Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 64
heim að dyrum
www.postur.is
I PÖSTURINN
trgmwInMlt
www.varda.is
Alvöru þjónusta
fyrir alvöru fólk
Landsbankinn
MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNll, 103 REYKJAVÍK, SÍMIS69II00, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: M UPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
olíuverðs
Eyjamenn sækja fyrirmynd að fjölnota menningarhúsi til Finnlands
Flogið með
birgðir til
Haraldar
19. apríl
gæti haft
áhrif hér
Húsið hannað í hrauni
HARALDUR Öm Ólafsson pólfari
náði góðum árangri á föstudag er
hann lagði að baki 16,6 km. Hann
hefur samanlagt gengið 242 km og á
um 528 km ófarna á pólinn.
Haraldur hefur komist að mestu
út úr vakasvæðinu sem hann gekk
inn á á miðvikudag án þess að lenda í
óhappi, ólíkt ýmsum öðrum pólför-
um sem ekki hafa verið jafnheppnir
á leið sinni á norðurpólinn.
Nokkuð kalt var í veðri á föstudag
en frostið er í kringum 33 stig um
þessar mundir. Haraldur sagði við
bakvarðasveitina að veður hefði ann-
•^rs verið nokkuð gott, sólskin og
hægviðri. Svipaðar aðstæður voru á
ísnum í gær, laugardag.
Búið er að panta birgðaflug handa
Haraldi út á ísinn hinn 19. apríl, þar
sem hann fær nesti til 40 daga og
nýjan sleða sem á að leysa af hólmi
illa farinn sleða hans.
Að sögn liðsmanna bakvarðasveit-
arinnar er öruggt að Ingþór Bjarna-
son heldur aftur utan til að sjá um
þær vistir sem eru í Resolute í Kan-
ada. Hann flýgur síðan með First
Air-flugfélaginu út á ísinn og hittir
^jar félaga sinn aftur eftir rúmlega
tveggja vikna aðskilnað.
-----------------
Lækkun
Sóley dælir sandi upp á flugvöllinn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRAMKVÆMDIR við endurbætur á Reykjavík-
urflugvelli eru nú hafnar og sér fyrirtækið
Björgun hf. um efnisöflun sem undirverktaki
ístaks hf. Hér sést hvar sanddæluskipið D/S
Séley dælir efni upp á land í Skeijafirðinum,
en skipið sækir efni í Hvalfjörð. Framkvæmdir
við endurgerð flugvallarins, sem kemur til með
að kosta 1,5 milljarða króna, hófust 15. mars.
Nú er búið að rífa upp flugbrautir og verið
er að flytja sand að flugvellinum. Fyrst um
sinn geta flugvélar aðeins lent á norður-suður
flugbraut Reykjavíkurflugvallar.
eldgosinu
1978
ÁHRIF lækkunar olíuverðs frá því
á föstudag, þegar verð á tunnu af
ráolíu af Brent-svæðinu í Norð-
rsjó fór niður í 23,16 dollara, verð-
ur unnt að greina hérlendis að
aprílmánuði liðnum. Verð á tunnu
lækkaði úr rúmum 25 dollurum í
23,16 dollara á einni viku og hefur
ekki verið eins lágt síðan í janúar.
Að sögn Geirs Magnússonar for-
stjóra Olíufélagsins hf. miðast olíu-
verðlagningin við meðalverð hvers
mánaðar og því er ekki unnt að
segja til um áhrif lækkunarinnar
frá því á föstudag fyrr en aprílmán-
uður er liðinn og meðalverðið ligg-
ur fyrir. Vissulega geti lækkunin
haft áhrif hér verði hún varanleg.
Verð á olíu sem flutt er inn til
landsins miðast við heimsmarkaðs-
verð sem skráð er daglega á Rott-
®*Crdam-markaði. Á grundvelli 30
skráningardaga er reiknað út með-
alverð hvers mánaðar, sem getur
gefíð tilefni til verðbreytinga á inn-
anlandsmarkaði.
frá
VESTMANNAEYJABÆR skoðar
nú möguleika á því að byggja fjöl-
nota menningarhús inni í hraun-
tungunni sem rann inn í miðbæ
Vestmannaeyja í eldgosinu í Eldfelli
1973. Þykkt hrauntungunnar á
þessum stað er um 20 metrar.
