Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Þorgerður Ingólfsdóttir og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð búa sig
undir vortónleikana í góða veðrinu.
Hamrahlíðarkór-
arnir kalla á vorið
KÓRARNIR í Hamrahlíð, Hamra-
hlíðarkórinn og Kór Menntaskólans
við Hamrahlíð, koma saman til að
kalla á vorið, undir stjórn Þorgerð-
ar Ingólfsdóttur, í hátíðarsal
Menntaskólans við Hamrahlíð, í
dag, sunnudag. Þeir halda tvenna
sameiginlega tónleika með ólíkum
efnisskrám kl. 14 og kl. 16. A fyrri
tónleikunum verður eingöngu flutt
íslensk tónlist og í nokkrum lag-
anna verða gestir hvattir til að taka
undir sönginn. Á síðari tónleikun-
um verða flutt verk frá ýmsum
löndum auk íslenskrar tónlistar.
Einnig verða ýmsar uppákomur,
s.s. hljóðfæraleikur, einsöngsatriði,
skylmingasýning.
Það munar
ekki um það
LEIKLIST
II ugl e i ku r sjn i r f
Mögnlcikliúsinu
ÉGSÉEKKIMUNIN
Tíu leikþættir eftir Sævar Sigur-
geirsson, Þorgeir Tryggvason,
Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu
Óskarsdóttur, Unni Guttormsdótt-
ur, Fríðu B. Andersen, Árna Hjart-
arson, Hildi Þórðardóttur, Þórunni
Guðmundsdóttur, Ármann Guð-
mundsson, Hjördísi Hjartardóttur,
Sigríöi Láru Siguijónsdóttur og
Öddu Steinu Björnsdóttur.
Tónlist: Þorgeir Tryggvason.
Leikstjóri: Þór Tulinius.
HUGLEIKUR er áhugaleikfélag
með hugsjón. Þar er ekki einasta unn-
ið útfrá þeirri hugsun að allir sem
vilja geti leikið. Þar er einnig unnið
útfrá þeirri hugsun að allir sem vilja
og áhuga hafa geti' skrifað. Trúir
þessari hugsun hafa hugleikarar sett
saman leiksýningu byggða á Háva-
málum þai- sem á annan tug höfunda
leikfélagins hafa sest við skriftir og
skrifað eina tíu leikþætti hvem með
sínu sniði og era þeir ekki tengdir
saman að öðru leyti en því að Háva-
mál eru innblásturinn og Hugleikur
hvatningin. Utkoman er býsna
skrautleg, oftast fyndin, stundum vel
skrifuð, oftast vel leikin, stundum vel
sungin og ágætlega leikstýrt. Allt er
þetta eins og við er að búast og gæði
leikþátta eðlilega misjöfn en þó minna
misjöfn en fyrirfram hefði mátt ætla.
Það er fjöður I hatt Hugleiks og til
marks um hversu góðum árangri höf-
undasmiðja leikfélagins hefur skilað.
Reynsla höfundanna sem semja
leikþættina er mjög misjöfn. í hópn-
um era bæði byrjendur, sem aldrei
hafa samið áður og einnig höfundar
sem hófu ritferilinn með Hugleik fyiir
vel meira en áratug og hafa gert garð-
inn frægan víðar síðan, sumir skrifað
fyrir atvinnuleikhúsin með góðum
árangri. Þeir félagar Sævar Sigur-
geirsson og Þorgeir Tryggvason era
höfundar íyrsta þáttarins þar sem
birtast hrafnarnir Huginn og Mun-
inn. Gervi þeirra minnir á trúða frem-
ur en hrafna en hrafnslegt eðli þeirra
fer ekki á milli mála og síðar kemur á
daginn að gamlh- hrafnar eru enn em-
ir. Þeir gegna síðan því hlutverki að
tengja saman öll atriðin, era sviðs-
menn og skemmtikraftar í senn og ljá
þessari annars sundurleitu sýningu
þann sameiningarblæ sem nauðsyn-
legur er til að allt losni ekki úr reipun-
um. Þetta tekst vel og er jafnframt
leikræn lausn sem gerir sýninguna í
heild að skemmtilegri leikhúsupplif-
un. Jóhann Davíð Snorrason og Unn-
m- Guttormsdótth' fara á kostum í
þessum sérkennilegu hlutverkum.
Ekki verður innihald allra þáttanna
rakið enda sumt með þeim ólíkinda-
blæ sem einkennir Hugleikshöfunda
að ósanngjamt er gagnvart væntan-
legum áhorfendum að ræna þá þeirri
upplifun. Hulda B. Hákonardóttir og
Sævar Sigurgeirsson áttu frábæran
leik í þættinum „Gáttir allar“. Hulda
gerði hinni heimsku ljósku endanleg
skil og leikstjórinn nýtti möguleikana
út í æsar þar sem Sævar bögglaðist
með fót í fötu meðan Ijóskan sinnti
viðskiptavinum.
Jógúrtþátturinn vai' skemmtileg
útlegging á þeirri speki Hávamála að
ekki skuli eta á sig gat. Þá kom
skemmtilegt innlegg Arna Hjartar-
sonar til nýsköpunar í ferðamálum.
Ylfa Mist Helgadóttir og Þórann
Guðmundsdóttir voru bráðfyndnar
þýskai- ferðakonur í ævintýraleit.
Adda Steina Björnsdóttir rak smiðs-
höggið á sýninguna með ágætum
þætti sem gerðist væntanlega árið
1000. Kennslustund í heiðnum sið
leystist skyndilega upp vegna
trúarskipta, en ótvíræður kostur að
áfram mátti blóta á laun og eta
hrossaket.
Leikstjórinn hefur í upphafi ekld
verið öfundsverður af því hlutskipti
að gera úr þessum sundurleita efni-
viði heildstæða sýningu. Það hefur þó
tekist, að því leytinu til að yfír öllu er
heildarsamræmi, en þó fær stíll hvers
þáttar og höfundar að njóta sín, þann-
ig að ljóst er að höfundar Hugleiks
eru giska ólíkir þótt sprottnir séu úr
sama jarðvegi. Verður að vona að sú
ræktun sem hér er sýnd í blóma fái
áfram nauðsynlega vökvun. Það mun-
ar um minna.
Hávar Sigurjónsson
-------------------
Garðar Jök-
ulsson með
tvær sýningar
GARÐAR Jökulsson hefur opnað
tvær málverkasýningar: I Áningu
við Reykjanesbraut í Kópavogi og í
Eden í Hveragerði. í Áningu sýnh'
Garðar 20 málverk, sem öll eru til
sölu. Sýningin stendur fram í maí.
I Eden er vorsýning Garðars.
Þetta er í fyrsta sinn sem hann sýn-
ir fyrir austan fjall og er fyrsta
sýningin í Eden á þessu ári. Garðar
ætlar að vera í Eden í dag og næstu
tvær helgar. Sýningunni, sem einn-
ig er sölusýning, lýkur 17. apríl.
SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 21
HÁTÍÐLEGUR
í BRAGÐI
TPegar íslenski osturinn er kominn á ostabakkann,
þegar kann kórónar matargerðina — brceddur eða djúpsteiktur
— eða er einfaldlega settur beint í munninn — Ipá er kátíð!
Vlú er eisluþjónustan komin á vefinn.
hfeimsœktu okkm á www.ostur.is og skoðaðu krœsingarnar.
www.ostur.
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA