Morgunblaðið - 20.04.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 20.04.2000, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Rannsókn Bandaríska loftferðaeftirlitsins á stýrisbúnaði Boeing 737-þotna Leggja til breytingar á hliðarstvri vélanna The Washington Post. SÉRFRÆÐINGANEFND á vegum Bandaríska loftferðaeftirlitsins (FAA) hyggst leggja til að breyting- ar verði gerðar á stýrisbúnaði Boeing 737-farþegaþotna, eftir að ít- arlegar prófanir hafa gefið til kynna- hættu á alvarlegum bilunum í búnað- inum. Starfsmenn FAA hafa þó lagt áherslu á að ekki sé ástæða til að fyr- irskipa tafarlausar breytingar á stýrisbúnaði Boeing 737-þotna og því síður að banna notkun þeirra. Þeir undirstrika að mjög litlar líkur séu á því að umræddar bilanir komi upp. Framleiðsla Boeing 737 hófst árið 1965 og eru fleiri farþegaþotur af þessari tegund í notkun í heiminum en af nokkurri annarri um þessar mundir. Meira en 3.600 slíkar þotur hafa verið framleiddar frá upphafi og nemur samanlagður flug- tími þeirra nú meira en 100 milljón klukkustundum. Boeing 737 er talin vera ein öruggasta farþegaþota sem flogið er og er öryggissaga tegundarinnar sögð með því besta sem þekkist. Á undan- fömum ámm hafa þó komið upp margvíslegar bilanir í stýrisbúnaði 737-þotna og hafa þær leitt til ítarlegra rannsókna á honum. Komið hefur í ljós að bil- anahætta er sérstaklega tengd hliðarstýri á stéli. Hliðarstýri liggur lóðrétt aftan á stéli og hefur m.a. það hlutverk að auðvelda beygjur og að halda stefnu vélarinnar stöðugri. Ef ann- ar af tveimur þotuhreyfium Boeing 737 bilar af ein- hverjum ástæðum í flugi gerir hliðarstýri flugmanni kleift að fljúga þotunni og lenda henni klakklaust. OIli óþekkt bilun flugslysum? Nýlega skipaði Bandaríska loft- ferðaeftirlitið sérstaka rannsóknar- nefnd til að gera enn viðameiri rann- sóknir á hliðarstýrisbúnaði Boeing 737-farþegaþotna en gerðar hafa verið fram til þessa. Ástæðan íyrir skipun nefndarinnar er að enn eru nokkur tilvik óútskýrð þar sem grun- ur leikur á að bilun hafi orðið í hliðar- stýrisbúnaði. Ýmislegt þykir benda til þess að slík bilun hafi valdið tveimur mannskæðum flugslysum í Bandaríkjunum árið 1991 og 1994. í fyrra tilvikinu létust 25 manns þegar Boeing 737-þota fórst nálægt Col- orado Springs en í síðara tilvikinu hrapaði önnur slík þota með 137 manns innanborðs í grennd við Pitts- burg. Engar skýringar hafa fundist á þessum flugslysum en atvik sem átti sér stað í febrúar á síðasta ári studdi grunsemdir um að bilun í hliðarstýri hefði grandað þotunum. Þá varð flugmaður Boeing 737-þotu að nauð- lenda eftir að hliðarstýri hætti að láta að stjórn í háloftunum. Litið var Boeing 737-farþegaþotur eru taldar með öruggustu farþegaþotum sem í notkun eru í heiminum. En í nýlegum prófunum hefur komið fram áður óþekkt bilun í hliðarstýri sem talið er hugsanlegt að hafí valdið tveim- ur mannskæðum flugslysum í Bandaríkjun- um. Einnig hefur komið í ljós að flugmenn eru almennt lítt eða illa þjálfaðir til að bregðast við vandamálum tengdum stýris- búnaði slíkra þotna. á atvikið sem alvarlegt vegna þess að í flugtaki eða lendingu getur bilun í hliðarstýri valdið því að þotan verði stjómlaus, hniti hringi í loftinu eða jafnvel „skrúfi" sjálfa sig niður til jarðar. Það kom hins vegar á óvart þegar prófanir voru gerðar á stýris- búnaði þotunnar að ekkert grunsam- legt kom í Ijós og engin ummerki sá- ust um bilun. fsing kom í veg fyrir eðlilega virkni Rannsóknamefnd FAA er skipuð færustu vísindamönnum Bandaríkj- anna á sviði flugtækni og flugvéla- verkfræði. Til að tryggja að niður- stöður rannsóknarinnar yrðu eins áreiðanlegar og kostur er, var stél af Boeing 737-þotu sett upp með öllum tilheyrandi stýrisbúnaði í sérstökum rannsóknarklefa