Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Góður
bónus
Hallarbylting
ÍTÖLSK knattspyrnulið eiga nú í
stöðugt meiri vandræðum með
hægri öfgasinna sem láta Ijös sitt
skina á leikvöllum landsins. Sér-
staklega hefur þetta verið slæmt
hjá Lazio og keyrði um þverbak á
dögunum er áhangendur sýndu
risastóra mynd af Mussolini og
einnig stóran borða þar sem á
stóð sigur fyrir Arkan. Átt var
við hinn blóðidrifna herstjóra
Júgóslava. Sinisa Mihajlovic, leik-
maður Lazio, lét sér þetta vel líka
og fór að áhangendunum og
klappaði fyrir borðanum. Þetta
mun ítalskaknattspyrnusamband-
ið ekki láta líðast og á liðið nú
von á sektargreiðslu uppá eina
milljón króna.
Brasilíumaðurinn Emerson,
sem leikur með þýska liðinu
Leverkusen, sem hefur verið orð-
aður við lið á Ítalíu, hefur sagl; að
sér mislíki mikið það kynþátta-
hatur sem virðist í uppsiglingu á
Ítalíu. Hann segist ætla að fylgj-
ast náið með framvindu mála og
hvernig félögin og sambandið
taka á málunum sem upp hafa
komið undanfarið.
„Verði ekki breyting á til batn-
aður, dettur mér ekki í hug að
leika á Ítalíu,“ segir Emerson.
WERDER Bremen og
Bayern Miinchen leika bik-
arúrslitaleikinn í Þýska-
landi 6. maí í Berlín. Liðin
munu bæði fá senda 17.500
miða til að seija áhangend-
um sínum. Liðin léku ein-
mitt úrslitaleikinn í fyrra
og þá sigraði Werder
Bremen nokkuð óvænt.
Talið er að þátttaka í úr-
slitaleiknum færi hvoru
liði um sig um 100 milljón-
ir.
Við erum ekki á móti Egidius
Braun, forseta sambandsins,"
segir Júrgen Friedrich, forseti Kais-
erslautern, „heldur að það er einfald-
lega ekki lengur í hans verkahring að
skrifa undir sjónvarpssamninga fyr-
ir öll hlutafélögin, það gerum við hér
eftir sjálfir. Og þegar deildin verður
orðin sjálfstæð getum við loksins
kom fram hinum byltingarkenndu
breytingum, sem við höfum barist
fyrir árum saman,“ segir Friedrich.
Þýska blaðið Sport-Bild ræddi við
alla 18 framkvæmdastjóra fyrstu
deildar liðanna. Ljóst er að miklar
breytingar eru framundan í þýskri
knattspymu. „Mesta breytingin
verður að aðeins eitt lið mun falla
beint, en þau tvö næstneðstu munu
fara í aukakeppni við þau sem verða
númer tvö og þrjú í annarri deild,
þar kemur aukakeppni sem verður
afar spennandi,“ segir Uli Höness
hjá Bayern. Þá eru framkvæmda-
stjórarnir tilbúnir að láta deildina
skipta um nafn og segja bæði fram-
kvæmdastjórar Hertha Berlin, Diet-
er Höness, og framkvæmdastjóri
ríkasta liðsins, Dortmund, Michael
Meier, að komi stór fyrirtæki eins og
Coca-Cola með samning muni deild-
in einfaldlega heita Coca-Cola-deild-
in. Þá er ekki hvað síst að félögin
ætla sér að breyta tímabili deildar-
innar og mun hún væntanlega að ári
liðnu fara fram frá febrúar til nóvem-
ber. Um þessa breytingu eru skiptar
skoðanir en þar með væri svokallað
vetrarhlé úr sögunni í Þýskalandi,
sem mörgum er þymir í augum.
Uli Höness er andvígur þessari
breytingu og segist engan áhuga
hafa á að fagna meistartitlinum í
tuttugu stiga frosti í nóvember.
Framkvæmdastjórarnfr eru allir á
einu máli um, að mestu skiptir að
finna einn afar sterkan styrktaraðila
sem mundi gera það að verkum að
félögin yrðu algjörlega óháð þýska
knattspymusambandinu. Fram-
kvæmdastjóri Wolfsburg, Peter
Pandler, segir að það þurfi að gerast
sem allra fyrst svo hægt sé að lokkað
enn fleiri stjömur til Þýskalands.
Allir virðast sammála um, að fá Karl-
Heinz Rummenigge til að vera tals-
maður félaganna sem verða með.
Kalli er ekki lengi að nefna tölurnar
sem þarf fyrir fyrirtæki til að fá að
taka þátt í umræðunni. „Fyrirtæki
sem ætla að tala við okkur verða að
vera tilbúin að fjárfesta fyrir tvo til
fjóra milljarða króna.“ Þegar
Rummenigge var spurður hvort ekki
komi fljótt upp deilur milli félag-
anna, segir hann að skipað verði sex
manna ráð frá liðunum í 1. og 2.
deild, síðan verði einn yfirmaður sem
hafi oddaatkvæði - komi upp deila.
Ljóst er að þýska knattspymusam-
bandið berst með kjafti og klóm til að
koma í veg fyrir þessa hallarbyltingu
, en sennilega er það vonlítil barátta,
því hér er máttur peninganna sem
ræður.