Arkitektarnir Pétur Jónsson og
Egill Guðmundsson eru að hanna
fjölnota hraunhús sem ætlað er fyrir
sýningar, samkomur, tónleika, ráð-
stefnur, gosminjasafn, náttúru- og
fískasafn, kaffiaðstöðu og fleira.
Sendinefnd undir forystu Guðjóns
Hjörleifssonar bæjarstjóra, skipuð
Eyjamönnum, arkitektum og sér-
fræðingum frá ístaki, fór fyrir
skömmu til Finnlands til þess að
skoða Tempel-kirkjuna í Helsinki
og Tetretti-listamiðstöðina, sem er
Morgunblaðið/Olafur K. Magnússon
Hraunið rennur fram í gosinu á Heimaey árið 1973.
340 km frá Helsinki. Segja má að
hugmyndin um hraunhúsið í Eyjum
sé sótt í Tempel-kirkjuna í Helsinki,
sem talin er afar sérstæð og fögur
og er jafnframt eitt hljómbesta
hljómleikahús í Evrópu.
Hrauntungan sem rann inn á
rúntinn í Eyjum er um 20 metra
þykk eða liðlega helmingi þykkari
en berglögin í Tempel-torginu. Ný-
lega hefur Ræktunarsamband Flóa
og Skeiða borað kjarnaholur niður í
hrauntunguna og þar sem hússtæð-
ið er fyrirhugað á gamla Heimatorg-
inu er um 6 m þykkt lag af brotnum
hroða eða ruðningi ofan á um 14
metra þykkri klöpp en undir klöpp-
inni er um eins metra þykkt lag af
ösku.
Gamla rafveitan verði
miðpunktur gosminjasafns
ístak er að kanna möguleikana á
gerð hússins undir forystu Lofts
Arnasonar verkfræðings. Einn út-
gangspunkturinn í staðsetningu
hraunhússins er Rafveita Vest-
mannaeyja, sem glóandi hraun-
straumurinn rann yfir á meðan vél-
arnar framleiddu rafmagn á fullu
uns yfir lauk. Hugmyndin er að hluti
vélanna verði miðpunktur í gos-
minjasafni hraunhússins á Heima-
torgi.
Undirbúningur þessa sérstæða
fjölnota menningarhúss í Vest-
mannaeyjum er í samræmi við
áform ríkisstjórnarinnar um bygg-
ingu menningarhúsa á landsbyggð-
inni en ef allt gengur að óskum með
tilliti til jarðvegskönnunar og hönn-
unar er mögulegt að hefjast handa
við framkvæmdir á áiinu. Hugsan-
legt er að aðalinnkoma í hraunhúsið
verði um göng frá Miðstræti um
gömlu Njarðargötuna sem nú er
undir hrauninu og inn á Heimatorg-
ið, 130-150 m löng göng.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hef-
ur jafnframt uppi áform um að flytja
Náttúru- og fiskasafn Vestmanna-
eyja í menningarhúsið á nýja hraun-
inu en Fiskasafnið í Eyjum hefur
um langt árabil verið eina safn lif-
andi fiska á íslandi. Vísir að öðrum
söfnum hefur verið að þróast.
Stór aðalsalur sem getur hýst
tónleika, leiksýningar, samkomur
og stærri skemmtanir, t.d. á sjó-
mannadegi, ráðstefnur og fleira yrði
væntanlega þungamiðja menningar-
hússins með nálægð við Náttúru- og
fiskasafn, gosminjasafn, hugsanlega
minni sali, veitingaaðstöðu, minja-
gripasölu o.fl. Hugmyndin er sú að
byggingin undirstriki stöðu íslands
sem eins eldvirkasta svæðis jarðar-
innar.
■ Verður ruðst/18
FRAMS.IÍKN1 ALÞ.IODA HLUTABREFAS.K IÐURINN
107%
Ilækktm sjóösins sl. 12 rnánuöi miðuö viö I nuu s 2000
OKKAR SÉRFRÆÐINGAR - l>ÍN ÁVÖXTUN
^íí
BllNAHARBANKlNN
VERÐBRÉF
síml 525 6060 • www.bl.ls • verdbref@bl.ls