Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgnnblaðið/Þorkell Neysluvatn í Irak er víða mjög mengað og sums staðar beinlínis Iífshættulegt. Drykkjarvatn er flutt með tankbílum þangað sem ástandið er verst. Ekkert í heiminum er mikilvægara en vatn Fjöldi jarðarbúa hefur þrefaldast frá upp- hafí 20. aldar en vatnsnotkunin sexfaldast. Vatnskreppa er yfírvofandi en Hrönn Marinósdóttir segir umræðuna um vatns- búskap heimsins hafa fundið sér nýjan far- veg á Alþjóðlegu vatnsráðstefnunni í Haag. VANDINN sem snýr að vatnsbúskap heimsins er flókinn og birtist í ýmsum myndum; flóð í stórfljótum, þurrkar, átök milli ríkja um vatnsauðlindir, deilur um stíflugerð, iðnaðarúrgangur í ám, mengað grunnvatn og sjúkdóm- ar sem því fylgja, svo dæmi séu tekin. Tilgangur nýafstaðinnar vatnsráð- stefnu sem haldin var í Haag í Hollandi, var að vekja fólk til vitundar um vatn; að leggja grunn að alþjóð- legri vatnshreyfmgu, líkt og ráðstefn- an í Ríó lagði gimnninn að umhverfis- hreyfmgu á heimsvísu. Mál manna er að það hafi lukkast. A ráðstefnunni komu saman um 4.500 manns þegar mest lét, vatna- fræðingar, stjómmálamenn, fjárfest- ar og fleiri, til þess að ræða um yfir- vofandi vatnskreppu. Fólksfjöldinn hefur þrefaldast frá upphafi 20. aldar en vatnsnotkunin hefur sexfaldast. Samkvæmt skýi-slu Alþjóðlegu vatnsfieíhdarinnar, en að henni standa Sameinuðu þjóðimar og Alþjóðabankinn, hefur um þriðjungur mannkyns ekld aðgang að hreinu vatni og nærri helmingur jarðarbúa býr ekki við nægilegt hreinlæti. Mengun er mikil í ám og stöðuvötnum og talið er að 29 ríki eigi við vatns- skort að stríða í einhverjum mæli. Vatnsskortur er samt sem áður ekki rót vandans, að mati margra sérfræðinga sem sóttu ráðstefnuna, heldur óstjóm. Yftrvöld, sér í lagi í vanþróuðum löndum, hafa bmgðist, með þeim afleiðingum að íbúar hafa ekki haft aðgang að hreinu vatni. Sóun er sögð gríðarleg, m.a. em áveitur óskilvirkar og vatnsveitur víða úr sér gengnar og leka. Á ráðstefn- unni kom fram að brýnt sé að þróa nýjar og ódýrari leiðir til þess að nýta vatn betur, auka uppskem án þess að sóa vatni, að endurvinna vatn og eima saltvatn m.a. til þess að koma í veg fyrir að gengið sé á gmnnvatns- birgðir. I mörgum stórborgum þriðja heimsins borgar fólk um fimm sinn- um meira fyrir fötu af vatni en þeir sem em búsettir í Vestur-Evrópu. Aðgangur að vatni skiiur þannig að fátæka og ríka í mörgum löndum. Á ráðstefnunni var rætt um að lausnin fælist ekki síst í meiri þekk- ingu og upplýsingum. Biýnt er að bæta menntun fólks, einkum kvenna í þriðja heiminum. Með upplýsingum til þeiira væri mögulega unnt að koma í veg fyrir að um 4 milljónir bama deyi árlega af völdum sjúk- dóma sem tengjast óhreinu vatni. Um 13% íbúa Kambódíu hafa aðgang að hreinu vatni „Ekkert í heiminum er mikilvæg- ara en vatn, - fyrir fólk til drykkjar, til fæðuframleiðslu og fyrir umhverfið í heild,“ sagði James D. Wolfensohn, forseti Alþjóðabankans, við setningu ráðherraráðstefnu um 120 ríkja sem haldin var samhliða Alþjóðlegu vatns- ráðstefnunni. Alþjóðabankinn er stærsti einkafjárfestingaraðilinn, veitir um þijá milljarða banda- rikjadala árlega í lán og styrki er snúa að vatnsframkvæmdum. Wolfensohn telur ómögulegt að halda áfram á sömu braut og verið hefur, því árið 2035 verði þörf á um 40% meira vatni til borga og um 30% meira vatni til matarframleiðslu. Hann nefndi Yemen sem dæmi um ríki þar sem óstjóm í vatnsmálum hefur ríkt. „Eitt sinn var Yemen áHtin aldingarður Arabíuskagans. Dísel- vatnsdælur voru kynntar til sögunnar þar fyrir 30 árum og nú er bókstaf- lega búið að pumpa landið þurrt. Á vatnasvæði í nánd við Sana’a til dæm- is er fjórum sinnum meira vatni dælt úr jarðvegi en sem nemur endumýj- un.“ Arangur hefur náðst með aðstoð Alþjóðabankans, að sögn forsetans, svo sem á Fflabeinsströndinni og í Benin þar sem um 70% íbúa hefur nú aðgang að hreinu vatni. En ástandið er ekki alls staðar jafn gott, einungis um 13% flbúa Kambódíu hafa aðgang að hreinu vatni, og 24% í Mósambík. Tillögnr um einkavæðingu vatnsþjónustu Alþjóðavatnsnefiidin sem dr. Isma- il Serageldin, varaforseti Alþjóða- bankans, veitir forstöðu, heíur lagt til að vatnsþjónusta verði einkavædd og að vatn verði selt á kostnaðarverði. Nefndin leggur ennfremur til að út- gjöld verði aukin, frá um 70 milljörð- um bandaríkjadala árlega, eins og nú er, í um 180 milljarða. Fjármagnið á að koma frá einkageiranum þar sem taHð er víst að þróunarstofnanir og ríldsstjómir geti ekki aukið fjárútlát. Ekki er lagt tH að vatn verði selt til fá- tækra heldur fá þeir niðurgreiðslu eða styrki Vatn er ekki arðvænleg fjárfesting, að sögn varaforsetans. Aðeins er unnt að fá um 70% útlagðs kostnaðar end- urgreiddan. Eina leiðin til að gera vatn að vöru er með aðstoð einhvers konar styrkjakerfa. Mótmæli umhverfis- vemdarsamtaka TiUögur nefndarinnar um einka- væðingu hafa mætt harðri andstöðu umhverfis- og náttúruvemdarsam- taka, og PubUc Services Intemation- al, alþjóðlegum verkalýðssamtökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.