Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Mikilvæg við-
horf í íslenskri
myndlist
Úr slippnum eftir Snorra Arinbjarnar, málverk frá 1936.
MYNDLIST
Listasafn íslands
SNORRI ARINBJARNAR,
JÓN ENGILBERTS OG
JÓHANN BRIEM
MÁLVERK
Sýningin er opin frá 11 til 17 alla
daga ncma mánudaga og stendur
til 14. maí.
Á F JÓRÐA áratug tuttugustu ald-
ar kom fram ný kynslóð myndlistar-
manna á Islandi sem boðaði önnur
viðhorf en ríkt höfðu í list frumkvöðl-
anna svokölluðu - þeirra Þórarins B.
Þorlákssonar, Ásmundar Jónssonar,
Jóns Sveinssonar og Jóhannesar
Kjarval. List þeirra fjögurra átti sér
rætur í nítjándu öldinni þótt allir
færu þeir síðan sínar eigin leiðir, en
nýja kynslóðin sótti sér innblástur í
stefnur sem komu upp á umbrota-
tímunum um aldamótin. Þegar þeir
Snorri Arinbjamar, Jón Engilberts
og Jóhann Briem koma að þessum
listrænu hugleiðingum seint á þriðja
áratugnum eru þær reyndar ekki
lengur nein nýlunda á meginlandinu
en hafa samt haft yfir sér ferskan
blæ bomar saman við þá akademísku
list sem kennd hafði verið í listaskól-
um Norðurlandaum árabil. Þetta var
expressjónisminn sem fyrst hafði
ratt sér tii rúms undir lok nítjándu
aldarinnar og náð mestum áhrifum á
fyrsta áratug þeirrar tuttugustu
þegar hann varð kveikjan að gagn-
gerri endurnýjun í málaralist, til
dæmis þegar Kandinskí fór fyrstur
manna að mála óhlutbundin málverk.
I Frakklandi vora Gauguin og
Matisse helstu forvígismenn þessar-
ar stefnu en þó hafði hún meiri áhrif í
Þýskalandi þar sem Kirchner,
Pechstein, Kokoschka og fleiri urðu
til að taka hana upp. En einn fyrsti
listamaðurinn til að kanna möguleika
hins nýja stíls var þó Norðmaðurinn
Edvard Munch sem strax um miðjan
níunda áratug nítjándu aldar var far-
inn að búa til myndir í expressjónísk-
um stíl. íslendingamir kynntust
ýmsum hliðum stefnunnar. Þeir
Snorri og Jón drakku af sama branni
og lærðu báðir hjá norska málaran-
um Axel Revold sem sjálfur hafði
verið við nám hjá Matisse á árunum
1908 til 1910.
Þannig kynntust þeir í náminu
bæði frönsku stefnunni og norskri
hefð. Jóhann fór hins vegar til
Dresden til náms, en þar átti þýski
expressjónisminn upphaf sitt í starfi
hópsins „Die Bracke“ sem Kirchner,
Schmidt-Rottluf og Nolde störfuðu í
ásamt öðram. Sér þess stað í verkum
Jóhanns að hann hefur tileinkað sér
notkun sterkra framlita og ögrandi
andstæðna að hætti þessa skóla.
Þessir þrír ungu málarar mótuðu
þó allir sinn sérstæða stíl þrátt fyrir
erlend áhrif á námsárunum og tókust
af krafti á við íslensk viðfangsefni,
ekki síst fátæktina og doðann sem
einkenndi íslenskt samfélag á fjórða
áratugnum og var fylgifískur kreppu
og atvinnuleysis. Bæði Jón og Snorri
mála drangalegar götumyndir þar
sem umkomulaust fólk ráfar um í
verk- og vonleysi. Þessa viðfangsefn-
is gætir ekki eins í verkum Jóhanns
heldur mátar hann sig við fjölbreytt
viðfangsefni fyrstu árin eftir heim-
komuna.
