Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 tí MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Islenskur hönnuður ' hlaut ítölsk hönnunar- verðlaun Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÚTVARPSTÆKI, hannað af Sess- elju Hrönn Guðmundsdóttur, hlaut fyrstu verðlaun í hönnunarkeppni á Ítalíu nýlega. Keppnin kallast Ital- ian Moulding Design Contest 2000, v haldin af félagi ítalskra hönnuða, Scuola Italiana Design og ráðstefnu um hönnun, Eurostampi í Mflanó. Sesselja hafði sent inn útvarpstæki og fékk síðan bréf um að tækið hefði hlotið fyrstu verðlaun. Hún tók síðan á móti verðlaunum í Mfl- anó á fimmtudaginn í síðustu viku. títvarpið kallar Sesselja „Stjörnuútvarp“.Hugmyndina seg- ist hún hafa dregið úr myndlíkingu: „Eins og sérhver vatnsdropi er hluti af hafinu og sérhver stjama hluti af alhciminum er sérhver maður hluti af heild.“ Með þetta í huga hannaði hún útvarp, þar sem hlustandinn verður hluti af heild, tengist heim- inum, þegar hlustað er á útvarp. , títvarpið er ekki hefðbundin stjarna, eins og sést á forminu. Efn- ið, sem hanna átti úr er plast og út- varpið er því hugsað fyrir plast. Hljóðið kemur úr því miðju og það gctur annaðhvort staðið á borði eða hangið uppi á vegg. í forsendum dómnefndar segir að verðlaunahluturinn feli í sér minn- ingu um hlut, sem hafi náð samtíð- inni og sé hér settur fram í hrífandi, táknrænni og skáldlegri vídd. Sá sem skrifaði þessi orð var formaður Sesselja Hrönn Guðmundsdóttir er hér við hliðina á Carlo Bartoli arki- tekt (t.v.) er hún tók á móti verðlaununum fyrir útvarpstæki sitt. Til hægri er formaður sýningarinnar. Sesselja Hrönn Guðmundsdóttir hlaut nýlega fyrstu verðlaun í hönnunarkeppni á Italíu fyrir útvarpstæki sitt. dómnefndarinnar, Carlo Bartoli, þekktur ítalskur arkitekt, sem hef- ur kennt um árabil og því ungað út heilli kynslóð ítalskra og erlendra arkitekta. Sesselja stundar nám í iðnhönnun í Danmarks Design Skole á Austur- brú í Kaupmannahöfn. Hún er þar á þriðja ári, tekur BA-próf í vor, en hyggst siðan halda áfram í mast- ersnámi þar, sem eru tvö ár. Hún segir iðnhönnun hafa orðið fyrir valinu, því hún sé svo fjölbreytileg, hún taki til hönnunar skartgripa, húsgagna, lampa og annarra hluta og eigi sér lítil eða engin takmörk. Fjölbreytileikinn hafi höfðað til sín og því eigi hún sér heldur ekki nein sérstök uppáhaldssvið, heldur hafi gaman af að takast á við sem fjöl- breyttust verkefni. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur telur að orkuverð muni hækka Byggðaj öfnunin óhagstæð höfuð- borgarsvæðinu GUÐMUNDUR Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, telur að óbreyttar tillögur nefndar um nýskipan í orkumálum muni leiða til þess að orkuverð muni hækka á höf- uðborgarsvæðinu, vegna þess að byggðajöfnunarsjónarmið séu inn- byggð í kerfið. Þetta komi því harð- ast niður á þeim orkunotendum sem kaupa mest af raforku og telur Guð- mundur óeðlilegt að þeir notendur haldi uppi álögum vegna byggða- jöfnunar. í gildi er ákveðin byggðajöfnun í verði Landsvirkjunar. Sama verð er á öllum úttaksstöðum, en á höfuð- borgarsvæðinu er nýtingin á flutn- ingsmannvirkjunum talsvert meiri. Orkuveita Reykjavíkur er t.d. mjög stór viðskiptavinur auk þeirra stór- iðjufyrirtækja sem eru á svæðinu. „Þannig að flutningskerfið hér er svona nokkurn veginn fullnýtt. Uti á landi er hins vegar álíka stór fjár- festing sem er að flytja einn fjórða af þeirri orku sem er flutt er yfir okkar kerfi. Og hún er auðvitað dýrari. Bæði er fjárfestingin dýrari og síðan er auðvitað viðhaldskostn- aðurinn meiri á hverja kílówatt- stund, af því að þetta er lengra kerfi og færri kílówattstundir. Þetta er sem sagt jafnt í dag, það er alls Halldór Ásgrímsson mælir fyrir þingsályktunartillögum um utanríkismál Samningur um bann við tilraunum með kjarnavopn verði fullgiltur HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra hefur mælt fyrir þings- ályktunartillögu á Alþingi sem