Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FIFILL SAFNAHUSSINS GAMLA VERÐUR FEGURRIOG FEGURRIMEÐ HVERJUM DEGI Í>AÐ hlýtur að vera öllum velþenkjandi mönnum, ekki síst menntamönnum, mik- ið fagnarðarefni að op- inberum merkisbygg- ingum sé vel við haldið. Nú hafa staðið og standa reyndar enn yfir gagngerar endur- bætur á Safnahúsinu og lóð þess og engu virðist til sparað. Til marks um það má t.d. benda á dýrindiskop- arrklæðningu á þak- inu. Samkvæmt örugg- um heimildum mun kostnaðaráætlunin hljóða upp á 315 milljónir og mun forsætisráðuneytið hafa veg og vanda af verkinu. Það er ekki of- mælt að það gleðji bæði auga mitt og hjarta að sjá þetta listilega hann- aða hús, gamla vinnustaðinn minn í áratugi, fá jafnrækilega andlitslyft- ingu og raun ber vitni. Hún var að vísu fyrir löngu, já langalöngu orðin tímabær. Að þessu sinni hefur von- andi allra nauðsynlegra heimilda og leyfa verið aflað. Menn hafa áreið- anlega látið allt klúðrið í þeim efn- um í sambandi við viðgerðina á Stjónarráðshúsinu sér að kenningu verða. í beinu framhaldi af þessu gæti verið fróðlegt að rifja upp býsna spaugilegt og þó ekki spaugilegt at- vik, sem gerðist á Þjóðskjalasafn- inu fyrir mörgum áratugum, eink- um sökum þess að það varpar skýru ljósi á vinnuaðstöðu skjalavarða, vinnuaðstöðu sem á okkar síðustu og tæknivæddustu tímum myndi teljast frekar frumstæð svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Einhverju sinni í svartasta skammdeginu fyrir æði- mörgum áratugum var einn af dag- legum gestum Safnahússins, nánar tiltekið Vilmundur heitinn Jónsson, landlæknir, að blaða í skjölum um læknisfræðilegt efni á Þjóðskjala- safninu þegar hann rakst á nokkur blöð, sem áttu þar ekki heima, enda fjölluðu þau um mál, sem átti ekk- ert skylt við læknisfræði. Hann benti skjalaverðinum, dr. Birni Karel Þórólfssyni, þeim merka fræði- og sómamanni, þegar í stað á þetta og þakkaði hann landlækni fyrir með eftirfarandi orðum, sem hann lagði alveg sérstaka og persónulega áherslu á með því að láta fingurgómana snertast: „Ég ætla að leggja þessi blöð til hand- argagns og fara síðan með þau nið- ur í skjalageymslu í vor, þegar verður orðið almennilega bjart.“ Ekki skal ég ábyrgjast að hér sé al- veg orðrétt haft eftir, en ég hugsa að það skeiki þó ekki miklu. Þar sem mönnum er ef til vill ekki fylli- lega ljóst hvað dr. Björn Karel var að fara, er rétt að geta þess að skjalageymslurnar á neðri hæðum Þjóð- skjalasafnsins voru ekki raflýstar í þá daga, það gerðist ekki fyrr en löngu seinna. Starfsmenn safnsins notuðust að vísu við „hund“, sannkallaðan langhund með margra metra skot, sem dr. Björn Karel hafði litla sem enga stjórn á. Þótt kunnátta hans í íslenskum fræðum væri að flestra dómi Hallddr ótrúlega mikil, var Þorsteinsson verkkunnátta hans vægast sagt af ákaf- lega skornum skammti. Honum var með öllu ósýnt að fara með tæki og tól. Þau voru öll fyrir utan hans verksvið. Það er vitanlega alveg óþarft að taka það fram að svona gamaldags hundar hafa fyrir lifandi löngu verið gerðir brottrækir úr Safnahúsinu, enda hafa þeir sem þar nú ráða ríkj- Það er sitt hvað að gleðja augað, segir Halldór Þorsteinsson, og að sinna þörfum sálarinnar. um, Ögmundur, arkitekt Skarphéð- insson, tengdafaðir hans, Jóhannes Nordal, Salóme Þorkelsdóttir, fyrr- verandi forseti sameinaðs Aiþingis, Guðmundur Magnússon og Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður, væntanlega