Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 37 Rætt um sýn fatl aðra ungmenna á líf sitt og nám DÓRA S. Bjarnason, dósent við Kennaraháskóla Islands, heldur op- inberan fyrirlestur á vegum Rann- sóknarstofnunar Kennaraháskólans miðvikudaginn 12. apríl næstkom- andi kl. 16.15. Fyrirlesturinn ber yf- irskriftina: Sýn fatlaðra ungmenna á líf sitt og nám í íslensku samfélagi. I fyrirlestrinum verður kynnt eig- indleg rannsókn á upplifun, menntun og aðstæðum 35 íslendinga á aldrin- um 16-26 ára. Ungmennin búa vítt og breitt um landið, hafa mismun- andi fötlun og eiga það sameiginlegt að vera fyrsta kynslóð fatlaðra sem hefur alist upp með hugmyndafræði blöndunarstefnu hér á landi. Fjallað verður um reynslu þessa fólks af skóla, starfi og lífi í þeirri viðleitni þeirra að hasla sér völl sem „fullorðið fatlað fólk“ í samfélaginu. Sérstakur gaumur verður gefinn að því hvað eflir þessi ungmenni helst til þátttöku í samfélaginu og hvað hindrar þau mest. I ljós hefur komið að stuðningur foreldra, skólaganga og það hvort þau eiga vini eða ekki, skýrir mun betur hvernig til tekst heldur en hvernig eða hversu mikið þau eru fötluð. í fyrirlestrinum verða kynntar fyrstu niðurstöður þessa verks en hér er um langtíma- rannsókn að ræða sem hófst 1999. Stefnt er að því að henni ljúki árið 2004. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu M-201 í aðalbyggingu Kenn- araháskóla íslands við Stakkahlíð og er öllum opinn. Lýst eftir ökumanni og vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýs- ir eftir ökumanni bifreiðar sem ók á kyrrstæða bifreið og yfir- gaf vettvang án þess að til- kynna um atburðinn. Ekið var utan í gráa Hyundai Accent-bifreið, SF-684, þar sem hún stóð mannlaus við Kirkjuteig 27 gegnt innakstri að Lauganesskóla. Bifreiðin skemmdist á vinstri hlið. Atvik- ið varð 6. apríl milli kl 12:00 og 13:00. Ökumaður er beðinn að gefa sig fram við lögregluna svo og vitni ef einhver eru. A I Opinn umræðufundur Aðalfundur AðalfundurSamskipa hf. verður haldinn mánudaginn 10. apríl 2000 kl. 16:00 í Ársal á Hótel Sögu í Reykjavík. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins. Lagtertil að heimild stjómartil hlutaljáraukningarverði rýmkuð og framlengd. Ennfremurer lagt til að breyttverði ákvæðum um forgangsrétt hluthafa til að kaupa hlutafé á þann veg að stjórn félagsins verði heimilt að selja hlutafé til annarra en eldri hluthafa. 3. Tillaga stjórnar um heimild til að kaupa og/eða eiga eigin hlutabréf. 4. Tillaga stjórnar um kaupréttaráætlun fyrir starfsmenn. 5. Önnur mál sem löglega eru upp borin. Stjóm Samskipa hf. Tillögur og gögn sem lögð eru fýrir fundinn verða til skoðunar á skrifstofu félagsins viku fyrir fundinn og fram til hádegis aðalfundardags. Fundargögn verða afhent á fundarstað. SAMSKIP Hippatískan í algleymingi hjá okkur. Gallaefni, skrautbönd og perlueíhi. 1/IRKA °pið W Mmmm■P’í Mánud.-föstud. kl. 10-18, Mörkin 3, sími 568 7477. laugard. kl. 10-14. Fasteignir á Netinu ^mbl.is /\LLTAf= Œ/TTH\SA£J A/ÝT7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.