þar sem hægt varað líkja eftir aðstæðum í háloftunum. Unnt var að prófa stýrisbúnaðinn við mismunandi aðstæður í þessum klefa, t.d. við margs konar hita- og rakastig. í prófunum rannsóknamefndar FAA komu fram nokkrir gallar sem vitað var að gætu valdið minniháttar bilunum og fyrri prófanir höfðu þeg- ar leitt í ljós. En þegar virkni stýris- búnaðarins var könnuð eftir að vatni hafði verið sprautað á stélið í mjög miklu frosti, kom áður óþekkt bilun frarn. í ljós kom að við þessar að- stæður myndaðist ísing í búnaði sem flytur skipanir frá stjórntækjum flugstjóra í vökvadælur sem hreyfa hliðarstýrið. Isingin gerði það að verkum að hliðarstýrið hætti að láta að stjórn og hrökk í borð, þ.e. eins langt til hægri eða vinstri og hægt er. Þar sat stýrið fast uns ísingin var fjarlægð. Ef slík bilun yrði í háloftun- um yrði ómögulegt að greina um- merki um hana eftir að vélin væri lent því þá væri ísingin að öllum lík- indum bráðnuð. Rannsóknarnefndin hefur lagt áherslu á að fyrirbærið hafi ekki ver- ið kannað í flugi og því ekki ömggt að bilun sem þessi geti orðið við raun- vemlegar aðstæður. Starfsmenn FAA hafa einnig tekið skýrt fram að rannsóknirnar hafi aðeins leitt í ljós að bilun af þessu tagi sé möguleg en segi ekkert til um hversu miklar lík- ur séu á því að hún verði. Ekki sé til- efni til að krefjast endurbóta á stýr- isbúnaði Boeing 737-farþegaþotna né heldur að kyrrsetja þær þotur sem í notkun era nú. Hins vegar er ljóst að vandræðin í tengslum við hliðarstýri Boeing 737 valda for- ráðamönnum Boeing-verksmiðjanna þungum áhyggjum vegna þeirrar hörðu samkeppni sem ríkir milli flugvélaframleiðenda. Sérstaklega hafa evrópsku Airbus 320-farþega- þoturnar veitt Being 737 harða sam- keppni síðustu ár. Samstarf með Boeing Starfsmenn Bandaríska loftferða- eftirlitsins vinna nú náið með Boeing-flugvélaverksmiðj- unum að því að þróa nýjar leiðir til að hafa eftirlit með stýrisbúnaði 737-þotna og þjálfa flugmenn til að bregð- ast við bilunum sem upp kunna að koma. Ef ákveðið verður að íyrirskipa breyt- ingar eða tæknilegar endur- bætur á stýrisbúnaðinum mun líða langur tími áður en þær verða að fullu komnar til framkvæmda. En ljóst er að mögulegar breytingar þyrfti að gera á öllum Boeing 737-farþegaþotum sem nú em í notkun. Alls komu fram 30 aðskilj- anlegar bilanir í próíúnum nefndarinnar sem talið er að gætu haft alvarlegar afleið- ingar í för með sér í flugtaki eða lendingu. Sú staðreynd að þotur fljúga á miklum hraða í háloftunum gerir það að verkum að vandamál tengd hliðarstýri em ekki talin jafn alvarleg þar. Auk þess geta flugmenn beitt stjórntækj- um þegar flogið er í háloftunum sem ekki er unnt að beita í flugtaki eða lendingu. Flugmenn illa undirbúnir Samhliða því að gera prófanir á sjálfum stýribúnaði Boeing 737- þotnanna, notaði rannsóknarnefnd FAA sérstakan flughermi til að kanna viðbrögð flugmanna við hugs- anlegum bilunum. I ljós kom að jafn- vel flugmenn sem höfðu mikla reynslu af því að fljúga Boeing 737- þotum bragðust rangt við bilunum. Rannsóknamefndin segir einnig að þær leiðbeiningar sem Boeing- verksmiðjurnar hafa hannað um hvernig bregðast skuli við bilunum í stýrisbúnaði séu gallaðar og að þær aðferðir sem mælt sé með að beita séu óljósar og tímafrekar. Nefndin komst að því að flugmenn höfðu ófúllnægjandi þjálfún í að bregðast við vandamálum í tengslum við hlið- arstýri og að þeir athuguðu ekki ástand þess áður en þeir hæfu undir- búning fyrir lendingu. Reuters Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum „ÞAÐ eina sem við viljum segja um málið að svo stöddu er að Flugleiðir bera fullt traust til Boeing 737- farþegavélanna, ekki síst vegna þess að öryggissaga þeirra er mjög góð,“ sagði Einar Sigurðsson, fram- kvæmdasljóri hjá