Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR o ismti. Hvað ber að hafa í huga þegar fest eru kaup á íbúð? Aðgæsluskylda kaupanda mikilvæg Hraði einkennir fasteignamarkaðinn um þessar mundir en framboð íbúða er töluvert minna en fyrir 3 til 4 árum. Hrönn Ind- riðadóttir kannaði málin og komst meðal annars að því að kaupendur þurfa að gæta vel að aðgæsluskyldu sinni. „FASTEIGNAKAUP eru stór fjár- festing og því ærin ástæða að vanda valið vel,“ segir Telma Halldórsdóttir, lögfræðingur Neytendasamtakanna. „Það er alltof algengt að fólk skoði íbúðimar ekki nógu vel. Afar mikil- vægt er að skoða allt vandlega, til dæmis athuga með krana og ofna. Kanna verður hvort það séu einhver ummerki um raka bæði að utan og innan en séu slík ummerki til staðar ber kaupendum að skoða málið nánar annars geta þeir verið að firra sig rétti. Kaupendur verða að vera dug- legir að spyrja um þessa hluti, hvort upprunalegar skolpleiðslur séu ef um gömul hús er að ræða, hvemig raf- magnið er og svo framvegis. Það er þessi aðgæsluskylda sem er svo mik- ilvæg og hún verður ríkari eftir því sem húsið er eldra. Ef seljendur em að lofa hlutum eins og að nýlega hafi verið gert við þak þá er upplagt að setja það í kaup- samninginn þannig að ef þetta reynist ekki rétt er hægt að vitna í hann. Eg hef heyrt sögur þess efnis að fullyrt hafi verið að íbúðir leki ekki en svo hafi allt farið á flot við fyrstu rigning- ar. Kaupendur koma stundum með iðnaðarmann með sér til að leggja mat á íbúðir en sé það gert er mikíl- vægt að þeir skoði íbúðimar sérstak- lega vel þar sem að ef málin fara fyrir Morgunblaðio/Golli Ef seljendur lofa hlutum eins og að nýlega hafi verið gert við þak er upplagt að setja það í kaupsamninginn. dóm er lögð á þá rík skylda að athuga með slíka hluti,“ segir Telma. Kaupendur leita til sérfræðinga Eyjólfur Bjamason, bygginga- tæknifræðingur hjá Samtökum iðn- aðarins, segir að fólk leiti ekki til sam- takanna vegna ráðlegginga þegar kemur að mati á fasteign. Hins vegar viti hann dæmi þess að fólk leiti tii sérfræðinga innan sinnar fjölskyldu þegar kemur að þessu. „Fasteignasali hefur engar skyldur hvað varðar ástand eignarinnar aðrar en að skoða hana og semja lýsingu," segir Guðrún Arnadóttir, formaður Félags fasteignasala. „Það þurfa ávallt að liggja fyrir ákveðin gögn eins ogveðbókarvottorð, eignaskipta- samningar, teikningar og yfirlýsingar húsfélags þegar það á við. Margir fasteignasalar em einnig famir að taka myndir af eignum án þess að það sé lögbundið en þær segja oft mikið. Verk fasteignasalans er að leiðbeina kaupanda í gegnum íbúðai'kaupaferl- ið. Guðrún segir að það séu fimm til tíu atriði sem fasteignasalar hafi í huga þegar kemur að verðlagningu. „Það er fyrst og fremst markaðs- ástand, það er að segja framboð og eftirspum. Það er staðsetning og ald- ur húseignar, ástand eignar að utan og innan, áhvílandi lán skipta ein- hverju máli og svo era oft þættir eins og t.d. ef við tökum íbúð í blokk þá getur skipt máli hvort það eru suður- svalir eða engar svalir eða hvort þvottahús er sameiginlegt eða í íbúð. Fasteignasalar meta sjálfir mark- aðsverð eignarinnar út frá skoðuninni og verðleggja eftir því,“ segir Guð- rún. Markaðurinn hraður Guðrún segir að oft sé einhver sér- fræðingur, eins og iðnaðarmaður, úr fjölskyldunni í för með kaupendum. „Það hafa fallið dómar um að kaup- andi geti ekki borið fyrir sig galla sem sérfróðir menn eiga að geta séð. Því verður kaupandi að hugsa sem svo að ef hann ætlar að taka einhvern með sér þá verður það að vera einhver sem hægt er að treysta fullkomlega. Það heyrir til undantekninga að einhver sé að kaupa köttinn í sekkn- um. Auðvitað era einhverjir sem van- rækja viðhald á eignum sínum en flestir hugsa vel um þær og vilja ekki láta frá sér gallaða vöra,“ segir Guð- rún. Guðrún segir kaupendur í dag ekki hafa mikið val, það séu ekki svo marg- ar eignir á markaðnum og kaupendur verði því að drífa sig og kaupa þegar þeim líst vel á eitthvað sem býðst. „Þegar farið er 3 til 4 ár aftur í tímann þá gátu kaupendur skoðað í rólegheit- unum tugi íbúða á nokkram mánuð- um. Þetta er önnur saga í dag, mark- aðurinn er mjög hraður. Kaupendur era þó oft búnir að undirbúa sig mjög vel, búnir að fara í greiðslumat, og era því með allt tilbúið," segir Guðrún. Þess má að lokum geta fyrir fólk sem er að leita sér að íbúð um þessar mundir að á fasteignavef Morgun- blaðsins, www.mbl.is, er að finna gát- lista og fleira sem gott er að hafa í huga þegar farið er út í íbúðarleit. ís í kaupbæti .v> ÉK Abotinn a Pizza Hut Isbarinn okkar heitir Abotinn og þar bjóðum við ekta rjómaís [rá Emmess ís úr ísvél. Það fylgir ís með hverri þizzU sem ~ þú borðar í veitinga- salnum og þú færð ábót m messis Við bíðum með óþreyju eftir sumrinu á Pizza Hut og til að koma þér L ■■fysA.'j.- / sumarskaþið bjóðum við þér eins mikinn ís með þizzunni þinni og þú getur í þig látið. (Tilboðið gildir til 25. aþríl og aðeins í veitingasal). Komdu og gerðu þér glaðan dag. SPRENGISANDI & HÓTEL ESJU • SÍMI 533 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.