Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 39
MINNINGAR
MARGRÉT
CHRIS TENSEN
+ Margrét. Christ-
ensen (áður Mar-
grét Wium Sigurð-
ardóttir), fæddist á
Fáskrúðsfirði hinn
18. maí 1963. Hún
lést á Líknardeild
Landspftalans í
Kópavogi hinn 3.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Guðfinna Jóns-
dóttir, f. 4. júlí 1944
og Sigurður Wium
Árnason, f. 5. janúar
1935. Systkini Mar-
grétar eru: Lilja
Sigurdís Sigurðardóttir, f. 10.
september 1955, maki Egill Óm-
ar Grettisson, f. 7. febrúar 1954.
Þau eiga tvö börn; Albert Wium
Sigurðsson, f. 5. apríl 1966, sam-
býliskona Sigrún Valgeirsdóttir,
f. 3 október 1959; Ágúst Wium
Sigurðsson, f. 1. ágúst 1968, d.
11. mars 1986; Jón Hlífar Sig-
urðsson, (Guðfinnuson), f. 6.
apríl 1970, maki Nina Berggren
Guðfinnuson, þau eiga þrjú börn;
Steinar Sigurjón Sörensson, f.
24. júlí 1972, ókvæntur. Hann á
eitt barn; Amalia
Vilborg Sörensdótt-
ir, f. 16. apríl 1974,
sambýlismaður Ein-
ar Gunnar Her-
mannsson, f. 26.
september 1966.
Þau eiga eitt barn.
Margrét lætur
eftir sig fimm börn:
Hrein Hlífar
Gottskálksson, f. 17.
apríl 1984, faðir
Gottskálk Ágúst
Guðjónsson, f. 11.
júli 1955 (skilin
1986).
Með seinni manni sinum Her-
manni Osteby Christcnsen, f. 15.
október 1963 (skilin 1997) eign-
aðist hún dæturnar Lindu Rós
Christensen, f. 7. september
1990; Fanný Adelu Christensen,
f. 29. september 1992; Iris Lydiu
Christensen, f. 17. febrúarl994
og Ágústu Laufey Christensen, f.
4. júlí 1996.
Útför Margrétar fer fram frá
Fossvogskirkju, mánudaginn 10.
apríl og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Ef þú ættir þér ósk.
Værirþú hérenn.
Lífið býður uppá möguleika
En dauðinn skildi eftir sporin þín.
Örlögunum ráðum við ekki.
En lifum við alla ævi okkar?
Elsku systir mín, ég get í raun
ekki annað en fundið fyrir þakklæti
fyrir þá hvfld sem þér hefur hlotn-
ast, eftir langa og stranga með-
göngu þessa hræðdega sjúkdóms
sem við köllum krabbamein. Eg er
þakklát fyrir að hafa fengið að vera
með þér þessa síðustu daga. Við átt-
um saman stundir sem ávallt verða
greyptar í huga minn. Þetta var
mesta þolraun sem ég hef upplifað
til þessa, að horfa á hvernig þig
þraut kraftinn smám saman og það
var ekkert sem ég gat gert nema
haldið í hönd þína og reynt að sýna
styrk. Ég dáist að krafti þínum og
baráttuvilja og vonin yfirgaf þig
aldrei. Sú von að einhvern daginn
kæmist þú aftur heim til barnanna
þinna, því hjarta þitt var alltaf hjá
þeim það leyndi sér ekki í geislandi
brosinu sem ljómaði sem aldrei fyrr
í hvert sinn er þú talaðir um og sást
þau. Móðurástin er sterkasta afl í
heiminum og af henni áttir þú nóg
þó ekki gæfist alltaf tækifæri á að
rækta hana sem skyldi. Ég get að-
eins til þess hugsað að núna sértu
laus úr þjáningum þínum og að þú
munir vaka yfir okkur öllum um
ókomna tíð.