ekki þurft að vinna við jafnfrumstæð og forneskjuleg vinnuskilyrði og dr. Björn Karel og starfsbræður hans forðum daga. Ég þykist vita í hverju starf Ögmundar er fólgið, en hvað hitt fólkið er að gera þarna er mér aftur á móti ekki fyllilega ljóst, nema að vera skyldi að því sé ætlað að hafa eftirlit með honum. í þessari málsgrein ætla ég að leyfa mér smáútúrdúr, sem í fljótu bragði virðist kannski ekki beint varða það mál, er hér er fjallað um og þó. Með nýjum herrum koma ný- ir siðir. Skömmu eftir að Margaret Thatcher, sálufélagi Pinochets og átrúnaðargoð Hannesar Hómsteins Gissurarsonar og co., tók við stjórn- artaumunum í heimalandi sínu lét hún það verða eitt af fyrstu verkum sínum að koma nýstárlegri skipan á rekstur háskóla, sem í sem stystu máli var fólgin í því að reka þá eins og nútíma atvinnufyrirtæki í okkar mikla markaðshyggjuheimi. Ekki voru allir, síst af öllu menntamenn og háskólaborgarar, sáttir við þessa nýbreytni eins og til að mynda Pet- er Foote, fyrrverandi prófessor í norrænum fræðum við University Collega, en hann kvað í viðtali við Sigrúnu Davíðsdóttur, sem birtist í Morgunblaðinu þ. 16. janúar 2000, að þessi tilhögun hefði: „alveg slig- að þá (þ.e.a.s. háskólana) og bætti síðan við eftirfarandi athugasemd: „Það getur verið að margir stjórn- málamenn séu háskólamenntaðir, en meðferð þeirra á háskólanum ber þess ekki merki að þeir hafi not- ið þess að mennta sig.“ Þótt kurt- eislega sé orðað að hætti breskra háðfugla vandar hann ekki Margar- et Thatcher beinlínis kveðjurnar. Af þessu sést glöggt að menntunar- skilyrði á háskólastigi hafa farið sí- versnandi á undanförnum árum hjá ensku þjóðinni. Menntun er víða vanmetin og á ekki alltaf upp á pall- borðið hjá stjórnvöldum, hvorki enskum né íslenskum, ekki síst á þessum síðustu og skæðustu mark- aðshyggjutímum. Það er engan veginn nóg að hampa menningu ein- ungis á tylli- eða á menningardög- um í menningarborgum á menning- arárum. Að henni þarf nefnilega að hlúa sérhvern virkan dag ella mun illa fara fyrir þjóð, sem vill láta kenna sig við listir og bókmenntir. Ekki löngu eftir vígslu Lands- og háskólabókasafnsins í Þjóðarbók- hlöðu, árið 1994, kom fljótt í ljós að fjárveiting til stofnunarinnar eða rekstrarfé var af ákaflega skornum skammti svo ekki sé meira sagt. Forstöðumaður hennar, Einar Sig- urðsson, sá sig því knúinn til þess að skrifa Ólafi Einarssyni, þáver- andi menntamálaráðherra, bréf og leita ásjár hjá honum. Ekki hafði hann erindi sem erfiði. I staðinn fyrir að fá peninga í hattinn fékk hann skömm í hann hjá ráðherra og það enga smáskömm. Hvemig gat forstöððumaðurinn verið svo bíræf- inn að kvarta undan peningaleysi, nýfluttur í þessa glæsibyggingu á Melunum? Að margra mætra manna dómi voru viðbrögð ráðherr- ans með ólíkindum. Fjárfesting í menntun og menningu skilar þjóð- inni einlægt öruggum og ómetan- legum arði, sem ráðamenn hafa því miður ekki alltaf borið gæfu til að koma auga á. Sama dag og borgarstjóri klippti á böndin utan um sögufrægan pappakassa, sem hafði að geyma sendibréf frá nafntoguðum rithöf- undum og öðrum listamönnum til Erlends í Unuhúsi, og sama dag, sem Björn Bjarnason, menntamála- ráðherra, lék allskyns kúnstir á tölvu viðstöddum til óblandinnar ánægju birtist í Morgunblaðinu grein eftir erlenda menntakonu, sem sagði farir sínar ekki sléttar. Lesendum til frekari glöggvunar er best að vitna í eftirfarandi orð Tan- ya