum
sem þóttu viðeigandi hverju sinni.
Það er álitamál hvort að þær ákvarð-
anir sem teknar vora í umræddum
tilvikum hafi alltaf verið bestu hugs-
anlegu ákvarðanirnar og það er hugs-
anlegt að almenningur hafi litið þær
öðram augum þegar tímar liðu, sem
endurspeglar viðhorfsbreytingar.
Slíkt hefur gerst í nokkrum tilvikum.
Ég tel þetta vera hluta af viðameiri
þjóðfélagshræringum, hvar sem er í
heiminum, en auðvitað vonast maður
ávallt til þess að stofananlegir innvið-
ir samfélagsins miði að frelsi, bæði
hvað varðar fólk og hugmyndir. Til að
tryggja að það markmið náist, a.m.k.
að hluta til, er ein leiðin sú að ábyrgj-
ast borgaraleg réttindi manna.“
Hashmi kveðst hæstánægður að
hafa fengið tækifæri til að ferðast um
heiminn til að kenna og fræðast og að
óbreyttu hafi hann engin áform um
að setjast í helgan stein, hann líti
raunar svo á að hinn „helga stein“ sé
hvergi að finna nema áletraðan á
gröfinni. „Ég geri mér hins vegar vel
grein fyrir þeim takmörkunum sem
tíminn setur mönnum og þó svo að ég
hafi reynt að brjóta af mér ýmsar
þær takmarkanir, veit ég að þær
verða ekki umflúnar . Shakespeare
sagði eitthvað á þá leið að ellin biti
ekki á Kleópötra. Ég er ekki Kleóp-
atra.“
Agatha Kristjánsdóttir
við eitt verka sinna.
Agatha
sýnir í
Lóuhreiðri
NÚ stendur yfir sýning Agöthu
Kristjánsdóttur í'kaffistofunni Lóu-
hreiðri, Kjörgarði, Laugavegi 59.
Þetta er 18. einkasýning Agöthu.
Hún hefur stundað myndlist í rúm-
an áratug og á þeim tíma hefur hún
verið í Myndlistarklúbbi Hvassaleit-
is svo og sótt ýmis námskeið. Hún
sýndi sl. vor í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Lóuhreiður er opið alla daga frá
kl. 9-18.
---------------
Borgarleikhúsið
Afaspil á
Stóra sviðið
BARNALEIKRITIÐ Afaspil verð-
ur sýnt á Stóra sviði Borgarleikhúss-
ins á næstunni og verður fyrstu sýn-
ingar laugardaginn 4., sunnudaginn
5. og sunnudaginn 12. mars, allar kl.
14.
Afaspil er leikgerð úr fjóram sí-
gildum ævintýram fyrir börn. Orn
Amason er höfundur handrits, tón-
listar og söngtexta.
Sýningu lýkur
Sýningum á söngleiknum Litlu
Hryllingsbúðinni í Borgarleikhúsinu
fer fækkandi. Næstu sýningar verða
föstudagana 3. og 10. mars kl. 19 og
sunnudaginn 18. mars kl. 14.
-------♦-♦-♦-------
Tímarit
• FYRSTA hefti Tímarits Máls og
menningar (61. árgangs) er komið
út. Það hefur að geyma ljóð, smásög-
ur og greinar um bókmenntir, leik-
list og myndlist.
Geirlaugur Magnússon og Sig-
mundur Ernir Rúnarsson birta ljóð í
þessu hefti og þar er að finna smá-
sögu eftir Helga Ingólfsson. Þrír
ungir fræðimenn, þau Ármann Jak-
obsson, Sigríður Matthíasdóttir og
Kristján B. Jónasson velta fyrir sér
hvernig tímamótaverk Sigurðar
Nordals, íslenzk menning, hefur
elst, Róbert H. Haraldsson heim-
spekingur hugleiðir siðferðilegan
boðskap í leikritinu Brúðuheimilið
eftir Henrik Ibsen, Baldur Hafstað
fjallar um tengsl Einars Bene-
diktssonar, Kambans og Laxness og
Sigríður Albertsdóttir fjallar um
töfraraunsæi í íslenskum skáldsög-
um síðari ára. Þá er í heftinu birt
samantekt Halldórs B. Runólfssonar
listfræðings um hið svonefnda mál-
verkafalsanamál.
Málverk á kápu er eftir danska
málarann Vilhelm Wils, en merkt
Jóni Stefánssyni. Róbert Guille-
mette hannaði kápuna. Ritstjóri
Tímarits Máls ogmenningar er
Friðrik Rafnsson.
Tímarit Máls og menningar er 120
bls., unnið í Prentsmiðjunni Odda
h.f. Tímaritið kemur út ár-
sfjórðungslega ogkostar ársáskrift
3.900 kr., auk þess sem það er fáan-
legt í lausasölu íhelstu bókaverslun-
um.