Á sýningunni í Listasafni Islands
eru verk eftir þessa þrjá málara frá
ýmsum tímum, enda var ferill þeirra
allra langur, þótt Snorri hafi reyndar
látist árið 1958, aðeins fimmtíu og sjö
ára gamall. Verkin sýna því ólík við-
fangsefni og áherslur og ólík tímabil í
stílþróun listamannanna. Margar
myndirnar hafa sjaldan sést á sýn-
ingum eða að minnsta kosti ekki í
langan tíma og meðal annars eru þar
tvær myndir sem lengi hafa hangið í
sendiráði íslendinga í Moskvu og fáir
Islendingar hafa séð. Hér gefst því
betra tækifæri en við höfum lengi
haft til að skoða list þessara merku
málara sem um áratuga skeið vora
með þeim atkvæðamestu í íslensku
myndlistarlífi. Með því að skoða
þroskaferil listamannanna má líka
sjá vel hvernig persónulegur stíll
hvers og eins þróast. Af götumynd-
um Snorra frá fjórða áratugnum get-
um við séð hvernig hann leggur sí-
fellt mehn áherslu á vægi lita-
Gulur riddari og blá jómfrú eftir
Jóhann Briem frá 1945.
flatanna, en á síðustu áram ævinnar
málaði hann myndir, meðal annars
landslagsmyndir, þar sem þessi úr-
vinnsla var orðin svo ráðandi að
myndirnar m-ðu nánast afstrakt.
Við kynnumst því hvernig munúð-
arfull meðferð Jóns á konulíkaman-
um breytist úr gáskafullum leik í eins
konar sáran trega og sjáum hvernig
hin ýmsu tímabil og viðfangsefni í list
Jóhanns tengjast gegnum úrvinnslu
hans á litasamsetningum og spennu-
þrunginni myndbyggingu, en þar
hefur vart nokkur íslenskur málari
verið honum fremri.
Sýningin er með öðram orðum
áhugaverð og fróðleg kynning á mik-
ilvægum viðhorfum í íslenski’i
myndlist sem ekki er laust við að
yngri listamenn hafi oft misskilið og
vanmetið. Það er afar vandasamt að
setja upp sýningar á safnaeign og
reyna að tefla saman verkum svo úr
verði heild sem talai’ til áhorfenda og
vekur hjá þeim áhuga og skilning. I
þetta sinn verður þó ekki annað sagt
en það hafi tekist vel.
Jón Proppé
Heiðríkja í
vesturheimi
Lúterska kirkjan Gardar er staðsett í miðhluta smábæjarins Gardar um
tíu kílómetra suður af Mountain í Norður-Dakota ríki.
Lúterska kirkjan Thingvalla er staðsett í Pembína-sýslu um 5 km suður
af Mountain í Norður-Dakota ríki. Fyrir framan kirkjuna er stórt minn-
ismerki um Káin, Kristján Níels Júlíus. Kirkjan er sveitakirkja og stend-
ur ein og afskekkt þar sem áður var lítið samfélag Eyfjord.
LIST OG
IIÖ]\n\lJ]\
Lislasafn Kúpavugs —
Gerðarsafn
LjÓSMYNDA- OG
SÖGUSÝNING
KIRKJUR
I' VESTURHEIMI
GUÐMUNDUR
VIÐARSSON/
JOHN RUTFORD
Opið alla daga frá 12-18.
Lokað mánudaga. Til
24. apríl. Aðgangur 300 krónur.
Sýningarskrá 100 krónur.
HÁTÍÐARHÖLDIN í tilefni þess
að þúsund ár era frá kristnitöku á Is-
landi era óðast að taka á sig form og
einn þáttur þeirra er sýningin Is-
lenzkar kirkjur í Vesturheimi, í öllum
sölum Listasafns Kópavogs. Um er
að ræða ljósmyndasýningu, hverrar
aðdraganda má rekja til starfsnáms-
dvalar ljósmyndarans Guðmundar
Viðarssonar í Bandaríkjunum árið
1994, með styrk frá Fulbright-stofn-
uninni. Guðmundur nam við háskól-
ann í Minneapolis/St Paul og bjó þá
hjá John nokkram Rutford (Hrút-
fjörð), þriðju kynslóðar Islendingi,
sem var hafsjór fróðleiks um vestur-
ferðir Islendinga, sem hann miðlaði
af til leigjanda síns af mikilli rausn.
