Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 55 FOLKI FRETTUM Pitt og Roberts í eina sæng Odýr fram- tíðarmynd Johnny númer tvö (Johnny2.0) Vísindaskáldsaga +'k Leikstjóri: Neill Fearnley. Handrit: Wynne McLaughlin. Aðalhlutverk: Jeff Fahey, Michael Ironside, Tahnee Welsh, Von Flores, Eugene Lipinski. (90 mín.) Bandaríkin. Myndform, 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. 10. áratugurinn var ekki mjög merkilegur framan af hvað varðar gerð vísindaskáldsagna á kvik- myndaformi en myndir eins og „Matrix“ og „Gattaca" veittu þessum geira kvikmyndanna uppreisn æru. Johnny númer tvö var gerð 1997 og fjallar um vísindamannin Johnny Dalton sem vinnur við erfðarann- sóknir í íramtíð- inni. Eitt kvöldið meiðist hann þegar harðsvíraðir dýra- verndunarsinnar brjótast inn á skrif- stofu hans. Þegar hann vaknar kemst hann að því að 15 ár hafa liðið frá árás- inni og í rauninni er hann bara klónaður frá hinum sanna Johnny, sem er horfinn. Verkefni Johnny 2.0 er að finna upprunalegu útgáfuna því hann á að búa yfir mik- ilvægum upplýsingum. Ef þeir sem gerðu þessa mynd hefðu haft meiri fjármuni, eða kunn- að að nota þá betur þá gæti sögu- þráðurinn hafa virkað vel. En þar sem óhjákvæmilegt er að horfa á ör- þunna pappaveggi, ódýrar brellur og sömu statistana í mismunandi hlut- verkum þá grípur myndin mann aldrei og fer meira og meira í taug- arnar á manni. Hugmyndin er góð en úrvinnslan og leikurinn langt frá því, þó er Ironside aldrei slæmur sama hversu lágt hann sekkur. Ottó Geir Borg Misjafnir sauðir Banvæn ást (Love Kills) G a m a n - / spenniimynd ★ Leikstjórn og handrit: Mario Van Peebles. Aðalhlutverk: Mario Van Peebles og Lesley Ann Warren. (91 mín.) Bandaríkin. Skífan, mars 2000. Bönnuð innan 16 ára. Þessi glæpablandna gamanmynd er runnin undan rifjum Mario Van Peebles, en hann skapaði sér nafn með leikstjórn sinni á rapp- glæpamyndinni „New Jack City“, sem hann lék jafnframt í. Myndin sem hér um ræðir er hins vegar mörgum þrepum neðar á gæðamælikvarð- anum en rapp- myndin vinsæla, þetta er ódýr framleiðsla unnin upp úr lélegu handriti. Van Peebles skipar hér sjálfum sér í hlutverk mikils töff- ara sem hefur sitt lifibrauð af því að heilla ríkar ekkjur upp úr skón- um. Ymsir misjafnir sauðir koma síðan við sögu, m.a. sjúskaður leynilögreglumaður sem leikinn er nijög svo illa af Daniel Baldwin. Öll eiga þau þó sammerkt að vera ómerkilegar og óáhugaverðar pers- ónur sem áhorfanda hlýtur að vera nokk sama um. LEIKARINN Brad Pitt er tilbúinn að njóta ásta með leikkonunni brosmildu, Juliu Roberts. En að- eins fyrir framan myndavélina. A næstunni hefjast tökur á myndinni „The Mexican" þar sem þessir tveir elskuðu leikarar munu leiða saman hesta sína. Búast má við að myndin verði geysivinsæl enda eiga þau bæði dygga aðdá- endur. í viðtali við blaðið New York’s Daily News sagðist Pitt engar áhyggjur hafa af ástarsenunum í myndinni né hvernig unnusta hans, Jennifer Aniston, og kærasti Juliu Roberts, Benjamin Bratt, munu bregðast við. „Julia og Ben eru mjög náin,“ sagði Pitt, „og sam- band okkar Jen gæti ekki verið betra.“ í myndinni mun Pitt leika glæpa- mann og Julia kærustuna sem reynir að fá hann á beinu brautina. Pratt segir að hann og Roberts hafi um hríð leitað að mynd sem þau gætu gert saman og að „The Mexican“ hefði heillað þau bæði. Reuters Jennifer Aniston er alveg sama um þótt að Brad Pitt Ieikií ástar- senum á móti Juliu Roberts. Reuters Julia Roberts og kærastinn Benjamin Bratt eru mjög náin að sögn Brad Pitt. Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.