Elsku Magga mín, ég mun ávallt
varðveita minningu þína í hjarta
mér, og ég bið algóðan Guð að
vernda og styrkja börnin þín og feð-
ur þeirra í þessari miklu sorg, þau
eru svo yndisleg og ég veit að þú
varst afar stolt af þeim.
Ef einhvern tímann reynir á vin-
áttu og styrkir böndin þá er það á
svona stundum og vini áttir þú svo
sannarlega því þeir stóðu við hlið
þér þessar síðustu vikur ævi þinnar,
þannig vinir eru ómetanlegir og bið
ég guð að standa við bakið á þeim í
sorginni og leggja blessun sína yfir
þá.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
égbið að þú sofirrótt
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum
þínveröld erbjörtáný.
(Þórunn Sig.)
Minning þín lifir.
Þín systir,
Amý.
Öllu er afmörkuð stund, og sér-
hver hlutur undir himninum hefir
sinn tíma.
Að fæðast hefir sinn tíma og að
deyja hefii' sinn tíma, að gróðursetja
hefir sinn tíma og að rífa það upp,
sem gróðursett hefir verið, hefur
sinn tíma.
Að deyða hefir sinn tíma og að
lækna hefir sinn tíma,
að kveina hefir sinn tíma og að
dansa hefir sinn tíma,
að kasta steinum hefir sinn tíma
og að tína saman steina hefir sinn
tíma,
að faðmast hefir sinn tíma og að
halda sér frá faðmlögum hefir sinn
tíma,
að leita hefir sinn tíma og að týna
hefir sinn tíma,
að geyma hefir sinn tíma og að
fleygja hefir sinn tíma,
að rífa í sundur hefir sinn tíma og
að sauma saman hefir sinn tíma,
að þegja hefir sinn tíma og að tala
hefir sinn tíma,
að elska hefir sinn tíma og að hata
hefir sinn tíma,
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður
Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt
verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar.
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu.
Svcrrir
Einarsson
útfararstjóri.
sími 896 8242
Sverrir
Olsen
útfararstjóri.
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
/
ófriður hefir sinn tíma, og friður
hefir sinn tíma.
Hvern ávinning hefir starfandinn
af öllu striti sínu?
Ég virti fyrir mér þá þraut, sem
Guð hefir fengið mönnunum að
þreyta sig á.
Allt hefir hann gjört hagfellt á
sínum tíma, jafnvel eilífðina hefir
hann lagt í brjóst þeirra, aðeins fær
maðurinn ekki skilið það verk, sem
Guð gjörir, frá upphafi til enda.
(Pd.3.1-3.13.)
Elsku Hreinsi minn, Linda,
Fanný, Iris og Ágústa, guð veri með
ykkur og styrki ykkur nú ogalltaf.
Ágúst.
Mig langar að minnast Möggu
vinkonu minnar, við kynntumst árið
1988 er við bjuggum í sama húsi um
nokkurra mánaða skeið. Sú vinátta
hefur haldið alla tíð síðan þótt leiðir
hafi skilið um nokkur ár þegar hún
flutti til Svíþjóðar. Þó skrifuðumst
við á fyrstu árin eftir að hún flutti.
Við hittumst svo aftur af tilviljun
niðri í Mjódd þegar hún var komin
heim aftur og vorum þá orðnar
nágrannakonur á ný í Breiðholtinu.
Hún bauð mér í kaffi og fljótlega í
afmælið sitt og þráðurinn var tekinn
upp að nýju. Það hafði aldeilis fjölg-
að hjá henni sem átti Hrein Hlífar
þegar við kynntumst, en var búin að
bæta við fjórum yndislegum dætr-
um. Þau Hermann höfðu skilið, en
höfðu sameiginlega forsjá dætranna
og hefur hann ekki látið sitt eftir
liggja við umönnun þeirra.
Magga var afskaplega hlý mann-
eskja, einstaklega alúðleg og aldrei
heyrði ég hana hallmæla nokkurri
manneskju. Börnin sín fimm annað-
ist hún af alúð og umvafði þau elsku
sinni og hlýju. Það var alltaf gott að
heimsækja Möggu, hún hafði yndi af
að bjóða í mat og eldaði sérlega Ijúf-
fenga rétti.