Barham, sem eru að finna bæði í upphafi greinar hennar svo og nið- urlagi: „Eg heiti Tanya Barham. Ég kom til íslands frá Háskólanum í Minnesota til að stunda rannsóknir á sviði tæknilegra lausna á um- hverfisvandamálum. Til að geta unnið góða rannsókn er algjörlega nauðsynlegt að byggja hana á traustum grunni og þeim rannsókn- um sem þegar hafa farið fram. Af þessum sökum hafði ég í farteskinu lista með 40 bókum og greinum úr ýmsum tímaritum, sem ég var ákveðin í að lesa, þegar ég kæmi til Islands. Mér til mikillar undrunar var ekki ein einasta grein eða bók að finna á háskólabókasafninu!" Tanya lýkur grein sinni með þess- um orðum: „Það (þ.e.a.s. Lands- og háskólabókasafnið) er í fallegri byggingu, en hefur engin þau tæki sem nauðsynleg eru til að greiða fyrir góðum rannsóknum sem mögulega gætu sett Háskóla Is- lands á akademíska kortið. A meðan það setur ekki stóran hluta fjár- magnsins í það að byggja upp gögn á breiðu sviði með því nýjasta mun það einungis halda áfram að vera falleg bygging." Þann 9. janúar 2000 átti svo Sal- vör Nordal viðtal í Morgunblaðinu við Eyjólf Kjalar Emilsson, pró- fessor í fornaldarheimspeki við Oslóarháskóla. Eftirfarandi spurn- ingu hennar: „Þú he/ur ekki áhuga á að snúa aftur til íslands í bráð“ svarar hann svona: „Hafi ég látið það hvarfla að mér varð sú hugsun að engu þegar ég fór út í Þjóðar- bókhlöðu og rifjaði upp fyrir mér bókakostinn þar. Bókasafnið í Osló er nú ekkert framúrskarandi en það er ábyggilega tíu sinnum betra en það sem hér er og meðan rann- sóknaraðstaðan er með þessum hætti er ekki fýsilegt að koma heim.“ Ekki beint glæsilegur vitnis- burður, það arna, hvorki hjá Tanya Barham né hjá Eyjólfi Kjalar Em- ilssyni. Nú vaknar sú spurning hvort nú- verandi forstöðumenn ríkisstofn- ana séu jafnskeleggir og ýtnir og fyrirrennarar þeirra voru og jafn- framt hvort þeir hafi jafnbrennandi metnað fyrir þeirra hönd og þekkt- ist hér áður fyrr. I framhaldi af þessu sakar ekki að geta þess að Sigurður Guðmundsson, skóla- meistari Menntaskólans á Akur- eyri, gerði sér iðulega ferð suður til að herja út fé fyrir skólann sinn. Hann mun víst aldrei hafa farið bónleiður til búðar. Einhverju sinni gekk meira að segja sú saga að hann hefði ekki hleypt fjármála- ráðherranum út úr herbergi sínu á Hótel Borg fyrr en hann var búinn að fá sitt fram. Það er verulega mik- il eftisjá af slíkum skörungum. Má vera að ráðherrar hafi verið mennskari, hjálpfúsari, samvinnu- þýðari og skilningsríkari í þá daga. Mér og reyndar fleirum er nú spurn hvort ekki sé orðið tímabært fyrir Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra, að taka á sig rögg og beita sér fyrir því að Lands- og há- skólabókasafni verði sem fyrst veitt álíka mikið fjármagn til bókakaupa og nú á að verja til viðgerða á Safnahúsinu gamla? Með slíku framtaki myndi hann áreiðanlega slá sjálfan sig til riddara. Öllum hugsandi mönnum er fyrir löngu orðið það ljóst að Island er aðeins lýðveldi í orði kveðnu. Lýð- urinn ræður hér engu, enda of vitgrannur til þess að mati hæstráð- anda til lands og sjávar, sjálfs upp- lýsta einvaldsins okkar. íslenska þjóðin hefur oftar en einu sinni fengið að finna fyrir því að Davíð Oddsson, forsætisráðherra, er langt yfir hana hafinn og reyndar ekki bara hana hejdur líka Hæsta- rétt og Háskóla íslands. Þess er skemmst að minnast að hann gaf á sínum tíma á annað hundrað há- skólaprófessorum langt nef og hugðist víst