Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Guðjón Þórðarson fagnaði enn einum bikarmeistaratitlinum - nú á Wembley Lundinn LUNDINN er sestur í Vestmanna- eyjum og i' huga Eyjamanna er sumarið því komið. Sigurgeir Jón- asson, ljósmyndari Morgunblaðs- ins í Vestmannaeyjum, sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa fengið fregnir af því að mjög glöggur fuglaskoðari hefði séð Iundann setjast í Stórhöfða, en fram að því hafði fuglinn aðeins sést á flugi úti á hafi. Sigurgeir sagði að þessi atburð- ur, þegar lundinn settist, hefði mjög mikla þýðingu fyrir Vest- mannaeyinga, því nú gætu þeir kvatt veturinn og boðið sumarið er sestur velkomið. Hann sagði að lundinn kæmi yfirleitt um sumarmál, en að hann væri örlítið seinni til að setj- ast nú en undanfarin ár og að ef- laust mætti rekja það að hluta til norðanáttarinnar, sem hefði verið ríkjandi við eyjarnar í vor. Að sögn Sigurgeirs finnur lund- inn sér nú sína varpholu og gerir sér hreiður áður en varptíminn hefst, en hann hefst um 20. maí og stendur fram í fyrstu vikuna í júní. Það eru einkum kynþroska fuglar sem koma fyrst en þess má geta að lundinn er einkvænisfugl og held- ur því alltaf tryggð við maka sinn. Lundi við Látrabjarg. mum [amin Dagur umhverfisins 25. apríl Viðurkenning veitt fyrir um- hverfisvernd Gunnar Kristjánsson DAGUR umhverfis- ins er nk. þriðju- dag, 25. apríl. Þetta er í annað sinn sem sá dagur er haldinn hátíð- legur og í annað skipti sem Frjáls félagasamtök í umhverfisvernd veita viðurkenningu af þessu tilefni. Dr. Gunnar Krist- jánsson er formaður dómnefndar sem er þriggja manna nefnd. í henni sitja auk Gunnars Elín Pálmadóttir blaða- maður og Guðrún Agnarsdóttir læknii'. En hvað skyldi vera lögð áhersla á við veitingu þessarar viðurkenningar? „Viðurkenningin á að vera til handa einstakl- ingi sem haft hefur afger- andi áhrif á þróun umhverfis og náttúruverndar með framúrskar- andi árangri í störfum sínum og hefur staðið í fylkingarbrjósti og verið frumkvöðull á sínu sviði. Markmið þessarar viðurkenning- ar er að vera hvatning, viður- kenning og þakklætisvottur ti! þeirra einstaklinga sem hafa með störfum sínum haft jákvæð áhrif á þróun umhverfis og nátt- úruvemdar á íslandi.“ - Hver fékk fyrstu viðurkenn- inguna í fyrral „Það var Guðmundur Páll Ól- afsson náttúmfræðingur og fékk hann viðurkenninguna fyrir mjög fjölbreytt störf að um- hverfismálum, bæði hefur hann stuðlað mikið að fræðslu og kynningu á lífríki íslands og þar að auki hefur hann verið í fylk- ingarbrjósti í baráttu umhverfis- vemdarsamtaka hér á landi fyrir verndun hálendisins." -Eru margir sem koma til greina í ár? „Já, það koma nokkuð margir til greina. Þau félög sem standa að verðlaunaveitingunni óskuðu eftir tilnefningum og nokkrar slíkar tilnefningar bámst. Nefndin tók þær m.a. til skoðun- ar.“ - Hvaða félög standa að verð- launaveitingunni ? „Landvernd, Sól í Hvalfirði, Fuglaverndarfélag íslands, Náttúruvemdarsamtök Islands, Umhverfissamtök íslands, Nátt- úmverndarsamtök Vesturlands, Náttúravemdarfélag Suðvestur- lands og Náttúruverndarsamtök Austurlands." - Fyrir hvað eru menn helst tilnefndir núna? „Menn em tilnefndir fyrir mjög margvísleg störf að um- hverfis- og náttúmverndarmál- um, það má nefna ýmiskonar verkefni sem einstaklingar, bæj- arfélög eða félagasamtök standa fyi'ir vítt og breitt um landið - nefna má einstaklinga sem hafa staðið í hinni pólitísku baráttu á þessu sviði og einnig þá sem hafa stundað vísindarannsóknir.“ -Eru svona viður- kenningar veittar víða um lönd? „Þessi viðurkenning er ekki veitt að erlendri fyrirmynd. Frjáls félagasamtök á sviði um- hverfis og náttúruverndar vildu vekja athygli á sinni eigin bar- áttu og störfum með fyrrgreind- um hætti.“ - Er umhveríismálum nægi- lega vel sinnt að þínu mati í samfélagi okkar? ► Gunnar Kristjánsson fæddist á Seyðisfirði 18. janúar 1945. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1965 og guðfræðiprófi haustið 1970. Meistaragráðu í trúfræði frá Boston-háskóla 1971. Hann þjónaði Vallanesprestakalli í fjögur ár, lauk doktorsprófi í guðfræði frá háskólanum í Bochum í Þýskalandi 1979. Hann hefur verið þjónandi prstur í Reynivallaprestakalli frá hausti 1978 og prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi frá 1. aprfl 1997. Hann er kvæntur Onnu M. Ilöskuldsdóttur kenn- ara og eiga þau einn son. „Umhverfismál era eitt stærsta mál samtímans, bæði hér á landi og annars staðar. Að ýmsu leyti emm við Islendingar eftirbátar annarra í þessari um- ræðu en það hefur ekki farið framhjá neinum að umhverfis- mál hafa sett svip á hina al- mennu þjóðmálaumræðu - enda mikið í húfí, ekki síst þegar um er að ræða stefnumörkun í verndun hálendisins. Umhverfis- vernd hefur breytt mjög mikið um svip á undanförnum ámm. Hún er orðin mun alþjóðlegri en áður og við íslendingar emm orðnir aðilar að ýmsum alþjóð- legum sáttmálum um nýtingu náttúmlegra auðlinda og vemd- un umhverfisins. Þessa sáttmála verðum við að hafa í heiðri. Hlutverk umhverfis og náttúm- vemdarsamtaka er mjög mikið á þessu sviði, þau sameina vísinda- menn og áhugamenn og efla hina almennu umræðu um það sem er að gerast í kringum okkur - þar getur enginn verið afskiptalaus." - Hvað er hægt að gera til að gera almenning betur meðvit- andi um umhverfi sitt og vernd- un þess? „Besta leiðin er að hvetja fólk til þess að kynnast landinu sjálft, ferðast um hálendið og kynn- ast líka viðhorfum er- lendra ferðamanna, því glöggt er gests augað, og taka þátt í þeirri miklu upplifun að kynnast Islandi. Þetta er fyrsta og mikilvæg- asta skrefið til þess að virkja fólk í umræðu um umhverfismál. Viðurkenning af því tagi sem veitt verður á degi umhverfisins 25. apríl nk. setur verk einstakl- ings í umhverfismálum í sviðs- ljósið öðrum til hvatningar." Besta leiðin að hvetja fólk til að kynnast landinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.