fel- ur í sér heimild til handa ríkis- stjórninni að fullgilda samninginn um allsherjarbann við tilraunum ^ með kjarnavopn sem samþykktur ’var í New York árið 1996. I ann- arri þingsályktunartillögu, sem Halldór mælti einnig fyrir í gær, er síðan lagt til að ríkisstjórninni verði heimilað að fullgilda fyrir ís- lands hönd Rómarsamþykkt um Alþjóðlega sakamáladómstólinn, sem gerð var í Róm í júlí 1998. Halldór sagði í framsöguræðu sinni um fyrri tillöguna að samn- ingurinn um allsherjarbann við til- raunum með kjarnavopn væri tví- mælalaust mikilvægasti alþjóða- samningur undanfarinna ára er sneri að kjarnavopnum. Gerir samningurinn ráð fyrir alþjóðlegu eftirlitskerfi sem samanstendur af 321 stöð víðs vegar um heim í 89 löndum. Kom fram í máli Halldórs að tvær þeirra verða á íslandi til mælinga á geislavirkni og jarð- hræringum. Sú fyrri mun tilheyra aðalkerfi eftirlitskerfisins og verð- ur á Rjúpnahæð. Er uppsetning hennar áætluð síðar á þessu ári og verður hún í umsjón Geislavarna ríkisins. I framsöguræðu sinni um full- gildingu Rómarsamþykktar um Al- þjóðlega sakamáladómstólinn sagði utanríkisráðherra að stofnun dóm- stólsins væri tvímælalaust eitt mikilvægasta framlag til mannrétt- indaverndar og friðar í heiminum frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Benti hann á að unnið hefði verið að stofnun slíks dómstóls allt frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Halldór rifjaði upp að ísland hefði verið í hópi þeirra ríkja sem áherslu hefðu lagt á málið á al- þjóðavettvangi og því væri afar mikilvægt að íslendingar væru meðal þeirra fyrstu til að fullgilda Rómarsamþykktina. Ríkisstjórn verði heimilað að staðfesta samninga um fiskveiðar Hafa einungis sjö ríki fullgild Rómarsamþykktina enn sem kom- ið er en hún mun öðlast gildi tveimur mánuðum eftir að 60 ríki hafa fullgilt hana. Tóku þær Rann- veig Guðmundsdóttir, Samfylk- ingu, og Ásta Möller, Sjálfstæðis- flokki, undir þetta með ráðherranum. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra mælti einnig fyrir tveim- ur þingsályktunartillögum sem lúta annars vegar að staðfestingu samnings milli Islands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2000 og staðfestingu samninga um veið- ar úr norsk-íslenska síldarstofnin- um á árinu 2000 hins vegar. Gerði Halldór grein fyrir því að gengið hefði verið frá fyrrnefnda samn- ingnum með orðsendingaskiptum í Reykjavík og Þórshöfn 2. og 22. febrúar á þessu ári. Með seinni þingsályktunartillögunni er hins vegar lagt til að ríkisstjórninni verði heimilað að staðfesta fyrir íslands hönd samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2000 sem gerðir voru í Þórshöfn í Færeyjum 20. október 1999 síðastliðinn. staðar sama verðið," segir Guð- mundur. Hann segir tillögur nefndarinnar ganga út á það að halda áfram jöfn- um kostnaði á hverja kílówattstund í fjárfestingu og í rekstrarkostnaði. Hins vegar að tapkostnaðinum, en það eru ákveðin töp á þessum línum í hlutfalli af lengd, verði dreift út eftir svonefndum jaðarkostnaði. Jaðarkostnaður er fólginn í því hversu mikið myndi tapast ef ein eining bættist við í flutningi, en ekki hversu mikið tapast í raun og veru. „Jaðarkostnaðarhugtakið er óhagstæðast fyrir höfuðborgar- svæðið, því hér eru línurnar best nýttar og töpin verða mest þegar bætt er við hverri einingu. Þetta leiðir til þess að höfuðborgarsvæðið borgar eftir breytingu hærra verð fyrir flutning heldur en landsbyggð- in. Þar af leiðandi hækkar verðið í Reykjavík, vegna þess að í dag borgum við jafnt.