Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VTKAN 26/3 -1/4 Dómur Hæstaréttar ► Kvóti íslenskra skipa á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg er 45.000 tonn eins og í fyrra, en nú er hann tvískiptur í fyrsta sinn og miðast við að veitt sé úr tveimur stofnum. ► Bókaútgáfurnar Mál og menning og Vaka-Helga- fell hafa gert með sér sam- komulag um að sameinast í vor og stofna félag sem yf- irtæki rekstur beggja fyr- irtækjanna. Stefnt er að því að undirrita endanleg- an samning í maí. ► Ingþór Bjarnason, annar norðurpólsfaranna, kom til landsins tæpri viku eftir að hann var sóttur út á ísinn norðan Kanada. Haraldi Erni Olafssyni, félaga hans, sækist ferðin vel og hefur lagt 226 kílómetra að baki á 29 dögum. Hann er nú kominn inn á var- hugavert vakasvæði. ► Flugvirkjar hjá Flug- leiðum hafa boðað til ótfmabundins verkfalls frá 13. apríl, semjist ekki fyrir þann tíma. Komi til verk- falls stöðvast allt flug til og frá landinu samdægurs. ► Breytingar á vörugjaldi bifreiða voru samþykktar á Alþingi og eru áhrif þeirra farin að koma í ljós í lækkandi bflaverði. ► Davíð Oddsson forsæt- isráðherra er nú staddur í opinberri heimsókn til Kanada. Hann tilkynnti við upphaf hátíðarhalda í til- efni afmælis landafund- anna í Ameríku að stjórn- völd hefðu ákveðið að opna sendiráð í Ottawa í mars. í Vatneyrarmálinu MEIRIHLUTI Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu í Vatneyrarmálinu svonefnda, að 7. gr. laga um stjórn fiskveiða, um úthlutun aflaheimilda, stæðist ákvæði stjómarskrárinnar um jafnræði og atvinnufrelsi. Útgerð, út- gerðarmaður og skipstjóri Vatneyrar- innar BA voru sakfelld fyrir að hafa gert út til veiða á síðasta ári án afla- heimilda og dæmd til greiðslu sektar. FBA og Islandsbanki sameinast BANKARÁÐ íslandsbanka og Fjár- festingarbanka atvinnulífsins sam- þykktu samning um að leggja til við hluthafafundi félaganna að þau yrðu sameinuð með skiptahlutfallinu Is- landsbanki 51% og FBA 49%. Sam- runinn verður með þeim hætti að stofnað verður nýtt félag undir nafninu Íslandsbanki-FBA hf. með tvær meg- instarfseiningar, fj árfestingarbanka- starfsemi og viðskiptabankastarfsemi. Flóabandalagið sam- þykkir samninga KJARASAMNINGUR Flóabanda- lagsins og Samtaka atvinnulífsins var samþykktur naumlega í atkvæða- greiðslu. 1.348 greiddu atkvæði með samningnum, en 1.322 á móti. Á kjör- skrá voru 11.370, en einungis 2.735 at- kvæðisbærir menn tóku þátt í at- kvæðagreiðslunni, eða 24%. Halldór Björnsson, formaður Eflingar - stétt- arfélags, sagðist vera óánægður með niðurstöður atkvæðagreiðslunnar, tæpara hefði það ekki getað orðið. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagðist hins vegar vera ánægður með úrslitin; samþykkið hefði verið aðalatriði. Umfangsmikil kynning á ís- lenskum mat í N-Ameríku I Hihnar B. Jónsson svarar spurningum gesta á kynningunni. Ottawa. Morgunblaðiö. FARIÐ verður út í umfangsmikla kynningu á íslenskum mat í tengsl- um við þúsund ára afmæli í landa- fundanna í N-Ameríku. Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari stóð fyrir slíkri kynningu á Chateau Laurier hótelinu í miðborg Ottawa í Kanada í vikunni, en hátíðahöld vegna afmælisins hófust formlega þar að viðstöddum Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Yfir eitt hundrað viðburðir verða í Kanada og Bandaríkjunum í ár sem tengjast landafundaafmælinu með einum eða öðrum hætti. Efnt verður til matvælakynningar í tengslum við mjög marga af þessum viðburðum. Islenskur fiskur og íslenskt lamba- kjöt verða kynnt undir yfirskriftinni Iceland naturally. Auk Hilmars mun Siggi Hall matreiðslumeistari sjá um matreiðslukynninguna. Hilmar var matreiðslumeistari á Chateau Laurier í eina viku. Á þeim tíma var boðið upp á íslenskan mat- seðil, sem Hilmar útbjó, þar sem lögð var sérstök áhersla á íslenskan fisk. Hilmar sagði að kynningin hefði tekist afar vel og matseðillinn hefði fengið mjög góðar viðtökur. Hann sagðist sannfærður um að kynning eins og þessi skilaði um- talsverðum árangri. Bæði lærðu kokkarnir á hótelinu að nýta sér kosti íslenska fisksins við matargerð og eins vænti hann þess að við- skiptavinir hótelsins færu ánægðir frá borðum og pöntuðu sér aftur ís- lenskan fisk þegar tækifæri gæfist. Þekkingu á fiski ábótavant Hilmar hefur í mörg ár unnið að kynningu á íslenskum matvælum erlendis. Undanfarin 10 ár hefur hann ferðast um Bandaríkin í 26 vikur á ári við kennslu og kynningu á íslenskum fiski á vegum Icelandic Seafood. Hann sagði að þessi vinna væri í meginatriðum tvíþætt. í fyrsta lagi héldi hann námskeið fyr- ir kokka þar sem hann kenndi þeim að að matreiða fisk. Hann sagðist hafa lagt talsverða áherslu á að heimsækja kokkaskóla og fræða kokkanema um kosti íslenska fisks- ins. Kokkanámið væri mjög dýrt og flestir sem útskrifuðust yrðu fljót- lega yfirmatreiðslumenn á hótelum og veitingahúsum. Þeir útbyggju því matseðla og réðu innkaupum. I öðru lagi sagðist Hilmar hafa verið að ferðast um til að fræða sölumenn um íslenska fiskinn. í Bandaríkjun- um væru nokkur þúsund fisksölu- menn og þeir réðu eðlilega miklu um hvert þeir beindu viðskiptum sínum. Hilmar sagði að þekkingu mat- reiðslumanna í Bandaríkjunum á fiski væri mjög ábótavant. Þeir kynnu ekki að meðhöndla hann og þekktu í mörgum tilvikum ekki hvernig best væri að matreiða hann. Meðal annars vegna þessarar van- þekkingar væri mikið af slæmum fiski á boðstólum á veitingahúsum og þetta hefði að sjálfsögðu neikvæð áhrif á fiskneyslu. Fiskur væri þar að auki nokkuð dýr matur og raunar sagðist hann vita þess dæmi að veit- ingahús hefðu tekið hann út af mat- seðlum sínum af þeim sökum. Fisk- neysla hefði samt sem áður örlítið aukist í Bandaríkjunum á seinni ár- um. Markaðurinn í Bandaríkjunum væri hins vegar gríð arlega stór og tækifærin til að ná betri árangri mjög mikil. Hann sagðist því telja fulla ástæðu til að auka kynningar- starf af þeim toga sem hann hefði sinnt. „Ég held að ég geti fullyrt að ég sé eini maðurinn í Bandaríkjun- um, og þá tel ég kokkaskólana ekki með, sem hef það að atvinnu að kenna fólki að elda fisk. Það er full þörf á því að 50 slíkir séu að störf- um,“ sagði Hilmar. Rússar sviptir atkvæðisrétti ÞING Evrópuráðsins í Strassborg samþykkti á fimmtudag að svipta sendinefnd Rússa atkvæðisrétti vegna mannréttindabrota herliðs Moskvu- stjórnarinnar í Tsjetsjníu. Einnig var samþykkt að semdu Rússar ekki um vopnahlé við skæruliða myndu þeir verða reknir úr ráðinu. Sendinefnd Rússa mótmælti niðurstöðunni með því að ganga úr þingsalnum. Stjórn Vladímírs Pútíns Rússlands- forseta harmaði ákvörðun þingsins en sagðist áfram myndu reyna að treysta samskiptin við V-Evrópu. Forseti dúmunnar í Moskvu, Gennadí Seleznjov, sakaði Vestur- Evrópuþjóðir