Barnaafmælin hjá henni voru sér-
staklega skemmtileg og ekki var
fárast yfir þótt bömin drösluðu svo-
lítið út. Því tók hún með stökustu ró
og alltaf fengu allir nóg að borða og
drekka þótt fjárhagurinn hefði oft
verið þröngur.
Það er margs að minnast, en ég vil
ekki fara út í að rifja upp hennar
erfiða veikindastríð hér. Það var
þyngra en tárum taki að horfa á eftir
svona ungri konu yfir móðuna miklu
frá 5 ungum börnum sínum. Ég og
börnin mín geymum minningu henn-
ar í hjarta okkar um ókomna tíð.
Bömum hennar, systkinum, Her-
manni og öðrum aðstandendum
vottum við okkar dýpstu samúð.
Eitt orð, eitt ljóð eitt kvern frá kvaldri sál
er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur,
en seinna gef ég minningunum mál
á meðan allt á himni og jörðu sefur.
Þá flýg ég yfir djúpin draumablá.
í dimmum skógum sál mín spor þín
rekur.
Þú gafst mér alla gleði sem ég á.
Þú gafst mér sorg sem enginn frá mér
tekur.
(Davíð Stefánsson.)
Guð geymi þig, elsku Magga mín.
Brynhildur (Binna), Sigurður,
Eydís og Ingibjörg.
Blómustofa
Friðjtnns
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.
%
+
Bróðir okkar og vinur,
INGIMUNDUR KRISTJÁNSSON,
frá Svignaskarði,
lést föstudaginn 7. apríl á Sjúkrahúsi Akraness.
Vandamenn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
FRIÐRIKA HALLGRÍMSDÓTTIR,
sambýlinu Bakkahlíð 39,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 10. apríl kl. 13.30.
Hjörleifur Hailgríms Herbertsson, Hallbjörg Þórhallsdóttir,
Örn Herbertsson, Nanna Kristín Jósepsdóttir,
Rafn Herbertsson, Svala Tómasdóttir,
Sveinbjörn Smári Herbertsson, Hansína Sigurgeirsdóttir,
Hjörtur Herbertsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför ástkærrar dóttur okkar, systur og unnustu,
ÖNNU SIGRÚNAR WIIUM
KJARTANSDÓTTUR,
Övre Holmegade 9a,
Stavanger,
Noregi,
fer fram frá Hveragerðiskirkju miðvikudaginn
12. apríl kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent
á Krabbameinsfélagið.
Sigfríður Inga Wiium, Kjartan Smári Bjarnason,
Kristján Smári Wiium Kjartansson,
Chris Backman.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin-
áttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
INGA R. HELGASONAR
hæstaréttarlögmanns,
Hagamel 10,
Reykjavík.
Ragna M. Þorsteins,
Álfheiður Ingadóttir Sigurmar K. Albertsson,
Ragnheiður Ingadóttir,
Steinunn Ásmundsdóttir, Stefán I. Bjarnason,
Eyrún Ingadóttir, Birgir E. Birgisson,
Ingi Ragnar Ingason, Eva Rún Þorgeirsdóttir,
Magnús Ingi, Ingi Kristján
og Áslaug Ragna.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs
sonar okkar, bróður, barnabarns og frænda,
BJARKA RAFNS HALLDÓRSSONAR,
Hesthömrum 7,
Reykjavík.
Hrönn Jónsdóttir, Halldór Ingólfsson,
Ingólfur Halldórsson,
Ingibjörn Halldórsson,
Júlíus Halldórsson,
Ingibjörg Halldórsdóttir, Ingólfur Guðjónsson,
Ragnheiður Hannesdóttir, Jón Höjgaard,
Hafdís Jónsdóttir,
Ragnheiður Hjálmarsdóttir,
Margrét Hjálmarsdóttir.
r.