“ Smáiðnaður og barna- fjölskyldur borga meira Guðmundur segir að menn hafi hins vegar vonast til að þessi kostn- aður við byggðajöfnunina yrði tek- inn út úr rafmagnsverðinu, þannig að einingaverðið myndi lækka á alla og að byggðajöfnunarkostnaðurinn færi inn í skattheimtu, sem fast gjald á almenna notendur eða eitt- hvað sem ekki væri bundið við kfló- vattstundirnar. „Það sem við erum fyrst og fremst að segja, er að flutnings- kostnaðurinn er of hár og það er vegna þess að byggðasjónarmið eru innbyggð í kerfið eins og það er í dag. Byggðalínan er dýr fjárfesting sem er að flytja mjög lítið af raf- magni. Það á ekki að setja byggða- jöfnun ofan á verðið á hverja kíló- vattstund, vegna þess að þá borga þeir sem nota margar kílóvatt- stundir, t.d. eins og lítill iðnaður eða barnafjölskyldur, stærri hluta af byggðajöfnuninni heldur en þeir sem nota lítið rafmagn, en kostnað- urinn er sá sami. Það hefur ekkert með kostnað við byggðajöfnun að gera hvort menn nota mikið eða lítið rafmagn, því það er fjárfestingin og reksturinn á línunni sem gera það. Þannig að það er óeðlilegt að beina spjótum að þeim sem nota mikið rafmagn, því þetta er í raun skattheimta og það er ekki eðlileg útdeiling í skatt- heimtu að fara eftir því hversu mik- ið rafmagn þú notar, heldur er eðli- legra að það miðist við einhverjar aðrar viðurkenndar aðferðir í skatt- heimtu." Umhverfísstefna Samtaka ferðaþjónustunnar kynnt Árleg skýrsla um aðgerðir Risaskjár settur upp við Kringluna SAMTÖK ferðaþjónustunnar, SAF, munu af fremsta megni leit- ast við að nota endurnýjanlegar auðlindir í starfsemi sinni og hvetja aðildarfyrirtæki til hins sama. Lögð verður áhersla á verndun lífríkisins í öllum athöfn- um ferðaþjónustunnar. Kemur •ýþetta fram í umhverfisstefnu sem SAF hefur sett sér og kynnt var á aðalfundi samtakanna. Umhverfisstefna SAF er undir- búin af umhverfisnefnd samtak- anna og hefur nú verið samþykkt í stjórn þeirra. Yfirskrift hennar er: Ábyrg nýting auðlinda, verndun lands og menningar. Meðal þess sem fram kemur er að SAF vill tryggja að öll starfsemi samtakanna sé í samræmi við lög og reglur um verndun umhverfis- ins. Stuðlað verður að því að aðild- arfyrirtæki hafi greiðan aðgang að þjálfun og fræðslu um umhverfis- mál fyrir starfsmenn sína. Lögð er áhersla á greiða miðlun upplýsinga um umhverfisstarf ferðaþjónust- unnar. í þeim tilgangi verður birt árleg skýrsla um aðgerðir í um- hverfismálum og mat á árangri við að framfylgja stefnunni. Samtökin munu af fremsta megni leitast við að nota endur- nýjanlegar auðlindir í starfsemi sinni og hvetja aðildarfyrirtæki til hins sama, segir í umhverfisstefn- unni. Lögð er áhersla á að nýta auðlindir með sjálfbærum og ábyrgum hætti. Þá er lögð áhersla á verndun lífríkisins í öllum at- höfnum ferðaþjónustunnar. Liður í því er að draga úr eyðslu efna og orku og halda í lágmarki þeim úr- gangi sem losaður er út í and- rúmsloftið, vatn eða jarðveg. Fram kom í máli Einars Bolla- sonar, formanns umhverfisnefndar SAF, á aðalfundinum að markmið- ið sé að sem flest fyrirtæki setji sér sína eigin umhverfisstefnu og að samtökin vilji aðstoða við það. Þegar hafa ýmis ferðaþjónustufyr- irtæki sett sér slíka stefnu og voru nefnd dæmi um það á fundinum. ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið, sem rekur sjónvarpsstöðina Skjá einn, stendur nú í samningaviðræðum um kaup á risastórum sjónvarpsskjá, sem það hyggst koma fyrir á horni Kringlunnar, þar sem hingað til hef- ur verið peru-auglýsingaskjár. Ef af verður er um fjárfestingu fyrir á annað hundrað milljónir króna að ræða. Árni Þór Vigfússon, fram- kvæmdastjóri íslenska sjónvarpsfé- lagsins, segir að viðræðurnar séu komnar mjög langt, þótt ekki sé búið að ganga frá samningum. Viðræðum ljúki á næstu dögum og þá komi í ljós hvort af samningum verður. Umræddur skjár er risastór; 40 fermetrar að stærð. Hann er af Sony-gerð, með hágæðaupplausn. Árni Þór segir að ekki hafi verið sett- ur upp skjár sömu tegundar í heim- inum. Aco hf. er með umboð fyrir Sony og fara samningaviðræður fram í gegnum fyrirtækið. „Ef af þessu verður ætlum við að reka skjáinn sem auglýsingamiðil. Hann er líka þannig gerður að það er hægt að snúa honum, þá inn á Kringlubflastæðaplanið. Þar væri þá hægt að halda ýmiskonar samkom- ur, eins og kynningarfundi og fleira,“ segir Árni Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.