um drottnunarhneigð. Rússar hefðu haft rétt fyrir sér er þeir mótmæltu loftárásunum á Júgóslavíu. Nú væru Vestur-Evrópumenn að hefna sín á þeim og neyttu færis vegna þess að Rússar stæðu nú höllum fæti. Microsoft braut lög gegn hringamyndun Bandarískur alríkisdómari úrskurðaði á mánudag að hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft hefði brotið lög gegn hringamyndun. Fyrirtækið hafi reynt að ná einokunaraðstöðu á markaði með því að tengja Explorer-vafrann við Windows-stýrikerfi sitt og bola þannig út keppinautum. Úrskurðurinn var liður í málaferl- um sem dómsmálaráðuneytið í Wash- ington og 19 sambandsríki höfðuðu gegn Microsoft og fagnaði talsmaður ráðuneytisins niðurstöðu dómarans. Talið er hugsanlegt að Microsoft verði skipt upp í smærrí einingar en aðaleigandi þess, Bill Gates, sagðist ætla að áfrýja úrskurðinum. Verð á hlutabréfum í Microsoft féll um tæp 15% og mikið verðfall varð á Nasdaq- hlutabréfamarkaðnum er fregnir bár- ust af úrskurðinum en á Nasdaq eru skráð bréf hátæknifyrirtækja. ► Nýr forsætisráðherra, Yoshira Mori, tók við í Jap- an á miðvikudag eftir að Keizo Obuchi fékk heiia- blóðafall. Hann liggur milli heims og helju á sjúkra- húsi. Mori er 62 ára og hef- ur þrisvar gegnt ráðherra- embætti en er sagður reynslulaus í utanríkismál- um. Hann er úr íhaldssöm- um armi stjórnarflokks frjálslyndra demókrata. ► Nawas Sharif, fyrrver- andi forsætisráðherra Pakistans, var á föstudag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðtilraun og fleiri sakir. Herforingjastjórn landsins undir forystu Pervez Musharrafs hafði áður gefið í skyn að hann yrði ef til vill líflátinn. ► Miðbær Lilleström í Noregi var rýmdur á mið- vikudagsmorgun af ótta við að sprenging yrði í log- andi járnbrautarvagni sem hlaðinn var própangasi. Eldur varð Iaus er lestin rakst á kyrrstæða lest á járnbrautarstöðinni í bæn- um, líklega vegna hemla- bilunar. ► Niðurstöður rannsóknar á vegum bresku neytenda- samtakanna benda til þess að handfrjáls búnaður á farsíma dragi ekki úr ör- bylgjugeislun við höfuð notenda. Þvert á móti þre- faldi hann geislunina, hann virki eins og eins konar loftnet og auki þannig geislunina. Framleiðendur farsíma draga niðurstöð- urnar í efa. Umdeilt er hvort örbylgjugeislun frá farsímum geti aukið hætt- una á krabbameini og fleiri sjúkdómum. Feðgarnir Jón Kristinn Marteinsson og Jón Kristinn Jónsson með fjóra sjóbirtinga úr Hörgsá. Á <11111(1(1 (msund lilvil n<mir i verk I killdórs l <ixncss scin <1II<11IHT<1 snilld h<ins VAKA- HELGAFELL Siótuiiuln (1 ■ Simi SS() 5000 Risabirt- ingar úr Hörgsá SJÓBIRTINGUR gaf sig heldur betur í Hörgsá á Síðu á föstudag- inn. Veiðimenn sem þá reyndu fyr- ir sér fengu þrettán fiska á skömm- um tíma í tveimur neðstu hyljunum og voru þeir stærstu sannkallaðir risabirtingar, eða 17 og 15 punda. „Þetta er með því besta sem við höfum lent í og alltaf gaman að fá svona stóra fiska. Við slepptum öll- um fiskunum nema fjórum og einn þeirra sem við slepptum var lengri heldur en sá 17 punda. Hann var hins vegar mjög horaður eftir vet- urinn,“ sagði Jón Kristinn Mar- teinsson, leigutaki árinnar, í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagði talsverðan ís enn á ánni og viður- eignirnar við þá stóru hefðu verið mjög tvísýnar þar eð þeir leituðu stöðugt undir skarir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.