Morgunblaðið - 20.04.2000, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
_____________________ÚRVERiNU
Um 20 til 25% aukning
í fiskeldi næstu 2 árin
Frá undirskrift samningsins á milli ISFA, Alþjóðasamtaka laxeldis-
manna, og NASCO, Laxaverndunarsamtaka við N-Atlantshaf, um sam-
starf við uppbyggingu villtra laxastofna í N-Atlantshafi. Á myndinni eru
forsvarsmenn allra laxeldissamtaka við N-Atlantshaf ásamt Sir Mal-
colm Windsor, framkvæmdastjóra NASCO, sem er fjórði frá hægri.
Vigfús Jóhannsson er annar frá hægri.
HEILDARFRAMLEIÐSLA í fisk-
eldi á íslandi 1999 var um 4.000 tonn
og gert er ráð fyrir að aukningin á
milli ára næstu tvö árin geti numið
20-25%, að sögn dr. Vigfúsar Jó-
hannssonar, formanns Landssam-
bands fiskeldis- og hafbeitarstöðva.
Munar þar mestu fyrstu tvö árin um
venilega aukningu í bleikjueldi. Eft-
ir það má búast við gífulegri aukn-
ingu í laxeldi sem fyrst og fremst
mun byggja á svokölluðu skiptieldi,
sem er sú eldisaðferð þar sem hluti
af eldinu fer fram í strandeldi, og
hluti í kvíum í sjó.
Fiskeldi í heiminum hefur vaxið
hröðum skrefum á undanfömum ár-
um og áætlanir gefa til kynna að um
2010 muni a.m.k. 35% af heildar-
framboði af fiski á heimsmarkaði
koma úr eldi. Laxeldi er eitt af þeim
eldisformum sem hvað mest hefur
vaxið á undanfömum ámm og segir
Vigfús að það standi á margan hátt á
ákveðnum tímamótum í sögu þess.
Áhrif þess séu alþjóðleg, með fram-
leiðslu í fimm heimsálfum og nú sé
framleiðsla á eldislaxi í fyrsta sinn
orðin meiri en á villtum laxi.
Stefnumörkun
„Nú er á vegum Landssambands
fiskeldis- og hafbeitarstöðva unnið
að stefnumörkun fyrir fiskeldi á ís-
landi,“ segir Vigfús. „í viðræðum við
starfandi laxeldisfyrirtæki og nýja
fjárfesta hefur komið fram áhugi á
að auka laxeldi úr um 3.300 tonnum á
þessu ári í um 15.000 tonn á árinu
2005. Á sama tíma mun auk þess eiga
sér stað mikil framleiðsluaukning í
nýjum tegundum og má í því sam-
bandi nefna bleikju, barra, lúðu og
sæeyru."
Umhverf isvæn aðferð
Vigfús segir að fiskeldi almennt,
bæði í kvíum og í strandeldi, sé við-
urkennt um allan heim sem um-
hverfisvæn aðferð til framleiðslu á
fiski. „Þetta er sérstaklegá augljóst
hvað laxeldi varðar, þar sem ljóst er
að mengun og eyðilegging uppeldis-
svæða laxins hafa dregið verulega úr
stærð villtra stofna. Nú er ekki fjall-
að um laxeldi sem skaðvald þegar lit-
ið er til villtra stofna, heldur lögð
áhersla á að ef fiskeldi er rekið eins
og það er gert um þessar mundir má
frekar segja að laxeldi sé nauðsyn-
legt tæki við uppbyggingu villtra
stofna til dæmis með því að nýta þá
miklu reynslu og þekkingu sem er
innan laxeldisins við framleiðslu og
sleppingu seiða, nýta til dæmis
erfðafræðiþekkingu fiskeldisins til
að stýra veiðum í laxveiðiám og síð-
ast en ekki síst er laxeldi besta leiðin
til að draga almennt úr veiðálagi á
laxi í sjó og vötnum. Árangur þessa
sést meðal annars í þeim glæsilega
árangri sem hefur náðst í uppbygg-
ingu veiði í Rangánum sem byggja á
aðferðum fiskeldis og hafbeitar."
Hann segir að umræðan um lax-
eldi hafi tekið miklum breytingum á
undanförnum árum, sem byggir m.a.
