Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ mDDGRQUDin Hmbl.is _eiTTH\/A4D A/ÝTT~ Veisluvika á veitingastöðum Kringlunnar Girnileg tilboð og kryddaðar kynningar. Opið öll kvöld. Betri kostur • Domino's • Jarlinn • McDonalds • Rikki Chan • Subway Café bleu • Eldhúsið • Hard Rock • ísbúðin • Kringlukráin Krí*u»(eJ\ J VEIIINBR5THBIR PPLÝSINBRSlMI 5 B 8 7 7 B B SKHIF5 I 0FUSIHI 5 6 8 9 2 0 0 % Kaffi og kökur Austurstræti 16 Sími: 5757 900 heilsunnar vegna Manchester United súkkulaðil Ennþá fítuminna aðeins 3 gr. í hverju stykki mnco eht Pöntunarsímar: 555 6650 og 555 6652 Pöntunarfax: 555 6651 FOLKI FRETTUM Hádramatískt viðlagapopp TONLIST Geisladiskur MM MM, geisladiskur Eyfa. Eyjóifur Kristjánsson syngur aðalrödd og bakraddir ásamt því að leika á sex og tólf strengja kassagítara, rafgít- ar, pianó og hljómborð. Honum til halds og trausts er „Bandið" skipað Jóhanni Hjörleifssyni (trommur, slagverk), Friðriki Sturlusyni (bassi), Eyþóri Gunnarssyni (píanó, hljómborð og slagverk) og Jóni 01- afssyni (pianó, hljómborð og Hammondorgel) ásamt Eyjólfi sjálf- um. Aðrir sem koma við sögu eru Sigurður Gröndal (rafgítar), Rúna G. Stefánsdóttir (bakrödd), Guðrún Árný Karlsdóttir (bakrödd), Gummi P. (rafgítar), Villi Guðjóns (saxó- fónn í „Komdu aftur“), Stefán Hilm- arsson (söngur í ,,Skrýtið“) og Magnús Þór Sigmundsson (söngur í „Ekkert hjarta slær“). I laginu „Allt sem skiptir máli“ sér Þórir Bald- ursson um strengjaútsetningar, Szymon Kuran leikur á 1. fiðlu, Zbigniew Dubik leikur á 2. fiðlu og Guðmundur Kristmundsson leikur á Víólu. Öll lög eru eftir Eyjólf Krisfjánsson. Textar eru eftir Eyj- ólf Kristjánsson, Jón úr Vör, Aðal- stein Asberg Sigurðsson, Inga Gunnar Jóhannsson og Kristján Hreinsson. Textinn við „Engin spor“ er úr samnefndri skáldsögu eftir Viktor Arnar Ingólfsson. Upp- tökum stýrði Eyjólfur Kristjánsson. 51,22 mín. Bergey gefur út. EYJÓLFUR Kristjánsson gefur hér út sína þriðju einleiksskífu. Löngum hefur mér verið hlýtt til Eyjólfs sem söngvara og t.d. þótti mér hið um- deilda Bítlavinafélag vera stór- skemmtileg sveit. Rödd hans er hressandi og hvell, skýr og kraftmik- il og hann syngur af alþýðlegri ein- lægni, kostur sem á að prýða góðan dægurlagasöngvara. Eyjólfi hefur einhverra hluta vegna verið mikið í mun að kynna þessa plötu sína sem þá fyrstu á nýju árþúsundi og á titill plötunnar líkast til að vera tilvísun í þá áttina. Ýmis vandkvæði urðu þó á þessari áætlun Eyjólfs og þess ber að geta að hin íslenska þungarokks- sveit Brain Police gaf út sína fyrstu skífu á netheimum þegar nokkrar sekúndur voru liðnar af nýju ári. Á MM er helst að finna epískt dramapopp í hægari kantinum með rismiklum viðlögum, öll fremur lík að uppbyggingu og með ósviknum Eyfastimpli. Lagasmíðarnar bera allflest með sér einhvers konar söngvakeppnisblæ enda er Eyjólfur ekki alls ókunnur þess háttar menn- ingarviðburðum og hefur átt lög bæði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og Landslaginu. Hæggeng ástarlög í þykkum síróps- legi virðast vera sérgrein Eyjólfs en illu heilli eru þessi lög hvað veikasti hluti plötunnar. Textar þar eru flest- ir klisjukennt moð og lögin verða stundum óþægilega væmin. Viðlög plötunnar eru oft fáránlega kraftmikil og hástemmd, til að mynda í laginu „Engin spor“. Iðu- lega eru þau endurtekin að því er virðist út í hið óendanlega og stund- um verða þau nánast ósmekkleg eins og í laginu „Komdu aftur“. Undar- legt í ljósi þess að Eyjólfur er þekkt- ur sem einn af liprustu bakradda- söngvurum landsins. Annar löstur er bjánalegur endir í lögunum „G“ og „Nýr tími“, það er engu líkara en að menn hafi verið orðnir uppiskroppa með hugmyndir og ákveðið að snúa niður hljóðstyrk í snarhasti er það yrði nógu langt liðið á lögin. Eyjólfur hressist til muna er takt- urinn verður tíðari. Það er kannski grátleg staðreynd að besta lag plöt- unnar, „Stund milli stríða" er endur- unnið „Hálft í hvoru lag“ með texta eftir Jón úr Vör. Lagið „Einn með þér“ er einnig í sérflokki, þokkafullt kassagítarspil leiðir ágætan ástaróð og bakraddir fínar í það sinnið. Síð- asta lagið er nokkuð skondin tilraun Eyjólfs til að vera pólitískur, hann hefur hátt upp raustina við hressan og hraðan lagstúf, en skot hans fara flest yfir markið og lagið verður því miður fremur hjákátlegt. Plata Eyjólfs er styrkt af Félagi tónskálda og textahöfunda. Eg hefi Morgunblaðið/Kristinn nokkrum sinnum fengið svoleiðis diska í hendurnar og hafa þeir flestir en ekki allir, átt það sammerkt að troða fremur varlegar og venju- bundnar slóðir tónlistarlega séð. Væri ekki meira við hæfi að þessi samtök beittu sér fyrir stuðningi við unga og upprennandi listamenn sem væru að reyna sig við nýjar leiðir í sköjsun og túlkun? A MM lætur Eyjólfur það vera að taka mið af hinum síbreytilega popp- heimi og það er í sjálfu sér virðingar- vert. Platan er vafalaust hvalreki á fjörur settlegs fólks á óræðum aldri sem þolir ekki „þennan bölvaða háv- aða“ en ég þori ekki að spá um aðra neytendur. Eyjólfur kann vel að semja lög, hefur nokkuð góða tilfinn- ingu fyrir því hvernig uppbygging dægurlaga á að vera þótt hann verði á tíðum of hástemmdur og missi sig stundum út í hreina og klára meðal- mennsku. Megingallinn við þessa plötu er búningurinn sem lagasmíð- amar eru settar í sem er meira og minna mölétinn. Hljómur plötunnar er harla gamaldags og á stundum hallærislegur, útsetningar kristal- tærar en um leið dauðhreinsaðar og alveg yfirmáta íhaldssamar. Eyjólfi er því lítið að vanbúnaði að fara að kanna ný mið í þessum málum. Væri það ekki vel við hæfi á nýju árþús- undi? Arnar Eggert Thoroddsen Valgerður Sverrisdóttir, fimmtug Fjölmenni fagnaði með afmælisbarninu Grýtubakki. Morgunblaðið. VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, fagnaði 50 ára afmæli sínu nýlega og buðu hún, eiginmaður hennar, Arvid Kro og þrjár dætur þeirra, Anna Valdís, Ingunn Agnes og Sólveig Lilja, til afmælisfagnaðar í íþróttahúsi Grenivíkurskóla síðastliðinn laugar- dag. Fjölmenni var þar saman kom- ið. Valgerði voru við þessi tímamót færðar ýmsar gjafir. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra fluttu ávörp og forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, heiðraði afmælis- barnið með nærveru sinni. Karlakór- inn Hreimur úr Þingeyjarsýslu söng nokkur lög og þá voru flutt ávörp og boðið upp á söngatriði, m.a. sungu tvær dætra Valgerðar nokkur lög sem og Kirkjukór Grenivíkur. Er líða tók á kvöldið var stiginn dans við undirleik Krossfield-drengjakórsins en samkomunni lauk með flugelda- sýningu um miðnætti. Veislustjóri var sr. Pétur Þórarinsson, sóknar- prestur í Laufási. Skólavörðuatlg, Kringlunni i Smáratorgl Morgunblaðið/Jónas Baldursson Valgeröur sverrisdóttir ráðherra ásamt eiginmanni sínum Arvid Kro.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.