Bikarslagur
í Berlín
NÚ er Ijóst að félögin í þýsku 1. deildarkeppninni í knattspyrnu
ætla að gera haliarbyltingu. Þau munu sjálf yfirtaka allan rekstur
deildarinnar innan árs, og eru væntanlegar byltingarkenndar
breytingar. Félögin sem flest eru á leið á hlutabréfamarkað verða
þar með hlutafélög og óháð þýska knattspyrnusambandinu og
lögum þess.
Reuters
Ulf Kirsten og samherjar hans hjá Leverkusen geta unnið sér inn háar peningaupphæðir ef þeir
verða meistarar. Hér fagnar markahrókurinn einu marka sinna ásamt Paulo Rink.
Vilja svipta Frankfurt starfsleyfi
N
okkur lið sem eru í neðri hluta
þýsku 1. deildarkeppninnar í
knattspyrnu, hafa hug á að senda
sameiginlega bréf til þýska knatt-
spyrnusambandsins, DHB, og
krefjst þess, að sambandið bregð-
ist nú þegar við tilraun Frankfurt
við að falsa gögn til að fá áfram-
haldandi starfsleyfi. Félögin sem
hér er um að ræða eru Freiburg,
Ulm, Rostock, Bielefeld, Duisburg
og Unterhaching. Þau ætla að
krefjast þess að stig verði nú þegar
dæmd af Frankfurt eða liðið svipt
starfsleyfi.
Það sem ergir félögin, er að
þrátt fyrir að Frankfurt hafi fengið
aðvörun frá sambandinu í október,
hafi félagið haldið áfram að kaupa
leikmenn og nú síðast var samning-
ur liðsins við þjálfarann Felix Mag-
ath framlengdur til 2003. Sá samn-
ingur kostar Frankurt á annað
hundrað milljónir króna og segja
félögin það óþolandi að liðinu skuli
leyfast að senda fölsuð gögn um
stöðu félagsins, án þess að DHB
bregðist skjótt og hart við.
Nefnd sú sem fjallar um þessi
mál innan DHB hyggst hins vegar
koma saman 29. apríl til að fjalla
um þetta mál. Það segja þessi félög
vera allt of seint við brugðist.
Hræring-
ar hjá
Solingen
HÚN kom eins og þruma úr
heiðskíru lofti, fréttin frá þýska
handknattleiksliðinu Solingen,
að þjálfari liðsins Bob Hanning
yrði að taka pokann sinn. Sol-
ingen leiðir sem stendur aðra
deild í suður-riðli og er á leið í
fyrstu deild. Winfried Meister,
sem áður var aðal-peninga-
sprauta Wuppertal-liðsins, hef-
ur fjárfest gífurlega í leikmönn-
um hjá Solingen og er með
nokkra leikmenn á einkasamn-
ingi við sig persónulega. Það
þýðir að hann lánar aðeins Sol-
ingen leikmennnina og getur
tekið þá þegar hann vill. Bob
Hanning og Meister hafa unnið
náið saman og ekki gengið hníf-
urinn á milli þeirra. Sagt er að
Bob Hanning, sem hefur verið í
fimm ár hjá liðinu hafi lent
uppá kant við leikmenn og
stjórn félagsins og leikmenn-
imir ekki verið tilbúnir að leika
undir hans stjórn í fyrstu deild.
Hanning, sem framlengdi
samning sinn við Solingen fyrir
stuttu um tvö ár, mun samt
stjóma liðinu til mótsloka.
Hann er jafnframt aðstoðar-
landsliðsþjálfari, Heine
Brandt.
Blöð í Wuppertal leiða að því
getum að Hanning sé á Ieið til
liðsins og fullyrða að Svíinn Ulf
Schavert hafi ekki ennþá skrif-
að undir samning við liðið. Það
kæmi engum á óvart sem þekk-
ir Winfried Meister að hér sé
leikflétta á ferðinni og ein-
hverra stórtíðinda sé að vænta
úr herbúðumWuppertal á
næstunni.
Vandræði á Ítalíu
íboð
STJÓRN Bayer Leverkusen til-
kynnti leikmönnum að vinni þeir
meistarat.it ilinn fái hver leikmaður
átta millj. kr. bónus í vasann. Það er
þó háð því, hversu marga leiki hver
leikmaður leikur. Sá sem nær að
leika 30 leiki fær fullan bónus. Ef
leikmaður nær að leika 15 leiki fær
viðkomandi hálfan bónus. Aðeins
Oliver Neuville og Jens Nowotny,
sem hafa leikið 26 leiki til þessa,
svo og Emerson með 25 geta náð
fullum bónus verði liðið meistari.
Bayem Miinchen er ekki eins
gjöfult við sína leikmenn, en hver
leikmaður sem nær fullum bónus
þar á bæ, fær aðeins helming af því
sem leikmenn Leverkusen fá, eða
fjórar millj. kr.
Allar þessar tölur eru nettó og
því þarf félagið að leggja fram ann-
að eins fyrir skattinn. Af leikmönn-
um Leverkusen er það aðeins
Michel Ballack, sem áður var hjá
Kaiserslautem, sem hefur orðið
þýskur meistari, en hjá Bayern em
aðeins þrír leikmenn í leikmanna-
hópnum sem ekki hafa orðið þýskir
meistarar í knattspyrnu.
í Þýskalandi