Hugmyndin að Ijósmyndun íslenzkra
kirkna mótaðist hins vegar líkast til á
ferðalagi með Rutford og Donnu,
konu hans til Norður-Dakota, en þá
urðu á vegi þeirra margar íslenzkar
kirkjur sem Guðmundur ljósmyndaði
í bak og fyrir, eiginlega allar í ríkinu.
Rann um leið upp fyrir honum, hve ís-
lenzkar kirkjur era fjölmargar í Vest-
urheimi, og hófst þá frekari upplýs-
ingaleit með dyggri aðstoð Johns
Rutford, en verkefnið var í biðstöðu á
tímabilinu 1995-1998. Fjarlægur
draumur, þar til einn góðan veðurdag
að Guðmundur sá auglýsingu frá
kristnihátíðamefnd, vai’ðandi hug-
myndir um viðburði fyrir hátíðarhöld-
in og þróuðust mál svo gæfulega að
nefndin samþykkti að styrkja verk-
efnið myndarlega svo það gæti orðið
að veraleika árið 2000.
Gæfulega, er rétta skilgreiningin,
því hér hefur verið unnið afar þarft
verk og er hreint stórfurðulegt ef eng-
um hefur dottið þetta í hug fyrr, því
hér er um að ræða hluta af íslenzkri
sögu, ekki einungis trúarsögu heldur,
og kannski mun frekar, þjóðarsögu.
Það er álit mitt að hið sanna eðli Is-
lendinga speglist afar vel í þessum
kirkjum, og að þær séu í hæsta máta
gild sagnfræði, og um leið verkefni
fyrir íslenzka mannfræðinga og mun
mikilvægara en að rannsaka erlenda
þjóðflokka. Brennur kannski ekki á að
vita hið raunsanna eðli Islendinga,
hveijh' þeir vora og hvaða væntingar
menn höfðu til lífsins á áram áður og
gæti það ekki jafnframt gert menn
færari um að skilja stöðuna í dag?
Þennan þátt íslenzkrar örlagasögu
hafði ég alla tíð verið mjög vel meðvit-
aður um, en einungis séð í hillingum,
aldrei komið nær en til Toronto í Ont-
ario, þá að vísu einnig á leið til ætt-
ingja í Regina Saskatchewan, en ekki
varð úr í það sinnið. Á hinu stórmerka
Vesturfarasetri á Hofsósi blossaði
áhuginn upp úr öllu valdi og enn frek-
ar við minnisstæðan lestur hinnar
snjöllu bókar Böðvars Guðmundsson-
ar um vesturfarana á Kjarvalsstofu í
París síðla árs 1998. Enn er mér í
fersku minni, að í gamla daga var það
viðkvæði margs eldra fólks, að blómi
íslenzku þjóðarinnar hafi fluzt til Vest-
urheims, var þá ekki laust við að það
setti sig í hátíðlegar stellingar og legði
í róminn til áherslu, var svo að skilja
sem hinir lítilsgildari ónytjungai- og
úrhrök hefðu orðið eftir! Vitaskuld var
hér fulldjúpt tekið í árinni, frekar til
vitnis um að því var meira en ljós hin
mikla blóðtaka sem þessar vesturferð-
ir vora lítilli þjóð á hjara veraldar.
Raunar var það svo, að ekki síst fá-
tæku fólki, hreppsómögum og þurfa-
lingum var smalað á skipsfjöl, ekki
örgi'annt um að stundum hafi verið
beitt óheiðarlegum áróðri og hörku af
hálfu sveitarfélaga til að losna við
það. íslendingar höfðu enn ekki borið
gæfu til að yrkja landsins gæði sökum
afturhaldssemi og þröngsýni og hefur
ekki tekist enn, allur uppgangur
kemur sem fyrr að utan og efniviður
burðarstoðanna er ótraustur.