á því að fiskeldismenn um allan heim
hafa bundist samtökum, ISFA (Int-
ernational Salmon Farmers Associ-
ation) um það að sýna svo ekki verði
um villst, með vísindalegum rökum,
að fiskeldi er umhverfisvæn atvinnu-
grein sem hefur jafnframt mjög mik-
ilvægu efnahagslegu hlutverki að
sinna, ekki síst úti á landsbyggðun-
um. „Mjög mikilvægur áfangi á þess-
ari braut var þegar aðildarlönd að
Laxavemdunarsamtökum Norður-
Atlantshafs (NASCO) gerðu nýlega
tímamótasamkomulag við laxeldis-
iðnaðinn í heiminum. í þessu mikil-
væga samkomulagi ákveða þessir
tveir hópar að vinna saman að vernd-
un villtra laxastofna og á sama tíma
að stuðla að uppbyggingu laxeldis
sem framtíðar atvinnuvegs innan að-
ildarlandanna."
Samstarfsnefnd
Samkomulagið var undirritað 11.
febrúar sl. í London á fundi NASCO
með fulltrúum fiskeldisframleiðenda
frá Islandi, írlandi, Færeyjum,
Skotlandi, Kanada, Bandaríkjunum
og Noregi. Ákveðið var að setja á fót
samstarfsnefnd sem skyldi vinna að
gerð starfsreglna sem næðu til allra
laxeldislandanna þar sem settar
yrðu starfsreglur fyrir greinina.
„Mikilvægi þessa samkomulags
fyrir fiskeldi í heiminum er mikið því
þama viðurkennir hálfopinber stofn-
un, NASCO, sem unnið hefur að
vemdun laxastofna í Norður-Atlant-
shafi í áratugi, mikilvægi laxeldis
sem atvinnuvegar. Auk þess leitar
NASCO eftir samstarfi við laxeldið
um þátttöku í vemdun og uppbygg-
ingu villtra laxastofna, meðal annars
með því að nýta þá miklu þekkingu
sem hefur byggst upp innan laxeldis-
ins á undanförnum ámm, sérstak-
lega á sviði seiðaeldis og erfðafræði.
Unnið verður að gerð starfsreglna
fyrir laxeldi í Norður-Atlantshafi á
næstu mánuðum og stefnt er að því
að ljúka því starfi í febrúar 2001.
Óhætt er að fullyrða að sjaldan hefur
náðst jafn víðtæk samstaða um slíka
vinnu og hér um ræðir á milli tveggja
hópa, annars vegar verndunarsam-
taka og hins vegar eins atvinnuvegar
eins og laxeldis. Þetta samkomulag
gefur tilefni til að álíta að framundan
séu spennandi tímar fyrir laxeldi í
heiminum.“
Áframhaldandi uppbygging
Vigfús segir að félagar LFH telji
að samkomulagið við NASCO þýði
áframhaldandi uppbyggingu m.a. í
laxeldi á íslandi, enda um að ræða
hálfopinbera stofnun sem hefur ver-
ið stjórnvöldum til ráðgjafar um
veiðimál um árabil. LFH telji því að
unnið verði áfram að uppbyggingu
villtra laxastofna við N-Atlantshaf
og það verði gert í samvinnu við fisk-
eldismenn, en með alþjóðlegum
reglum um fiskeldi í kvíum hafi náðst
góð sátt um þessa atvinnugrein.
„LFH reiknar ekki með öðru en að
gefin verði strax út ný starfsleyfi
enda ganga þau drög sem liggja fyrir
miklu lengra en gert er annars stað-
ar. Lögð er áhersla á að til dæmis
leyfið í Hvalfirði er tilraunaleyfi og
verður framkvæmt undir ströngu
eftirliti stjórnvalda. Fiskeldismenn á
Islandi bíða því spenntir eftir
ákvörðun landbúnaðarráðherra til
að hægt sé að hefjast handa við
nauðsynlegan undirbúning. Um ára-
bil hafa fiskeldismenn kvartað yfir
því að innan landbúnaðarráðuneytis-
ins og meðal stofnana þess sé ávallt
tekið á fiskeldi sem umhverfisvanda-
máli en ekki sem atvinnugrein. Það
er augljóst að þar er fiskeldi ekki í
sömu aðstöðu og aðrar greinar land-
búnaðarins. Fiskeldismenn eru ekki
að fara fram á neina styrki frá ríkinu
vegna þeirra umsókna sem nú liggja
fyrir heldur aðeins að tekið verði á
málefnum þessarar mikilvægu at-
vinnugreinar þegar litið er til fram-
tíðar á faglegan hátt og í takt við það
sem gildir um aðrar atvinnugrein-
ar,“ segir Vigfús.
16 milljónir afgreiðslustaða um allan heim