Flugleiðum, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Hins vegar gildir það sama um þessar vélar og aðrar sem Flugleið- ir hafa í rekstri, að öll hugsanleg tilmæli um breytingar, hvort sem er á búnaði þeirra eða þjálfun flug- manna, munum við taka til greina í einu og öllu. Boeing-verksmiðjum- ar hafa enn sem komið er ekki sent Berum fullt traust til vélanna frá sér nein slík tilmæli og því er ekki hægt að segja neitt um í hveiju hugsanlegar breytingar muni felast né hvaða áhrif þær muni hafa á starfsemi Flugleiða." Að sögn Einars er Flugleiðum ekki kunnugt um að nein vandamál hafi komið upp í tengslum við hlið- arstýri í þeim þremur Boeing 737- þotum sem félagið rekur. „Við fylgjumst að sjálfsögðu mjög vel með öllum þeim rannsóknum sem gerðar eru á þeim tegundum flug- véla sem við höfum í notkun. Ef rannsóknir kunna að leiða í ljós að gera þarf breytingar munum við þegar bregðast við á viðeigandi hátt.“ Hann segir einnig að flugmenn Flugleiða gangist regiulega undir próf í flughermi, þar sem viðbrögð þeirra við hugsanlegum bilunum eru könnuð. „Við þjálfum okkar flugmenn í samræmi við ströngustu staðla og ef einhver tilmæli koma frá flug- málayfirvöldum eða flugvélafram- leiðanda um breytingar tökum við þau tafarlaust inn í þjálfunarskemu okkar.“ Þróun verðs á alifugla- kjöti 1997 - 2000 Vísitölur, mars 1997 = 100 Kjúklingar hafa lækk- að mikið í verði KJÚKLINGAR hafa lækkað mikið í verði á undanförnum ámm samhliða aukinni neyslu. Er lækkunin áberandi ef hún er borin saman við þróun vísi- tölu neysluverðs og launavísi- tölu undanfarin þijú ár, skv. útreikningum hagfræðings Bændasamtakanna. Bjarni Ásgeirsson, formaður Félags kjúklingabænda, segir að verð á alifuglakjöti hafi raunar stöðugt verið að lækka í verði síðast liðin tíu ár. Hann segir að meðal skýringa á þess- ari verðþróun sé aukin hagræð- ing í rekstri kjúklingabúanna samfara auknu magni sem framleitt er. Aðspurður segist Bjarni þó ekki reikna með að verð muni lækka mikið meira en þegar er orðið. Gera megi ráð fyrir að verð muni haldast lægst á frosnum heilum kjúklingum, en sala á ferskum kjúklingum hafi aukist mikið. Kristinn Gylfi Jónsson, kjúklinga- og svínabóndi, tekur undir með Bjaraa og segir ljóst að verð á kjúklingum hafi vegið á móti hækkunum sem orðið hafi á öðrum matvöraliðum neysluverðsvísitölunnar á und- anförnum misserum. Hann tel- ur að sú verðlækkun sem orðið hefur á kjúklingum sé að hluta til komin til að vera. Fram kom í fyrirlestri Guð- mundar Olafssonar hagfræð- ings á dögunum að hollustuvör- ur hefðu hækkað mikið hér á landi á sl. 20 ámm en svokall- aðar óhollustuvörur aftur á móti lækkað í verði. Kristinn og Bjarni benda á að verðlækk- anir á kjúklingum, sem ótví- rætt teljist til hollustuvara, hafi verið á skjön við þessa þróun. Árangursrík barátta gegn camphylobakter Að sögn Kristins er ljóst að umræðan í fyira vegna camph- ylobakter-mengunar í kjúkl- ingum hefur skaðað ímynd kjúklinga- og alifuglaframleið- enda veralega, en nú sé komið fram að mikill árangur hafi náðst í baráttunni gegn þessu vandamáli. Fram kom í sein- ustu viku að engin champhylo- bakter-mengun hefur greinst í eldi og við slátran á kjúklingum undanfarið, og að skv. upplýs- ingum yfirdýralæknis virðist sem tekist hafi með markviss- um aðgerðum að koma í veg fyrir að kjúklingar sem vora lausir við smit í eldi mengist í sláturhúsi. „Neysla á kjúklingum hefur tvöfaldast á síðustu þremur ár- um og við sjáum fram á mikla aukningu í sölu á kjúklingum á næstu misseram. Ég tala nú ekki um ef við eram lausir við camphylobakter og neytendur geta gengið að okkar vöru ör- uggri og vísri. Þá sjáum við fram á veraleg sóknarfæri," sagði Kristinn Gylfi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.