Ekki biðst ég afsökunar á þessu
persónulega og orðmarga forspjalli,
því Guðshúsin er við blasa á veggjum
safnsins bókstaflega æpa af sögu í
þögn sinni og látlausri reisn og mörg-
um mun verða líkt farið og mér við
skoðun þeirra. Mann langar strax að
vita meira um þau en myndimar og
skilvirkir textamir segja gestinum,
jafnframt um fólkið sem þar safnaðist
saman í bæn og flestir íslendingar
sækja einhver venslabönd til. Húsin
standa eins og minnisvarðar um
landnámið og mikið era þau fögur
smíð mörg hver, þótt ekki séu þau
mikil um sig, trúarleg útgeislan
þeirra meiri ýmsum gervibáknum og
himinstigum skinhelginnar. Þá er eft-
irtektarvert hve mörg þeirra minna á
íslenzkar hefðir í kirkjubyggingu líkt
og landnemamir hafi með því viljað
finna fyrir hluta af heimaslóðum, í
smíð, útliti, nafngift og heiðríkju...
Guðshúsin segja okkur frá duglegu
og ósérhlífnu fólki sem hélt hópinn
þótt fámennur væri, og vora enda
kjörinn vettvangur til þess. Hreint og
tært ytra byrði þeirra og vönduð smíð
yzt sem innst upplýsa að án efa býr ís-
lenzk þjóð að ííkari formrænni arf-
leifð frá heiðni og kaþólsku en marg-
an granar. Frekar klénar skreyting-
ar hið innra má rekja til tilskipunar
siðbótar um minna vægi slíki-a, einnig
að mála yfir og rífa burt eldra skraut,
er hafði víða hörmulegar afleiðingar á
Norðurlöndum og þá væntanlega
ekki síst íslandi. Að valta yfir eldri
gildi er enn í dag landlægt, og telst til
muna skyldara grannhyggni og
minnimáttarkennd hins einangraða
útkjálkabúa en beinni og jarðtengdri
ást á nýsköpun. Fleira mikilvægt op-
inbera kirkjur vestuifaranna, eins og
það að landnemamir höfðu gott veg-
nesti að heiman sem var athafnasemi
og gjörvileiki, og að það þurfti ein-
ungis rétt umhverfi og viðhorf til að
sú hlið íslenzks mannauðs íosnaði úr
viðjum. Þeir viðhéldu ekki aðeins
málinu í fleiri kynslóðir heldur auðg-
uðu tunguna jafnt af dýram kveðskap
sem óborganlegum kersknivísum,
sem enn leika á vöram manna í
heimalandinu. „Þótt þú langförall
legðir...“ Stephans G. snerth- fínu
strengina í hveijum sönnum íslend-
ingi sem les, ekki síður en kviðlingar
Káins lyfta undh' geð guma. Þá er
söknuðurinn eftir heimahögunum,
þrátt fyrir erfitt líf kulda og harð-
ræði, nokkuð sem nútímamaðurinn
ætti að staldra við, og hugsa um í
þessu yfirborðslega og fánýta lífs-
gæðakapphlaupi seinni tíma. Svipað-
ar en þó fjölþættari sýningai' hafa
vakið óskipta athygli meðal annarra
norrænna þjóða, en eitthvað hefur
farið úrskeiðis hér, aðsóknin í Arna-
stofnun, sem geymir handritin fornu,
þjóðargersemarnar, staðfestir það
sömuleiðis.
Það er svipur heiðríkju yfir mörg-
um þessum kirkjum og ljósmyndar-
anum, Guðmundi Vigfússyni, hefur
tekist að höndla einhvem sérstakan
og hreinan tón sem gengur eins og
rauður þráður gegnum sýninguna
alla. Það er styrkur hennar ásamt því
að myndimar era vel teknar og frá-
gangur góður, lesmál skýringartext-
anna kemst vel til skila og menn
skyldu gefa sér góðan tíma á staðn-
um. Þótt mögulegt hefði verið að gera
sýninguna forvitnilegri með því að
bregða upp fleiri mjmdum úr lífi vest-
urfaranna er hún samt meira en
heimsóknar virði. Við brottför saknar
maður þess helst að hafa sýninguna
ekki alla í bók og hér er komið verð-
ugt verkefni fyrir metnaðarfulla og
þjóðholla útgefendur.
Bragi Ásgeirsson