Morgunblaðið - 02.03.2000, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
við hassa af öllum vörum
Fjarðargötu 17
220 Hafnafirði
S: 555 0448
Strandgötu 50
735 Eskifirði
S: 476 1710
Hafnargata 54
230 Keflavík
S: 421 4800
Eyravegi 5
800 Selfossi
S: 482 4181
Strandgötu 9
600 Akureyri
S: 461 4906
Kirkjuvegi 10
900Vestm.eyjum
S: 481 3373
ml bl l.is
Ai l T/Kt= GiTTH\J/i£y NÝTl
ÚRVERINU
Kvótauppboð hefði
ekki skert aflahæfi
UPPBOÐ á kvóta hefði ekki skert
aflahæfi manna til lengri tíma litið.
Stjómvöld hefðu hinsvegar jafnvel
þurft að greiða einhverjar bætur
hefðu þau boðið upp kvótann, enda
hefði slíkt verðfellt skip og þekk-
ingu. Þetta kom fram í erindi sem
Markús Möller, hagfræðingur hjá
Seðlabanka íslands, hélt um kvóta-
lögin og stjórnarskrána á fundi hjá
Félagi viðskiptafræðinga og hag-
fræðinga fyrr í vikunni.
Markús bar í erindi sínu saman
réttindi kvótaþega og kvótaleysingja
áður en og eftir að kvótaþegum var
veittur framseljanlegur réttur á fisk-
veiðum og velti upp þeirri spumingu
hvort mismunun fælist í núgildandi
reglum um kvótaúthlutun umfram
það sem aðstæður krefjast.
Markús benti á að því hafi verið
haldið fram að útgerðarmenn sem
voru við veiðar árið 1983 hafi verið
búnir að helga sér atvinnurétt og
verið með bundna hagsmuni í útgerð
sem aðrir hafi ekki haft. Hinsvegar
leiki enginn vafi á því að formlega
hafi réttur kvótalausra verið skert-
ur. Réttur kvótaþega hafi aftur á
móti verið stóraukinn, rétti til að
veiða í samkeppni við hvern sem er
hafi verið breytt í verðmætan einka-
rétt, enda megi meta leiguvirði hans
á allt að 30 milljarða á ári.
Magnús benti á að aflahæfi manna
væri að öllum líkindum stjórnar-
skrárvernduð eign. Ef stjórnvalds-
ákvörðun dragi úr hæfni manna til
tekjuöflunar væri það bótaskylt.
Hann velti því síðan fyrir sér hvort
uppboð á kvóta gæti þannig skert
aflahæfið. Sagði Markús að í frjáls-
um veiðum, þar sem kvótinn er
ókeypis og allir kepptu menn hver
við annan, yrði afkoman að öllum lík-
indum engin. A sama hátt yrði engin
afkoma af veiðum þar sem kvótinn
væri keyptur á uppboði eða aðgang-
ur takmarkaður, því kvótaverðið
drægi úr hagnaðinum. Munurinn
væri aftur á móti sá að færri kæmust
að kvótabundnum veiðum. Kvóta-
bundnar veiðar þar sem kvótinn er
boðinn upp og frjálsar veiðar væru
því samskonar til lengri tíma litið.
Sagði Markús að því virtust ekki
vera sterk efnahagsleg rök fyrir því
að kvótauppboð hefði skert aflahæfi
manna til langs tíma litið. Til
skamms tíma hefði kvótauppboð
hinsvegar verðfellt skip, útgerðar-
þekkingu og sjómennsku. Verndun
aflahæfis gæti því þýtt að ekki hefði
verið heimilt að bjóða kvótann upp
fyrirvaralaust án þess að greiða ein-
hverjar bætur fyrir þann skaða sem
menn teldu sig hafa orðið fyrir.
Skaðinn væri hinsvegar mjög lítill og
því myndi duga stuttur aðlögunar-
tími að slíku kerfi.
4,1% hækkun á olíuverði til fískiskipa
Eykur kostnað um
200 milljónir
OLÍUKOSTNAÐUR útgerðarinn-
ar eykst um 200 milljónir króna á
ársgrundvelli eftir 4,1% hækkun á
verði gasolíu til fiskiskipa í dag. Á
einu ári hefur verð á olíu til fiski-
skipa hækkað um 66%, farið úr
12,28 krónum á lítrann í 20,44.
Þetta er hæsta olíuverð í fjögur ár.
Sé á ný miðað við ársgrundvöll
hefur olíukostnaður útgerðarinnar
því hækkað úr um þremur milljörð-
um króna í fimm. Útgerðin notar
um 260 milljónir lítra af olíu á ári.
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur
hækkað gífurlega frá því það var
lægst í janúar 1999, eða um 151%.
Sé miðað við lægsta gildi heims-
markaðsverðs á olíu í desember
1998, 5,52, er það komið í 13,87
núna í febrúar. Hlutaskipti útgerð-
ar og sjómanna taka mið af þróun
verðs á alþjóðamarkaði. Hlutur til
skipta minnkar því nú um eitt
prósentustig, fer úr 72% í 71%, en
þegar olíuverð var sem lægst komu
80% til skipta.
Loðnuganga fyrir vestan
LOÐNU hefur orðið vart sunnan
Víkuráls, vestur af Bjargtöngum,
en ekki er talið að um sé að ræða
stóra göngu.
Hafrannsóknáskipið Árni
Friðrikssón Refur undanfarna
daga leitað loðnu út af Vestfjörð-
um. Sveinn Sveinbjörnsson leið-
angursstjóri segir að ekki hafi
verið mikið af loðnu á ferðinni en
hún hafi þó verið vel veiðanleg og
komið alveg upp undir yflrborð
sjávar. Hann sagði að ekki væri
um að ræða stóra vestangöngu
eins og oft hafi sést. „Þetta er
hinsvegar stór og falleg kyn-
þroska loðna, hrognafyllingin
orðin 19-20% og hún því komin
fast að hrygningu. Það er alltaf
hrygningaloðna á þessum slóðum
en í mismiklum mæli. Oft hafa
komið stórar göngur inn í Faxa-
flóa og í Breiðafjörð en mér sýn-
ist að svo sé ekki nú,“ sagði
Sveinn.
Sveinn vildi ekki segja að svo
stöddu hversu mikið magn væri
þarna á ferðinni. Óvíst er því
hvort loðnuskip munu sækja í
loðnu á þessum slóðum, auk þess
sem vindasamt er þar á þessum
árstíma og erfitt að stunda veið-
arnar. Sveinn átti ekki von á að
áfram yrði leitað að loðnu á þess-
um slóðum, enda væri veðurspá
óhagstæð.