líka rota þá með stein- völu eins og nafni hans Goliat forðum, að visu ekki alveg í bókstaf- legri merkingu. Almenningi hefur ekki enn verið gert kunnugt hvaða hlutverki Safnahúsið gamla eigi að gegna eft- ir andlitslyftinguna, það mun þó væntanlega vera menningarlegs eðlis. Ekkert prjál og pjatt, það vill enginn lifandi maður sjá. Það er sitt hvað að gleðja augað og að sinna þörfum sálarinnar. Það slys má aldrei henda að hún verði höfð hér útundan. Stefnt mun að því að ljúka upp dyrum hússins í lok apríl, hugsan- lega um líkt leyti og Hæstiréttur kveður upp dóm í Vatneyrarmálinu. Þá væri ef til vill tilvalið fyrir for- sætisráðherrann, Davíð Oddsson, að bjóða Árna Mathiesen, sjávar- útvegsráðherra, Kristjáni Ragnars- syni, Halldóri Ásgrímssyni, utan- ríkisráðherra, og mömmu hans ef hún skyldi eiga heimangengt vegna kvóta-anna að ganga með sér upp í ris Safnahússins, þaðan sem þau gætu notið þess í sameiningu að líta niður á Hæstarétt. Það er hins veg- ar engan veginn sjálfgefið að virðu- legu dómararnir í því húsi muni líta upp til þeirra. P.s. Vonandi láist ekki að senda mér, gömlum bókaverðinum, boðs- kort á vígsluhátíðina. (Ritað 17.2 2000) Höfandur er skólastjóri Málaskóla Halldórs. INNLENT Fagna lengingu fæðingar- orlofs EFTIRTALDAR ályktanir voru samþykktar á fundi stjórnar Sambands ungra framsóknarmanna fimmtudag- inn 6. apríl. „Stjóm SUF fagnar því að fæðingarorlofið verði lengt úr sex mánuðum í níu mánuði, eins og kemur fram í tillögum ríkis- stjómarinnar og að réttur for- eldra á almenna á vinnumark- aðnum skuli verða sá sami og þeirra sem starfa hjá hinu opin- bera. SUF fagnar því sérstak- lega að fólk skuli halda 80% af heildarlaunum sínum í orlofinu. Það mun að sjálfsögðu auð- velda ungu fólki með mikla greiðslubyrði að koma sér upp heimili og stofna fjölskyldu. Framsóknarflokkurinn hef- ur sýnt það enn einu sinni að hann er flokkur fjölskyldunnar. Stjórn SUF styður áfram- haldandi vinnu við kostnaðar- og arðsemismat á lagningu járnbrautar milli höfuðborgar- svæðis og Suðurnesja. Vaxandi umferðarþungi, aukin mengun og slysahætta kalla á úrlausnir á þessu svæði.“ Fræðslu- fundur Tourette- samtakanna TOURETTE-samtökin halda fræðslufund mánudaginn 10. apríl kl. 20.30 að Tryggvagötu 26,4. hæð. Málfríður Lorange, sálfræð- ingur, flytur erindi um athygl- isbrest og ofvirkni samfara Tourette, tilheyrandi hegðun- arvandkvæði og hvað er til ráða við þeim. Rætt um ristilkrabba- meinsleit STYRKUR, samtök krabba- meinssjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með opið hús mánudaginn 10. aprfl kl. 20.30 að Skógarhlíð 8,4. hæð. Ásgeir Theódórs, læknir, flytur erindi: Staðan í leit að krabbameini í ristli og enda- þarmi. í frétt frá Styrk segir að allir velunnarar félagsins séu velkomnir. Rætt um rétt- arstöðu karla og kvenna MÁLEFNAHÓPUR Samfylk- ingarinnar í Reykjavík um Kvenfrelsis- og jafnréttismál hefur komið saman á hálfsmán- aðarfresti í vetur. Þriðjudags- kvöldið 11. apríl verður síðasti fundur vetrarins haldinn í Hlaðvarpanum við Vesturgötu, og verða drög að nýjum jafn- réttislögum til umræðu. Þingkona Samfylkingarinnar í Reykjavík, Guðrún Ögmunds- dóttir, mun gera grein fyrir helstu breytingum sem þau fela í sér um réttarstöðu karla og kvenna í íslensku samfélagi. Umræðum stýrir Hólmfríður Garðarsdóttir. Fundurinn hefst kl. 20 stundvíslega og stendur tilkl.22.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.