Morgunblaðið - 02.03.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.03.2000, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ George Bush sigraði með yfírburðum í forkosningum þriggía ríkja Segir að repúblikanar séu nú að sameinast AP George W. Bush seilist í bdk sem hann hyggst árita fyrir einn aðdáanda sinn á fundi í gær í Duluth í Georgíu. Washington, Los Angcles. Reuters, AFP, AP. GEORGE W. Bush, ríkisstjóri í Texas, vann sannfærandi sigur á helsta keppinaut sínum, John McCain, öldungadeildarþingmanni frá Arizona, í forkosningum og á kjörfundum repúblikana á þriðju- dag og hefur nú fengið 170 kjör- menn, McCain 105. A1 Gore vara- forseti sigraði Bill Bradley örugglega í Washington-ríki, fékk 68% fylgi en Bradley 31%. Skoð- anakönnun á landsvísu sem gerð var fyrir Washington Post og ABC-sjónvarpsstöðina gefur til kynna að bæði McCain og Bush myndu sigra Gore í haust. McCain hafði gert sér vonir um að hafa betur í Washington og halda þannig frumkvæðinu sem hann náði eftir sigur fyrir skömmu í Michigan og Arizona. „Við eigum enn á brattann að sækja,“ sagði McCain í Kaliforníu í gær. „En við vinnum á þriðjudaginn." Hann fullyrti að niðurstöðurnar myndu ekki hafa áhrif á úrslitin á þriðju- dag en þá verður kosið um alls 613 kjörmenn repúblikana í 13 ríkjum. Frambjóðendur demókrata slást þá um 1.315 kjörmenn í 15 ríkjum. Repúblikanar kusu í þrem ríkj- um, Washington, Virginíu og Norður-Dakóta, á þriðjudaginn. Hlaut Bush 58% atkvæða í Was- hington, 53% í Virgíníu og 76% í Norður-Dakóta. Margir repúblik- anar hafa áhyggjur af því að orra- hríðin milli Bush og McCains sé svo hörð að hvor þeirra sem sigri í baráttunni um að verða forsetaefni flokksins muni koma sár út úr við- ureigninni og frambjóðandi dem- ókrata geti auðveldlega notað ým- islegt úr slagnum gegn keppinaut sínum. Og demókratar eru kátir. „Ég vona að þetta haldi áfram næstu daga ef ekki vikur,“ sagði Tom Daschle, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni. Bush sagði að sannfærandi sigur sinn í Virginíu ætti að koma að góðu gagni í væntanlegum for- kosningum. McCain hefur í próf- kjörunum haft mun meira fylgi meðal demókrata og óháðra en í flestum forkosningunum sem eftir eru mega aðeins flokksbundnir taka þátt, þær verða lokaðar. Bush var sýnilega létt og sagði að nú væru repúblikanar „einu skrefi nær sameinuðum flokki og stjórn Clintons og Gore einu skrefí nær útgöngudyrunum“. Um McCain sagði hann að keppinaut- urinn talaði eins og demókrati. „Það er brýnt að skilin séu skörp. Við þurfum ekki frambjóð- anda sem í kappræðum við Al Gore hljómar ekki eins og and- stæðingur hans. Þetta verður eins og þeir séu að bjóða sig fram sam- an.“ Bradley á útleið? Bill Bradley er fyrrverandi öld- ungadeildarþingmaður frá New Jersey. Hann hefur nú 27 kjör- menn en Gore 42. Bradley lagði mikla áherslu á að standa sig vel í Washington en hann hefur tapað í öllum fjórum forkosningunum til þessa og eru stjórnmálaskýrendur flestir á því að möguleikar hans séu nánast úr sögunni. „Margir sem vinna fyrir hann eru farnir að huga að því að fást við eitthvað annað í næstu eða þarnæstu viku,“ sagði einn þeirra, Ron Faucheux, í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN. Um McCain sagði Faucheux að hann teldi frambjóðandann ekki geta hreppt útnefninguna nema hann fengi fleiri kjörmenn í Kalif- orníu en þar fær repúblikaninn sem sigrar alla kjörmennina 162. Talsmaður Bradleys sagði samt sem áður í gær að frambjóðandinn væri ekki reiðubúinn að gefast upp og Bradley var kokhraustur. „Slagurinn er rétt að byrja,“ sagði hann á kosningafundi í San Francisco í Kaliforníu í gær og bætti við að hann myndi fá vind í seglin nk. þriðjudag. Þá verður meðal annars kosið í Kaliforníu, fjölmennasta sambandsríkinu, og þessvegna því mikilvægasta í bar- áttunni um kjörmenn. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Gore mun meira fylgi en Bradley í Kali- forníu og Bush stendur þar betur að vígi en McCain. Flokksþing demókrata eru fjöl- mennari en repúblikana, hin síðar- nefndu sitja rúmlega tvö þúsund manns en rösklega fjögur þúsund hjá demókrötum. Pútín sakaður um „endurnýj- aðan stalínisma44 Bauhaus á minjaskrá Sameinuðu þjóðanna VEITTAR verða 20 inilljónir marka, eða um 740 milljónir króna, til endurbyggingar Bauhaus- skólans í Dessau í Þýskalandi, að því er greint var frá í gær. En skólinn hefur sl. fjögur ár ver- ið á skrá Sameinuðu þjóðanna um menningasögulegar minjar. Bau- haus-skólinn er talinn hafa haft um- talsverð áhrif á hönnun nytjahluta á fyrri hluta 20. aldarinnar. Margt klassískra muna, sem teljast sjálf- sagðir í nútíma þjóðfélagi, á upp- runa sinn Bauhaus að þakka. Moskvu. AFP. VLADÍMÍR Pútín er að leiða rúss- nesku þjóðina inn í myrkviði „end- urnýjaðs stalínisma". Er því haldið fram í grein eftir Jelenu Bonner, ekkju mannréttindafrömuðarins Andreis Sakharovs. í greininni, sem birtist í Moscow Times, blaði, sem gefið er út á ensku, skora Bonner og fleiri bar- áttumenn fyrir mannréttindum á Vesturlönd að „endurskoða afstöðu sína til Moskvustjórnarinnar og hætta að loka augunum fyrir villi- mannlegu framferði hennar, upp- lausn lýðræðis og kúgun“. Segir þar, að lýðræðisríkin verði að leggja sitt af mörkum við að binda enda á stríðið í Tsjetsjníu og hjálpa til við að endurreisa málfrelsi í Rússlandi. Höfundar greinarinnar segja, að Pútín sé að leiða „endurnýjaðan stalínisma“ yfir þjóðina. Valdníðsl- an fari vaxandi, hernaðarhyggja gegnsýri samfélagið, hernaðar- fræðsla hafí verið tekin aftur upp í skólum og þjóðernisáróður og ár- óður gegn Vesturlöndum aukist sí- fellt. Hófst í tíð Jeltsíns Bonner og félagar hennar segja, að hinn endurnýjaði stalínismi hafi fyrst séð dagsins ljós í tíð Borís Jeltsíns en breitt hafí verið yfír hann með tali um lýðræðislegar og efnahagslegar umbætur. Segja þau, að tveir þriðju Rússa vinni fyrir engin eða einhver málamyndalaun. „Leiðum hugann að öllum fórn- arlömbum tveggja Tsjetsjníustríða og fórnarlömbum glæpaflokkanna. Valdamiklir auðjöfrar ráða fjölmiðlunum og kosningar við þessar aðstæður eru skrípaleikur. Þeir, sem dirfast að andmæla Kremlarherrunum, eru ataðir auri og kosningasvik eru algeng," segir í greininni en talsmaður Moskvu- stjórnarinnar vildi ekkert um hana segja. Skipi rænt við Tailand? JAPANSKS flutningaskips með 17 manns um borð er sakn- að við Taíland og er óttast, að því hafi verið rænt. Skipið, Global Mars, tæplega 6.600 tonn, fór frá Port Klang í Mala- síu 22. febrúar með 6.000 tonn af pálmaolíu og ætlaði til Haldia á Indlandi. Síðast var vitað um það vestur af Taílandi 23. febr- úar. Eins og íyrr segir er óttast að skipinu hafi verið rænt, en sjórán verða nú æ algengari. Gyðingum fjölgar í Þýskalandi GYÐINGUM hefur fjölgað mikið í Þýskalandi á síðustu ár- um og mun hugsanlega fjölga um 50% á næstu fimm árum. í stríðinu var þeim svo gott sem útrýmt en fyrir 10 árum voru þeir 29.000. Nú eru þeir um 80.000 og verða hugsanlega 120.000 eftir fimm ár. Voru þeir um hálf milljón er nasistar komust til valda 1933. Dumas segir af sér ROLAND Dumas, forseti franska stjórnarskrárréttarins, sagði af sér í gær en hefur verið ákærður fyrir spillingu, að hafa þegið miklar mútur frá franska olíu- félaginu Elf. Dumas var náinn sam- starfsmaður Francois Mitterrands Frakklands- utanríkisráðherra frá 1984 til 1993 að tveimur árum undan- skildum. Betri ein- kunnir eða lokun DAVID Blunkett, menntamála- ráðherra Bretlands, sagði í gær, að kennarar og stjórnend- ur þeirra skóla, sem sýndu lak- astan árangur, jrðu að taka sig á, ella yrði skólunum lokað og öðrum falin kennslan. Tekur viðvörunin til um 70 skóla og hafa þeir þrjú ár til að gera bet- ur. Geta þeir fengið aukin fram- lög í því skyni. Ýmsir hafa gagnrýnt þessar fyrirætlanir og bent á, að ekki sé tekið nægi- legt tillit til þess, að samfélags- legar og efnahagslegar aðstæð- ur ráði miklu um námsárangur. Þar sé ekki bara við kennara að sakast. Dauðadómar í Rúanda FJORIR menn voru dæmdir til dauða í Kigali, höfuðborg Rúanda, í gær og 13 í lífstíðar- fangelsi. Voru þeir fundnir sek- ir um þjóðarmorð, manndráp, nauðgun og glæpi gegn mann- kyni. Tóku þeir þátt í drepa 5.500 tútsímenn í apríl 1994. Allir hinna dæmdu eru hútú- menn, en þeir eru sakaðir um að hafa myrt allt að 800.000 manns í morðæðinu þetta ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.