Morgunblaðið - 02.03.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.03.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 35 LISTIR Laugavegi 62, sími 511 6699 Dropinn holar steininn SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. Isafjörður: Bílagarður ehf.,Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavlk: BG bilakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bflasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. BÆKUR F r æ ö i r i t HAGVÖXTUROGIÐN- VÆÐING Þróun landsframleiðslu á Islandi 1870 -1945 eftir Guðmund Jónsson. Þjóðhagsstofnun. 399 bls. 1999. SENNILEGA hafa fá íslensk rit að geyma jafnmikið af talnaupplýsing- um fýrir aðra fræðimenn að vinna úr og miðla til almennings og þetta rit Guðmundar Jónssonar um efnahagslíf á ís- landi 1870 -1945. Ritinu svipar helst til Hag- skinnu, sem Guðmundur og Magnús S. Magnússon tóku saman og gefin var út af Hag- Guðmundur stofunni árið Jónsson 1997. Þetta rit er nokkuð smærra í sniðum og hér er eingöngu horft á efnahagslífið en rit- ið er ekki síður fróðlegt. Hagvöxtur og iðnvæðing er nær fjögur hundruð blaðsíður og þar af er ríflega helmingurinn töflur með talnarunum um þróun einstakra at- vinnugreina á því tímabili sem verið er að skoða, tölur um framleiðslu, fjölda starfsmanna, verð og svo mætti lengi telja. Nær jafnmikið rými fer svo í að útskýra hvernig þessar niðurstöður eru fengnar, lýsa verklagi og bera saman við aðferðir sem áður hafa verið notaðar. Einn kafii fer í stutta samantekt á helstu niðurstöðum, einkum um hagvöxt. Aðferðafræðin er á köflum ansi snúin, það er enginn hægðarleikur að taka saman yfirlit um efnahagslíf löngu liðins tíma og byggja á mjög takmörkuðum heimildum. Fyrir áhugamenn um hagsögu er gaman að skoða þær leiðir sem Guðmundur hefur farið og lýsingin á þeim er for- senda þess að aðrir geti metið trú- verðugleika niðurstaðnanna. Slíkt rit er augljóslega ekki ski-if- að fyrir almenning, þetta er skýrsla fyrir aðra sérfræðinga að vinna úr. Enginn vafi er á því að ritið mun nýt- ast vel sem slíkt. Þegar fram líða stundir verða nið- urstöðumar kynntar almenningi t.d. í kennslubókum í Islandssögu og til þeirra verður vitnað í rannsóknum í greinum eins og sagnfræði og hag- fræði. Þótt Guðmundur komist að nokk- uð annarri niðurstöðu um sumt en þeir sem áður hafa skoðað efnahags- líf þessa tímabils er fátt sem kemur mjög á óvart. Sjá má hvernig vægi landbúnaðar fór sífellt minnkandi, vægi sjávarútvegs jókst í fyrstu en mestu skiptir að aðrar atvinnugrein- ar fóm að skipta sífellt meira máli. Hlutverk hins opinbera stækkaði. Smám saman varð hagkerfið nú- tímalegra og afkastageta þess jókst Linsuvökvará tilboðsverði til muna. Á einum mannsaldri fengu íslendingar að reyna breytingar sem víða annars staðar höfðu tekið marg- ar kynslóðir. Verkaskipting og markaðsviðskipti urðu reglan, nýjar stéttir og stofnanir urðu til, þéttbýli myndaðist, íslendingum fjölgaði til muna, samgöngur bötnuðu og svo mætti lengi telja. Islendingar fóra úr hópi fátæk- ustu ríkja Evrópu í hóp þeirra rík- ustu. Á þeim þremur aldarfjórðung- um sem Guðmundur skoðar fimmfaldaðist verg landsframleiðsla á mann. Þótt landsframleiðsla á mann sé ekki fullkominn mælikvarði á lífskjör er þetta óumdeilanlega ótrúleg breyting eftir þúsund ára stöðnun. Fimmföldun á 75 áram þýð- ir um 2,2% vöxt á hverju ári að jafn- aði. Það kann að þykja lítið en sýnir vel hvemig dropinn holar steininn, smávöxtur á hverju ári í langan tíma skilar gjörbreyttum lífskjöram. Þegar á heildina er litið er Hag- vöxtur og iðnvæðing hið vandaðasta rit. Þótt ritið verði ekki metsölubók er við því að búast að ýmsir hafi gam- an af að kynna sér efni þess. Ljóst er að mikil vinna liggur að baki og að sú vinna mun nýtast vel. Gylfi Magnússon Morgunblaðið/Sverrir Frá Bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda í Perlunni. Bókaflóð í skugga Heklu BÓKAMARKAÐUR Félags ís- lenskra bókaútgefenda stendur nú sem hæst í Perlunni í Reykjavík og versluninni Blómalist á Akur- eyri. Að sögn Særúnar Óskar Gunnarsdóttur, framkvæmda- stjóra markaðarins, syðra eru um tuttugu þúsund bókatitlar á mark- aðinum, þar með talinn bás Braga Kristjónssonar fornbókasala. Auk þess má þar finna tölvuleiki, DVD- myndir og barnamyndbönd. Aðsókn hefur verið þokkaleg en mætti, að mati Særúnar, vera meiri. „Við höfum verið í sam- keppni við Heklu, hún hefur dreg- ið fólk til sín frá því á laugardag, auk þess sem veðrið hefur spilað inn í. Þetta hefur samt verið í lagi. Gaman væri þó að sjá fleiri ung- linga. Ég lýsi eftir þeim!“ Markaðurinn í ár er sá þrettándi sem Særún kemur að og segir hún hann óvenju veglegan að þessu sinni. „Það sögðu að minnsta kosti bókasafnsfræðingarnir sem fengu forskot á sæiuna siðastliðinn mið- vikudag. Óvenju mikið væri um eftirsótta titla.“ Særún segir alltaf jafngaman að vinna á bókamarkaði, vakna snemma og vera að fram á kvöld. „Ég veit ekki hvað það er en þetta er alltaf jafnskemmtilegt - að hitta fólk og finna adrenalínið streyma um æðar.“ Markaðurinn er opinn frá 10-19 og lýkur á sunnudag. ULL SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is Jimny - TEGUND: Jimny JLX 1.3 Sjálfskipting ekta jeppi VERÐ 1.459.000 KR. 130.000 KR. Af hverju ekta fjórhjóladrifsjeppa? Jimny er ódýrasti alvöru jeppinn á markaðnum og eins og aðrir jeppar frá SUZUKI er hann grindarbyggður og með hátt og lágt drif. Grindarbygg- ing Jimny gefur honum ótvíræða kosti umfram jepplinga með sídrifi, dregur t.d. úr veghljóði og gerir það mjög einfalt að hækka hann upp. Með Jimny færð þú ekta jeppa á verði smábíls. Auk þess er rekstrar- kostnaðurinn líka eins og á fólksbíl, hann eyðir litlu, tryggingar eru ódýrar og bifreiðaskattur lágur miðað við aðra alvöru jeppa. Þetta telur allt. $ SUZUKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.